Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JULI 1977 3 Eitt elzta húsið í Hólminum stór- skemmist í bruna Stykkishólmi 29. júlí. ELDUR varð laus um tfuleytið f morgun f einu af elztu húsunum hér f Stykkishólmi, svonefndu Kúldshúsi, sem stendur við Silf- urgötu 4. Er rafmagn talið hafa valdið brunanum og er húsið mik- ið skemmt. Kúlds-hús var upphaflega byggt f Flatey á Breiðafirði um 1870 af séra Eirfki Kúld. Flutti hann húsið, sem er allstórt, tvf- lyfft timhurhús, að Þingvöllum f Ilelgafellssveit og sfðan til Stykkishólms um 1890. Á neðri hæð hússins bjuggu nú Finnlandsforseti kemur í ágúst URIIO Kekkonen forseti Finn- lands kemur til Islands f opin- bera heimsókn dagana 10. til 12. ágúst n.k. Forsetinn kemur ásamt fylgdarliði sfnu flugleiðis til Reykjavfkur. Meðal annarra verð- ur með forsetanum f förinni Paavo Váyrynen utanrfkisráð- herra Finnlands. Forsetinn mun búa í ráðherra- bústaðnum meðan á heimsókn- Helgi Björgvinsson og fjölskylda, en á efri hæðinni eigandinn, Ingv- ar Kristjánsson og kona hans. Um klukkan rúmlega 10 f morgun fór rafmagnið af Stykkishólmi vegna bilunar. Um þær mundir voru konurnar i húsinu báðar staddar i eldhúsinu á neðri hæðinni. Heyrðu þær þá skyndilega mikla sprengingu úr miðstöðvarklefa stutt frá. Skipti það engum togum að eldur blossaði upp og tókst konunum naumlega að ná í síma og hringja á slökkviliðið. Vegna rafmagnsbilunarinnar tók nokkra stund að ná slökkvilið- inu saman, en um leið og raf- magnið kom á ný fór brunalúður- inn hér f þorpinu af stað. Var slökkviliðið þá fljótt á vettvang og réð niðurlögum eldsins á klukku- stund, enda búið góðum tækjum. Húsið stórskemmdist i eldsvoð- anum. Ibúðin á neðri hæðinni er mikið brunnin og skemmd af eldi og vatni. Á efri hæðinni fylltist allt af reyk og inngangurinn í hana eyðilagðist i sprengingunni, þannig að það var lán i óláni að báðar konurnar voru í eldhúsinu á neðri hæðinni. AUt innbú Helga eyðilagðist, en það er vátryggt eins og húsið. Ekki er talinn nokkur vafi á þvi að rafmagn sé valdur þessa bruna. — Fréttaritari. Gömul tónlist í Skálholti Um þessa helgi, verzlunar- mannahelgina, verða tónleikar i Skálholtskirkju laugardag, sunnudag og mánudag kl. 4. Er þetta þriðja helgin sem sumar- tónleikar eru i Skálholtskirkju og er aðgangur að tónleikum þessum ókeypis. Um þessa helgi verður efnisskrá mjög fjölbreytt. Flutt verður tónlist allt frá 13. öld og fram á miðja 18. öld. Mun þar verða sungið, leikið á blokkflautu, gitar, sembal og lútu. Leikur Snorri örn Snorrason á lútuna og er það í fyrsta sinn að Islendingur leikur á lútu hérlendis. Aðrir flytjendur eru: Hubert Seelow, tenor, Camilla Söderberg, blokkflautuleikari og Helga Ingólfsdóttir semballeikari. (Frétta(ilkynning). Helga Ingólfsdóttir, Camilla Söderberg og Snorri örn Snorrason flytja m.a. tónlist fri 13. öld I Skilholtskirkju um verzlunarmanna- helgina og auk þeirra Hubert Seelow. Benzín heldur dýrara hér en á hinum Norður- löndunum eftir síðustu hækkun BENZlNVERÐ hækkaði hér i landi um átta krónur f vikunni og er nú dýrast hér á landi af Norðurlöndunum og öðrum nálægum löndum. Fyrir hækkun- ina var benzfn hins vegar ódýrara hér á landi, en f flestum þessara landa. 1 Bandarfkjunum er benzfn ódýrara, en f löndum V- Evrópu, munar þar helmingi og rfflega það f flestum landanna. Benzinverð i eftirtöldum lönd- um er sem hér segir, tölurnar eru Framhald á bls. 18. Bíl og bif- hjólum stolið BIFREIÐINNI M-2265, sem er Morris Marina, árg. 1974 og gul- brún að lit, var stolið frá Iláteigs- vegi 26 einhvern tfma á tfmabil- inu frá 13. júlf til 28. júlf. Eig- andi bflsins var erlendis á þess- um tfma en þegar hann kom heim aftur uppgötvaðist þjófnaðurinn, og eru þeir sem einhverjar upp- lýsingar geta gefið um ferðir þessa bfls beðnir að hafa sam- band við Lögreglu. Veiðar Þjóðverja á Islandsmiðum: Hlutur þorsks má 7% af afla inni stendur. Dagskrá heim- sóknarinnar er mjög ströng og mun forsetinn m.a. heimsækja og skoða fjölmarga staði. Hinni opin- beru heimsókn lýkur að morgni föstudags kl. 10.00. En eftir það mun forsetinn m.a. fara í laxveiði í Víðidalsá. Brottför forsetans er ráðgerð sunnudaginn 14. ágúst kl. 15.00 frá Reykjavíkurflugvelli. Lýst eftir manni LÖGREGLAN hefur lýst eftir 21 árs manni, Arinbirni Þór Pálma- syni, Skúlagötu 70, en ekkert hef- ur spurzt til hans frá þvi á mánu- dag 25. júlí sl. Arinbjörn er 185 sm. að hæð. Ijósskolhærður með hrokkið hár og grannvaxinn. Hann er klæddur bláköflóttri skyrtu, í gallabuxum, á gulum strigaskóm og i mosagrænni nælonúlpu eftir því sem bezt er vitað. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um ferðir Arinbjarn- ar á framangreindu timabili eru beðnir að snúa sér til lögreglunn- ar. IIAFNARFJARÐARTOGARINN Maf landaði 140 lestum af fiski f Hafnarfirði á mánudag og þriðju- dag í þessari viku og meðalverð fyrir hvert kíló var að Ifkindum það hæsta sem nokkur togari hef- ur fengið hérlendis eða kr. 110.29 á kfló. Hæsta mögulega verð fyrir þorsk úr kössum er um 112 kr. á kfló. Guðmundur Ingvarsson, fram- vera EINS og fram kom f Morgunblað- inu f gær, þá kom í Ijós við afla- samsetningarathugun starfs- manna Landhelgisgæzlunnar um borð f 4 v-þýzkum togurum, að hlutur þorsks f afla þeirra var frá 5,4% til 24.7%, en samkvæmt samningi tslands og Þýzkalands um veiðar þýzkra togara innan kvæmdastjóri Bæjarútgeróar Hafnarfjarðar, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að Maí hafði verið 10 daga i veiðiförinni og skipstjóri að þessu sinni Ölafur Gíslason, sem venjulega er 1. stýrimaður. Kvað Guðmundur að auk þess sem 110.29 kr. hefóu fengizt fyrir hvert kiló að meðal- tali hefð skiptaverðið einnig verið það hæsta sem hann hefði heyrt 200 mflna fiskveiðilögsögu Islands má hlutfall þorsks f heild- arafla ekki fara uppfyrir 7%. Mega Þjóðverjar alls veiða 60 þús. lestir á ári á Islandsmiðum og þar af má hlutur þorsks f heildarafla ekki fara fram úr 5000 Iestum. Morgunblaðið hafði samband eða kr. 100.27 á kíló. Heildarverð- mæti aflans var hins vegar 15.4 millj. króna. Allur aflinn úr Maí fór i fyrsta gæðaflokk. 66% af aflanum fór í fyrsta stærðarflokk, 34% í annan stærðarflokk, en ekki einni ein- asti fiskur flokkaðist undir smá- fisk, sem mun lfka vera mjög sjaldgæft þegar um togarafisk er að ræða. við Þórð Asgeirsson, skrifstofu- stjóra sjávarútvegsráðuneytisins, i gær og spurði hann hvernig eft- irlit með veiðum v-þýzku togar- anna væri háttað og hvort ekki væri um brot að ræða þegar hlut- ur þorsks í afla eins togara væri komin langt upp fyrir mörkin eða íallt að 24.7%. Þórður Asgeirsson sagði, að ekki væri hægt að segja neitt við þvi að einn togari fengi t.d. 200—300 lestir af þroski i veiði- ferð, þar sem samningurinn milli landanna kvæði á um hlut þorsks i heildarafla á samningatímabil- inu, sem væri 5000 lestir af 60000 lesta heildarafla á ári. Hann sagði Framhald á bls. 18. MJÖLKURSAMSALAN í Reykja- vik hefur hætt sölu á rjóma í 1/10 lítra hyrnum eða i umbúðum, sem i daglegu tali hafa verið nefndar einn desilitri en þetta voru jafn- framt minnstu umbúðir, sem rjóma var pakkað i. Oddur Helga- son, sölustjóri hjá Mjólkursamsöl- unni, sagði að ástæðan fyrir því, að hætt hefði verið að pakka i þessar umbúðir hefði fyrst og fremst verið minnkandi sala þeirra. Sala rjóma í þessum um- búðum hefði dregizt saman með hverju árinu og þegar kaffirjóm- inn, sem hægt er að geyma um nokkurn tima, hefði verið settur á markaðinn minnkaði sala desi- litrahyrnanna enn, að sögn Odds. Þannig hefur dagleg sala rjóma i þessum umbúðum verið 60 til 70 litrar og stundum niður í 40 lítra en dagleg sala af rjóma í kvart- hyrnum er milli 800 og 1000 lítr- ar. — Þegar að því kom að við Sömuleiðis er lýst eftir tveimur léttum bifhjólum, sem stolið hef- ur verið nýlega. Annars vegar er það R-155 Honda 50, árg. 1973, sem er hvítt á lit en með svörtum strípum og fálkamyndir prýða benzíntank þess. Því var stolið frá Unufelli 23 fimmtudaginn 21. júlí sl. Hins vegar er það bifhjólið R- 293, Honda 50, árg. 1972, blátt að lit en því var stolið þar sem það stóð við Tónabió sunnudaginn 17. júli. Leiðrétting: Það er komin sól í SÓLARRAMMA Mbl. fyrir skömmu var sagt að piltur er vann við snyrtingu á grasbletti við Landakotspitalann væri starfsmaður garðyrkjustjóra. Þetta mun vera rangt. Pilturinn, Hjálmar Viggósson, er starfs- maður Skrúðgarðastöðvarinnar Akurs sem hefur flokka i að snyrta bletti og garða einstakl- inga og stofnana. þurftum að endurnýja átöppunar- vélina fyrir þessar hyrnur, en hún var orðin gömul og nánast að verða ónýt, sáum við fram á að ef keypt yrði ný vél, þá yrði rjómi i þessum umbúðum of dýr I saman- burði við aðrar umbúðir. Það var þvi ákveðið að hætta sölu á desi lítrahyrnunum, sagði Oddur ai' lokum. Blaðamenn samþykktu BLAÐAMANNAFÉLAG Island' hélt félagsfund siðdegis i gær oj var þar fjallað um nýgerða kjara samninga félagsins við blaðaút gefendur. Þegar samningarni> höfðu verið kynntir voru þei: bornir undir atkvæði og sam þykktir með 35 atvkæðum gegn 6 Veitingahúsin: Tvöfaldur sjúss í rúmar 1000 krónur TVÖFALDUR vfnsjúss I gos- drykk fer nú I fyrsta skipti yfir 1000 krónur á veitingastöð- unum samkvæmt upplýsingum Konráðs Guðmundssonar hótel- st jóra á Sögu. Tvöfaldur Bacardi í kóka kóla kostar eftir nýjustu áfengishækkun 1075 krónur og einfaldur 675 krónur. Tvö- faldur asni svokallaður, þ.e. tvöfaldur vodka í Ginger Ale, kostar nú 1045 krónur en ein- faldur 660 krónur. Tvöfaldur viski i sóda kostar 1040 krónur en einfaldur 645 krónur. Ein- faldur sjúss af fyrrnefndum vintegundum er 3 cl. Hins veg- ar er einfaldur sjúss af Campari 6 cl. og kostar hann i sóda 645 krónur en tvöfaldur Campari þ.e. 12 cl kostar 1040 krónur. Konráð sagði að hann ætlaði að taka upp nýjung á börunum á Hóteí Sögu. Er hún i því fólg- in að viðskiptavinirnir geta framvegis keypt þar hálfan skammt af gosdrykk og lækkaði þannig verðið á drykknum um 125 krónur. Maí fékk 110 kr. fyrir hvert kíló í Haf narfirði Sölu rjóma í desi- lítrahyrnum hætt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.