Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 30.07.1977, Side 5

Morgunblaðið - 30.07.1977, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLl 1977 5 „Verðlagsnefnd hefur ekki ákvörðunarrétt um löglega gerða kjarasamninga stéttarfélaga” — segja Guðjón Tómasson, framkvstj. Sambands málm- og skipa- smiðja og Árni Brynjólfsson, frkvst. Landssambands rafverktaka Guðjón Tómasson (t.v.) og Ami Brynjólfsson. „Tal verðlagsstjóra um einhvern feluleik okkar í samningunum er vís- vitandi rangfærsla af hans hálfu", sögðu þeir Guðjón Tómasson, fram- kvæmdastjóri Sambands mélm- og skipasmiðja, og Ámi Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenzkra rafverktaka, í samtali við Mbl. „Öll okkar samningamál liggja á borðinu hrein og klár. Þessir samn- ingar voru gerðir fyrir opnum tjöld- um og engin plögg þeim viðkomandi liggja ekki á lausu. Verðlagsstjóra hefur orðið tiðrætt um það sem hann kallar bókun sáttanefndar um sér- kröfur. í tillögum sáttanefndar. sem samþykktar voru af báðum aðilum, segir orðrétt: „Til afgreiðslu á öðrum sérkröfum komi jafngildi 2,5% kaup- taxtahækkunar hjá viðkomandi starfsgrein eftir nánara samkomu- lagi aðila". Eins og sjá má af þessu rangtúlkar verðlagsstjóri þetta sam- komulag þegar hann segir að sam- kvæmt þvi eigi að koma 2,5% ofan á hvem taxta, þar sem samkomulagið er um jafngildi 2,5% hjá viðkomandi starfsgrein". „Samkomulag okkar um úrlausn á sérkröfunum var undirritað aðfara- nótt 17. júni eða fimm dögum áður en aðalsamkomulagið var undirrit- að", segir Guðjón Tómasson. „Þetta samkomulag hljóðar svo: ..Málm- og skipasmiðasamband ís- lands og Samband málm- og skipa- smiðja hafa náð samkomulagi um úr- lausn á sérkröfum málmiðnaðarmanna skv. tillögu sáttanefndar frá 17. maí 1977, þannig að breytingarnar, sem hér um ræðir feli i sér jafngildi 2.5% hækkunar kauptaxta málmiðnaðar- manna i heild. Hér er um tvennskonar breytingar að ræða: í fyrsta lagi, að eftir fimm ára starf að loknu sveinsprófi, komi ný starfs- aldurshækkun, er sé 4% hærri en kauptaxti eftir 3 ár Þessi breyting jafngildi 0,8% kauptaxtahækkun hjá málmiðnaðarmönnum. í öðru lagi, að þeir sveinar, sem hafa meistarabréf í iðn sinni, fái auk viðkomandi starfsaldurshækkana 5% hækkun kauptaxta. Þessi breyting jafn- gildir 1,7% kauptaxtahækkun hjá málmiðnaðarmönnum”. „Okkar samkomulag um séruröfurn- ar var undirritað 21. júní”, segir Árni Brynjólfsson. „og það er svona: „Rafiðnarsamband íslands og Land- samband ísl. rafverktaka hafa náð sam- komulagi um úrlausn á sérkröfum Raf- iðnaðarmanna skv. tillögu sáttanefndar frá 17. maí 1977, þannig að breyting- arnar sem hér um ræðir feli í sér jafngildi 2.5% hækkunar kauptaxta Rafiðnaðarmanna í heild. Hér er um eftir taldar breytingar að ræða: 1. Eftir fimm ára starf að loknu sveins- prófi, komi ný starfsaldurshækkun er sé 4% hærri en kauptaxti eftir 3 ár, samanber breytingu á lið 2. Þessi breyting jafnlildir 0 72% kauptaxta hækkun hjá rafvirkjum. 2. Núgildandi kauptaxtar eftir 3 ár með og án álaga hækki um 5,0%. Þessi breyting jafngildi 1.51% kauptaxta- hækkun hjá rafvirkjum. 3. Hæðarálag verði sem áður 10% en verði sett í sérstaka grein samningsins, og i stað 6 metra komi 5 metra hæð. Þetta jafngildir 0.02% kauptaxtahækk- un rafvirkja. 4 Reiknistala fyrir bónus hækki um 2.5%. Þetta jafngildir 0 25% kaup- taxtahækkun rafvirkja” „í báðum þessum samkomulögum”. segir Guðjón, „er vægi starfsaldur- greiningar samkvæmt úrtaksathugun frá lífeyrissjóðunum varðandi fjölda sjóðsfélaga, sem hafa annars vegar náð þriggja ára starfsaldri og hins vegar fimm ára starfsaldri”. „Ég legg áherzlu á það”, segir Árni, „að áður en þetta var undirritað höfðu fulltrúar kjararannsóknanefndar og hagfræðingar ASÍ og VSÍ yfirfarið efn- ið og sannreynt samkvæmt þeim plöggum, sem fyrir lágu, að efni sam- komulagsins er innan rammans, sem settur var". — Þú segir samkvæmt þeim plögg- um, sem fyrir lágu. Getur verið að sú blekking, sem á ykkur er borin, felist í því, að þeir taxtar, sem þið sömduð um séu einhverjir óraunhæfir vegna þess að eftir þeim sé ekkert farið? „Þessir samningar, sem gerðir voru að Hótel Loftleiðum kveða á um lág- markslaun", segir Guðjón „Og við höfum aldrei gefið út taxta, sem ekki byggist á samningum. Auðvitað er ég ekki þar með að bera á móti því að yfirborganir — einstakl- ingsbundnar, séu til. En yfirborganir hafa aldrei verið færðar inn í taxta yfir selda vinnu". — En nú heldur verðlagsstjóri því fram, að þið hafið búið til nýjan við- miðunartaxta. Getur yfirborgun verið falin í því að borga mönnum kaup eftir öðrum taxta og hærri en þeir eiga að vera á samkvæmt starfsaldri, þar sem slík yfirborgun kæmi þá ekki fram með úrtaki frá lífeyrissjóðum? „Þegar við sóttum um okkar hækkun til verðlagsnefndar”, segir Árni, „létum við fylgja með útreikninga á sama viðmiðunartaxta og notaður hefur verið undanfarin ár. Það er verðlagsstjóri sem fer fram á það með reiknisaðferð sinni að við breytum umsömdum töxt- um með því að hækka þá, sem ekki hækkuðu samkvæmt sérkröfusam- komulaginu og lækka aðra, sem fengu meiri hækkun en 2,5%”. „Þetta er það sem við köllum brot á lögum um verðlagsmál", segir Guðjón, „þar sem verðlagsnefnd hefur ekki ákvörðunarrétt um löglega gerða kjara- samninga stéttarfélaga”. — En hvað um yfirborganirnar? „Vissulega má halda því fram, að menn hafi verið óvarkárir i þessum efnum", segja þeir báðir. „Einmitt þess vegna höfum við nú látið fylgja okkar taxtaútreikningum ábendingu til félagsmanna okkar um að kaupgreiðsl- ur eigi að vera í samræmi við samning- inn". — Með slikum yfirborgunarhætti mætti fá út dæmi, þar sem 2,5% jafngildi hækkunar kauptaxta í heild, þýddi kannski gerða 10% í reynd, ef þeirri hækkun á ákveðinn taxta yrði dreift með vægi taxta, sem í fram- kvæmd þýddi ekki neitt? „Þetta er vissulega hárrétt útkoma úr ímynduðu reikningsdæmi", segir Árni. „En allt verður að miða við þau plögg, sem fyrir liggja, þegar samkomulagið er gert Þeir hjá ASÍ sögðust hafa undir höndum úrtak um starfsaldur sam- kvæmt lífeyrissjóðunum „Þetta höfum við”, sögðu þeir. „Hafið þið eitthvað betra?". Og við höfðum ekkert betra, þar sem við vitum ekki, hverjar yfir- tiorganirnar eru". — En það var samið um nýja taxta? „Já, hjá iðnaðarmönnum", segir Guðjón. „Töxtum var fjölgað i sam- ræmi við kjarasamningana". „Ég vil benda hér á", segir Árni. „að i bréfi verðlagsskrifstofunnar segir orð- rétt: „Við ákvörðun á taxta útseldrar timavinnu verði sú útreikningsaðferð notuð, að áfram verði miðað við þá launataxta sem voru i gildi 1. marz 1977, að viðbættu 2’/2% og kr. 18 þús. á mánuði auk launatengdra gjalda. Álagningartölur hækki um 10%". Fyrst er nú að spyrja: Hvaða leyfi hafa verðlagsyfirvöld til að segja okkur að miða ekki við þá kjarasamninga, sem nýgerðir eru og i gildi? Eigum við þá ekki líka að greiða kaupið eftir gömlu samningunum eða miða allt við einhverja ógerða samninga í framtíð- inni? Það hljóta allir að sjá hvers konar reginvitleysa þetta er." —Verðlagsstjóri segir að nauðsyn- legt hafi verið að taka stefnumarkandi ákvörðun um útfærsluna á sérkröfun- um. „Það er hreint ekki verðlagsnnefndar að taka ákvörðun um útfærsluna á sérkröfunum", segir Árni. „Það var samið um útfærsluna, eins og við höf- um skýrt frá. Þeir samningar voru stefnumörkunin. Það verður að lesa þau plögg sem fyrir liggja, en ekki geysast fram og lýsa þvi yfir að hvað sem standi á pappirnum, þá hafi nú raunverulega verið samið um allt aðra hluti." — En nú sagðir þú áðan, að segja mætti að menn hefðu verið óvarkárir með yfirborganir. „Já. Og við sendum félagsmönnum okkar ábendingu af þvi tilefni. En við getum, ekki verið að taka í hnakka- drambið á mönnum fyrir það, hvernig þeir fara með samninga, eða gera okkur fyrirfram upp einhverjar skoðan- ir um það, að allir séu i einum taxta og svo og svo fáir, eða jafnvel engir i öðrum Alla stefnu verður að marka samkvæmt þeim staðreyndum, sem fyrir liggja. Þetta verða verðlagsyfir- völd að gera líka Við höfum umferðarreglur sem segja fyrir um það, hvernig menn eiga að haga sér i umferðinni. Það er svo lögreglunnar að sjá um að reglurnar séu i heiðri hafðar Eins höfum við samninga sem segja okkur hvernig við eigum að haga okkur i launamálum. Og það er verðlagseftirlitsins að sjá til þess að þær reglur séu i heiðri hafðar Lögreglan heldur sig við bókstaf lag- anna. Og það á verðlagsstjóri lika að gera með þvi að halda sig við gerða samninga, en ekki einhverja persónu- lega rangfærslu sina á þvi, hvað hafi verið samið um, eða einhverja sjálf- gefna forsendu þess efnis að allir brjóti lögin". — Þið hafið gagnrýnt þá meðferð sem könnun dr. Kjartans Jóhannsson- ar um álagningarþörfina hefur fengið „Skýrslan með niðurstöðum þessar- ar könnunar er dagsett í april 1976", segir Guðjón. „Þessi skýrsla hefur enn ekki fengizt rædd i verðlagsnefnd. Þess i stað kemur verðlagsstjóri nú með útreikninga, sem skerða okkar álagningartölu, þar sem hækkunin er mest, þannig að hún verður 164 krón- ur i stað 295. Þessi dráttur á afgreiðslu álagningarmálsins er hreint út sagt óþolandi Verðlagskerfið hér er þannig, að eftir því sem verk er betur undirbúið og skipulagt, þeim mun meira verður tap- ið fyrir fyrirætkið. Álagningin fer i það að skipuleggja verk og gera þau ódýr- ari. Ég skal segja þér eitt dæmi um það, hvernig tekið er á þessum málum hér. Fyrirtæki nokkurt hafði ár eftir ár unnið ákveðið verk, sem tók 100 tima. Nú var farið i það að láta sérfræðing athuga gang verksins og eftir tólf tima skilaði hann vinnuáætlun, sem þýddi helmingi færri vinnustundir i þetta verk Fyrirtækið notfærði sér þessa vinnuáætlun og hugðist siðan byggja reikning sinn á 50 tímum og tólf tímunum, sem fóru í endurskipulagn- inguna að auki, eða 62 tima i stað 100 áður. En hvað gerði verðlagsstjóri? Jú, hann barði i borðið og fyrirskipaði, að fyrirtækið mætti aðeins fá borgaða þá 50 tíma, sem i vinnuna fóru. Svona er nú tekið á þessum málum hér". „Það er nefnilega alls ekki svo, að álagningin stuðli að dýrara verki, þó hún sé hækkuð", segir Árni „Álagn- ingin á að geta runnið til þess að undirbúa verk og skipuleggja þau, þannig að þau geti helzt komið út sem ódýrust. Verðlagsstjóra ætti að vera kunnugt um það sem lærðum manni. að þekk- ing er dýr, en hún skilar sér venjulega margalt aftur i ódýrari vinnu Þess vegna er hreint út hægt að segja að með þvi að leggjast á skýrslu dr Kjart- ans um álagningarþörf fyrirtækja sé beinlinis stuðlað að þvi að verk séu dýrari og óhagkvæmari, en nauðsyn- legt væri". — Nú segir verðlagsstjóri að þið haf- ið fengið sömu afgreiðslu og aðrir. „Ég vil aðeins benda á það", segir Guðjón. „að ef prósentuálag hefði ver- ið notað á útselda tima okkar eins og verið hefur i ákvæðisvinnu i byggingar- iðnaðinum, þá væri álagstala okkar nú 407 krónur i stað þeirra 164 til 295 Framhald á bls. 18. Styður ÞÚ á réttu hnappana? Þetta er mikilvæg spurning fyrir alla sem veita sérverslunum, matvöruverslunum og þjónustufyrirtækjum forstöðu. Þessir hnappar tilheyra DTS 100. W, \PTS er greiðslureiknir. DTS 100 sýnir sjálfvirkt (með því að styðja á réttan hnapp) hve mikið gefa skal til baka. DTS 100 léttir afgreiðslustörf. DTS 100 hefur öruggan leiðréttingarbúnað. DTS 100 sýnir heildarsöluverð fjögurra vörufiokka | samtímis. DTS veit nákvæmlega hvaða upphæð á að vera = \ í skúffunni. — (Meira að segja þegar vörum er skilað og greitt er úr kassa.) y DTS 100 hefur sjálfvirkan margfaldara. A DTS 100 er greiðslureiknir. ^ DTS er sannarlega nafni sínu samkvæmur. Með DTS 100 styður þú á hugvitsamlega hnappa. ■mrjF Skrifstofutækni hf. Tryggvagötu — Reykjavík Box 454 - Sími 28511 „Með DTS 100 styður þú á réttu hnappana"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.