Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 30. JULl 1977 Stjórn Verkamannabústaða: Byggir 18 fjölbýl- ishús og 60 rað- hús í Breiðholti STJÖRN Verkamannabústaða í Reykjavík hefur nýlega boðið út jarðvinnu við grunn 18 fjölbýlis- húsa, sem áætlað er að rísi á næstu mánuðum f Breiðholti 3, nánar tiltekið f svokallaðri aust- urdeild, sem er fagurt landssvæði upp af Rlliðaánum. Þetta er 2. byggingaáfangi Verkamannabú- staða og verða f honum 216 fbúð- ir, en í 1. áfanga f Seljahverfi voru 308 fbúðir, og verða þær sfðustu þeirra afhentar á þessu ári. Þá verða reist 60 raðhús á sama svæði á vegum stjórnar Verkamannabústaða. Að sögn Eyjólfs Sigurjónssonar formanns stjórnar Verkamanna- bústaða, verða nýju fjölbýlishús- in 18 öll þriggja hæða. Þau verða öll eins í útliti. Teiknistofan í Framhald á bls. 18 Benzínflutningabíll frá Skeljungi hf. valt neðarlega í Kömbunum um hádegisbil i gær. Að sögn lögregl- unnar er líklegt talið að billinn hafi hemlað ójafnt og afleiðingarnar orðið þessar, en billinn var á leið niður Kamba. Bifreiðastjórann sakaði ekki. Tölu- verðar skemmdir urðu á bílnum og eitthvert magn af benzíni rann niður. Ljósm. Georg Michelsen. Valt í Kömbunum Norðurhlið fjölbýlishúsanna. Af þessum svölum verður gengið inn í íbúðirnar. Hlaup í Kolgrímu í Sudursveit: Farangrinum troðið f Rauðhetturútuna á Umferðarmiðstöðinni Líkur á votri verzlunarmannahelgi: Flestir ætla á rauðhettu og sólina fyrir norðan „Þ'7Í miður er allt útlit fyrir að vætutíð setji svip sinn á versl- unarmannahelgina hjá -Sunn- lendingum," sagði Páll Berg- þórsson veðurfræðingur í sam- tali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Ekki verður þó um samfellda rigningu að ræða að sögn Páls, heldur mun stitta upp á milli og er þá ekki útilokað að sjáist til sólar. Hitinn verður þetta 10—12 stig. Norð-austanlands er veðurút- lit allt annað og miklu betra. Þar verður sólskin og þurrt og hitinn væntanlega um 15 stig. Framhald á Ibls. 18 40 bílar bíða vestan árinnar Hætta á að margir missi af Smyrli fyrir bragðið í FYRRINÓTT hófst hlaup í ánni Kolgrímu í Suður- sveit og í gærmorgun hafði áin rofið skarð í þjóðveg- inn þannig að engu farar- tæki var fært yfir ána í allan gærdag. Um kvöld- matarleytið í gærkvöldi var mikill fjöldi bíla beggja megin við ána og þar af biðu 40 bílar vestan árinn- ar. Sumt af fólkinu bæði íslendingar og útlendingar var á leið til Seyóisfjarðar þar sem það ætlaði að taka ferjuna Smyril til útlanda í kvöld. Er alls óvíst að þetta fólk komist út með Smyrli í þessarri ferð og kann því Kolgríma að setja strik í reikninginn hjá mörgum ferðalangnum. Að sögn Arna Þórs Eymunds- sonar hjá Umferðarráði var fólk- inu beint til Hrollaugsstaða í gær- kvöldi, þegar ljóst varð að það Brauð og unn- ar fiskvörur hækka í verði 1 DAG tekur gildi hækkun á brauði og unnum fiskvörum. Brauð hækka um tæplega 4% og má sem dæmi nefna að fransk- brauð hækkar úr 76 í 79 krónur. Fiskbollur og fiskbúðingur i dós- um hækka um 13%. Rafmagnslaust vegna bilunar / að Irafossi BILUN varð í einangrara í íra- fossvirkjun um ellefuleytið i gær- morgun og við það fór rafmagn af allri Sogslínunni. Rafmagnslaust varð í Reykjavík og viðar um tíma en það komst brátt á aftur. Sogs- virkjun framleiðir 90 megavött. Náðu landi 1 Geitey eftir hálftíma sund og hrakninga á Mývatni — VIÐ vorum að vfsu allir þrekaðir þegar við náðum landi eftir um hálftíma sund, en ég held ekki að okkur hafi orðið hið minnsta meint af volkinu. Tveir okkar voru mættir í vinnu strax f morgun en sá þriðji lagður af stað til Akur- eyrar. Þannig fórust Ilerði Sigurbjarnasyni f Reykjahlíð orð, en hann lenti í hrakning- um f Mývatni við þriðja mann í fyrrinótt. Hvolfdi skútu þeirra á miðju vatninu um ellefuleytið á fimmtudagskvöld. Eftir að hafa gert árangurslausar tilraunir til að rétta skútuna við syntu þeir í land i Geitey. Höfðust þeir þar við í eynni til um klukkan hálfþrjú um nóttina, en þá fann leitarbátur þá félaga í eynni. Um miðnættið höfðu ættingjar mannanna farið að undrast um þá og kölluðu á slysavarnasveit úr Mývatns- sveit til aðstoðar, 10—15 manna hóp. Auk þess sveimaði fiugvél yfir vatninu, en hún hafði verið á flugvellinum í Reykjahlíð. Þeir sem lentu í þessum hrakningum voru Hörður Sigurbjarnarson, 24 ára gamall, Árni bróðir hans, 17 ára, og Kristján Pétur, tæplega þrítugur ljósmyndari í Reykja- vík, en bræðurnir starfa báðir við Kröflu. — Klukkan var rétt rúmlega 11 á fimmtudagskvöldið er skútunni hvolfdi undir okkur og voru þá kominn hér 5—6 vindstig af suðvestan, segist Herði frá atvikum. — Við vor- um búnir að sigla talsvert um vatnið þegar þetta gerðist. Allt gekk að óskum þar til við snérum við og sigldum undan og hugðumst halda heim á leið. Er skútunni hvolfdi komumst við allir á kjöl skútunnar, sem er af algengri gerð, GP-14, sem meðal annars er notuð hjá sigl- ingaklúbbum í Reykjavik. — Við erum allir sæmilega vanir siglingum, en þó okkur hafi verið sagt að hægt sé að rétta svona skútur við, þá tókst okkur það ekki og höfum litla trú á að það sé hægt nema í logni. Er okkur tókst ekki að rétta skútuna við ákváðum við Framhald á bls. 18 kæmist ekki yfir ána í bráð. Stóðu vonir til að koma mætti fólkinu í hús í nótt. Hlaup í Kolgrímu koma árlega. Safnast vatn fyrir i jöklinum fyrir ofan og rífur það fyrirstöður þeg- ar það kemur i vissa hæð og belj- ar þá fram. Stendur hlaupið venjulega yfir í einn dag. Það rýfur ætíð skarð í þjóðveginn en brúin, sem er mjög gömul, hefur alltaf staðizt hlaupið. Nú er nýlok- ið byggingu á nýrri brú yfir Kol- grimu og var nýlega lokið við að slá mótin utan af brúnni þegar hlaupið kom. Eftir var að ryðja að brúnni þannig að engar skemmd- ir hafa orðið á henni i þessu hlaupi, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Að sögn tals- manns hennar standa vonir til að viðgerð á veginum hefjist í dag. Loðnan: » Aðeins einn með afla LlTIL loðnuveiði var á miðunum út af Straumnesi i fyrrinótt og aðeins eitt skip tilkynnti afla, Gísli Árni RE, sem fór með 370 lestir til Siglufjarðar. Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd sagði í viðtali við Morgunblaðið f gær, að tiltölulega fáir bátar hefðu verið á miðunum í fyrrinótt, þar sem flestir voru þá að landa eða voru á leið á miðin frá löndun. Veiðiveður mun einn- ig hafa verið frekar slæmt í fyrri- nótt og gærmorgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.