Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1977 7 “l Að þora að ríða á vaðið Vísir fjallar nýlega f leiðara um þá afstöðu borgarst jórans í Revkjavík að mæta auknum rekstrarkostn- aði borgarinnar með auknu aðhaldi og sparn- aði — og segir m.a.: „En aðstæður eru þannig f þjóðar- búskapnum, að aðhalds- stefna í opinberum fjár- málum, bæði sveitarfél- aga og rfkissjóðs, er ein af forsendum þess að verðbólgan verði kveðin niður. Þeir stjórnmála- menn, sem leggja sitt af mörkum í þessu efni vinna til traustsins, en aðrir ekki. Ilér eftir verður að meta árangur af stjórn- málastarfinu, eftir þvf hversu einarðlega kjörnir fulltrúar fólks- ins ganga fram f viður- eigninni við verðbólg- una. Það sem raunveru- lega felzt í yfirlýsingu Birgis Isleifs Gunnars- sonar borgarstjóra er það, að hann kýs frem- ur aðhaldsleiðina en verðbólguleiðina út úr þeim vanda, sem við blasir. Ákvarðanir, sem teknar verða á þessum grundvelli, sýna póli- tfskan styrkleika eins og málum er háttað. Allt frá 1974 og þar til fyrir ári höfum við orð- ið að sæta stöðugt versn- andi viðskiptakjörum. Meðan á þessum erfið- leikum stóð urðu laun- þegar eðlilega fyrir talsveðri kjarasekrð- ingu, en á það skorti að dregið væri úr opinber- um framkvæmdum að sama skapi. Þetta er ein af ástæð- unum fyrir því, að ekki hefur tekist að draga meir úr hraða verðbólg- unnar frá þvf að vinstri stjórnin fór frá en raun ber vitni. Nú bætizt það við, að gerðir hafa verið kjarasamningar um launahækkanir lagt um- fram það sem verð- mætasköpunin f þjóð- félaginu leyfir. Fyrir þá sök m.a. stöndum við frammi fyrir nýjum og all alvarlegum efna- hagsvandamálum. Með hliðsjón af þess- um aðstæðum er ærin ástæða til að styðja sér- hverja viðleitni stjórn- valda f þá veru að auka aðhald f opinberum rekstri og framkvæmd- um. Borgarst jórinn f Reykjavík fær örugg- lega stuðning við slfkar aðgerðir og eins aðrir stjórnmálamenn, sem þora að rfða á vaðið.“ Sú var tíð. . . 1 Þjóðviljanum undanfarið hafa verið háð bræðravíg vegna ágreinings um, hvort Kommúnistaflokkur ís- lands, sem klauf sig út úr Alþýðuflokknum ár- ið 1930, hafi verið mörg- um eða fáum „harm- dauði". Þeir, sem trú- astir virðast uppruna og kenningu, halda fullri tryggð við ættföðurinn í flokkskeðjunni. Þeir eru enn á sömu línunni og lögð var f baráttu- stefnuskrá Komm- únistaflokks íslands, en þar sagði m.a.: „Komm- únistaflokkur islands er deild úr Alþjóðasam- bandi kommúnista og fylgir stefnuskrá þess og öllum samþykktum. Flokkurinn mun nota alla möguleika til þess að fræða íslenzka alþýðu um uppbygg- ingu „jafnaðarstefn- unnar" f Ráðstjórnar- rfkjunum og beita séi fyrir því að fslenzk al- þýða taki þátt f varnar- baráttu verkalýðsins um allan heim gegn óv- inum Ráðstjórnarríkj- anna“! Það var nú svo, og svo var nú það. Þjóðviljinn frá þrjátíu og níu Þegar sýnt var að hverju dró um átök á alþjóðavettvangi árið 1939, og að Sovétrfkin myndu eiga samleið með vestrænum lýð- ræðisrfkjum f vörn um- heimsins gegn nazism- anum, tók Soefalista- flokkurinn fslenzki samstundis að lofsyngja Bandarfkin. 3. septem- ber 1939 sagði Þjóðvilj- inn: „Sócfalistaflokkurinn hefur vakið eftirtekt á þvf, hve þýðingarmikil fjárhagsleg tengsl við Bandarfkin eru. Og þarf engum blöðum um það að fletta, hve dýrmætt það gæti orðið okkur einmitt nú, að ná góð- um fjármálasambönd- um f Amerfku." Og það var meira blóð f kúnni. Þjóðviljinn segir sama ár: „Við eigum strax að leita tryggingar Banda- rfkjanna og annarra rfkja fyrir sjálfstæði voru og friðhelgi, svo að við séum ekki ein- angraðir og VARNAR- LAUSIR...“ Þjóðviljinn er alltaf að leita að einhverju fslenzku, sem hann get- ur tengt sig við. Hverig væri fyrir blaðið að huga að stöðugleikan- um í fslenzkri veðráttu? Jílesísiur á morgun GUÐSPJALL DAGSINS: Matt. 7: Um falsspámenn. LITUR DAGSINS: Grænn. Táknar vöxt. Eink- um vöxt hins andlega Iffs. DÓMKIRKJAN Messa kl. 11 árd. Séra Hjalti Guðmundsson. NESKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 11 árd. Altarisganga. Séra Jónas Gíslason. IIÁTEIGSKIRKJA. Guðsþjón- usta kl. 11 árd. Séra Tómas Sveinsson. IIALLGRtMSKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Séra Karl Sigur- björnsson. LANDSPlTALINN. Messa kl. 10 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. BUSTAÐAKIRKJA. Guðsþjón- usta kl. 11 árd. í messunni verða gift Hrefna Sigurðardótt- ir og Guðjón Hilmar Jónsson. Heimili þeirra verður að Hrafn- hólum 4, Rvík. Organisti Birgir Ás Guðmundsson. Séra Ölafur Skúlason. ELLI- OGhjúkrunarheimilið Grund. Messa kl. 10 árd. Séra Jón Kr. Isfeld messar. DÖMKIRKJA KRISTS Konungs Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er messa kl. 6 siðd., nema á laugardögum, þá kl. 2 siðd. FÍLADELFlUKIRKJAN. Guðs- þjónustur um helgina verða á mótinu í Kirkjúlækjarskógi i Fljótshlið. Einar J. Gislason. KÓPAVOGSKIRKJA. Guðs- þjónusta kl. 11 árd. Séra Arni Pálsson. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ. Hámessa kl. 2 siðd. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Blómaverzlanir í Reykjavik verða lokaðar sunnudag 1 og mánudag ' Kaupið blómin' idag FELAG BLOMAVERZLANA t Heilsugæslustöð á Sauðákróki Heildartilboð óskast í að reisa og gera fokhelda heilsugaezlustöð á Sauðárkróki, sem er við- bygging við núverandi sjúkrahús. í ár skal gera botnplötu, en verkinu sé skilað fokheldu 1.10. 1979. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 20.000 - kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkis- ins, Borgartúni 7, Reykiavík, fimmtudaginn 18. ágúst, 1977 kl. 1 1.00f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Veislumatur við vægu verði Sunnudagur Hádegisverður Glóðarsteikt lambslæri Bernaise með ristuðum sveppum. Kvöldverður Roast beef með Bordelaise sósu og rjómasoðnum asparagus. Kaffiveitingar Bragðgóðar kökur og tertur á boðstólnum alla daga. Það er ódýrt að borða hjá okkur Verið velkomin __ __ m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.