Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JULl 1977 MORÖ-íJN KAFF/NU GRANI göslari Ji — ekki það sem mig dreymdi um — hálsmen — heldur vekjari? Ofsaspennandi bók. — Hún segir frá konu sem myrðir manninn sinn, þvl hann er alltaf að spila golf! Gleymdu svo ekki að slökkva Ijósið áður en þú ferð að sofa! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Margir falla í gildru fljótfærni og sjálfsör.vggis — einmitt þegar sérslök ásta-ða er til að passa sig. Ef til vill virðast slagirnir vera allt of margir og allt I lagi. Austur var gjafari, allir utan hættu. Vestur S. 8 H.K84 T. G 10952 L.9876 Norður S. 943 H.G1076 T. A L. AKG103 Austur S. G1065 H. D52 T. K743 L. 42 Suður S. ÁKD72 H. A93 T. D86 L. D5 Við hvað áttu — hvort ég hafi verið ráðinn sem fífl? Enginn skógur —engin skíma? „Fyrir nokkrum árum átti ég leið um Arnesþing og kom þá í hið nýreista, myndarlega félags- heimili Gnúpverja, Árnes. Þá hugsaði ég sem svo; „Hér verður vistlegt þegar ungmenni sveitar- innar hafa grætt hér upp skógar- reit til skjóls og skrauts i því dálítið nöturlega umhverfi, sem húsinu hefur verið valið. Aftur lá leið min hér um fyrir fáum dögum. Húsið jafn glæsilegt sem fyrr og vel um gengið, en trjáplönturnar, hvar voru þær? — Hvergi sjáanlegar. Umhverfið nöturlegt sem fyrr. Einu sinni var það hugsjón ungmennafélaga að lega svona var þetta í fjósinu á æskuheimili mínu að Efri-Sýrlæk i Flóa, og árið 1923 eða ’24 sá ég sams konar þakgerð í stóru fjár- húsi norður í Vopnafirði. Þetta byggingarlag hefur því haldist fram á okkar daga. Nokkuð erfitt á nútímamaður með að trúa því að engin skima hafi komið í skála né dyngju, nema um litinn Ijóra eða reykop. Skála Gunnars á Hliðarenda er svo lýst i Njálu, að „þar voru gluggar hjá brúnaásum og snúin fyrir speld“. Hefði eitthvað slikt ekki getað tíðkast fyrir ritunar- tima Njálu, þótt ekki sé þess getið klæða landið og prýða skógar- gróðri. Þeirra hugsjónar sér sorg- lega óvíða stað við bæi i Árnes- sýslu. Mörg önnur héruð standa þar feti framar. Annars var ferðinni heitið í Þjórsárdal að skoða hinar ný- reistu fornminjar, þjóðveldisbæ- inn. Gott er að eiga þarna sýnis- horn salarkynna 11. aldar. Von- andi er allt sögulega rétt, enda bærinn reistur að bestu manna yfirsýn. Gaman var að sjá hér hina fornu þakgerð, með innstoðum, þverbitum, vaglbitum, dvergum, brúnaásum og mæniás. Nákvæm- í sögum. Engin íslensk baðstofa mun i aldanna rás hafa verið svo aum að þar væri ekki einhver gluggabora, löngu fyrr en gler- gluggar þekktust. Hafa formenn unað nær algeru myrkri i húsum sfnum? Þá vildi ég láta gera tilranun með, hvort eldur getur logað í eldgrófum langeldanna án nokk- urs undirblásturs og hversu mik- ill reykur yrði af slikum eldum í skála og dyngju. Ekki myndi saka, þótt innviðir reyklituðust eitt- hvað við slíka tilraun. Þótt þjóðveldisbærinn sé hag- lega gerður, rúmgóður og reisu- Án sagna frá andstæðingunum varð suður sagnhafi i sex spöðum og vestur spilaði út tígulgosa. Hvernig heldur þú, að hann hafi spilað spilið? Fullur sjálfsöryggis og hálf- svekktur yfir að vera ekki i al- slemmunni fór suður inn á hend- ina á tromp og trompaði tígul i blindum. Fór aftur inn á hendina, í þetta sinn á laufdrottningu og trompaði þriðja tígulinn með síð- asta trompi blinds. Tók síðan á hjartaás, spaðaás og spilið hrundi þegar í ljós kom, að austur hafði átt fjórlit í upphafi og hafði þar að auki átt aðeins tvö lauf svo ekki var hægt að losna við hjarta- tapsslagina áður en austur tromp- aði þriðja laufið. Svona fór nú um sjóferð þessa. En þó var spilið auðunnið ef gætt var varúðar og öryggis. Og eflaust hefur þú, lesandi góður, séð vinn- ingsleiðina. Gefa þarf slag á tromp strax, eða meðan tromp er í blindum til að ráða við tígulinn. Best er að spila lágu trompi frá blindum i öðrum slag og láta sjöið af hendinni þegar austur lætur lágt. Vestur má fá á áttuna en suður fær afganginn. En segjum, að austur hefði átt alla spaðana fimm í upphafi. Hann gæti hugsanlega gleymt sér og látið lágt og slagurinn fengist á sjöið. Þá væri spilið unnið með því að spila næst tvistinum. Já, við skulum muna eftir þessari stöðu — gæti komið fyrir hjá okk- ur! RÉTTU MER HOND ÞINA Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi 9 götuna og máð múrsteinshús Meadow College. Mullah stend- ur með andlitið þétt að grænum veggnum við álmu stúlknanna og horfir til jarðar eins og um var samið. Tveir háhælaðir skór þrýstast ofan I axiir hans. Tvo fallega fætur ber við vegg- inn fyrir ofan hann og sfðan jafnfallegt framhaldið; Kven- stúdent frá Sviss. Hliðið er lok- að, og Anna Giintl klifrar inn um gluggann. Þægiiegur þrýst- ingurinn á öxlunum hverfur, Anna sveiflar sér upp á glugga- kistuna, fætumir standa andar- tak út I loftið, og sfðan hverfur hún á höfuðið niður að bréfa- körfunni f herbergi sfnu. Mullah bfður um stund, veif- ar sfðan í kveðjuskyni og læðist eins varlega og hann má fram hjá húsi rektors. Þrátt fyrir það hlýtur eitthvert hljóð að hafa bori/t inn til gamla pipar- sveinsins. Rúilutjald þýtur upp með smelli, skær birta berst út um gluggann, og rektor bírtist f glugganum. Hvasst nefið, and- litið, sem er eins og nýtt tungl, og kringlótt gleraugun — allt stuðlar þetta að þvf að gæða hann svip gamallar og innúð- legrar uglu. Hann hefur verið einstaklega harður og tortrygg- inn f seinni tfð. Honum hefur ekki enn lánazi að finna hina samvizkulausu ungu menn, sem sýndu enn þá óskiljanlegu ósvffni að brjótast inn um gluggann f baðherberginu nótt eina og stela gerfitönnunum hans — einmitt nóttina áður en hann ætlaði að halda hina miklu ræðu sfna f háskólanum. Af þessum sökum hafði hann orðið að standa frammi fyrir hinum mikla mannfjölda og tala tannlaus og vera eins og slytti f framan. Hann hefur engar sannanir, en hann heldur, að hann þekki rithönd Bobs á pakkanum, sem kom f póstinum daginn cftir, — pakkanum, sem færði honum bæði gerfitennurnar, sjálfs- traustið og tökin á tilverunni. Mullah stendur hreyfingar- laus f skugga kastanfutrés. Hann þorir varla að draga and- ann, fyrr en glugganum er lok- að og ugluandlitíð horfið. Sfðan læðist hann f áttina að stú- dentaheimilinu, þar sem Ijós logar f einu herbergí. Erik Forss situr f herbergi sfnu á annarri hæð. Leynilög- reglusaga liggur fyrir framan hann á skrifborðinu. „Much Ado About Nothing" eftir Shakespear liggur tilbúin til hliðar, ef það ótrúlega gerðist, að hann fyndi sig knúinn til að lesa veigamiklar bókmenntir. Hann hrekkur við, þegar malardrifa skellur á rúðunni. Sfðan fer hann að klæðaskápn- um, tekur fram kaðal með hnútum — sá er hafður til brúks, þegar svona stendur á — opnar báða giuggana, bindur kaðalinn rækilega við glugga- póstin og hendir honum út. Hann Iftur kæruleysislega nið- ur á grasblettinn og sezt aftur við lesturinn. Það er kippt f kaðalinn og spyrnt f vegginn, og rétt á eftir gægist Mullah með vel greiddan kollinn upp fyrir gluggakistuna. — Sælinú, scgir Erik. — Jæja, þú hefur rétt einu sinni verið að stfga f vænginn, steggurinn. Hver er það, sem þú hefur nú leitt afvega? Ahmed stekkur léttilega nið- ur úr glugganum og dregur kaðalinn upp. Sfðan segir hann: — Skelfing er að heyra orðbragðíð f þér, drengur. Það er hreinn voði, hvernig öfundin getur útbfað menn. Þú hefðir borgað vel fyrir að fá að vera með mér. Þú hefðir átt að sjá telpuna sem ég var með núna sfðast. — Hvert er þetta vesalings stúlkubarn? — Anna Gúntl. — Bfddu við, ég get ómöglega komið þvf fyrir mig hvernig hún Iftur út. — Komdu með mér inn á herbergið mitt. Þá skaltu fá að sjá mynd af henni. Forss sezt f hægindastól Mullah með þykkt myndaal- búm I fanginu. Hann blaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.