Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JULl 1977 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI legur eins og verið mun hafa bær- inn að Stöng, sem þessi er að mestu sniðinn eftir, hygg ég að engin nútimafjölskylda vildi eyða ævidögum i slikum húsakynnum. Sú hugsun læðist að manni að kanski sé tæknimenning 20. aldar ekki jafnslæm og þeir vilja vera iáta, er mest hallmæla borgarys, andlausum steinkumböldum og „blikkbeljum" nútímans. 0 Gróðurvin Á heimleið var komið við í Þjórsárdalslaug hjá fjallinu Rauðukömbm. Þar hefur vit og vilji mannsins töfrað fram dásam- lega gróðurvin mitt í örfoka auðn, reist græna skjólgarða, prýdda trjáplöntum og fögrum blómum. í þessu umhverfi er haglega gerð opin sundlaug með ylvolgu vatni, búnings- og snyrtiklefum. Allt svo þokkalegt sem á verður kosið. Avöxtur nútímatækni og borgar- menningar mitt i óbyggðinni. Svíar, sem unnu við Búrfells- virkjun, munu fyrstir hafa komið auga á staðinn i þessu skyni og reynt að skapa þar frumstæða að- stöðu til baða við volgar upp- sprettur. Landsvirkjun og Gnúp- verjahreppur lögðu síðar fram fé til mannvirkjagerðar, en ungt fólk úr hreppnum og starfsmenn Búrfellsvirkjunar unnu í sjálf- boðavinnu mikið starf við upp- græðslu og fegrun staðarins. Er þessi framkvæmd öllum aðilum til stórsóma. Vonandi eiga ungir Gnúpverjar eftir að gera álika átak til að fegra umhverfi félagsheimilis síns að Árnesi. Sveinbjörn Sigurjónsson.“ 0 Margir misstu af góðu efni „Ég fór auðvitað á völlinn þegar Sviar spiluðu við landa okk- ar nú á dögunum, veðrið var eins gott og frekast var á kosið. Nú að sjálfsögðu skemmti ég mér eins vel og ætíð þegar ég fer á völlinn. Þegar heim kom sagði konan min mér að þá um kvöldið hefði verið aldeilis afburða góður þáttur í útvarpi. Þetta vissi ég nú reyndar, en fór samt á völlinn. Þetta var þáttur um Drangey, fluttur og saminn af Höskuldi Skagfjörð leikara. Væri ekki rétt og alveg stórsmellið að fá hann endurtek- inn? Það voru um það bil 9000 manns i Laugardalnum þetta kvöld, svo að margir hafa misst af góðu útvarpsefni. Þessu bið ég þig að koma á framfæri fyrir mig, með fyrirfram þakklæti. Sig. Bjarnason, (Vesturbæingur)." Það getur komið upp sú staða að fólk verður að velja á milli þess að fara á mannamót eða sitja heima við og hlýða á útvarp og hér hefur þetta greinilega rekist á, og kannski hjá fleirum, sem voru á vellinum þetta kvöld. Þess- ari beiðni er hér með komið á framfæri til útvarps og er það raunar ágætt að heyra stundum þakkað fyrir eitthvað sem vel er gert, það virðist helst til sjaldan gert nú til dags. Þessir hringdu . . . 0 Ös við búðarkassa Búðarkona: — Ég er ein af þeim fjölmörgu sem alltaf er að rápa í búðir, bæði stórar og smáar eins og gengur og gerist og allir þekkja. Það vita líka allir hversu hvimleitt þetta er á hverjum degi og sérstaklega fyrir helgar þegar allir sem vettl- ingi geta valdið virðast vera að verzla. 1 stóru búðunum myndast því oft iangar biðraðir við búðar- kassana og ef einhver er svo óheppinn að þurfa að kaupa aðeins einn smáhlut, þá verður hann að gjöra svo vel og standa í biðröðinni eins og allir aðrir jafn- vel þótt það taki ekki nema kannski hálfa mínútu að afgreiða hann, meðan það getur tekið allt að 10 mínútur að afgreiða hina SKÁK sem eru að kaupa til margra daga. Því vil ég koma þeirri hugmynd á framfæri við stórverzlanirnar að þær hafi sérstakan kassa t.d. síð- degis á fimmtudögum og föstu- dögum, þar sem afgreiddir eru þeir sem hafa t.d. aðeins 4 hluti og finnst því hvimleitt að biða eftir hinum sem eru með næstum þúsund hluti. Er þetta til i ein- hverri verzluninni hér og ef svo er ekki, er ekki hægt að athuga með að koma þessari skipan mála á? Umsjón: Margeir Pétursson Á svæðamótinu I Pula 1975 kom þessi staða upp í skák þeirra Knaaks, A-Þýzkalandi, og Hazai, Ungverjalandi, sem hafði svart og átti leik. j i R #1 p ■ ■ - 0 m j j 1 B A H p IA A H B W Wí I B §§j K s B 33. ..Rxb3!, 34. Bxe5 (Eða 34. axb3 — Hc2) IIc2, 35, Dfl — Rd2!, 36. Dxf2 — IIxf2, 37. Kgl — Rc4 og hvítur gafst upp. Þeir Csom, Ungverjalandi og Andersson, Svíþjóð unnu sér þátttökurétt á millisvæðamót i Pula. HÖGNI HREKKVÍSI Æskustöðvarnar draga hann stundum til sín! — Hitakönnur Framhald af bls. 13 En glerílátið er að sjálfsögðu viðkvæmasti hluturinn í könn- unni og fer eftir þvi hve vel ytra byrði könnunnar hlífir þvi við höggum o.þ.h. hve lengi það endist. Það getur verið ein- hvers konar spenna í glerinu svo að það springi jafnvel þótt kannan fái einungis lítið högg. Ef glerið brotnar i hitakönnu geta glerbrot sprungið út úr könnunni vegna þess að bilið á milli tvöfaldra veggja gleriláts- ins hefur verið lofttæmt. Nokk- ur hætta getur stafað af slíkum glerbrotum. Margir laga kaffið beint i hitakönnurnar. Það verður að athuga að trektin sé stöðug á könnunni á meðan kaffið er lagað. Oft hafa orðið slys af slíkum trektum, menn hafa brennt sig á heitu kaffinu. En trektin þarf að vera með stút sem gengur ofan í könnuna, þá er síður hætt við að hún detti af könnunni á meðan verið er að hella upp á könnuna. En hafið þá reglu að setja hitakönnuna innarlega á eldhúsborðið á meðan verið er að laga kaffi, þá er ekki eins mikil hætta á að menn brenni sig, jafnvel þótt kannan detti á hliðina. Aldrei skal geyma volga mjólk handa ungbörnum á hita- brúsa eða könnu í ferðalögum þar sem gerlar fá hin ákjósan- legustu lífsskilyrði i mjólkinni þegar hitastigið er milli 10° og 50° og fjölgar þeim þá ört. Ung- börn geta fengið alvarlegar magakveisur i slíkum tilvikum. Ef ekki er unnt að hita mjólk í ferðalaginu skal heldur nota mjólkurduft og fylla hitabrús- ann með soðnu vatni og útbúa mjólkurdrykkinn handa ung- barninu jafnóðum og hans er — Epli og kirsu- ber í Mos- fellssveit Framhald af bls. 13 Næst varð fyrir Morgunblaðs- mönnum maður sem vann hörð- um höndum við að snyrta til i kringum dælustöð hitaveitunn- ar. Hann kvaðst vera að hlaða grjótgarð og heita Jóhannes Arason. — „Við erum svona að snyrta þetta hérna," sagði Jóhannes og gaf sér tíma til að ganga með blm. um svæðið og sýna honum framkvæmdirnar. — „Hérna vorum við að tyrfa um daginn og bráðum förum við að tyrfa fyrir ofan grjót- garðinn, þegar hann verður til- búinn.“ — „Ég er nú svo sem ekki neinn sérfræðingur í veggja- hleðslu, en þegar ég var fyrir vestan, í Austur- Barðastrandarsýslu, þá fékkst maður náttúrlega töluvert við þetta, að dytta að veggjum og þess háttar." — „Nei, það hafa ekki verið margir svona dagar í sumar, en þó nokkrir samt.“ Hann Jóhannes Arason að vestan var ekki alveg einsamall að dytta að umhverfi dælu- stöðvarinnar. Þar geystist um grænar grundir ein yngismær með sláttuvél. Hún var hálf- feimin við þessa aðkomumenn, sem trufluðu fólk við störf þess, en fékkst þó að lokum að segja til nafns. — „Hva, eruð þið frá Mogg- anum?“ — „Ég heiti Kristín Birgis- dóttir, ég er hérna ísumarvinnu ég er annars í Garðyrkjuskólan- um.„ — „— Kemur þetta i blaðinu?“ Kristin fékkst til að stöðva sláttuáhaldið um stund og RAX smellti af henni mynd og má þar sjá umhverfi dælustöðvar- innar i allri sinni dýrð. Eftir að hafa uppgötvað að kaffitími verkafólksins við dælustöðina var upp runninn héldu blm. og ljósmyndari áleiðis í bæinn aftur. í nánd við Vesturlandsveginn varð annað sláttuáhald á vegi Morgun- blaðsmanna. (Jti á túni var maður nokkur að slá á gömlum traktor af gerð- inni Farmall Cub. Þegar hindranir eins og skurðir og gaddavirsgirðingar höfðu verið yfirstignar var unnt að ná tali af þessum manni sem lagði grasið að velli einbeittur á svip og reykti pípu. — „Ég heiti Þórður Jónsson og bý hérna fyrir handan, yfir í Markholti sjö.“ — „Nei, ég á ekki þennan blett, ég hef aldrei verið bóndi. Ég á hins vegar nokkra hesta. Til að heyja ofan í þá keypti ég þennan traktor fyrir nokkrum árum af bónda sem var að hætta að búa.“ — „Það var ekki ýkja dýrt, mig minnir að ég hafi borgað 30 þúsund fyrir hann. Þetta er sómagripur", segir Þórður og sýnir hvernig „kubburinn" er útbúinn vökvalyftu til að fyfta ljánum. — „Það er svo blautur mið- hlutinn í þessu túni hérna að það var ekki hægt að slá hann með nútimagræjum, það sökk allt niður. Þess vegna er ég nú að þessu." Þvi næst tróð Þórður i pipuna og hélt áfram að slá, en Morgunblaðsmenn ræstu vél- vagn sinn og óku í bæinn. SIB — RAX — Kvikmyndir Framhald af bls. 31 myndin Eglantine, sem h'ann segir sjálfur að sé gerð um minningar bernskuára sinna, en sviðið er þó fært aftur til ársins 1895. Myndin er sögð hugljúf og talin falla Renoir- aðdáendum vel í geð. Síðasta myndin, sem samið hefur verið um i bili, kemur frá ítalíu og nefnist hún Amici miei (1975), leikstýrt af Mario Monicelli eftir handriti og und- ir handleiðslu Pietro heitins Germis. Þetta er gamanmynd, sem segir frá nokkrum félög- um, sem lifa eftir því kjörorði að veröldin sé ekki þess virði, að taka hana alvarlega. Þeir leika sér að því, að gera ýmsum smágrikki, en sá siðasti fer að- eins úr böndunum og verður flóknari en til var ætlazt. í borginni Ferrarra á Ítaliu er haldin allsérstæð kvikmynda- hátið, þar sem áhorfendur (auk gagnrýnenda, rithöfunda og leikara) velja beztu myndir árs- ins og lenti Amici miei í þriðja sæti hjá áhorfendum, sem segir nokkuð um vinsældir myndar- innar á italíu (No 1 var Cuckoo’s Nest og no. 2 Cadaveri eccelenti eftir Francesco Rosi). Auk þeirra mynda, sem hér hefa verið nefndar hefur Háskólabíó I hyggju að semja uni frönsku myndina Cousine, cousine, sem notið hefur geysi- legra vinsælda i Ameríku, en ekki er ákveðið enn, hvort hún verður þá sýnd á almennum sýningum eða sem mánudags- mynd. SSP Lokað vegna sumarleyfa frá 8. ágúst til 30. ágúst. Eyjótfur K. Sigurjónsson /öggi/tur endurskoðandi Flókagötu 65 sími 2 7900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.