Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JULI 1977 31 Samið um át ján mánudagsmyndir Á síðustu kvikmyndasíðu gat ég um 9 myndir af þeim 18, sem Háskólabíó hefur samið um til sýninga á mánudögum á ári komanda. Til að halda sam- henginu er rétt að nefna þær aftur hér: Duddy Kravitz (sjá umsögnjDersu Uzala (Kurosawa) What? (Polanski), L’argent de poche (Truffaut), Den sommeren jeg fylte 15 (K. Andersen), Manden som slutade röka, Ágget ár löst Alfredsson), En kille och en tjej (Hallström) og Polare (Halldoff). Hinar myndirnar níu eru þessar: Mean Streets (Am. 1973) er fimmta mynd Martins Scorsese, en fyrsta myndin, sem vakti á honum verulega athygli sem leikstjóra. Hún segir frá nokkr- um félögum i italska hverfinu i New York og eirðarlausu líf- erni þeirra. Myndin er að nokkru leyti sjálfsævisöguleg og leikararnir eru vinir og kunningjar Scorsese (þar á meðal Robert de Niro), sem eyddu sinum yngri árum á svip- uðum slóðum og myndin gerist, á. Ansichten eines Clowns (þýzk, 1976) er gerð eftir sam- nefndri sögu Heinrich Böll undir leikstjórn Tékkans Voj- tech Jasny. Myndin segir frá þrítugum þroskaheftum manni, sem á bernskuárum sínum lifði hörmunar Hitlers-tímans, en getur síðan ekki tekið þátt í þýzku þjóðfélagi eftirstíðrsár- anna. Hann felur sig bak við grímu trúðsins, og er þar með utanveltu. Meðal aðalleikara í myndinni er Hanna Schygulla, ein helzta leikkona Fassbind- ers. SIGURÐUR SVERRIR PAUSSON Der Starke Ferdinand (þýzk, 1976) eftir Alexander Kluge er „pólitísk" gamanmynd um gamlan lögreglumann á eftir- launum, sem reynir að gerast fyrsta flokks skipuleggjandi. Sennilega má telja myndina til „nýbylgju” myndanna í Þýzka- landi, þvi Kluge stendur þar framarlega i flokki og hefur starfað lengi að umbótum i þýzkri kvikmyndagerð. Kluge deildi gagnrýnendaverðlaunun- um i Cannes ’76 fyrir myndina með Wenders fyrir Im lauf der Zeit. Tékknesk kvikmyndagerð siglir hins vegar hraðbyri inn i húm næturinnar 1970, sem er framleiðslu-ár Katarina og hendes tre dötre, eins og mynd- in ér nefnd i danskri fréttatil- kynningu. Leikstjóri er Václav Gajer en ekki hefur mér tekizt að finna tangur né tetur um þennan leikstjóra eða mynd hans, hvorki í bókum né blöð- um. Myndin er gerð af Bar- randov kvikmyndastúdíóinu i Prag, sem tékkneskir kvik- myndagerðarmenn kölluðu 1971 „dauðu hæðina”, vegna þess að á árunum á undaan flúðu flestir af bestu mönnum Tékka á þessu sviði i vesturátt. Þeir sem eftir sátu urðu að gera myndir sínar undir árvökulum augum „stóra bróður”, og þar sem engin tékknesk mynd frá þessu timabili hefur sézt hér, (nema ef til vill einhver sjón- varpsmynd) er hún vafalitið forvitnileg. I dönsku tilkynn- ingunni segir að myndin sé „mennekselig og gribende”, um konu og draum hennar um örugga framtið fyrir dætur sín- ar — sem bregzt. Frá Ungverjalandi kemur Elektra (1975) eftir Miklós Jancsó, sem er fyrsta mynd hans í Ungverjalandi eftir þriggja ára veru (og tvær myndir) á Italiu. Jancsó heldur hér uppteknum hætti með mjög langar tökur (myndin er sam- sett af aðeins átta myndskeið- um), og sviðið er eins og áður Ungverska sléttan, leikurinn í stíl við ballett likt og i Rauða sálminum. Jancsó gerir söguna tímalausa og viðfangsefnið er það sama og áður, hreyfing, vald, kúgaðir gegn kúguðum, harðstjórn og undirgefni, bylt- ing. Frá tsrael, kemur gaman- mynd, sem nefnist á ensku Daughters, Daughters, en ekki er annað vitað um myndina en það, að hún segir frá manni, sem kominn er á efri ár, og hefur ekki getað átt annað en stúlkur með konu sinni. Hins vegar vill hann endilega eign- ast strák, til að halda ættinni við í karllegg og til að taka við fjölskyldurekstrinum. Frá Frakklandi koma tvær myndir. Eftir Claude Chabrol verður sýnd mynd, sem nefnist The Twist, nýleg mynd, sem ekki er vitað meira um, og eftir leikarann Jean-Claude Brilay Framhald á bls. 29 Miklós Jancsó vió upptöku á ELEKTRA. Mánudagsmyndin: Duddy Kravitz The Apprenticeshi'p of Duddv Kravitz, kanadfsk, 1974. Leikstjóri: Ted Kotcheff. Með: Richard Dreyfuss, Micheline Lanctot, Jack War- den, Randy Quaid, Joseph Wiseman, Denholm Elliot ofl. DUDDY Kravitz hlaut gull- björninn (1. verðlaun) á kvik- myndahátiðinni í Berlín 1974. Ösjálfrátt veltir maður þvi fyr- ir sér, hvort betri myndir hafi ekki verið þarna í umferð, eða hvort dómendur hafi látið efnið ráða vali sínu án tillits til ann- arra þátta myndarinnar. I útliti er hún furðu brokkgeng, ýmist góð, sæmileg eða léleg og leik- ararnir standa sig misjafnlega. Kravitz (Dreyfuss) er ungur gyðingur, sem beitir öllum brögðum til að geta keypt sér fallegan landskika og vatn en í göslagangi sinum eftir pening- um skilur hann eftir sig blóð- uga slóð og ástvinamissi. Líkt og Robert de Niro situr ein- angraður í einveldi sínu við myndalok í Godfather II, stend- ur Duddy að lokum uppi ást- vinalaus — á aðeins vatn og mold. Efni myndarinnar er því langt frá því að vera merk- ingarlítið, það er næsta klass- ískt, en Kotcheff reynir að slá öllu upp i grín og þar missir hann tökin. Dreyfuss tekst að vísu að skapa sæmilega geðuga persónu, þrátt fyrir græðgi sína, en Micheline Lanctot á í Richard Kravitz. Dreyfuss sem Duddy erfiðleikum með að skapa trú- verðuga Yvette, sem virðist fremur að kenna handritinu en henni sjálfri. Randy Quaid (Virgil) og Denholm Elliot (John Friar) gera sitt bezta, en Kotcheff keyrir myndina áfram með slíkum látum (sem að vísu eru i samræmi við aðferðir Duddys, en það eru mistök hjá Kotcheff að gera myndina í sama dúr), að öll persónusköp- un á erfitt uppdráttar, þannig að myndin verður dramatískt veikburða og brotnar hvað eftir annað upp í einstök atriði. Það eru þessi einstöku atriði, sem síðan eru misgóð, sum fyndin, önnur tilfinningarik, enn önn- ur misheppnuð og þá flest vegna skorts á tengslum við persónurnar. Annars var hlegið það dátt að mörgum þessum einstöku atriða, að mér kæmi ekki á óvart þó myndin yrði flutt yfir á almennar sýningar enda væri örvænt um, hvað gengi í islenzka áhorfendur yfirleitt, ef þeir nytu þess ekki að horfa á peningabrölt, hlusta á fjárgróðaáætlanir og fylgjast af áhuga með fasteignabraski. Duddy Kravitz varð geysivin- sæl meðal enskumælandi i Kan- anda og voru vinsældirnar þakkaðar bandarísku leikurun- um. Enskumælandi kvik- myndagerðarmenn í Kanada virðast eiga við að stríða skort-á sjálfsáliti, þvi margir þeirra reyna að fá bandariska leikara* og jafnvel tæknilið til að standa með sér að gerð mynda. Er það talið tryggja meiri aðsókn að myndunum. Aðrir leggjast mjög gegn þessari þróun og líta á slikar myndir sem svik við kanadiska kvikmyndagerð. í Duddy Kravitz eru fimm af helztu leikurunum bandarískir og kvikmyndatökumaðurinn og tónsmiðurinn brezkir. Sjálfur hefur Kotcheff unnið um langt bil utan Kanada, svo ef til vill getur myndin tæpast talizt kanadisk nema að nafninu til. SSP Að vinna og þegja Hustruer, norsk, 1975. Leikstjóri: Anja Breien. Með: Anne Marie Ottersen, (Mia), Frödis Armand (Heidrun), Katja Medböe (Katja) ofl. Eftir að hafa komið saman til að heiðra gamla kennslukonu sína, halda þrjár af bekkjar- systrunum áfram að skemmta sér. Þær hafa ekki sézt í mörg ár, eru allar giftar, ein er ófrísk að barni no. 2, önnur á þrjú börn og sú þriðja er barnlaus. Þær ræða hjónabönd sín, brostnar vonir æskuáranna, reyna að átta sig á ástandinu í dag og stöðu sinni. Þær ákveða að láta karlana róa, a.m.k. í bili, og halda áfram að skemmta sér i nokkra daga. Endirinn má liggja milli hluta fyrir þá sem eiga eftir að sjá myndina. I Hustruer stillir Anja Breien upp ýmsum vandamálum nútima fjölskyldu fólks i ögrandi tón, oft óraunhæfum en umræðuhvetjandi. Myndin er að nokkru sniðin eftir mynd Cassavetes, Husbands (sem brýn nauðsyn er að fá hingað til sýninga), en samtöl í myndinni eru samin af Breien og leikkon- unum i sameiningu. Myndin er oft fyndin (þegar konurnar leika hlutverk karlmannsins, og reyna að gefa nokkrum mönnum undir fótinn á göt- unni), einstaka sinnum lang- dregin og I tveim atriðum furðulega innantóm (klósett- atriði, þar sem áhorfendur horfa í lengri tima á nokkrar salernishurðir, og gufubaðs- atriðið, þar sem Breien setur upp einskonar „stillimynd” af berum konum í gufubaði, án þess að nokkur samtöl eigi sér stað). 1 heild er myndin dágóð skemmtun og umhugsunarverð, og hún sýnir fram á að draum- urinn um frelsið er hugtak, sem umgangast ber með fyllstu aðgát. Þýzki kvikmyndahöfund- urinn Fassbinder hefur í mörg- um mynda sinna fjallað um jafnrétti kynjanna og frelsi, en segir að aðskilnaður, eins og sá sem Breien stingur upp á, sé engin lausn, því fólk eigi erfið- ara með að lifa einsamalt held- ur en með öðrum, vandinn sé hins vegar „aðeins”, að finna lausnir á þeim vandamálum, sem fylgja sambúð. IIUSTRUER: Katja Medböe, Anna Marie Ottersen og Fröydis Armand. Næsta tillegg í þessa umræðu hlýtur því að beinast að upp- byggingu innan fjölskyldunn- ar, hugsanlegum leiðum til úr- bóta án aðskilnaðar. Hustruer er eins og áður seg- ir umræðuhvetjandi og um- hugsunarverð, en Breien hefur engar skynsamlegar lausnir á takteinum. Aðgerðir kvenn- anna eru sprottnar upp úr hita augnabliksins og bera með sér eggjandi ögrun byltingar, en bera ekki með sér neina frjó- anga betra skipulags. Þær hafa engar tillögur fram að færa um sina eigin stöðu, en eru hins vegar fljótar að sjá stöðu karl- mannsins í skýru ljósi, eins og Heiðrún segir kaldhæðnisle.ea: „að vinna og þegja — til þess hafa þeir verið aldir upp — til að vinna og þegja”. (Anja Breien vann á siðasta ári að myndinni Den allvarsamma leken eftir skáld- sögu Hjalmar Söderberg og með annað aðalhlutverkið i myndinni fer islenzka stúlkan Bergljót Árnadóttir. Myndin er gerð of Norsk F’ilm og Svenska Filminstitutet, og vonandi fær eitthvert kvikmyndahús borg- arinnar áhuga á myndinni, áð- ur en mjög langt um liður.) SSP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.