Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JULt 1977 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JULI 1977 17 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn GuSmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni GarSar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiSsla ASalstræti 6. sími 10100. Auglýsingar ASalstræti 6. sfmi 22480. Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakiS. Rekstrarstada atvinnuveganna Þessa dagana koma á borð borgaranna í landinu skattskrár hinna einstöku skattumdæma. Þær tíunda samfélagsleg gjöld einstaklinga og fyrirtækja til ríkissjóðs og segja sína sögu um þróun mála frá ári til árs. Það vekur til dæmis athygli, þegar gluggað er í skattskrár Reykjanessumdæmis og Reykjavíkur, að tekjuskattur og heildarálagning á félög í atvinnurekstri hafa hækkað verulega frá fyrra ári. Heildarálagning á félög í Reykja- nesumdæmi hefur hækkað um 61% frá fyrra ári og tekjuskatts- álagning, ein út af fyrir sig, meir en tvöfaldazt. í Reykjavík hefur heildar álagning á félög hækkað um 26% og tekjuskattur um 38%. Sé álagning á einstaklinga tekin með í myndina hefur heildarálagning hækkað um 30,4% í Reykjanesumdæmi og 25,82% í Reykjavík. Þessar tölur sýna ljóslega að afkoma atvinnurekstrar í þessum skattumdæmum, bæði framleiðsluatvinnuvega og verzlunar- og þjónustufyrirtækja, hefur batnað verulega milli rekstraráranna 1975 og 1976. Þessu ber að fagna. Það er fátt mikilvægara þessari þjóð, sem áætlað er að fjölgi um 80.000 einstaklinga fram til komandi aldamóta, en að rekstrarstaða og vaxtaskilyrði atvinnu- fyrirtækja séu traust. Fyrirtæki í atvinnurekstri þurfa að hafa þá rekstrarlega afkomu hverju sinni, að þau geti mætt tímabundn- um erfiðleikum eða skakkaföllum; að þau geti þróazt að vélvæð- ingu og hagræðingu þann veg, að samkeppnisstaða þeirra út á við fari sífellt batnandi; og síðast en ekki sízt fært svo út kvíar, að mætt geti vaxandi atvinnueftirspurn ört stækkandi þjóðar. Loks sýna þessar skattskrár að atvinnureksturinn ber umtalsverðan tekjuskatt, auk margháttaðra atvinnurekendagjalda, þegar sæmi- lega árar fyrir hann. Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn hafa um árabil haldið uppi áróðursherferð á hendur íslenzkum atvinnuvegum, sem m.a. hefur miðað að því að þrengja rekstrarlega afkomu og stöðu þeirra, bæði gegn um skattkerfið og með tilkomu haftabúskapar, sem hvarvetna hefur leitt til hlutfallslega minni verðmætasköp- unar og lélegri lífskjara en þar sem frjálst hagkerfi er í heiðri haft. Einn þáttur þessa áróðurs inniheldur þann boðskap, að hagnaður í atvinnurekstri sé af hinu illa, arðrán, þótt vel rekinn atvinnurekstur, sem skilar f jármagni til endurnýjunar og vaxtar, sé helzta keppikefli þjóðlanda, sem tryggt hafa þegnum sínum hvað bezt kjör í veröldinni. Sú staðreynd, að mál hafa þróazt íslenzkum atvinnurekstri í hag milli rekstraráranna 1975 og 1976, sem liggja til grundvallar framangreinds samanburðar, tryggja þó ekki, að sú þróun verði til frambúðar. Nýlegir kjarasamningar, samhliða sýnilegri verð- lags- og kostnaðarþróun í kjölfar þeirra, binda atvinnurekstr- inum þunga bagga, sem reynslan ein fær úr skorið, hvort bærir eru. Sú bætta rekstraraðstaða, sem náðst hefur á undangengnum misserum, og skattskrár bera vitni um, sýnir, að atvinnurekstur- inn getur borið nokkrar kaupgjaldshækkanir, enda hefur hann undirgengizt þær í frjálsum samningum. Engu að síður er ljóst, að aðstaða hinna ýmsu greina atvinnurekstrar er mjög mismun- andi til að mæta auknum kostnaðarþunga. Framleiðsluatvinnu- vegirnir, sumir hverjir, eiga örugglega á brattann að sækja í því efni á næstu misserum, þrátt fyrir nokkuð hátt útflutningsverð unninna sjávarafurða. Hafa verður og í huga, að íslenzkur útflutningur á í harðri samkeppni á heimsmarkaði, þann veg, að auknum framleiðslukostnaði verður ekki ýtt út í verðlag á þeim vettvangi. Hætt er hins vegar við að kostnaðarauki við fram- leiðslu á innlendan markað, sem og í þjónustu, komi að hluta til fram i hærra verðlagi heimafyrir. Þær hækkanir eru og þegar farnar að sjá dagsins ljós. Ýmis byggðarlög í strjálbýli hér á landi, sem bjuggu við árstíðabundið atvinnuleysi til skamms tíma, sem og ýmis lönd í veröldinni, er atvinnuleysi hrjáir, geröu og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að laða að sér atvinnurekstur og búa honum frjósaman jarðveg. Þetta hefur borið árangur hér á landi. Atvinnu- og afkomuöryggi er með bezta móti um gjörvallt landið. Þessari stöðu verður þann veg bezt haldið, að atvinnurekstrinum verði búin sú rekstraraðstaða, að hann geti tryggt stöðugleika á vinnumarkaðinum. í þá átt hefur miðað á valdatíma núverandi ríkisstjórnar. En ekki þarf mikið úr skorðum að fára til að óvissuástand skapist. Þess vegna er ástæða til gjalda varhug við herferð Alþýðubandalagsins á hendur íslenzkum atvinnuvegum og baráttu þess fyrir haftabúskap og viðskiptahömlum. Þeir þjóðfélagshættir, sem Alþýðubandalagið stefnir að, hafa það víða verið reyndir og hvarvetna með sama árangursleysinu, bæði varðandi almannakjör og þegnréttindi, að ekki eru fýsilegir til eftirbreytni. Vítin eru til þess að varast þau, jafnvel þótt kölluð séu „íslenzk atvinnustefna“. ð í Vat Söngur er f hávegum hafður á öllum samverum f Vatnaskðgi. EITT af þvf vinsælasta sem horgarbörnin gera er að komast út f sveit, komast burtu úr bæn- um og sjá eitthvað nýtt og spenn- andi. Ekki komast öll börn á sveitabæi, en til að gefa sem flest- um kost á einhverri dvöl í sveit hafa mörg félagasamtök boðið börnum upp á dvöl f sumarbúð- um. Ein slfk samtök eru Skógar- menn KFUM og er þeirra aðsetur f Vatnaskógi, rúmlega klukku- stundar akstur frá Reykjavfk. Vatnaskóg þarf varla að kynna svo mikið, því þar hafa fjölmargir dvalið lengur eða skemur. Fyrstu árin með séra Friðrik Friðriks- syni og síðar öðrum KFUM- mönnum og þeir sem hafa dvalið i Vatnaskógi lengur en þrjár nætur í senn eru nefndir Skógarmenn og má segja að það sé e.k. deild innan KFUM. Sunnudag einn fyrir skömmu leit blm. Mbl. við í Vatnaskógi og ræddi m.a. við nokkra drengi sem þar voru, en í þessum flokki, sem var sá 6. í sumar, dvöldust um 93 drengir á aldrinum 11 —13 ára og hefur svo verið í allt sumar, hvert rúm skipað í öllum flokkum. Þennan sumardag, eins og svo marga aðra var rigning — aus- andi rigning, rétt eins og hellt væri úr fötu. En drengirnir létu hana ekki á sig fá — þeir undu sér úti við i leikjum og fþróttum — og fremur var þeirri spurningu velt fyrir sér hversu margir litrar af vatni bættust í Eyrarvatnið i rigningunni, en að gera sér ein- hverja rellu út af henni. Sr. Kristján Búason, dósent, hefur verið forstöðumaður i Vatnaskógi nú i nokkrar vikur og ásamt honum eru það foringjar, 6 piltar sem sjá um drengina i leik og starfi og sagði Kristján að hans hlutverk væri að vera eins konar pabbi foringjanna og afi drengj- anna i flokknum. Auk þeirra vinna síðan starfsstúlkur við eld- hússtörf og ræstingar. — Það er gaman að rifja þetta upp aftur eftir langt hlé, sagði Kristján, en ég var hér aðstoðar- foringi með sr. Magnúsi heitnum Runólfssyni fyrir 25 árum og þá vorum við tveir með milli 60 og 70 drengi. Það er orðinn mikill munur á allri aðstöðu núna og lfka eru gerðar meiri kröfur til gæzlu, t.d. minnist ég þess ekki að björgunarvesti hafi verið hér áð- ur fyrr, en nú má enginn fara út á vatnið í bát nema að vera í vesti. Foringjarnir skipta með sér verkum, einn er knattspyrnufor- ingi, annar íþróttaforingi, síðan er bátaforingi eða „flotamálaráð- herra“ o.fl. og einn aðstoðarfor- ingi, sem réttir hinum hjálpar- hönd eftir þörfum. Þeir skiptast svo á um að sinna þessum mála- flokkum og ýmsu öðru þarf einnig að sinna, sjá um að sækja mjólk, koma rusli frá og ýmis störf eins og gerist á stórum heimilum. Um ÞAR HAFA DRENGIRNIR EKKI ÁHYGGJUR AF VEÐRINU helgar eru oft vinnuflokkar í Vatnaskógi, sem sinna frekari verklegum framkvæmdum og t.d. núna i sumar er verið að endur- byggja girðinguna um skóginn og á hverju vori er unnið að skóg- ræktarstörfum. I Vatnaskógi, eða öllu heldur Lindarrjóðri, eru nú þrjú stór hús, gamli skálinn, sem vígður var 1943 en þar eru svefnsalir og aðstaða til leikja og salur fyrir kvöldvöku o.þ.h. og var hann áður matsalur einnig áður en matar- skáli var byggður. I matarskálan- um eru matsalur og eldhús og vistarverur hluta starfsfólksins en siðasta átakið í byggingarmál- um í Vatnaskógi er iþróttahús, sem enn er ekki fullbúið, en búið er að gera fokhelt og innrétta að hluta. Hægt er þó að stunda þar körfubolta og fleiri iþróttir, en annars er íþróttaaðstaða góð, tveir knattspyrnuvellir, gras og malarvöllur, hlaupabraut, skökk- gryfja, blakvöllur og sérstakur þrautavöllur. Þá er ótalin svefn- staður sem kallaður er Lauf- skálar, en það eru hús sem fengin voru frá Búrfelli og er þar rúm fyrir um 30 drengi. Af öðrum húsakosti má nefna bátaskýli þar sem einnig er aðstaða til smiða og viðgerða, og fyrir nokkrum árum var flutt í Vatnaskóg hús er nefn- ist Drengjaborg og var áður í Laugarneshverfi i Reykjavík. ör- skammt frá öðrum húsum er svo kapellan, litil kapella sem var vigð 24.7. 1949. Þessa aðstöðu hafa þeir Skógar- menn byggt upp á 48 árum, en hinn 17. júli 1929 söfnuðust nokkrir er dvalið höfðu i Vatna- skógi í fyrsta flokknum saman og stofnuðu Skálasjóð. Var framlag til hans 116 krónur og þær hafa síðan ávaxtast og bætt hefur verið við sjóðinn smám saman og hefur hann staðið undir öllum þessum framkvæmdum. 1 tjöldum f rigningu Fyrsti flokkurinn sem sr. Frið- rik Friðriksson fór með í Vatna- skóg dvaldi þar i hálfan mánuð og rigndi mestan þann tima. Sr. Frið- rik var heldur niðurdreginn eftir þann tíma og siðasta kvöldið I Vatnaskógi það sumar flutti hann ræðu fyrir piltana og var hún nefnd „Karlaraup". Þar lýsi hann aðstöðunni i Vatnaskógi eins og hann sá hana fyrir sér 1999, marg- ir drengir og aðstaðan orðin öllu betri en var fyrst, því þá var dvalið í tjöldum og reyndar bjóst sr. Friðrik varla við að nokkur vildi koma aftur í Vatnaskóg eftir þessa fyrstu rigningardvöl. En siðan þetta gerðist hafa þúsundir drengja gist „Skóginn“ og margir leitað þangað aftur og aftur. Enda hefur ekki alltaf rignt i Vatna- skógi þó svo hafi verið hinn 17. júlí s.l. og fyrir 50 árum. Minn- ingarnar sem eftir sitja eru bæði bundnar við leiki og störf, gaman og alvöru, vangaveltur yfir knatt- spyrnunni eða því hvaða þýðingu það hafi að fá að heyra lesið úr Bibliunni, og talað út frá þvi. „Allt skemmtilegt“ Flestir drengjanna eru úr Reykjavík og nágrenni, en á hverju sumri koma hópar frá Keflavfk, Akranesi, Hellissandi og einnig hafa komið drengir austan af landi og vestan af fjörð- um. Að siðustu verður hér rætt stuttlega við nokkra þeirra: Frá Keflavík eru þarna tveir drengir, heitir annar Hörður Hilmarsson og er á 13. árinu, en hinn Sævar Garðarsson 13 ára. Þeir sögðust báðir hafa verið i Vatnaskógi áður og voru nú i 3. og 4. sinn. — Það er alltaf jafngaman hér, sögðu þeir. Og hvað var svona gaman? — Bara allt, úti í íþróttum, vera á bátunum, inni i spilum og líka í koddaslag. Það var líka ofsa gott veður i gær og alveg hægt að spegla sig í vatninu og þegar sólin var að setjast var alveg ofsa flott! Ætlið þið að koma hingað aft- ur? Já, við komum örugglega næsta sumar. Við erum í KFUM í Kefla- vík og höfum verið með frá byrj- un og er annar okkar stofnandi og á sumum fundunum er rifjað upp hvað gert er í Vatnaskógi, líka til að þeir nýju sjái það. Næst er spjallað við tvo Reyk- vikinga, Tómas Guðbjartsson 12 ára og Óskar Ármannsson 13 ára og sögðust þeir lika hafa verið áður í Vatnaskógi. — Það er fínt að vera hér og pabbi og mamma vilja alveg senda okkur hingað, þau eru kannski bara fegin að losna við okkur, en þú mátt samt ekki skrifa það! Hvað gerið þið helzt á daginn? — Við förum út i fjallgöngur suma daga, erum mikið á bátnum og i íþróttum, frjálsum íþróttum, blaki og fótbolta og erum stund- um í körfubolta i nýja iþróttahús- inu. Við fáum líka að veiða i vatn- inu ef við kaupum veiðileyfi og sumir hafa verið með stangir með sér, sögðu þessir reykvísku Skógarmenn og sögðust reyna að koma aftur i Vatnaskóg ef þeir gætu. Þegar i bæinn kæmi ætluðu þeir að vinna eitthvað t.d. með þvi að selja blöð og eitthvað þess hátt- ar, en yfirleitt sögðust þeir ekki vera í vinnu, enda ekki það gaml- ir. Gunnar H. Ársælsson er 11 ára Akurnesingur sem var i Skóg- inum í fyrsta sinn. Leiðist þér ekkert? — Ne-hei, það er bara gott að komast út úr bænum. Hér eru jafnaldrarnir og hér' erum við frjálsir og megum leika okkur við hitt og þetta allan daginn. Við erum mjög mikið á bátunum og það fær eitt borð bátana í klukku- tima í einu. „Eitt borð“ er eitt borð í mat- salnum en þar sitja drengirnir alls við 7 borð og þannig er þeim skipt niður i leiki og störf, t.d. uppþvottinn, en þeir aðstoða við hann. En meira um bátana: Kunna allir að róa? — Já, já það er enginn vandi, en við megum samt ekki fara út um allt vatnið, megum ekki fara of nálægt ósnum og verðum alltaf að hafa bjargvesti. Við færum okkur aðeins „út fyrir landssteinana" og ræðum næst við Vestmannaeymg, Hlyn Gunnarsson, en hann er 13 ára: — Eg var hér í fyrrasumar lika og það hafa margir vina minna verið hérna og þó nokkuð margir úr Vestmannaeyjum held ég. Og Hlynur tekur undir með hin- um Skógarmönnunum að það sé flest allt gaman i Skóginum: — Já hér er allt gaman og við erum núna að undirbúa lið til að keppa ef við skyldum fá heim- sókn, knattspyrnuliðs sem við eig- um von á. Ég er í markinu og við vonumst náttúrlega til að vinna. Aðrir drengir sem stóðu þarna rétt hjá okkur tóku undir þetta og Maturinn bragðast að sjálfsögðu vel og þar er líka einna mestur hávaðinn — þegar allt að 90 drengir „talast við“ undir borðum. Þrautavöllurinn — oft nefndur Vfkingaborgir. sögðu að þeir skyldu sko aldeilis vinna liðið sem kæmi í heimsókn, en þeir misstu af tækifærinu til að sýna hvað í þeim bjó þar sem ekki gat orðið af neinni heimsókn knattspyrnuliðs úr Reykjavík eins og fyrirhugað hafði verið. t stað þess var keppt við vinnu- flokkinn sem dvaldi i Vatnaskógi þessa helgi, og varð jafntefli 3—3. Hlynur sagðist ekki vita hvort hann kæmi aftur i Vatnaskóg því að það væri ekki um marga flokka að ræða fyrir eldri drengi, en á hverju sumri er einn unglinga- flokkur. Allir drengir frá Hellissandi Frá Hellissandi var kominn Tryggvi Ölafsson 13 ára og i 4. sinn í Vatnaskógi: — Við erum held ég 6 frá Hellissandi i þessum flokki og fleiri hafa verið áður í sumar og það hafa næstum þvi allir strákar hádegi og áttum að vera i sólar- hring og fyrst löbbuðum við inn í Oddakot, sem er við endann á vatninu og síðan reyndum við i sameiningu að finna okkur tjald- stæði, en við vorum alls 7 saman. „Tjaldið" var ekki alvörutjald heldur dúkur eða plastskýli en vidsváfum allir mjög vel og varð ekki mjög kalt. Til að elda bjugg- um við til hljóðir, elduðum súpu og grilluðum pylsur og komum' hingað aftur um hádegi næsta dag. — Þetta fannst okkur mjög gaman og við vorum allir vel bún- ir og sváfum ýmist I svefnpokum eða vorum með sængurföt. Þar með fer þessari heimsókn að ljúka. Enn rignir og enn er leikin kanttspyrna. Þeir hafa eng- ar áhyggjur af rigningunni, ekki eins og bændurnir i Borgarfirði, þeir hengja jafnvel fötin sin út á snúrur til þerris! Stangartennis spila þeir Gunn- ar H. Arsælsson og Hlynur Gunnarsson. Frjálsar fþróttir — f baksýn sér f iþróttaskálann nýja. Tómas Guðbjartsson og Öskar Armannsson lögðu stund á „bob“. á Hellissandi verið i Skóginum í sumar, og við þyrftum helzt að stofna KFUM heima til að halda hópinn betur þar líka. — Við komum með rútunni að Ferstiklu og þar náði Gummi i okkur, en Gummi er Guðmundur Guðmundsson, einn foringjanna, upplýsir Tryggvi. — Það var konan, sem er með sunnudagaskólann, sem benti okkur á að fara i Vatnaskóg og það hefur enginn heima séð eftir því. Að síðust var rætt við einn „úti- legumann" en hann er úr Garða- bæ og heitir Kristinn Jóhannsson, 13 ára: — Við fórum i útilegu með ein- um foringjanna, Þresti Eiriks- syni, og við áttum að reyna að bjarga okkur sem mest sjálfir. Við lögðum af stað kl. 1 eftir Hörður Hilmarsson og Sævar Garðarsson eru meðal borðtennisáhuga- manna, en ef veður eru válynd er stundum efnt til borðtenniskeppni. Kristinn Jóhannsson og Tryggvi Ólafsson. Sr. Kristján Búason talar til drengjanna f „Skógar- mannamessu".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.