Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JULl 1977 19 „Alþýðubandalagsmenn eiga úr vöndu að ráða vegna norðurálfustefnunnar. Þeir verða að endurskoða utanríkisstefnu sína og almenna hugmyndafræði." eftir HANNES GISSURARSON HVAÐ VAR ALÞÝÐU- BANDALAGIÐ? Alþýðubandalagið á úr vöndu að ráða vegna norðurálfustefnu Italskra, franskra og spænskra kommúnista, „evrópukommúnismans": Hættir það trúarlegri andstöðu sinni við Atlanz- hafsbandaiagið, varnarsamtök vest- rænna þjóða, og tekur upp aðra afstöðu skynsamlegri eins og suðrænu kommúnistaflokkarnir? Verður það að endurskoða hugmyndafræði sína? Ég ætla að fara fáeinum orðum um Alþýðubandalagið I ljósi norðurálfu- stefnunnar í þessari grein, enda er „allnáinn skyldleiki" með því og ítalska kommúnistaflokknum, eins og Kjartan Ölafsson ritstjóri segir I grein sinni í Þjóðviljanum 17. júlí (og eru ummæli hans athyglisverð, því að Alþýðubandalagið hefur mjög reynt sfðustu árin að má af sér þrælsmark sameignarstefnunnar). Alþýðubanda- lagsmenn segja, að norðurálfustefnan sé þeim ekki mýmæli, því að þeir hafi tekið hana upp fyrir löngu síðan, rofið öll tengsl við ráðstjórnirnar í austri og orðið að sósíalískum lýðræðissinnum vinstri hreyfing á tslandi eftir dr. Arnór Hannibalsson lektor, sem kom út 1964, og Rauða bókin, leyniskýrslur S.Í.A.-manna (S.Í.A. var Sósialistafélag Íslendinga austantjalds), en í þær náði Heimdallur og gaf út árið 1963, eru fróðlegar heimildir um hugsun og at- höfn islenzkra kommúnista á þessum árum. Árið 1968 var Sósíalistaflokkur- inn lagður niður og Alþýðubandalagið gert að stjórnmálaflokk, og eftir innrás Varsjárbandalagsins í Tékkóslóv^kíu voru tengslin við kommúnistaflokkana i austri rofin. Uppgjöf ráðstjórnarlepp- anna var fullkomin. Nýir menn, Lúðvík Jósefsson og Magnús Kjartansson tóku við völdum i flokknum. Og stjórnmála- stefnan varð áþekk hinni nýju stefnu italskra og franskra kommúnista, sem kennd er við Norðurálfu — að endur- skoðun varnarmálanna undantekinni. En sama tviræðnin var þá i máli íslenzkra sameignarsinna og er nú I máli samherjanna I suðri: I bók dr. Jóhanns Páls Arnasonar, Þáttum úr sögu sósfaiismans, sem kom út árið 1970 sem tilraun til að reisa nýja hug- myndafræði úr rústum stalfnskrar sameignarstefnu, er kenning Leníns að vísu gagnrýnd, en henni ekki hafnað. En allir sannkallaðir lýðræðissinnar verða að hafna kenningu Leníns, hvort sem þeir kalla sig „sósíalista" eóa hefur að engu öll ráð visindamanna. Formaðurinn Ragnar Arnalds tekurl ekki heldur stefnuna á fyrirmyndar- lönd sameignarinnar, heldur siglir full- um seglum á fengsæl mið atkvæðanna. Magnús Kjartansson, stjórnmála- afkvæmi Einars Olgeirssonar, er lik- lega eini kommúnistinn i hópnum, þótt hann sé ekki lengur kremllyndur, hann hallast að draumórakenndri aftur- haldsstefnu, sér „þjóðfrelsisbarátt- una“ í þróunarlöndunum í hillingum, eins og margir ungu róttæklinganna. Alþýðubandalagið er þó ekki full- kominn lýðræðisflokkur. Harðsnúin kommúnistaklika hefur umtalsverð völd í flokknum, hún ræður miklu um ritstjórn Þjóðviljans, en stundum fer allur lýðræðissvipur af þessu málgagni Alþýðubandalagsins. Þjóðviljinn studdi til dæmis tilraunir moskvu- kommúnistans Cunhals til þess að taka völdin i Portúgal, og árásir blaðsins á forvigismenn undirskriftasöfnunarinn- ar undir kjörorðinu „Varið Iand“ árið 1974 eru ekki til vitnis um hugarfar umburðarlyndis — heldur um þá veikl- un vitsmunanna, sem kölluð er „ofstæki". Afellisdómar blaðsins um stjórnarfarið i kommúnistarikjunum eru bersýnilega ritaðir af hálfum hug, en allar ávirðingar á vegum „borgara- Atlanzhafsbandalaginu. „Rússagrýlan" gamla er síður en svo dauð. Hún er bráðlifandi. og hefur öll færzt í aukana vegna norðurálfustefnunnar. Til þess eru tvær ástæður: Önnur er sú, að „evrópukommúnistar" taka undir það með okkur, að Ráðstjórnarríkin verði að telja til stórvelda, fjandsamlegra norðurálfurikjunum (eða a.m.k. með hagsmuni, sem rekast á hagsmuni þeirra). Norðurálfurikin verða því að tryggja aðstöðu sína, varnir sinar og viðskipti. Sá, sem skilur það ekki, skil- ur ekki alþjóðastjórnmál (eða er á valdi einhverrar óskhyggju). Að þessu hafa bæði ítalskir og kínverskir kommúnistar komizt: Ef vandinn er greindur án trúarlegra hleypidóma, visað einungis til stjórnmálahagsmuna, er Atianzhafsbandalagið nauðsynlegt vestrænum þjóðum. Hin ástæðan er sú, að í sögu kommúnistarikjanna er fólg- in reynsla mannanna af sósialisman- um. Rússagrýlan er i rauninni grýla sósíalismans, hún hræðir frá sósíalism- anum. Verkefni alþýðubandalags- manna er ekki lengur að verja kastala- herrana í Kreml, þvi að þeir eru sam- mála okkur um þá, heldur að sanna, að sósíalisminn þurfi ekki að verða eins og i sósialistaríkjunum. Er kúgun óum- flýjanleg, ef gerð er slík valdbundin Vandræði Alþýóubandalagsins (þó að þeir vilji reyndar ekki verja lýðræði Vesturlanda). „Má segja, að flokkar evrópu- kommúnismans séu nú að þoka sér með mjög eindregnum og ákveðnum hætti inn á þá braut, sem stjórnmálasamtök sósíalista á íslandi hafa áður fetað,“ segir Kjartan drýgindalega. Það er að minnsta kosti rétt í ræðu hans, að tengsl voru á milli islenzkra „sósialista" og Kremlverja og að þeir voru alls ekki lýðræðissinnar. Nægar heimildir eru til um það. Saga þessarar fylkingar, sem hefur gengið undir ýmsum nöfnum í íslenzk- um stjórnmálum, kallað sig „kommún- ista“, „sósíalista" og „alþýðubandalags- menn“, er í þremur eða fjórum þátt- um: 1930—1946 var harðsnúinn ráð- stjórnarvinaflokkur i anda Lenins og Stalíns I sókn vegna kreppu og heims- styrjaldar, en 1946 — 1956 I vörn vegna kalda stríðsins, 1956 — 1968 breyttist hann með miklum harmkvælum úr ráð- stjórnarvinaflokk i róttæklingaflokk, „tengslin" rofnuðu, og frá 1968 hefur Alþýðubandalagið verið slikur stjórn- málaflokkur. Kommúnistaflokkurinn gamli (1930 — 1938) var einungis deild í Komintern, alþjóðasambandi kommúnistaflokka. Og kommúnistarn- ir kremllyndu voru alls ráðandi i „Sam- einingarflokk alþýðu — sósíalista- flokknum" (1938 — 1968). Nafnbreyt- ingin hafði í för með sér fyl’gisaukn- ingu, en ekki stefnubreytingu, þó að Kjartan segi annað i grein sinni: frá- sögn hans er uppspuni. Utanrikis- stefna flokksins var algerlega undir Kremlverjum komin (eins og Benedikt Gröndal sýnir fram á i bókinni Storm- um og strfðum).Ræða Krúsjeffs á 20. þingi Kommúnistaflokks Ráðstjórnar- rikjanna árið 1956 skipti sköpum fyrir íslenzka sameignarsinna. Krúsjeff kom upp um marga glæpi Stalins, en Einar Olgeirsson, formaður Sósíalistaflokks- ins, hafði sagt (í Þjóðviijanum 7. marz 1953), að þessi afkastamesti fjölda- morðingi sögunnar hefði verið „til síð- ustu stundar sami góði félaginn, sem mat manngildið ofar öllu öðru“. Þjóð- byltingin i Ungverjalandi, sem Rauði herinn barði niður blóðrauðri hendi, varð ekki til að bæta um fyrir íslenzk- um kommúnistum. Og mér er sagt, að vonbrigðum sanntrúaðs sameignar- sinna eins og Jóhannesar úr Kötlum árið 1956 hafi varla verið lýsandi: Heimsmyndin hrundi. Alþýðubandalagið varð til árið 1956 vegna fyrirsjáanlegs fylgismissis kommúnista. Þeir sáu þann kost vænst- an að bjóða fram með óflekkuðum „vinstri" mönnum í kosningunum það árið. Og næstu tólf árin var Alþýðu- bandalagið að breytast í mörgum erfió- um áföngum úr kosningabandalagi rói- tækra ráðstjórnarvina og ráðstjórnar- andstæðinga I stjórnmálaflokk ráð- lausra róttæklinga. Kommúnismi og frjálslynda menn. Jóhann Páll kemur ekki að kjarna málsins: hann gagnrýn- ir stjórnarfarið í kommúnistaríkjun- um, en ekki stjórnkerfið og hagkerfið. HVAÐ ER ALÞÝÐU- BANDALAGIÐ? Alþýðubandalagið er ekki kommún- istaflokkur í fyllstu merkingu orðsins eins og forverarnir. Gömlu kommúnistarnir áttu völ tveggja kosta: að verða að fámennum rétttrúnaðar- söfnuði eða að fá lýðræðissinna til liðs við sig, og þeir tóku seirini kostinn. Og flestir kjósendur Alþýðubandalagsins og þingmenn eru ekki kommúnistar. Ég held, að flokkurinn sé umfram allt hópur manna, sem eigi einungis sam- eiginlega andstöðuna við það, sem gef- ur vestrænni menningu gildi: hagkerfi frelsis og framtaks, einstaklingshyggju og virðingu fyrir vfsindunum. Og her- stöðin á Miðnesheiði, einn hlekkurinn í varnarkeðju vestrænna þjóða, vest- rænnar menningar, er neikvætt sam- einingartákn þessa sundurleita hóps. Foringjarnir ráða ferðinni í Alþýðu- bandalaginu: Lúðvík Jósefsson treystir á brjóstvitið, en ekki kenninguna. Hann heldur, aó búhyggindin, sem nota mátti í útgerðinni á Austurlandi, komi einnig að gagni á þjóðarbúinu, en Magnús Kjartansson legs lýðræðis" margfaldaðar, í því fylg- ir hugur máli. Öll söguskoðun blaðsins er einkenni- leg, og enn er það, að Hjörleifur Guttormsson, Hjalti Kristgeirsson, Arni Bergmann, Vilborg Harðardóttir, Árni Björnsson og fleiri alræmdir S.Í.A.-menn hafa mikil áhrif í Alþýðu- bandalaginu, en i Rauðu bókinni má sjá, hver var (og er?) sannleiksást þeirra og virðing fyrir skoðunum ann- arra en „sósialista". Hjörleifur Gutt- ormsson sagði orðrétt í einni leyni- skýrslunni, sem birt er í Rauðu bók- inni: „Við álitum, að rétt sé og sjálfsagt að leyfa ekki umræður né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grund- velli sósíalismans." Það var þessi mað- ur, sem samdi (m.a. með Hjalta Krist- geirssyni, sem kenndur er við Ung- verjaland af alkunnum sökum) núver- andi stefnuskrá Alþýðubandalagsins. Við hljótum að spyrja i fullri alvöru: Er slikum mönnum treystandi sem lýð- ræðissinnum? HVAÐ VERÐUR ALÞÝÐUBANDALAGIÐ? Einkum veróur að tortryggja lýðræð- isstefnu Alþýðubandalagsins vegna þess, að það berst gegn því, að lýðræði og frelsi Vesturlandabúa sé varið af Lúðvík Jósefsson eðlisbreyting á stjórnkerfinu og hag- kerfinu? Sönnunarskyldan er þeirra, ef svo má taka til orða. Ráðstjórnarvíman er runnin af islenzkum sameignarsinnum, en þeir eiga það eftir, sem fylgir ölæði, reikningsskilin. Þeir verða að gera upp við sósialismann, sögu sina og stefnu. Ef þeir eru menn til þess, getur verið, að sagan fyrirgefi þeim flest orðin, sem þeir létu falla í ölæðinu. En langlikleg- ast er, að'þeir haldi áfram að staupa sig, fargi ráðstjórninni þegjandi og flytji sælulöndin til Kúbu, Vietnam — eða Bolognaborgar á Italiu. Alþýðu- bandalagsmenn virðast hvorki hafa viljann né máttinn til þess að brjóta kenningu sína til mergjar. Stefnuskrá Alþýðubandalagsins er óskapnaður, hræringur frómra óska og „fræðilegrar" skilgreiningar islenzkra stjórnmála I anda Marxs. Og í greinum þeirra i Þjóðviljanum um norðurálfu- stefnuna nýju hefur varla verið komið að kjarna málsins. Grein Kjartans Ólafssonar er drýgindaleg, en inni- haldslitil. Ferðasaga Árna Bergmanns frá Italíu, sem birtist i blaðinu 30. júni — 15. júlí, er mjög einfeldnisleg. Hann segir af mikilli mærð frá Bolognu, en ibúar borgarinnar eru að sögn hans ein stór fjölskylda undir föðurlegri stjórn kommúnista, en kristilegi lýðræðis- sinninn, sem hann hitti að máli, var lítill og dálítið flóttalegur til augn- anna“. Arni greinir ekki stjórnmála- vanda Italiu, heldur segir sögur að hætti kommúnista: helgisögur af kommúnistum og samsærissögur af „kapltalistum". Hjalti Kristgeirsson gerir einn tilraun til þess að ræða norðurálfustefnuna efnislega i grein sinni 29. júní, hann er enn fylgismaður Marxs, en hafnar kenningu Leníns. En þessu efni verða ekki gerð skil í stuttri blaðagrein. Rækilegri endurskoðunar er þörf. Auk þessara sameignarsinna sýndist mér reyndar sjálfur jólasveinn- inn skrifa grein i Þjóðviljann 21. júli um norðurálfustefnuna, og kallaði hann sig að þessu sinni „Óskar Guómundson". Vonandi tekur hann aftur til máls um hana, því að alls ekki var hægt að skilja af fyrstu greininni, hver skoðun hans var. Alþýðubandalagsmenn verða að ' endurskoða af alvöru sögu sina og stefnu i ljósi norðurálfustefnunnar og fenginnar reynslu af sósialísku stjórn- kefi og hagkerfi i framkvæmd, ef á að taka þá góða og gilda sem lýðræðis- sinna. En þeir gera það varla, reyna heldur að þegja í hel öll mistökin. Ef svo fer sem horfir, verður dómur okkar þungur: tslenzkir sameignarsinnar hafa öllu gleymt og ekkert lært.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.