Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JULI 1977 21 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Verkstæðið verður lokað frá 29. júli til 8. égúst, vegna sumarleyfa. Kraftur h.f. Óskum eftir 4—5 herb. íbúð vestan Stakkahliðar. Góð um- gengni og reglusemi. Uppl. sima 19363. Til leigu sem ný 4ra herb. ibúð. Tvö svefnherbergi, tvær sam- liggjandi stofur, þvottahús og geymsla á hæðinni. íbúðin er i neðra Breiðholti. Tilboð sendist til Morgunbl. merkt ibúð 4322 fyrir miðvikudag 3. ágúst. Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82. s. 31330. Flöskusjálfsali fyrir gosdrykki til sölu. Mynt- greinir fyrir 50 kr. og 10 kr. peninga. Tekur 56 flöskur. Eins árs ábyrgð. Tilvalið fyrir starfsmannafélag, stofnun eða skrifstofu. Sjálfsalinn h/f Sími: 42382. Hjálpræðisherinn Sunnudagur kl. 1 1 helgunar- samkoma. kl. 4:00 útisam- koma og kl. 8:30 hjálpræðis- samkoma. Lautinant og frú Evju stjórna og tala. Velkom- in. Fíladelfía Samkomur helgarinnar verða í sumarmótinu í Kirkjulækjar- koti, Fljótshlíð. UTIVISTARFERÐIR Laugard. 30.7 kl. 13 Örfirisey-Seltjamarnes. Fararstj. Einar og Jón. Verð 500 kr. Sunnud 31.7. kl. 13 Kræklingur, fjöruganga við Hvalfjörð. Steikt á staðn- um. Fararstj. Einar og Jón. Verð 1 200 kr. Mánud. 1.8. kl. 13 Um Vatnsleysuströnd. Fararstj. Friðrik Danielsson. Verð 800 kr. í allar ferðirnar fritt f. börn m. fullorðnum. Farið frá B.S.Í., vestanverðu. Útivist. í KFUM - KFUK Samkoma fellur niður sunnu- daginn 31. júlí vegna unglingamóts i Vatnaskógi. SÍMAR. 11798 og 19533. Sunnudagur 31. júlí kl. 13.00. Gönguferð á Skálafell á Hellisheiði (574 m.) Verð kr. 1 000 gr. v/bílinn. Mánudagur 1. ágúst kl. 13.00 Gönguferð á Skálafell v/Esju (7 74 m). Verð kr. 1000 gr. v/bilinn. Farar- stjóri i báðum ferðum: Tómas Einarsson. Farið frá Umferðarmiðstöð- inni að austanverðu. Miðvikudagur 3. águst kl. 08.00 1. Þórsmörk 2. Miðhálendi íslands 1 2 daga ferð. Nánari upplýs- ingar á skrifstofunni. Ferðafélag íslands. Heimatrúboðið Almenn samkoma að Óðins- götu 6a, á morgun kl. 20:30. Allir velkomnir. radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Orðsending til íbúa Árbæjarhverfis Garðakjör h.f. hefur selt Kristjáni Fr. Guðmundssyni, verzlun- arreksturinn að Hraunbæ, 102, frá og með 31. júli n.k. Um leið og við þökkum viðskiptavinum vorum fyrir viðskiptin á liðnum árum væntum við þess, að hinn nýi eigandi, fái að njóta þeirra, i framtiðinni. Rvik. 30. júli 1977 f.h. Garðakjörs h.f., Ingólfur Gislason. Samkvæmt framanskráðu, hef ég undirritaður keypt verzlunar- rekstur Garðakjörs h.f. að Hraunbæ 102, R. og mun framveg- is, reka verzlunina undir nafninu — Kjörbúð Hraunbæjar — Rvík. 30. júli 1977 Kjörbúð Hraunbæjar, Kristján Fr. Guðmundsson. Hestamannafélagið Hörður, Kjósasýslu Kappreiðar félagsins verða haldnar að Arnarhamri 6. ágúst n.k. kl. 14.00. Nánari uppl. í símum 66334 — 66242 — 66464. Stjórnin. Þakkir sendi ég öllum ættingjum mínum og vinum fyrir gjafir og hlýjar kveðjur á áttatíu ára afmæli mínu. Kristinn Hákonarsson. Tilkynning um útboð Alþýðusamband Norðurlands óskar eftir tilboðum í að byggja orlofshús að llluga- stöðum í Fnjóskadal. Útboðsgögn verða afhent hjá Verkfræði- stofu Sigurðar Thordsen, Glerárgötu 36, Akureyri frá og með þriðjudeginum 2. ágúst 1977 gegn 10.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað mánu- daginn 22. ágúst 1 977 kl. 1 1 f.h. iÚTBOÐ Tilboð óskast í húsgögn fyrir Heilsu- gæzlustöðina að Asparfelli 12, fyrir Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 1 8.-ágúst 1 977, kl. 1 1.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR I Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 Rúmgott hús eða bær óskast til leigu. Tilboð merkt „Húsnæði 6778 "sendist afgreiðslu blaðsins. Hjólhýsi Vegna húsnæðisskorts við ég taka á leigu hjólhýsi um mánaðartíma. Uppl. í síma 99-4448 eða 99-4100 (símst. í Hv.g) Steingrímur Sigurðsson Hlíðarhaga í Hveragerði. Stangaveiðimenn Nokkrir veiðidagar lausir í Fáskrúð í Döl- um (ein stöng) í ágúst og sept. Upplýsing- ar gefur Einar Stefánsson í síma: 92- 1592 og 92-1692. Stangaveiðifélag Keflavíkur. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? £5 ÞL' AtT.LYSIR l M ALLT LAND ÞEGAR Þl AIGLYSIR I MORGLNBLAÐIM' — Minning Geir Pálsson Framhald af bls. 23 tildurslaus, en fór i gegnum lifið með þeirri reisn, sem ætterni, sjálfstraust, góður efnahagur lengst af, en fyrst og fremst at- hafnasémi og góður starfsárang- ur, veittu honum. Sumum mun hafa fundist hann hrjúfur við- skiptis. Líklega hefur það verið rétt, dálítið harður skrápur utan á höfðinga og öðlingsmanni. Aðrir munu hafa talið hann nokkuð harðdrægan. Ekki held ég að svo hafi verið. Hann var hjálpfús maður og ég held að hann hafi ekki viljað ganga á hlut annarra manna. Hinu væri rangt að leynat að í þeirri hörðu lífsbaráttu, sem Geir Pálsson varð að heyja, varð hver að gæta sinna hagsmuna eða verða undir ella. Geir Pálsson barst ekki á í lifinu. Ég þykist vita að hann kunni mér enga þökk fyrir að rita um sig látinn og það veit ég, að ekki myndi honum líka að borið væri á hann oflof. Það hefur ábyggilega aldrei hvarflað að honum að hann væri gallalaus maður. Það hefur hann sjálfsagt ekki verið frekar en aðrir dauð- legir menn. Ég kynntist ekki neinu því í fari hans, sem ég gæti talið til umtalsverðra galla, og get ég því ekki tiundað slika hluti. Það sem kæmi mér frekast i hug að nefna til þess að eitthvað sé iagt þeim megin á vogina í þeirri úttekt, sem minningargreinar oft- ast fela í sér, væri þá það, að hann hafi e.t.v. stjórnað full mikið. Verður það ekki oft hlutskipti sterkra persónuleika? Ein af siðustu ákvörðunum Geirs Pálssonar í lífinu var sú, að hann skyldi grafinn i kyrrþey, án þess að auglýst væri andlát eða greftrun fyrr en síðar. Því birtast þessi minningarorð eftir að útför hefur farið fram. • Kópavogi, 24. júlí 1977 Sigurgeir Jónsson. — Hraðbrautir Framhald af bls 11 Tíu þúsund bílar á dag, — þvers yfir þetta allt. Það gerir laxinum ekkert til, því hann heyrir ekk- ert,“ — segja verkfræðingar borgarinnar. Telja verður ósenni- legt, að þeir hafi sjálfir skilið brandarann. Elliðaárdalur tengist Fossvogs- dalnum. í dalverpi þessu hafa tvö sveitarfélög skitið kappsamlega í nytina sina á undanförnum árum og haldið uppi pólitisku sjónar- spili þvert yfir dalinn (og ræs- ið).Þegar um hægist og Reykjavík gerir Kópavogi eitthvert gylliboð- ið, sem þeir fá ekki staðizt, — heldur .'"tofnbrautin áfram niður miðjan Fossvogsdalinn miðjan. Hnýta verður slaufu við Reykja- nesbrautina, aðra við Kringlu- mýrarbraut, — en síðan valsar brautin utan í Öskjuhlíðinni eftir Hlíðarfæti svonefndum, inn á Hringbraut og Sóleyjargötu með- fram Tjörninni, — að langþráðu endamarkinu, búðarborðunum í hinum eina sanna míðbæ. Hrað- ferð úr Breiðholti inn i miðbæ og val á hraðskreiðari leið en Miklu- braut, sem hefur óþægilega mörg gatnamót og leyfir ekki nema 60 km. hraða. A spýtunni, sem reist hefur ver- ið i Elliðaárdalnum til „forrann- sóknar“, hanga þrjú stærstu fri- svæði bæjarlandsins: Öskjuhlið- in, Fossvogsdalur og Elliðaárdal- ur. Á næsta skipulagstímabiii verð- ur þeim fórnað fyrir malbik, há- vaða, megnun, örkuml og mis- skilning. Fyrir þann misskilning m.a., að bílvegir eigi að vera sem styztir, að einkabílar séu eina flutningstækið, að miðbærinn í Reykjavik (les: verzlanir í mið- bænum) deyi, ef hann fær ekki sína 30 þúsuns bíla á sólarhring og að gras og gróður fari bezt i beinum línum meðfram hrað- brautum. Nú er búið að samþykkja Aðal- skipulagið, eftir er að staðfesta það skv. lögum. Nú er því rétti tíminn, eins og segir í auglýsing- unum, — vilji menn t.d. labba um Elliðaárdalinn i friði. Með stað- festingu Aðalskipulagsins hefst hins vegar sláturtið þessara fri- svæða. — i þeirri röð, sem hreppapólitik og borgarbuddan leyfir. Að komast þennan spöl á 80 km. hraða kostar ekki undir hálfum milljarði, hvort sem skatt- greiðendur eiga bíl, búa í Breið- holti eða hvorugt. Vel að merkja bara þennan fyrsta spöl, brautin öll niðuri mióbæltostai-að iikintL um nær tveimur milljörðum. Hafi einhver velt fyrir sér, hvar eigi að leggja bílum í miðbænum, skal bent á tillögur Þróunarstofnunar um bilastæði fyrir 6—14.000 bila i Vatnsmýrinni. Vilji einhver hins vegar hreyfa mótmælum eða reyna að koma vitinu fyrir borgarstjórnarfull- Trúa meirihlutans, — þá er ekki bara rétti timinn. Þá er ellefta stundin. Júní 1977. Stefán Örn Stefánsson. MYNDAMOTA Aðnlstræti 6 simi 25810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.