Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JULl 1977 ÞAÐ var ekki beint blíðskapar- veður að Ulfljótsvatni, þegar Morgunblaðsfólk kom þar við í gærdag. Regnið lamdi bílinn og varla var stætt meðan lægðin gekk yfir. Okkur langaði til að forvitn- ast um undirbúning Rauðhettu ‘77, sem er eitt mótið af mörg- um, sem haldið er um verzlun- armannahelgina eins og kunn- ugt er. Allir voru regngallaðir á staðnum og litu út eins og Marz- búar. Við svifum á einn gallann og reyndist það vera Reynir Alltí ”á Reynir Ragnarsson, tjaldbúða- „orden Rauðhettu ’77 Ragnarsson, tjaldbúðastjóri mótsins, og spurðum við hvað undirbúningi liði. „Hér er allt í fullum gangi og ekki hægt að kvarta yfir neinu, ekki heldur veðrinu þegar allir eru í regn- fötum. Eina vandamálið er að svæðið getur farið illa í rigning- unni, en starfsfólkið stendur sig vel og við erum bjartsýnjr. Eg vona að þetta verði allt ámóta og í fyrra, en þá var víngæzlan ekki ofsalega ströng, og ,,mórallinn“ góður þess vegna, en samt ekki áberandi mikil drykkja. Aðspurður kvaðst Reynir búast við um 6000 manns, en bætti við að svæðið gæti tekið við allt að 15000 manns. Lögreglan á Selfossi sér um gæzlu, ásamt sjálfboðaliðum sem eru skátar. Við stungum höfðinu inn í aðsetur lögregl- Ilressilegur mannskapur f gæzlu á Rauðhettu ‘77. IngþúrGuðlaugsson (t.v.) og úuomunaur Steindórsson. Tryggvi Friðriksson unnar að Ulfljótsvatni og hitt- um þá á tvo starfsmenn þar, þá Guðmund Steindórsson og Ing- þór Guðlaugsson. Við inntum þá eftir undirbúningi mótsins og kváðust þeir hvorugir hafa verið í fyrra, en bjuggust við að allt væri með líku sniði og þá. „Við sjáum um að taka „stikk- Ljósmyndir Kristinn. prufur“ í vingæzlunni, en skát- ar eru okkur svo til aðstoðar" sögðu þeir. Lögregla Selfoss er einnig með sjúkrabíl á staðn- um, og okkur var tjáð að þarna væri gæzla allan sólarhringinn. „Þetta mót leggst vel í mig og ég óska að þetta fari sómasam- lega fram og án allra vandræða, ef allir leggjast á eitt, þá ætti það að takast," sagði Guðmund- ur við okkur þegar við kvödd- um hina knáu liðsmenn lög- reglu Selfoss. „Hér eru um 20 manns í slysavörzlu, og á staðnum verða tveir læknar, einnig held ég að hjá Hjálparsveit skáta séu nokkrar hjúkrunarkonur, og finnst mér líklegast að þær séu hér einnig," sagði Tryggvi Friðriksson, formaður Lands- sambands Hjálparsveita skáta, þegar við gripum hann glóð- volgan á förnum vegi. Hann staðhæfði að hann væri ekki rétti maðurinn til að tala við, en við létum ekki segjast og smelltum mynd af honum. Okkur sýndist eftir þetta rabb allt ætla að ganga snurðu- laust fyrir sig, svo góða skemmtun á Rauðhettu ‘77, gott fólk. Hákarl í Reykjavíkurhöfn Á fimmtudagsmorgun sigldi tuttuga ára gamall hákarl inn í Reykjavíkurhöfn. Þessi gamli hákarl er að visu kafbátur frá Lorient á Bretagneskaga í Frakklandi og nafn hans er REQUIN S634, sem þýðir hákarl. Kafbáturinn leggur af stað til Björgvin i Noregi í dag eftir tveggja daga viðdvöl hér. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins brugðu sér um borð í gær og hittu þar nokkra skipverja að máli, en skipstjór inn var fjarverandi. Hafði bát- urinn þá verið opinn almenn- ingi til sýnis i tvo tíma og sögðu skipverjar að um fjögur hundr- uð manns hefðu komið til að skoða hann. Fjórði stýrimaður, Dufourd, sagði að þeir hefðu verið tólf daga á leiðinni hingað frá Lorient og væru því fegnir hvildinni og ferska loftinu i Reykjavík. Hvað þeir aðhefðust um borð kvað hann hernaðar- leyndarmál og Ijósmyndarinn fékk ekki leyfi til að taka myndir i kafbátnum sjálfum, nema rétt við innganginn, þar sem var bæði blautt og óhreint. Dufourd sagði að þeir hefðu ekki rekizt á neina aðra kafbáta við Islandsstrendur eða á leið- inni hingað. Hins vegar hefðu þeir farið i annan leiðangur fyrr á árinu til Bretlands og trlands og þá hefðu þeir rekizt á ótal brezka kafbata. Dufourd sagði að franski sjóherinn hefði á að skipa tuttugu kafbátum og væri þessi með þeim elztu. Há- karlinn er sextán hundruð tonn að þyngd, sjötiu og átta metrar að lengd og tæpir átta metrar á breidd. Kváðu skipverjar það ólíkt hættulegra að sigla kafbát heldur en skipi ofansjávar og væri orsökin brothætt skel kaf- bátsins og hinn mikli þrýsting- ur neðansjávar. Sagði Dufourd að svo kyrrt væri í undirdjúpunum, að þeir yrðu alls kviks varir, hvort sem um væri að ræða hval eða rækju. Skipverjar eru flestir frá Bretagneskaga og á meðan dvölinni i Reykjavik stóð bjuggu þeir á Hjálpræðishern- um eða hjá fjölskyldum, sem leigja út herbergi, en skipstjór- inn, Le Craver, og aðrir yfir- menn bjuggu á Hótel Borg. Nokkrir skipverjar á þilfari REQUIN og krakkar sem urðu of sein á vettvang til að skoða bátinn meðan hann var opinn almenningi I tvo tima. Ljósm. Emilía. 1 inngangi kafbátsfns, Dufourd fjórði stýrimaður er lengst til vinstri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.