Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JULI 1977 FRAM tryggði sér f gærkvöldi rétt til þátttöku í undanúrslita- keppni bikarkeppni KSl með þvl að sigra KR-inga með tveimur mörkum gegn engu I leik liðanna sem fram fðr á „gamla" Laugar- dalsvellinum í gærkvöldi. Leikur þessi var afskaplega tilþrifalftill og það tilviljunarkennt sem gerð- ist á vellinum. Marktækifæri voru mjög fá, en yfirleitt voru það þó KR-ingar sem áttu skárri færi. Lánleysi þeirra virðist hins vegar algjört um þessar mundir. Liðið náði ekki að nýta færin, og fékk svo á sig tvö hálfgerð klaufa- mörk. Taka verður það með í reikn- inginn þegar talað er um lélega knattspyrnu liðanna í gærkvöldi, að aðstæður voru engan veginn góðar. Völlurinn var mjög blautur og þungur, og gekk leikmönnun- um illa að fóta sig. Þessar aðstæð- ur voru þó engan veginn skýring- in á því þófi og yfirvegunarleysi sem einkenndi bæði liðin, og gerði leik þeirra oft á tíðum mjög svipaðan þvi sem sjá má i neðri deildununum — spörk og hlaup og hlaup og spörk. Fyrra makið kom þegar eftir 15 mínútna leik. Pétur Ormslév hafði þá náð knettinum á vallar- helmingi KR-inga og lék með hann í átt að marki þeirra. Nógu margir voru til varnar — ekki vantaði það, en einhvern veginn tókst Pétri að þvælast með knött- inn gegnum varnarvegg KR, en þar missti hann af honum. Hrökk knötturinn til Gunnars Guð- mundssonar, sem stóð illa að þvi FRAM í UNDANÚRSLIT EFTIR 2:0 SIGUR í STÓRKARLALEIK VIÐ KR að skjóta en reyndi það samt. Gísli, markvörður KR-inga var illa staðsettur og átti ekki mögu- leika á að bjarga, en einn varnar- manna KR hafði hins vegar tök á því, en rann til á markiínunni og missti knöttinn fram hjá sér. Fátt sögulegt gerðist í jeiknum eftir þetta. Knötturinn gekk lengst af mótherja á milli úti á miðjum vellinum, en KR-ingar náðu þó nokkrum sinnum að nálg- ast mark Framara. Þegar þeir náðu að skjóta á markið varði Árni Stefánsson mjög vel, sér- staklega þó eitt sinn i seinni hálf- leiknum er einn KR-inga átti gott skot á markið af stuttu færi. Á síðustu mínútu leiksins fengu KR-ingar á sig annað mark, mjög Enn deitt um atvifdð í Eyjum GREIN sú, er birtist í Morgun- blaðinu i vikunni um atvik, er átti sér staó í knattspyrnuleik í Vest- mannaeyjum um síðustu helgi, hefur valdið miklum deilum og menn mjög ósammála um hvað þarna gerðist. Fréttamaður Morgunblaðsins, er ritaði grein þessa, hkj, sagði í gær, að þær yfirlýsingar Víkinga og Guðjóns Finnbogasonar dómara er birtust í blaðinu í fyrradag, hefðu reynd- ar ekki komið sér á óvart. Það værí harla fátítt að dómarar viðurkenndu mistök sín. Þessskal sérstaklega getið að fyrirsögn sú sem var í yfirlýsingu Guðjóns P’innbogasonar, var fyrirsögn hans, en ekki Morgunblaðsins, svo sem ætla hefði þót mátt, eftir uppsetningu greinarinnar. jlIoiflunMnMt* mm svipað hinu fyrra. Eftir að knött- urinn hafði þvælst manna á milli skammt frá marki þeirra, náði Pétur Ormslev til hans og heppn- aðist að skora. Með meiri ákveðni í vörn sinni hefðu KR-ingar líka átt að sleppa við þetta mark. Bæði liðin léku langt undir getu að þessu sinni. Það eina sem var i lagi hjá þeim var baráttan, en hún var lengst af of mikil, og kom ákefðin fram í þvi að lítið var hugsað um spilið. Einkum og sér í lagi virtust KR-ingar óþolinmóðir. Það var sem þeir ætluðu að gera allt í einu. Beztu leikmenn KR- liðsins voru þeir Örn Guðmunds- son og Haukur Ottesen og kom þvi á óvart að honum var skipt útaf í seinni hálfleiknum. Annars er greinilegt að framlína KR- liðsins hefur ekki borið sitt barr eftir að Hálfdán Örlygsson meidd- ist fyrr i sumar og getur ekki verið með. Hann var eini maður- inn sem eitthvað reyndi til þess að teygja á vörn andstæðingsins. Þá átti Örn Öskarsson sæmilega spretti í leiknum, en hvarf algjör- lega þess á milli. I Framliðinu átti Ásgeir Elias- son einna beztan leik. Hann vann geysilega vel og var eini leikmað- ur liðsins sem reyndi að vanda sendingar sínar. Pétur Ormslev var einnig hættulegur, en ljóður er á ráði þess leikmanns hversu oft hann brýtur af sér þegar hann lendir i návígi við mótherja. Reyndar slapp Pétur bærilega við ákúrur frá dómara leiksins að þessu sinni. Ástæða er einnig til Barátta i leik Fram og KR í bikarkeppninni á Laugar- dalsvellinum í gærkvöldi. Framarinn og KR- ingurinn hafa báðir ætlað sér um of og missa af knettinum. Slfkt skeði oft í leiknum. þess að hrósa Arna Stefásnsyni markverði fyrir frammistöðu sína i þessum leik. Hann greip vel inn í þegar þess var þörf. Dómari leiksins var Hreiðar Jónsson. Hann dæmdi fulllítið og sleppti stundum brotum sem voru gróf. Einn leikmaður, Ágúst Guð- jundsson úr Fram, meiddist það illa í leiknum að bera varð hann af velli. Var ekki vitað í gærkvöli hvort hann hefði fótbrotnað, eða hlotið slæma tognun. —stjl. STORKOSTLEGT MARK KARLS KOM ÍBV í UNDANÚRSLIT VESTMANNAEYINGAR unnu sigur yfir Keflvíkingum í leik liðanna f unanúrslitum bikar- keppni Knattspyrnusambands tslands sem fram fór f Vest- mannaeyjum f gærkvöldi. Verða það þvf Valur, FII, Fram og ÍBV, sem eigast við í undan- úrslitunum og óska sjálfsagt margir eftir þvf að það verði Valur og Vestmannaeyingar sem komist í úrslitaleikinn, en bæði þessi lið leika ágæta knattsp.vrnu um þessar mund- ir, og eiga auk þess mjög skemmtilega og fjölmenna stuðningshópa að baki sér. Úrslitin í leiknum í Eyjum í gærkvöldi urðu 3:2, fyrir heimamenn, en þær tölur segja ekki sanna sögu um leikinn, þar sem það voru Vestmanney- ingar sem sóttu mun meira í leiknum og áttu bæði fleiri og hættulegri tækifæri en Keflvik- ingar. Léku Eyjamenn oft stór- skemmtilega knattspyrnu, sér- staklega í fyrri hálfleik er þei: höfðu móti sterkum vindi að sækja. Þá gekk knötturinn oft frá manni til manns, stuttar og öruggar sendingar, en góð bar- átta Keflavikurliðsins, kom þó i veg fyrir að þetta sóknarspil gæfi meira en eitt mark af sér. Völlurinn var mjög blautur og þungur f Eyjum í gærkvöldi og sem fyrr segir var allhvasst. Stóð vindurinn á annað markið og léku Keflvíkingar undan honum í fyrri hálfleik. Léku þeir þá oft nokkuð stórkarla- lega knattspyrnu — spörkuðu hátt og Iangt fram völlinn og freistuðu þess að skapa þannig hættu við mark Eyjamanna. Heimamenn reyndu hins vegar að halda knettinum sem mest niðri og spila stutt á milli sín og náði liðið oft ágætlega saman og vann skemmtilega. Ekki var mikið um tækifæri fyrstu 30 mínúturnar, en þá loks dró til tíðinda. Keflvíking- ar áttu þá langspyrnu fram völlinn, eftir sókn Eyjamanna og náði Kári Gunnlaugsson þar til knattarins. Vestmannaeying- ar hikuðu örlítið, þar sem þeir töldu Kára rangstæðan, og þeg- ar þeir hófu aðgerðir var það of seint. Sigurður Haraldsson, markvörður og Þórður Hall- grimsson brutu það gróflega á Kára inni í vitateignum að vita- spyrna var hinn eini rétti dóm- ur. Spyrnuna tók Ólafur Júlíus- son og skoraði hann af miklu öryggi. Vestmannaeyingar svöruðu marki þessu af mikilli ákveðni, og náðu að jafna þegar 4 mínút- um siðar. Sveinn Sveinsson komst í færi og átti skot, sem virtist mundu hafna í markinu, en áður en knötturinn komst alla leið náð Valþór Sigþórsson til hans, breytti stefnu hans þannig að hann lenti i mark- horninu algjörlega óverjandi fyrir markvörð Keflvíkinga. Minútu fyrir lok fyrri hálf- leiks náðu Keflvikingar aftur forystu. Ólafur Júlíusson komst þá í gegn hægra megin og brun- aði inn i vitateiginn. Þegar þangað kom skaut hann fallegu skoti framhjá Sigurði Haralds- syni í Eyjamarkið. Seinni hálfleikurinn var alls- herjar stórsókn Eyjamanna. Var knötturinn lengst af á vall- arhelmingi Keflvíkinga, sem áttu þó af og til skyndisóknir, sem ekki voru verulega hættu- legar. Á 21. mínútu hálfleiksins jafnaði Tómas Pálsson fyrir ÍBV. Lék hann laglega á þrjá varnarleikmenn ÍBK og skoraði síðan með skoti frá vitateigs- línu sem lenti i bláhorni Kefla- víkurmarksins. Sigurmark Eyjamanna kom svo á 35. minútu hálfleiksins, og var það stórkostlega fallegt. Einar Friðþjófsson tók þá horn- spyrnu og spyrnti fast að nær- stönginni, þar sem Karl Sveins- son var til staðar og skallaði knöttinn aftur fyrir sig af afli upp í þaknetið. Þá má segja að sungið hafi í fjöllunum eftir mark þetta, slíkur var fögnuður heimamanna yfir þessu glæsi- lega marki. Það sem eftir lifði hálfleiks- ins áttu bæði liðin tækifæri, en fleiri mörk voru ekki skoruð. Á þvi er enginn vafi að Karl Sveinsson var bezti maður vallarins I leiknum í gærkvöldi. Hann sýndi stórkostlega takta, dansaði kringum Keflviking- ana, sem réðu hreinlega ekkert við hann. Þeir Tómas Pálsson og Sigurlás áttu einnig mjög góðan leik, svo og Oskar Valtýs- son. I Keflavíkurliðinu bar Gisli Torfason höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Hann sýndi mikla yfirvegun — var rólegur og öruggur í öllu sem hann gerði, og aliar spyrnur hans miðuðu að ákveðnu marki. Ölafur Júlíusson var einnig mjög góður i fyrri hálfleik, en hvarf alveg i seinni hálfleik og Karl Hermannsson sýndi sína venjulegu baráttugleði og dugnað. Vert er einnig að nefna sérstaklega stórefnilegan pilt i Keflavikurliðinu, Óskar Fær- seth — hann sem bakvörður var oft hættulegasti sóknar- maður Keflavíkurliðsins. Mikil harka færðist i leikinn undir lokin og bókaði Hinrik Lárusson tvo leikmenn þá Sig- urð Björgvinsson og Óskar Val- týsson. Hinrik dæmdi of lítið í þessum leik, en var jafnan sjálfum sér samkvæmur. — hkj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.