Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÍÚLI 1977
Sigríður Gísladóttir
Skátmarbœ — Minning
Fædd 8. desember 1886.
Dáin 21. júí 1977.
IIökkvíA <t rjöður.
llnij'in lil jarðar
sú oik scm lonj'sl
og stvrkast slóð.
E.B.
Þessi orð Einars Benediktsson-
ar komu mér í hug þegar ein af
okkar merku skaftfellsku alda-
mótakonum hefur lokið langri
ævi sinni hér á jörð. Hún lézt á St.
Jósepsspítalanum í Hafnarfirði
fimmtudaginn 21. júli.
Sigríður var fædd í Gröf í Skaft-
ártungu 8. desember 1886, dóttir
þeirra merku Grafarhjóna Þuríð-
ar Eiríksdóttur frá Hlíð og Gísla
Gislasonar bónda í Gröf. Þau voru
bræðrabörn að skyldleika. Þuríð-
ur var dóttir Eiríks Jónssonar og
konu hans Sigríðar Sveinsdóttur
Pálssonar læknis í Vík. Gísli var
sonur Gisla Jónssonar eldri frá
Hlíð og seinni konu hans Kristín-
ar Símonardóttur. Þau Grafar-
hjón Þuríður og Gísli eignuðust
þrjár dætur. Sigríður var elzt.
Ragnhildi misstu þau tíu ára
gamla. Ólöf var yngst þeirra
systra; hún giftist Jóhannesi
Árnasyni og bjó eftir foreldra
sína í Gröf, og er nú ekkja þar.
Sigríður ólst upp á mannmörgu
heimili foreldra sinna. Þar var
alltaf margt vinnufólk. Öllum’
sem voru í Gröf þótti vænt um
Siggu, þvi öllum vildi hún góð
vera.
Á þeim árum var stórt bú í Gröf
að taliö var á þeim tima. Vandist
Sigríður því fljótt við öll störf,
bæði úti og inni, og ekki síður
voru henní útistörfin hugleikin.
Föður hennar var ákaflega kært
að hafa hana með sér við alla
skepnuhirðingu, enda kom fljótt í
ljós að hún var mikill dýravinur,
sem siðar verður að vikið.
Sigríður var sérstaklega félags-
lynd, hún var einn af stofnendum
ungmennafélagsins Bláfjalls, sem
stofnað var árið 1909 i Grafarstof-
unni og var þar góður og sterkur
félagi. Ég man hana vel á
skemmtisamkomum, er hún spil-
aði á harmonikuna sína fyrir
dansi og dreif okkur krakkana út
á dansgólfið, hvað við vorum
henni þakklát eftirá, þvi þegar út
í dansinn var komið þá var björn-
inn unninn. Og eigi síður man ég
hana á málfundum ungmenna-
félagsins. Þar tók hún oft sköru-
lega til máls. Einnar ræðu hennar
minnist ég sérsfaklega. Þar var þá
til umræðu dýraverndunarmál,
sem ungmennafélögin beittu sér
töluvert fyrir á þeim árum; þar
hélt hún mikla og eftirtakanlega
ræðu, sem ég tel að við ungling-
arnir höfum haft gott af að
hlutsta á. Líðan allra dýra var
hennar hjartans mál. Sigriður var
skapgreind kona eins og hún átti
kyn til, var skemmtileg í viðræð-
um og hélt vel á sínum málstað,
og oftast enduðu umræðurnar um
kýr og hesta. Hún var mikil hesta-
kona og sat vel hest, enda voru þá
margir fallegir og góðir reiðhest-
ar í Gröf. Hún átti þá mikið falleg-
an og góðan reiðhest rauðblesótt-
an að lit, sem hún sat þá oft á.
Árið 1911 giftist hún Vigfúsi
Gestssyni eldra frá Ljótarstöðum
og fengu þá jörðina Skálmarbæ í
Álftaveri til ábúðar; þá 25 ára
gömul. Þar átti hún eftir að eign-
ast marga góða og fallega hesta og
góðar kýr, þvi maður hennar var
mikill hestamaður. Mun margur
muna hann á Hervar sínum. Það
var oft tekið til þess hvað
Skálmarbæjarhestarnir voru fall-
egir og vel með farnir, og þar eru
fallegir og góðir reiðhestar enn.
í Skálmarbæ búnaðist þeim vel,
því bæði voru dugleg. Urðu þau
þar mjög vinsæl. Gestrisni þeirra
var við brugðið; var ekkert til
sparað að láta gestum vel líða. Þá
var munað eftir hestum ferða-
Bróðir okkar og faðir
ÓLAFUR BJÖRNSSON
Hringbraut 10
lézt á Landsspitalanum þann 28 júli siðastl
Pétur Björnsson
Edda Björnsdóttir
Iðunn Björnsdóttir
Sigriður Ólafsdóttir.
Eiginmaður minn
GEIR PÁLSSON
trésmiðameistari
lést 21 júli að heimili sinu, Hamrahlið 31, Reykjavik Útförin hefur
farið fram i kyrrþey, samkvæmt ósk hins látna.
Fyrir mina hönd og annarra vandamanna
Helga Sigurgeirsdóttir.
Útför
ÖNNU JÓNSDÓTTUR
fyrrum skólastjórafrúar á Laugarvatni
verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 5 ágúst kl 1.30.
Védis Bjarnadóttir
Þorkell Bjamason
og systkini hinnar látnu.
t
Þokkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför,
GUOMUNOAR GUÐMUNDSSONAR.
frá fsólfsskála
Grindavik.
Valgerður Guðmundsdóttir.
Sigrún Guðmundsdóttir,
Guðmunda Guðmundsdóttir,
Jón Guðmundsson,
Sólrún Guðmundsdóttir, Einar Símönarson
ísólfur Guðmundsson Hertha Guðmundsson
og aðrir aðstandendur.
manna. Alltaf var Vigfús vel birg-
ur af heyjum. Kom það sér oft vel
fyrir ferðamenn; mun húsmóðir-
in þá oft hafa sést úti við að gæta
að líðan hesta ferðamanna, hvort
þeir hefðu nóg hey á meðan staðið
var við ef henni fannst eitthvað
athugavert við líðan þeirra. Þá
var umhugsunin um að reyna að
bæta úr því, og var hún óspör á að
finna að því sem henni fannst
ábótavant frá hendi eiganda, með
ljúfmannlegu en ákveðnu fasi. Þá
áttu dýrin sinn góða málsvara.
Þau hjón eignuðust þrjá syni:
Gísla fæddan 1912, Gest fæddan
1914 og Jafet Kristin fæddan
1922.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Ræður prestsins rníns fara fyrir ofan garð og neðan hjá mér,
og ég fæ ekkert út úr þeim. Ætti ég að fara 1 annan söfnuð?
Ég vil ekki hvetja yður til að fara í annan söfnuð,
því að mig grunar, að þér brygðust við predikunum
annars prests á líkan hátt. Sjáið þér til: Ef við eigum
að njóta einhvers, þá verðum við að hafa lifandi
áhuga á því. Hver eru raunveruleg áhugamál yðar?
Föt? List? Tónlist? Iþróttir? Ég er viss um, að þér
hlustuðuð með athygli, ef presturinn notaði tuttugu
mínútur til að tala um það, sem yður er hugleikið.
Byrjið nú að rannsaka sjálfur ritningarnar. Þjálfið
eyru yðar og skynbragð á andlega hluti. Og biðjið
lika um fyllingu anda Guðs í lífi yðar. „Þegar hann
kemur, mun hann leiða yður í allan sannleikann“
(Jóh. 16,13).
En ég vil líka minna alla presta á það, að Jesús
predikaði á einfaldan hátt. PredikunaBaðferð hans
var óbrotin. Hann predikaði með valdinHann endur-
tók sömu atriðin.
Hinn mikli skozki guðfræðingur, James Denney,
mælti: „Ef þú skýtur fyrir ofan höfuð áheyrenda
þinna, sannar þú það eitt, að þú kannt ekki að
skjóta."
Eftir Kötlugosið 1918, er Skálm-
arbæjarhraunin urðu óbyggileg,
keypti Vigfús jörðina ásamt
ábúðarjörð sinni. Skálmarbæjar-
hraun voru þá búin að bera í
byggð í 41 ár; fyrstur byggði þar
Runólfur Gunnsteinsson 1858.
Eftir það rak hann þar stórt bú að
þeirra tíma visu, þó við erfiðleika
væri þar að etja, þar sem stórvatn
skar i sundur jarðirnar, en þau
voru bæði dugleg og unnu mikið,
og eftir að sunir þeirra komust
upp fór að hægjast um hjá þeim,
þvi þeir voru snemma duglegir
verkamenn. Oftast voru ungling-
ar hjá þeim hjónum á sumrin, |
fleiri og færri, og alltaf sóttust
þeir eftir að fá að koma aftur. Það
sýnir að þar hefur þeim liðið vel,
enda voru bæði hjónin sérstak-
lega lipur og góð við börn, og svo
mun þar enn vera.
Árið 1949 missti Sigríður mann
sinn 69 ára að aldri. Það var henni
þungt áfall. Hjónaband þeirra var
sérstaklega farsælt. En hún tók
því með sinni sérstöku ró og
festu. Eftir það bjó hún með son-
um sínum, sem voru henni sér-
staklega góðir og eftirlátir og
vildu allt fyrir hana gera. Eftir
áttræðisaldur fór heilsa hennar
að bila, og átti hún þá mjög erfitt
með fótavist; var þá oftast við
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
VILHELNIS ZEBITZ,
Hólmgarði 43.
Sérstaklega færum við læknum og hjúkrunarliði Borgarspitalans hjart-
ans þakkir fyrir frábæra umönnum honum veitta
Ásta Zebitz,
börn, tengdabörn. bamabörn og barnabarnabarn.
+
Hjartkær eiginmaður minn, faðir og afi,
LÁRUS ÓLAFSSON,
Melgerði 29, Rvik,
andaðist i Borgarspitalanum 28 júli 1977.
Kristín Bernburg.
Anna Léra Lárusdóttir,
og barnabarn.
Systir mín,
GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Nökkvavogi 30.
andaðist i Landakotspitala 27. júli
Fyrir hönd vandamanna,
Einar Jónsson.
+
Þokkum auðsýnda samúð við fráfall og útför eiginmanns míns, föður
tengdaföður og afa
LÚOVÍKS GUÐMUNDSSONAR.
Arnarhrauni 26, Hafnarfirði.
Bira Marsveinsdóttir,
Sólveig Magnúsdóttir, Erling Sigurðsson,
Birna Lúðviksdóttir. Kristján Guðnason,
Marsveinn Lúðviksson,
Erna Lúðviksdóttir,
Erla Lúðvíksdóttir,
Bára Hlín Erlingsdóttir.
rúmið. Það hef ég heyrt haft eftir
konu í Álftaveri, að þó hún hefði
átt tíu dætur hefðu þær ekki get-
að hugsað betur um hana en synir
hennar gerðu. Það var góður
vitnisburður. Árið 1975 í desem-
ber var hún flutt frá heimili sínu
á Borgarspítalann í Reykjavík, þá
orðin mjög lasburða, og siðar á St.
Jósepsspítalann i Hafnarfirði, og
þar dvaldi hún á annað ár, þar til
kallið kom, við sérstaklega góóa
umhirðu og hjúkrun. Kærar
þakkir eru því fólki hér með færð-
ar fyrir það, og öllum þeim sem á
einn eða annan hátt sýndi henni
vinsemd í hennar löngu legu. Og
nú þegar ég er að ljúka þessum
fátæklegu minningarorðum um
mína kæru mágkonu, þá finn ég
að margs er að minnast og sakna,
og þó að þínir líkamlegu kraftar
væru alveg á þrotum fékkstu að
halda þínu skýra og andlega þreki
til hins siðasta.
Nú er þessi góða kona horfin af
þessari jarðvist til fegri heima.
Ég veit að góðar óskir og þakkir
fylgja henni frá samferðamönn-
um hennar.
í dag verða henriar jarónesku
leifar fluttar á æskustðvar henn-
ar og jarðaðar við hlió manns
hennar við Grafarkirkju.
Ei má eðli hagga,
t*r það drottins gjöf.
Þar sem var inín vagga
vil úg hljðta gröf.
Stgr.Th.
Ég enda svo þessi fátæklegu
minningarorð með djúpri virð-
ingu og innilegu þakklæti til þín,
kæra mágkona. Ég bið þess að guð
láti engil sinn leiða þig á fund
ástvina þinna.
Astvinum þínum öllum votta ég
dýpstu samúð.
Vigfús Gestsson.
Birting
afmælis-
og minning-
argreina
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
gððum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á f mið-
vikudagsblaði, að berast f sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.