Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JULl 1977 ■ blMAK jO 28810 car rental 24460 bílaleigan GEYSIR BORGARTÚNI 24 LOFTLEIBIR I : l'.'l BILALEIGA -E- 2 1190 2 11 38 Stórgjöf til Reykja- kirkju Nýlega færði Elin Guðrún Helgadóttír, iðnverkakona á Akureyri, kirkjunni á Reykjum í Tungusveit stórgjöf, kr. 100 þúsund, til minningar um föður sinn, Helga Jónsson bónda síð- ast og lengst í Merkigarði í Reykjasókn. Helgi var fæddur hinn 31. janúar 1877 á Þröm í Blöndu- dal, og er gjöf Elínar aldar- minning hans. — Foreldrar Helga voru Jón Davíðsson frá Hóli í Tungusveit og kona hans Steinunn Jónsdóttir frá Eld- járnsstöðum, ættuð úr Svartár- dal í Húnavatnssýslu. Bjuggu þau hjón um 40 ár á Þröm og ólst Helgi þar upp. — Hann kvæntist Þóru Kristjánsdóttur á Hafgrímsstöðum í Mælifells- sókn hinn 18. júlí 1903, og bjuggu þau fyrstu 2 árin á Þröm, en síðan á Hafgrímsstöð- um. Þar lézt Þóra vorið 1914 viku eftir fæðingu 9. barns þeirra. Síðar bjó Helgi 3 ár í Stapa, en frá fardögum 1923 í Merkigarði og hafði látið af búskap fyrir 2 árum, er hann dó vorið 1954. Ráðskona hans í Merkigarði var Ingigerður Halldórsdóttir bónda þar, Þor- valdssonar. í Skagfirzkum æviskrám seg- ir um Helga í Merkigarði, að hann væri vel gefinn maður og bókvís, en hann átti gott bóka- safn og var lengi formaður Lestrarfélags Mælifellspresta- kalls Safnaði hann ýmsum fróðleik og afritaði rímur, sem lengur voru afhaldnar í Skaga- firði en víðast annars staðar Þá getur þess, að Helgi Jónsson átti lengi sæti í sveitarstjórn og var nefndarmaður, en smiður var hann góður og stundaði mjög járnsmíði. Þessa kunna gáfu- og hag- leiksbónda og bókmanns er minnzt í virðingu og þökk í sveit hans og sókn og Elinu dóttur hans færðar alúðarþakk- ir fyrir hina höfðinglegu gjöf til kirkjunnará Reykjum. Ágúst Sigurðsson. \u;i,vsin<;asíminn er: 22480 JHítfjunblflíiiti Útvarp Reykjavík MUOdROdGUR 30. júlf MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 <og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Vilborg Dagbjartsdóttir les söguna „Náttpabbi" eftir Maríu Gripe (5). Tilkynning- ar kl. 9.30. Létt lög milli atr- iða. Oskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristfn Sveinbjörns- dóttir kynnir. Barnatfmi kl. 11.10: Kaupstaðir á tslandi — Dalvfk. Ágústa Björns- dóttir stjórnar tfmanum. Efni f þáttinn hafa m.a. lagt til Tryggvi Jónsson og Aðal- björg Jóhannsdóttir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkvnningar. Tónleikar. 13.30 Laugardagur til lukku. Svavar Gests sér um þátt f tali og tónum. (Fréttir kl. 16.00, veðurfregnir kl. 16.15). 17.00 Létt tónlist 17.30 „Fjöll og firnindi“ eftir Arna Ola. Tómas Elinarsson kennari les um ferðalög Stefáns Filippussonar (8). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Allt f grænum sjó. Stolið, stælt og skrumskælt af Hrafni Pálssyni og Jörundi Guðmundssyni. 19.55 Konunglega fflharmónfu- sveitin f Lundúnum leikur „Ljóðræna svítu“ op. 54 eftir Edvard Grieg; Georg Weldon stjórnar. 20.10 Glöggt er gests augað. Sigmar B. Hauksson tekur saman þátt úr ferðasögum er- lendra manna frá Islandi. Lesari ásamt honum: Hjört- ur Pálsson. 20.55 „Svört tónlist". Umsjón- armaður: Gérard Chinotti. Kynnir: Ásmundur Jónsson. Fyrsti þáttur. 21.40 „Munkurinn laun- heilagi", smásaga eftir Gott- fried Keller. Þýðandinn, Kristján Arnason, les fyrri hluta <og síðari hlutann kvöldið eftir). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir, Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. SUNNUQ4GUR 31. júlf MORGUNNINN 8.00 Morgunandakt Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregn- ir. Utdráttur úr forustugr. dagbl. 8.30 Létt morgunlög 9.00 Fréttir Vinsælustu popplögin Vignir Sveinsson kynnir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónleikar Konsert f a-moll fyrir fiðlu og hljómsveit op. 53 eftir Antonín Dvorák. Josef Suk leikur ásamt Tékknesku ffl- harmonfusveitinni; Karel Ancerl stj. 11.00 Prestvfgslumessa f Skál- holtsdómkirkju (hljóðr. fyrra sunnudag). Biskup tslands, herra Sigur- björn Einarsson, vfgir Gfsla Jónasson cand. theol. til skólaprests. Séra Jónas Gfslason lektor lýsir.vfgslu. Vfgsluvottar auk hans: Séra Arngrfmur Jóns- son, séra Guðmundur Öli Ól- afsson, séra Heimir Steins- son og séra Jón Dalbú Hró- bjartsson. Hinn nývfgði prestur predikar. Skálholts- kórinn syngur. Organleikari: Hörður Áskelsson. Lárus Sveinsson og Sæbjörn Jóns- son leika á trompet. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. SÍÐDEGIÐ 12.35 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 I liðinni viku Páll Heiðar Jónsson stjórnar umræðuþætti. 15.00 Óperukynning: Utdrátt- ur úr „Grímudansleik" eftir Giuseppe Verdi Flytjendur: Leontyne Price, Shirley Verrett, Carlo Ber- gonzi, Robert Merrill, Reri Grist og fl. ásamt kór og RCA ftölsku hljómsveitinni; Erich Leinsdorf stjórnar. Guðmundur Jónsson kynnir. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Mér datt það f hug Kristján skáld frá Djúpalæk spjallar við hlustcndur. 16.45 Islenzk einsöngslög Friðbjörn G. Jónsson syngur; Ólafur Vignir Albertsson leikur með á pfanó. 17.00 Gekk ég yfir sjó og land Jónas Jónasson á ferð með varðskipinu Óðni vestur og norður um land. Fyrsti áfangastaður: Selárdalur f Arnarfirði. 17.35 Tónlist úr íslenzkum lcikritum Ballettsvfta úr leikritinu „Dimmalimm" eftir Atla Heimi Sveinsson. Sinfónfu- hljómsveit tslands leikur; höfundurinn stjórnar. 17.50 Stundarkorn með spænska pfanóleikaranum Alicia de Larrocha Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ______________________ 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Kaupmannahafnar- skýrsla frá Jökli Jakobssyni. 20.00 Konsert í D-dúr fyrir flautu og strengjasveit eftir Johann Joachim Quantz Claude Monteux leikur ásamt St. Martin- in-the-Fields hljómsveitinni; Neville Marriner stjórnar. 20.20 Sjálfstætt fólk f Jökul- dalsheiði og grennd Örlftill samanburður á „Sjálfstæðu fólki“ eftir Hall- dór Laxness og samtfma heimildum. Fimmti og sfðasti þáttur: Höfuðskepnur, dauði og dul- mögn. Gunnar Valdimarsson tók saman efnið. Lesarar með honum: Hjörtur Pálsson, Guðrún Birna Hannesdóttir, Sigþór Marinósson og Klemenz Jónsson. 21.20 Lög eftir Bjarna Þor- steinsson Ragnheiður Guðmundsdóttir syngur; Guðmundur Jónsson leikur með á píanó. 21.30 „Munkurinn launheil- agi“, smásaga eftir Gottfried Keller Kristján Arnason les sfðari hluta þýðingar sinnar. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög Sigvaldi Þorgilsson dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. ,Munkurinnlaunheilagi”kl. 21.40 Ovœntar afleiðingar kristilegs viðgemings í KVÖLD les Kristján Árnason þýðingu sina á smásögu eftir Gottfried Keller í útvarpi. Þegar Mbl. hafði samband við Kristján af þessu tilefni sagði hann að Gottfried Kell- er hefði verið Svisslendingur og verið uppi um miðbik síð- ustu aldar. Hann hefði búið í Zurich og væri þar í landi álitinn einhver helsti rithöf- undur þýskumælandi Sviss- lendinga. Kristján sagði að Keller hefði skrifað á þýsku og mætti hiklaust telja hann til meiriháttar höfunda sem rit- að hafa á því máli. Hann hefði verið undir miklum áhrifum frá raunsæisstefn- unni og skrifað margarskáld- sögur og aragrúa af smásög- um. Einnig hefði hann verið dágott Ijóðskáld. 1-4^ ERp" HEVRHí Að sögn Kristjáns er sagan sem hann les i kvöld fremur gamansöm. Hún fjallar um munk, sem villir á sér heim- ildir. Hann hælist um af þvi að hann sé alltaf á kvenna- fari, en er i raun að hjálpa lauslætisdrósum á réttar brautir. Það fer þó svo að hjálpar- starf munksins hefur óvænt- ar afleiðingar og málin taka aðra stefnu en hugsað var. Að sögn Kristjáns þýddi hann þessa sögu fyrir nokkr- um árum, en hún hefur aldr- ei birst á prenti. Eina saga Gottfried Kellers, sem hefur verið þýdd á íslensku og gef- in út er sagan „Rómeó og Júlia i sveitaþorpinu", sem kom út fyrir stuttu. Þekktasta verk Kellers mun þó vera skáldsaga hans, „DerGrune Heinrich". Kristján mun aðeins lesa fyrri hluta sögunnar um munkinn launheilaga í kvöld, síðari hlutann les hann ann- að kvöld. Lestur fyrri hlutans er á dagskrá kl. 21 40. Glöggt er gests augað kl. 20.10: ísland í augum útkndinga Á dagskrá útvarpsins í kvöld er þáttur í umsjá Sigmars B. Haukssonar, sem ber heitið „Glöggt er gests augað.“ Að sögn Hjartar Pálssonar dag- skrárstjóra, sem einnig les Sigmar B. Ilauksson. nokkuð i þessum þætti með Sig- mari, er þessi þáttur þannig unninn að Sigmar hefur safnað saman brotum úr ýmsum ritum þeirra manna erlendra, sem komið hafa hingað til lands og fest á blað hugsánir sinar um land og þjóð. Þetta er þannig rit spakra manna eins og vísindamanna hvers konar og rithöfunda. Þessi samtíningur nær aftur á 18. öld og eitt af yngstu brotun- um er lítill pistill sem ítalski flugkappinn Balbo skráði eftir að hann kom hingað til lands ásamt öðrum görpum árið 1933. Að sögn dagskrárstjóra er þessi þáttur fluttur í tilefni af því að nú er ferðatiminn í há- marki og margir erlendir ferða- menn staddir hér á landi að skoða hólmann. Þátturinn, „Glöggt er gests augað,“ hefst kl. 20.10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.