Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 30. JÚLI 1977 9 „Mannúd und- irstaða listar og menningar” — segir Marc Chagall „1 raun og veru er ég ekki ánægður með neitt að þvf, sem ég hef gert. Alls ekkert. Ég hef aldrei haft trú á sjálfum mér, — ég er stöðugt f vafa,“ segir March Chagall, myndlistarmað- urinn frægi, sem varð nfræður 7. júlf s.l. f viðtali við Herald Tribune í tilefni afmælisins. ,,É g hef verið hamingjumað- ur. Það veitir mér hamingju að ekki geysar styrjöld i heimin- um, að fólk er ekki að drepa hvert annað, og að ég get enn verið sistarfandi. Það hefur ekki færzt nein ró yfir mig með aldrinum. Vizka?" Hann svarar með því að yppta öxlum. Chag- all er vellauðugur maður, en þegar hann er spurður um lista- menn, sem sækjast eftir því að fá, sem mesta peninga fyrir verk sín, svarar hann: ,,Það er fólk, sem lifir i öðr- um heimi. Það talar annað mál. Mikil list og menning er ekki til ef annað skipti r máli en mann- úðin ein. Ég hef ekki sótzt eftir frama og ég hef heldur aldrei sótzt eftir tímalegum gæðum. Það, sem ég hef verið að leita að, er kærleikur. Og hann heldur áfram: „Ég hef ekki gert mér grein fyrir mismun á auðæfum og fátækt. Ég hef unnið kauplaust í dóm- kirkjum, Sameiðnuðu þjóðun- um og víðar. Hin efnislega hlið á lífinu skiptir engu máli þegar maður leggur siðferðilegt mat á það. Sá, sem er bundinn af efnisgæðum er ekkert." En í hvert skipti, sem talið berst að heimspekilegum efn- Marc Chagall um, fer hann fljótlega út i aðra salma. Hann segir frá móður sinni, sem hvatti hann til að læra frekar ljósmyndun en list- málun, af því að meira væri upp úr þvi að hafa. Áður enn hann settist að í Frakklandi starfaði hann í ljósmyndastofu, en tók þar aldrei eina einustu ljósmynd. Fyrsta filman er enn í ljósmyndavél, sem hann fékk að gjöf fyrir 30 árum. Meðan hann talar gengur hann stöðugt um gólf. „Skoð- aðu í þennan rauða kassa,“ seg- ir hann og í rauða kassanum eru tveir lófastörir heiðurs- peningar úr gulli og silfri. Gleðja þessi heiðursmerki og tónleikarnir, sem haldnir verða honum til heiðurs undir sér- stakri vernd Frakklands- forseta, hann? „Tónleikarnir? Ja, auðvitað verð ég þar viðstaddur. Heið- ursmerkin þakka ég fyrir. En hvað ánægjunni viðkemur þá stafar hún af þvi að enn er til mannúð i veröldinni og að ég er enn fær um að vinna. Það er allt og surnt." Talið berst að Picasso, sem eitt sinn var nágranni hans, og þegar hann er spurður hvernig á þvi standi, að Picasso hafi í auknum mæli hin siðustu ár sín hrifizt af „erótískum" hug- myndum á meðan Chagall teng- ist meira andlegum málefnum, svarar hann snöggt, „Ég hef ekki löngun til að tala um starfsbræður mína, og sér- staklega ekki ef þeir eru látnir. „Ég efast alltaf“ segir hann, „Ef gagnrýnendur segja eitt- hvað gott, efast ég samt sem áður um sjálfan mig, og ef þeir gagnrýna mig, trúi ég þvi að þeir hafi að einhverju leyti rétt fyrir sér, þ.e.a.s. ef þeir eru ekki neikvæðir að eðlisfari.“ Hann virðist vera gripinn einhverri hugmynd, „það sem ég sagði um vafann — ég held, að ef þú ert mannlegur, þá elskarðu og efastu. Það eina sem þú ættir ekki að vera I vafa um er maki þinn. Ef svo er, þá er allt búið, þar ætti aldrei að vera vafi. Ef ég vinn að ein- hverju og konunni minni likar það vel, þá trúi ég þvi, en ef hún segir að það sé ómögulegt, þá er það rétt.“ Þegar ljósmyndari spyr hvort hann vilji stilla sér upp hjá afmælistertunni svarar Chag- all: „Það yrði sjón að sjá,“ og þegar ljósmyndarinn gefur sig ekki, segir málarinn fast- lega,„Nei, það er of við- kvæmnislegt.“ FASTEIGNASALAN HAFNARSTRÆT116 Símar: 27677 & 14065 Opið alla daga frá kl. 9—6 og 1 —4 um helgar. Fjöldi eigna á söluskrá. Leitið upplýsinga. Höf- um einnig fjársterka kaupendur að ýmsumiegundum eigna. Haraldur Jónsson hdl. Haraldur Pálsson s. 83883. Gunnar Stefánsson s. 30041. Fasteignasalan Norðurveri Hátúni 4 a Simar 21870 og 20998 Fasteignir við allra hæfi Fasteignaviðskipti Hilmar Valdimarssc.i Jón Bjarnason Hrl. opid alla virka daga frá 9til 21 ogumhelgar f rá 13 til 17 Mikió úrval eigna ó söluskró Skoóum ibúóir samdœgurs EiGNANAUST LAUGAVEGI 96 (viö Stjörnubíó) vjil SÍMI 29555 7 ■ X Hjörtur Gunnarsson sölum. Bogi Ingimarsson sölum. Sveinn Freyr sölum. Svanur Þór Vilhjálmsson hdl. Leikför um Norður- land og Norðurlönd ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ heldur um mánaðamótin í leikferð um Norðaustur- land með leikritið Skolla- leik eftir Böðvar Guðmundsson. Var leikritið sýnt í fyrra- haust á Austf jörðum og um mánaðarskeið í Reykjavík. Nýlega hóf leikhópurinn að enduræfa Skollaleik með það í huga að halda í leikför. Auk Norðausturlands verður farið um Norður- land, Vestfirði, Snæfells- nes og nokkra staði á Suð- urlandi. 10 september heldur Alþýðuleikhúsið ut- an með styrk Norræna menningarmálasjóðsins og verður Skollaleikur sýndur á öllum Norðurlöndum og mögulegt er að sýningar verði einnig í Hollandi. Leikhóp Alþýðuleikhúss- ins skipa nú: Þórhildur Þorleifsdóttir, Arnar Jóns- son, Evert Ingólfsson, Jón Júlíusson, Kristín Ólafsdóttir, Þráinn Karls- son og Ólafur Örn Thor- oddsen. Seljendur athugið Höfum kaupanda að einbýlishúsi eða raðhúsi i austurborginni, einnig að góðu tvíbýlishúsi. Haraldur Magnússon, Sigurður Benediktsson, viðskiptafræðingur, sölumaður. Kvöldsími 42618. Verksmiðjuhúseign Verksmiðjuhúseignin nr. 5 við Skeifuna, Reykjavik, ertil sölu. Tilboð sendist lögfræðideild bankans. Idnaðarbanki íslands h. f. Verzlunarhúsnæði. Húseignin nr. 21 við Völvufell, Reykjavík, er til sölu. Tilboð sendist lögfræðideild bankans. Iðnadarbanki Islands h. f. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AK.I.YSINGA- SÍMINN' F,K: 22480 ALLT MEÐ i Á næstunni fermaj skip vor til Islands | sem hér segir: g* ANTWERPEN: Skeiðsfoss 2.ágústf lim Úðafoss 8. ágúst Reykjafoss 1 5. ágúst[ ROTTERDAM: Skeiðsfoss Úðafoss Reykjafoss 3. ágústf' 9. ágústlj 1 6. ágústíj FELIXSTOWE: Dettifoss Mánafoss Dettifoss Mánafoss 2. ágústU 9. ágúst|L 1 6. ágústfpJ 23. ágústffil HAMBORG: Dettifoss Mánafoss Dettifoss Mánafoss 4. ágúst P 1 1. ágúst [ 1 8. ágúst [ 25. ágúst [{fj: PORTSMOUTH: Brúarfoss Goðafoss Bakkafoss 3. ágúst l 1 2. ágúst [fír 1 8. ágúst [“ Höfsjökull 1 8. ágúst Selfoss 30. ágúst KAUPMANNAHÖFN: Háifoss 2. ágúst Laxfoss 10. ágúst Háifoss 1 6. ágúst Laxfoss 23. ágúst GAUTABORG: Háifoss 3. ágúst Laxfoss 10 ágúst Háifoss 1 7. ágúst Laxfoss 24. ágúst HELSINGBORG: Tungufoss 1. ágúst Álafoss 1 1. ágúst Tungufoss 22. ágúst Álafoss 31. ágúst MOSS: Tungufoss 2. ágúst Álafoss 1 2. ágúst Tungufoss 23. ágúst Álafoss 1. September KRISTIANSAND: Tungufoss 3.ágústl Álafoss 13. ágústl Tungufoss 24. ágúst Álafoss 2.Septemberf STAVANGER: Tungufoss 4. ágúst f Álafoss 15. ágúst Tungufoss 25.ágústj Álafoss 3.septemberl TRONDHEIM: Álafoss 16.ágústf GDYNIA/GDANSK: 1 I Grundarfoss írafoss VALKOM: Múlafoss írafoss VENTSPILS: írafoss Múlafoss 30. júlijj 1 3. ágústp 1 6. ágústj 30. ágústf 1 1. 18. U WESTON POINT: Kljáfoss 4 Kljáfoss 18. m m ágúst ? ágúst[_ ágúst? ágúst[j ALLT MEÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.