Morgunblaðið - 18.09.1977, Side 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1977
„Ék tel hreint enga ástæðu til
að ofmeta gildi sendiráða
frekar en annarra hluta. Hafi
Island efni á þvi að vera með
sendiráð í Noregi, Svíþjóð og
Danmörku, þá eru þau öll kær-
komin vottur um vinskap ís-
lendinga í garð frændþjóða
sinna. Hafi Island hins vegar
ekki efni á að halda úti öllum
þessum sendiráðum, eða
fækkun á Norðurlöndunum sé
forsenda nauðsynlegrar
fjölgunar annars staðar, þá
held ég að slík ráðstöfun mundi
mæta skilningi okkar allra.
Sendiráð sem slik gera ekki út-
slagið á vinskap eða samskipti
Norðurlandanna. Það mætti
vafalaust finna annan og hag-
kvæmari farveg, ef þurfa þætti.
því sendiráð kostar sitt, hvort
sem í hlut á stór þjóð eða lítil.
()g hvað sem öllum tilfinning-
um líður, þá er það sjálfgefið að
fámerin þjóð verður að halda
sig við samsvarandi fjárlög."
Það er nýr sendiherra Dana á
íslandi, Janus August Worm
Paludan, sem segir þetta, þegar
ég í samtali okkar tæpí á því við
hann, að alitaf annars slagið
komi fram raddir um það, að
úthald þriggja sendiráða á
Norðurlöndum sé of þungur
haggi á utanríkisþjónustu
oukar miðað við þarfir og
möguleika annars staðar í
heiminum.
Þessi orðaskipti komu i fram-
haldi af þvi, að ég hafði haft á
orði, hvort samskipti Islands og
Danmerkur gengju ekki nú
orðíð sjálfkrafa fyrir sig.
Paludan játar því að mikið sé
til i þessu og segist reyndar
hafa kviðið því einu, að hann
fengi ekki nög að starfa hér á
landi. Reyndin hefur samt
orðið önnur. „En ég geri mér
engar grillur um þýðingu sendi-
herraembættisins sjálfs," segir
hann. „Eftir lausn handrita-
málsins má segja að samskipti
landa okkar séu vandkvæða-
laus og ég veit að til stórafreka
kemur ekki á minni könnu.
Mér er tamt að líta á sendi-
herrastarfið sem eins konar
hvata. Rétt eins og í efnafræði,
þar sem hvatinn er nauðsyn-
legur til að koma efnabreyting-
unum af stað án þess að hann sé
beinn aðili í breytingunum
sjálfum".
Ég verð að játa að mér kom
nokkuð á óvart, hversu hógvær
orð Paludan lét falia um
embætti sitt. En reynslan hefur
vafalaust kennt honum að líta
fyrst og fremst raunhæfum
augum á sjálfan sig og um-
hverfi sitt. Bæði ferill hans og
fjölbreytni sanna þetta.
Paludan hóf störf fyrir land sitt
á erlendum vettvangi i London.
Þaðan fór hann til fjögurra ára
dvalar í Bonn, þá komu tvö ár í
París, fjögur í Zaire (Kongó),
fjögur í Brasilíu, sendiherra í
Kína var hamn frá
1972—Q&—. Þaðan lá leiðin til
Egyptalands og frá Kaíró
kemur Paludan svo til Reykja-
víkur um miðjan júlímánuð sl.
Þarna í millum hefur hann svo
veitt forstöðu pólitískri deild
utanríkisráðuneytisins í
Kaupmannahöfn. Mér er því
vorkunn að standa í mínum
íslenzku skóm og spyrja svo
viðförulan gest tiðinda úr fjar-
lægum byggðum.
„Af þessum stöðum, sem ég
hef gist á undan tslandi,
stendur Uína hjarta mínu
næst,“ „Kína, likt og ísland,
stendur föstum fótum í gamalli
menningu. Að vísu er hefðin
um þremur öldum eldri í Kína,
en þrátt fyrir þann mun er út-
koman svipuð á báðum stöðum;
forn menningararfur er i heiðri
hafður sem lifandi hluti hins
daglega þjóðfélags”
Og ég bið hann að segja mér
meira frá Kína. „Þeir atburðir.
sem þar hafa verið að gerast
allar götur siðan 1949, eru í
vissum skilningi beint fram-
hald af þeim átökum, sem áttu
sér stað á síðari helmingi
siðustu aldar og i byrjun
þessarar milli þeirra, sem vildu
halda landinu lokuðu og hinna,
sem töldu, að forsenda fram-
.jósm.: Ól. K.M.
/Snæfellsjökli sé ég
KHimanjaro og Fujijama
og þó er hmn það ísienzk-
asta aföllu íslenzku
þróunar væri að opna landið og
sækja nýjungar til umheimsins.
Átökin að undanförnu hafa
fyrst og fremst staðið um það,
hvort hugmyndafræðin eða
hagfræðin eiga að ráða
ferðinni.
Mao formaður var fyrst og
fremst hugmyndafræðilegur
heimspekingur og skáld. Ég átti
því láni að fagna að hitta hann
og persónulega tel ég hann einn
mesta heimspeking síðari tíma.
En hvað um það; hugmynda-
fræðin stóð hjarta hans næst og
hans kappsmál var að tryggja
að hún yrði ekki fyrir borð bor-
in. Aðrir voru þeirrar hugsunar
að til að gera Kína að stórveldi
yrði að leggja aukna áherzlu á
hagfræðina og láta hugmynda-
fræðina þá víkja um set á
meðan.
Eg verð að segja eins og er, að
hugsjönabarátta Maos átti mína
vissu samúð, enda þótt reynsl-
an kenni okkur að hagfræðin sé
hentugra vopn ti^betri tíma en
hugsjönín ein. En hagfræðin er
stundum kaldur raunveruleiki
og þá er manninum hollt að
geta yljað líf sitt með hugsjón-
inni. Sennilega liggur hagstætt^
líf í skilningi okkar tíma í ein-
hverri heppilegri blöndu þessa
tveggja, en það þarf ekki að
horfa alla leið til Kína til að sjá
að blöndunin er vandasamt
verk og erfitt. Ég verð að viður-
kenna að mér er það að skapi,
að menn eigi erfitt með að sjá
alveg á bak hugsjónunum".
Einhvern veginn finnst mér
sem Paludan hafi hér sagt mér
meira um sjálfan sig en Kína.
Þegar ég hef orð á þessu, brosir
hann og segir að honum sé ekki
tamt að höggva nærri atburðum
og mönnum líðandi stundar.
„En það er tvennt varðandi
sendiherraferil minn í Kína,
sem ég vil halda á lofti sjálfs
min vegna“, segir hann. „í
fyrsta lagi var ég einnig sendi-
herra í N-Vietnam og þegar
Bandarikjamenn fóru frá S-
Vietnam varð ég einnig sendi-
herra þar. Ég er örugglega eini
Daninn, sem get gortað af þvi,
ef það er til þess, að hafa verið
bæði sendiherra í Hanoi og
Saigon samtimis. Hitt er svo för
mín til Tíbet. Til Lasha hafði
danskur sendiherra ekki komið
á undsn mér.“
En það er sama sagan hér.
Paludan verður ekki þokað til
þess að segja álit sitt á
atburðum líðandi stundar. Ég
reyni'Egyptaland. En Paludan
bara brosir og stekkur með mig
aftur til Kina. „Ég hafði mikla
ánægju af því að geta orðið þar
íslenzkum námsmönnum að
liði. Vinur minn, Sigurður
Bjarnason hafði sitt aðsetur i
Kaupmannahöfn og þó hann
kæmi nokkrum sinnum til
Kína, þar sem hann var líka
sendiherra Íslands, þá er þar
ekkert íslenzkt sendiráð. En
sendiráð þurftu námsmennirn-
ir að hafa á bak við sig og það
var okkur sönn ánægja að
hjálpa þar upp á sakirnar, eins
og alls staðar, þar sem við
getum orðið tslendingum að
liði í slíkum efnum".
Ekki er þetta ástæðan til þess
að Paludan situr nú við
Hverfisgötuna í Reykjavik?
Nei.
„Frá Peking fór ég til Kaíró,“
segir hann. „En ástæðan fyrir
þvi að ég var ekki lengur þar.
er sú, að kona min er lungna-
sjúklingur og þoldi illa lofts-
lagið þarna syðra. Þess vegna
sótti ég um að fá að fara til
íslands. En fyrir mig var það
engin nauð, því satt að segja
hefur Island alltaf verið mitt
draumaland. Og hversu fjar-
stæðukennt sem það kann að
hljóma, þá get ég með góðri
samvizku sagt, að nú sé ég
uominn heim.“
... I heiðardalinn. Þetta
hrekkur upp úr mér áður en ég
veit af og Paludan brosir, þegar
ég útskýri þetta fyrir honum.
Og svo fer hann að tala um
Island — heiðardalinn, sem
hann hefur verið á leið til, með
nokkrum viðkomum hér og þar,
allar götur síðan 1944.
Og það kemur í ljós, að þegar
hatrammar umræður áttu sér
stað í Danaveldi úm aðskiln-
aðinn við Island, þá stóð hinn
ungi Janus August Worm
Paludan upp i hárinu á vinum
sínum og talaði máli Islands.
„Auðvitað var þetta það eina
rétta," segir hann. Og 1946
kemur hann svo til tslands sem
ritari danskrar nefndar, sem
komin er hingað til lands til að
ganga frá ýmsum óútkljáðum
málum varðandi sambandsslit-
in. Handritamálið var efst á
blaði af hálfu íslendinga og
Paludan segir nú, að honum
hafi verið reglulegt ánægju-
efni, þegar það loks leystist.
Það má svo heita skemmtileg
tilviljun, að fyrsta móttakan,
sem Paludan sendiherra hefur
i danska sendiráðinu í Reykja-
vík er fyrir skipverja af
Vædderen og nokkra Is-
lendinga, en með Vædderen
komu einmitt handritin til
tslands á sínum tíma. Þannig
virðast sum mál ekki geta vikið
af vegi manns, enda þótt þau
eigi að heita úr sögunni og ára-
tugir og heimsálfur liggi milli
þess að hann stefnir skóm
sinum í sama pláss.
Reyndar hefur-Paludan
komið einu sinni hingað í milli-
tiðinni. Þá sat hann fund utan-
rikisráðherra Norðurlanda í
Reykjavík og notaði tækifærið
til að fara að Laugarvatni og
dást að álftunum. Fuglaskoðun
er nefnilega hans aðaláhuga-
mál og nú eru gæsirnar í Þjórs-
árverum efstar á blaði hans i
þeim efnum. Þær segist hann
blátt áfram verða að sjá. Og
annan draum ætlar hann lika
að láta rætast nú; að fara Kjal-
veg. Reyndar hefur tímans rás
breytt raunveruleika þess
draums nokkuð frá því hann
fyrst tók sér bólfestu í huga
sendiherrans; þá var takmarkið
að fara ríðandi, en nú sér hann
fram á fjórhjólaðan farar-
skjóta. Sú breyting er þó engin
i augum sendiherrans, því hann
ætlar fyrst og fremst að upplifa
landið og það er óbreytt, hvað
sem öllum fararskjótum líður.
Ög allt í einu erum við farnir
að tala um Snæfellsjökul. Þau
sendiherrahjónin hafa, þrátt
fyrir stuttan stanz, gefið sér til
tíma til að aka í Hornafjörð og
um Snæfellsnes. Reyndar sáu
þau ekki jökulinn þá fyrir
þoku, en þegar þau fjarlægðust
hann aftur kom hann í ljós og
þau hafa horft á hann síðan yfir
Faxaflóann. „Snæfellsjökull er
Island," segir Paldan. „En
hann minnir mig sterklega á
Kilimanjaro og Fujijama. Og
goðsögn Johannesar V. Jensen.
Þannig þarf ég ekki annað en
lita yfir Faxaflóann til að rifja
upp ferðir mínar um fjarlægar
slóðir. Og þó er Snæfellsjökull
það íslenzkasta af öllu
islenzku."
—fj-