Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1977 Guðmundur Sigfússon frá Eirfks- stöðum. Staldraö viö í hrossaréttinni framan við Stafn í Svartárdal Haus við haus, hross við hross. iSéð yfir hluta réttarinnar, listileg hleðslan leynir sér ekki, en hrófatildrið á sumum dilkanna virðist ekki margra fiska virði. Síðan henti fólksér nið- urí hlöðunum HANN VAR eins og kóngur í ríki sínu þar sem hann gekk um almenninginn í Stafnsrétt, rólegur, greindar- legur kall aö sjá. Enginn asi var á honum, en átti þó meira erindi þarna en flestir aðrir. Guðmundur Sigfús- son frá Eiríksstöðum sagðist eiga þarna á milli 70—80 hross, orðinn 71 árs, en vel hress enn og ern. — Ég kvarta ekki, sagði Guðmundur. — Ég er aðeins farinn aö hægja á mér, enda orðinn gamall, en ég er hress og dettur ekki í hug að kvarta yfir einu né neinu, enda alltaf haft ótrú áöllum barlóm og aumingjaskap. Guðmundur bjó lengst af á Ei- ríksstöðum og hafði þar alhliða búskap þó hrossin hafi átt hug hans að mestu. Nú er hann fluttur austur í Öxl í Þingi og segist ætla að farga einhverju af stóði sínu í haust. Guðmundur var 11 ára þeg- ar hann fór fyrst í göngur og 60 ár eru því liðin síðan hann var fyrst i Stafnsrétt. Guðmundur man þvi tímana tvenna og hann segir okk- ur frá helztu breytingunum. A meðan hann talar beinir hann orðum sínum þó ekki að blaða- manni, hann talar miklu frekar til hrossanna hinum megin við rétt- arvegginn. — Þetta hefur breytzt mikið frá því sem var í gamla daga, segir Guðmundur. — Það er miklu minni gleðskapur núna í réttinni og nú fara allir í burtu og á ball strax um kvöldmatarleytið á miðvikudeginum þegar allt er búið hér. Aður var söngur, spjall og gleði fram eftir nóttu. -Hún- vetningar og Skagfirðingar hafa alltaf getað skemmt sér saman. Síðan fór fólk heim á bæina um nóttina og henti sér niður í hlöð- unum. — Núna er þetta meir vinna, heldur en hátíðisdagur. Samt er gaman að þessu, skárra væri það. Hérna þekkja allir alla og hér Verða fagnaðarfundir. Einhvern veginn er það þó þannig að ég sakna félagsskaparins, sem var. Ég hef alltaf haft gaman af góð- um félagsskap, segir Guðmundur á Eiríksstöðum að lokúm. Dúddi á Skörðugili tok þátt í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.