Morgunblaðið - 04.10.1977, Síða 2

Morgunblaðið - 04.10.1977, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1977 ÞAÐ SEM af er þessu ári hafa 67 Islendingar láti/.t af völdum slysa, en á sama tíma í fyrra hufóu 56 Islendingar látizt af sl.vsförum. Sá tími er nú fer í hönd hefur undanfarin ár verið inesti slvsatími ársins. Létust 17 manns síðustu þrjá mánuði ársins 1976, en 56 mánuðina október, nóvemher og desem- ber 1975. — I lok ársins 1975 gekk skelfileg slysaalda yfir, en ekki er gott að segja hvað olli henni, sagði Hannes Haf- stein, framkvæmdastjóri Slysa- varnafélags Islands, á fundi með fréttamönnum í gær. — Til að vel fari og okkur tak- ist að forðast það að sagan end- urtaki sig þurfum við á sam- takamætti fjöldans að halda, sagði Ifannes Hafstein. Siðasti mánuður var niesli slysamánuður þessa árs, en i september urðu 14 banaslys. I ár hafi 26 manns látið lífið af völdum umferðarslysa, en 11 færri á sama tíma árið áður. 1 sjóslysum og drukknunum hafa orðið 14 látið lífið það sem af er þessu ári, en voru 31 á sama tima í fyrra. Það ár drukknuðu 11 sjómenn, en þrjú fiskiskip fórust og 3 féllu útbyrðis, siík hörmuleg slys hafa engin orðið í ár. 67 íslendingar hafa lát- izt af slysförum á árinu Mesti slysatíminn fer nú í hönd og 1975 urðu 36 banaslys 3 síðustu mánuði ársins Hér fer á eftir skýrsla Slysa- varnafélags íslands um bana- slys það sem af er þessu ári: „í sjóslysum og drukknunum hafa 14 látið lífið það sem af er þessu ári en voru 31 á sama tíma árið 1976. Það ár drukknuðu 11 sjómenn, er þrjú fiskiskip fórust og 3 féllu út- byrðis. Slík hörmuleg slys hafa engin orðið i ár. 1 höfnum og við land hafa 8 manns drukkn- að eða sami fjöldi og árið áður. I ám og vötnum hafa 4 drukkn- að, tvö börn á aldrinum tveggja og átta ára, einnig sami fjöldi og 1976. í skurði, tjörn eða þró drukknaði einn, ársgamalt barn, i ár, en 4 slík banaslys urðu árið áður, allt börn undir 10 ára aldri. Við aðrar aðstæður en að framan greinir varð 1 banaslys og einnig árið áður. Í þessum flokki banaslysa létu samtals 37 (1 erl.) islendingar lífið árið 1976. Af völdum umferðarslysa hafi 26 manns látiö lifið. Er þá meðtalin ung stúlka, er lézt í febrúar af völdum umferðar- slyss i nóv. árið áður. Á sama tíma árið 1976 höfðu 15 manns látizt í umferðarslysum. í ár hafa 6 börn og unglingar 14 ára og yngrí látizt af völdum um- ferðarslysa. i umferðarslysum erlendis hafa 2 ísl. látizt eins og árið áður. Þótt hér sé aðeins getið bana- slysanna í umferðinni, sem vissulega ætti að vekja hvern einasta vegfarenda til umhugs- unar og verða hvatning til að takast á við hinn mikla vanda, sem að steðjar, hvort heldur er i þéttbýli eða úti á þjóðvegun- um, þá má ekki gleyma hinum mikla fjölda slasaðra, sem ligg- ur bæklaður á sjúkrahúsum og gjörgæzludeildum vikum, mán- uðum og jafnvel árum saman eftir umferðarslys. Umferðar- slysin eru þess eðlis — þau skilja eftir þau sár, sem seint verða bætt. Hér þarf samtaka- mátt fjöldans, ef vel á að fara. Árið 1976 létust samtals 19 manns i umferðarslysum hér á landi, og 2 íslendingar erlendis. Af völdum þyrluslyss létuzt 2 ungir menn, en árið 1976 lét enginn íslendingur lifíð í flug- slysi. í þeim flokki, er kallast ýmis Framhald á bls. 29. Tæp hálf milljón safn- aðist á stofnfundinum Góð sala Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið: VELBÁTURINN Jón Þórðarson frá Patreksfirði seldi 37 lestir af fiski i Bremerhaven i Þýzkalandi í gærmorgun fyrir 67 þúsuns mörk og var meðalskiptaverð á kíló 119 krónur og veröur þetta að teljast sæmilegasta sala. I dag selja tvö skip í Þýzkalandi, Ársæll Sigurðsson selur í Bremerhaven og Rán i Cuxhaven, þá selur skut- togarinn Guðmundur Jónsson afla í Ostende í Belgíu í dag og er það fyrsta sala íslenzk skips þar í langan tíma. r Frá stofnfundi Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið. LIÐLEGA 900 manns sóttu stofn- fund Samtaka áhugafólks um áfengisvandamál — SÁÁ —, sem haldinn var í Háskólabíói s.l. laugardag. Þar voru fluttar ræður og ávörp og lögð fram drög að lögum samtakanna. Samþykkt var að efna til framhaldsstofnfundar n.k. sunnudag og verður þar kosin stjórn samtakanna og gengið frá lögum. I lok fundarins á iaugardag lögðu fundarmenn fram 445.800 krónur í frjálsum framlögum. Fundarstjóri var Eggert G. Þor- steinsson alþingismaður, en stutt ávörp fluttu Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra, Vilborg Helgadóttir hjúkrunarkona, Skúli Johnsen borgarlæknir, Hilmar Helgason verslunarmaður, Jóhannes Magnússon banka- fulltrúi, Indriði Indriöason stór- templar og Pétur Sigurðsson alþingismaður. I lok fundarins var samþykkt að fela undirbúningsnefnd samtak- anna að starfa áfram fram að framhaldsstofnfundi, sem ákveðið var að halda n.k. sunnu- dag kl. 15.00 i Súlnasal Hótel Sögu. Formaður undirbúnings- nefndar er Hilmar Helgason. Fram að framhaldsstofnfundi geta einstaklingar, félög og félagasamtök gerst aðilar að stofnun samtakanna sem stofn- félagar. Um 9000 manns hafa nú þegar gengið í samtökin og mun undirskriftasöfnun verða haldið áfram fram að framhaldsstofn- fundi. Lézt á Spáni vegna áverka UNGUR íslenzkur piltur lézt fyrir helgina í sjúkrahúsi á Spáni, þar sem hann hafði verið ferðalangur en hann fannst með mikla áverka fyrir utan hótel sitt snemma i sl. mánuði. Ekki er Ijóst með hvaða hætti hann hlaut þá áverka. Ferðaskrifstofan, sem pilturinn fór með, fékk staðfestingu á and- láti hans sl. sunnudag, en þegar Mbl. hafði samband við utanríkis- ráðuneytið i gær voru fréttir af láti hans ekki komnar þangað. Að sögn Péturs Eggerz, sendiherra, mun verða óskað lögreglurann- sóknar á máli þessu og fylgzt með þvi af hálfu ræöimanns íslands i Malaga. Friðrik Ólafsson: „Hef ekki verið neðstur á skákmóti síðan ég var 15 ára” „ÞAÐ ER víst óhætt að fullyrða, að það er langt síðan mér hefur gengið svona illa í skákmóti og ég man ekki eftir að hafa verið neðstur síðan ég var 15 ára,“ sagði Friðrik Olafsson stórmeistari þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi í Hollandi. Friðrik tefldi í gær við heims- meistarann Karpov og tapaði. Friðrik var með hvítt í skákinni og lengi framan af var staðan Útigangs- ær í góð- um holdum (ioldingaholti 2. október — ÁGÆTT tíðarfar hefur verið hér um slóðir siðan i lok ágúst og eru hey mikil og góð. Fjall- ferðir gengu vel, en lömb eru rétt i meðallagi. I fjallferðinni fundu gangna- menn nokkrar útigangsær, sem hafa gengið úti allan síðastliðinn vetur, voru ærnar í mjög góðum holdum. Nokkr- ar framkvæmdir eru hér í sveitinni. T.d. er verið að byggja íbúarhús á Skriðufelli, nokkur gripahús eru i bygg- ingu og við félagsheimilið Ár- nes er verið reisa íbúðarhús húsvarðar. fréiiaríiari mjög flókin, en um síðir fónaði Friðrik skiptamun. „Ég lét Karpov snúa á mig í lokin og það reyndist vera vitleysa af mér að fórna skiptamuninum. Um tím- ann er það að segja, að ég lenti ekki i timahraki fyrr en i síðustu leikjunum og reyndar vorum við Framhald á bls. 29. Kæra tilraun til nauðgunar TVÆR konur kærðu til lögregl- unnar um helgina að tilraun hefði verið gerð til að nauðga þeim. I öðru tilfellinu tókst fljót- lega að hafa uppi á árásarmann- inum en í hinu tilfellinu hafði hann ekki fundizt I gærkvöldi. I fyrra tilfellinu var ung kona að ' leið um Hljómskálagarðinn um tvö-leytið aðfararnótt laugar- dags, þegar maður réðst þar á hana og vildi koma fram vilja sínum. Konunni tókst við illan leik að verjast ásókn hans og eftir langa mæðu að slita sig lausa. Kærði hún atburðinn þegar til lögreglunnar og nokkru seinna handtóku lögreglumenn grunsam- legan mann, sem í Ijós kom að var árásarmaðurinn. Á sunnudag gaf sig fram við lögregluna tæplega tvítug stúlka og kærðu hún nauðgun. Sagðist hún hafa verið i bil með tveimur piltum að loknum dansleik og hafði ökumaður verið allsgáður en farþeginn töluvert ölvaður. Ökumaður hefði síðan brugðið sér frá og hefði þá hinn pilturinn notað tímann, ráðizt á sig og feng- ið vilja sínum framgengt áður en henni tókst að slíta sig lausa og komast undan. Rannsóknarlög- reglan leitaði þessa árásarmanns i gærkvöldi. Sigurður Flygering verkfrœðingur látinn A SUNNUDAGINN, lézt á Landa- kotsspitala Sigurður Flygenring verkfræðingur, 79 ára gamall. Hunn var verkfræðingur hjá Reykjavíkurhöfn frá því á árinu 1932 og allt fram undir 1970. Hann varð verkfræðingur árið 1924. Aður en hann réðst í þjón- ustu Reykjavíkurhafnar var Sigurður t.d. byggingafulltrúi í Hafnarfirði og hér í Reykjavfk hafði hann umsjón með byggingu ýmissa stórhýsa, t.d. Austur- bæjarskólans, Arnarhvols, Lands- sfmahússins og Hótel Borgar. Einnig hafði hann umsjón með gerð bátahafnar vestur á Isafirði. Siguróur var sonur Ágústs Flygenrings álþingismanns og út- gerðarmanns í Hafnarfirði og þar fæddist Sigurður 28. júlí 1898. Konu sína missti Sigurður fyrir nokkrum árum. Hafði hann síð- ustu árin átt við nokkra vanheilsu að strfða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.