Morgunblaðið - 04.10.1977, Síða 24

Morgunblaðið - 04.10.1977, Síða 24
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1977 Þegar um er að ræða nýsmiði eða endur- nýjun í eldhúsi eða baði, er Formica það besta sem völ er á! Formica er fallegt og endist endalaust, það vita þeir sem til þekkja. Formica harðplast er þess vegna fjárfest- ing sem borgar sig. Mikið úrval lista og mynstra. Lítið inn eða hringið. G Þorsteinsson & Johnson h.f. Ármúla 1. — Simi 8 55 33. IFORMICA SSSL. BRAND laminated plastic Bjóðum alls konar mannfagnaö velkominn. Vistleg salarkynni fyrir stór og smá samkvæmi. Veisluföng og veitingar aö yðar ósk. Hafiö samband tímanlega. HÓTEL LOFTLEIÐIR sími 22322 Ævisaga séra Páls Þorláks- sonar DR. PAUL H.T. Thorlaksson læknir í Winniepeg hefur ákveð- ið að beita sér fyrir útgáfu á ævisögu séra Páls Þorlákssonar, Jónssonar frá Stóru Tjörnum í Ljósavatnsskarði. Vestanhafs hef- ur þegar verið safnað miklu safni heimilda um séra Pál, ýmsa ætt- ingja hans og það tímahil er hér um ræðir. Meðal þessara heim- ilda er krikjubók séra Páls, er hefur að geyma upplýsingar um menn og kjör þeirra á hinum fyrstu árum Islendinga í Amer- (ku. Séra Páll var einn af fyrstu þjónandi prestum meðal ts- lendinga vestanhafs og kunnur fyrir forystu sína meðal landa sinna á hinum erfiðu landnámsár- um. Hann fæddist á Húsavík árið 1849 og dó i Norður-Dakota 1882. Dr. Paul Thorlaksson hefur farið þess á leit, að þeir, sem lesa þessa frétt og kunna að hafa í fórum sínum einhverjar heimildir, einkabréf eða skjöl hafi samband við sig. Mun biskupsskrifstofan i Reykjavík veita slíkum gögnum móttöku og koma þeim áleiðis. Öminn er seztur eftir irska rithcfund- inn Jack Higgins í þýðingu Ólafs Ólafs- sonar, lcgfræðings. Þessi afburða frá- scgn, um starfsemi þýzku leyniþjónust- unnar, á enskri grund, veturinn 1 943, er nú búið að kvikmynda og er verið að sýna hana þessa dagana i Hafnarbíói. BÓKIN FÆST HJÁ ÖLLUM BÓKSÖLUM. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Leiftur h.f. Sviðsmynd úr Grænjöxlum. Helga Jónsdóttir í einu hlutverki Grænjaxla. á landsbyggðina „ÞAÐ ER búið að biðja um Grænjaxla til Keflavikuí, Hellu, Hvolsvallar og staða víða um land," sagði Stefán Baldursson um hið nýja verk sem Þjóðleikhús- ið sýnir nú og ætlað er til sýninga í skólum landsins. Næstu sýningar eru í kvöld og tvö næstu kvöld í Breið- holtsskóla, en miðar eru seldir við innganginn. Leikrit Péturs Gunnarsson- ar, GRÆNJAXLAR, varfrum- sýnt i Breiðholtsskóla en leik- rit þetta samdi höfundur ásamt Spilverki þjóðanna, leikstjóra sýningarinnar og leikþóp til sýninga í fram- haldsskólum og víðar í leik- ritinu er brugðið upp svip- myndum úr lífi unglinga og umhverfi og er það allt í fremur gamansömum tón. Ekki er um ræða samfelldan söguþráð heldur er brugðið á leik, leikarar og söngvarar fara úr einu í annað, sýna unglinga, samskipti þeirra innbyrðis, við foreldra og annað fólk. Leikstjóri sýning- arinnar er Stefán Baldursson og Sigurjón Jóhannsson hef- ur haft umsjón með leikmynd og búningum. Töluverð tón- list er í sýningunni og hefur Spilverk þjóðanna samið hana og kemur jafnframt fram í sýningunni, syngur og leikur. Leikarar eru Helga Jónsdóttir, Sigmundur Örn i Arngrímsson, Þórhallur Sig- 1 urðsson og Þórunn Sigurðar- dóttir en I Spilverkinu eru Egill Ólafsson, Sigrún Hjálm- týsdóttir, Sigurður Bjóla og Valgeir Guðjónsson. GRÆNJAXLAR taka um eina og hálfa klukkustund í flutningi og er verð aðgöngu- miða hið sama og á skólasýn- ingar Þjóðleikhússins 650 krónur. Fyrstu sýningarnar eru í Breiðholtsskóla og eru þær einkum ætlaðar nem- endum framhaldsskólanna i Breiðholti og foreldrum þeirra en siðan verða sýning- ar í öðrum framhaldsskólum þar sem aðstæður leyfa elleg- ar nemendum gefst kostur á að heimsækja nærliggjandi skóla eða sjá sýninguna á sviði Þjóðleikhússins. Fer slikt eftir samkomulagi og aðstæðum hverju sinni. Skólastjórar, nemendafélög og félagssamtök, sem áhuga hafa á að fá Grænjaxla til sýningar geta haft samband við skrifstofu Þjóðleikhúss- ins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.