Morgunblaðið - 04.10.1977, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.10.1977, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1977 þangað 28. ágOst til að leika á móti liði Sovétmanna, furðaði sig á þvi sem þarna var að sjá: „Menningarmiðstöð, safn, nýtt sjilkrahiis," sögðu þeir. „Það sem þeir eru að gera þarna er stórkostlegt...“ Vararæðismaður Sovétríkj- anna kom með svörtu alpahúf- una sína út úr brjóstsykurs- græna húsinu sinu, þar sem ávallt blaktir rauði fáninn með hamar og sigð og tók hátiðlega á móti þessari litlu sendinefnd. Andrúmsloftið var gott við hinn opinbera hádegisverð eft- ir leikinn, þar sem úrslitin voru 0:0. I stuttrí ræðu af þvi tilefni notaði vararæðismaðurinn tækifærið til að minna á sigur októberbyltingarinnar. Og taka fram að þjóð hans hefði ekki i hyggju neinar framkvæmdir þarna, sem væru fjandsamlegar Noregi. „Við höfum enga ástæðu til að ætla að svo sé,“ segja opin- berir aðilar i Noregi. Samt sem áður hafa Sovétmenn yfir að ráða skammt frá Barentsburg nútima þyrluvelli á sléttu er heimskautastormarnir æða um, og sem Norðmenn hafa stöðug- ar gætur á. Þar eru fimm MI 8, eins .og sú sem fórst í fyrra mánuði. Þar sem þeir geta flutt 28 manns með 250 km hraða, þá veitir það 1000 km athafna- svæði.' Þessar þyrlur eru líka oft að hringsöla yfir suðurhluta eyjarinnar. án þess að beðið hafi verið um leyfi. A loftmynd- um Norðmanna sjást ekki nein merki um hernaðarmannvirki, en samkvæmt vissum upplýs- ingum eru Sovétmenn grunaðir um að hafa komið þarna fyrir leitarkerfi til að finna kafbáta. Hvað er undarlegt við það? Andspænis, eða meðfram allri Noregsströnd, var þegar upp úr 1960 komið fyrir Loran C kerfi, vegna kjarnorkukafbáta vest- rænna þjóða með kjarnaodda. Það hafa tveir vinstri sinnaðir norskir þingmenn nýlega upp- lýst og byggja á leyniskýrslu: saka þeir hið ameríska CIA um að hafa kostað þær alfarið, byggt þær og búið tækjum. Varnarmálaráðherrann neitar þessu. Þetta varð mikið kosn- ingamál i Noregi fyrir kosning- arnar 12. september. Þó að Norðmenn hafi gerzt aðilar að Atlantshafsbandalaginu 1949, þá hafa þeir hafnað því að hafa í landi sinu á friðartimum er- lendar hersveitir og kjarnorku- vopn. Norðan við 70. breiddarbaug Jafnframt því sem Norðmenn nota nálarstungu-aðférðina við að ná aftur fullum yfirráðum yfir Spitzbergen, þá fara þeir ákaflega gætilega í samskiptum sinum við Sovétmenn. Margra ára erfiðar samningaviðræður hafa enn ekki leitt til sam- komulags um skiptinguna á Barentshafi, sem nær frá Mur- mansk til Spitzbergens. Agrein- ingurinn er um 156 þúsund fer- kílómetra. Og það eru einhver auðugustu fiskimið i heimi. E.t.v. eru þau ekki síður auðug af oliu. Johan Holst, aðstoðar- varnarmálaráðherra Noregs, gefur þessa skýringu: „Moskva óttast kannski að mikil umsvif á landgrunninu norðan við 70. breiddarbauginn hindri för sovézkra herskipa út í norður- höf.“ Norðmenn hafa aldrei viljað að Austur og Vestur fari að deila um Spitzbergen. Yfir því vaka þeir mjög,' mjög nákvæm- lega. — Edouard Bailby 31eCONGRES MONOAL ODESCO Snyrtisérfræðingar á ráðstefnu 1 Monaco ÁRLEG ráðstefna CIDESCO, þ.e. alþjóðleg samtök snyrti- sérfræðinga og snyrtivöru- framleiðenda var nýlega hald- in í Monaco. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar 24 aðildarsam- taka viðsvegar að úr heimin- um. Fulltrúar Félags islenzkra snyrtisérfræðinga, sem er aðili að samtökunum, voru Ásta Hannesdóttir, Fanney Halldórsdóttir og Birgitta Engilberts. Á ráðstefnum CIDESCO er sameinast um að kynna nýjungar og taekniframfarir í formi fyrirlestra, verklegra sýninga, og skipst er á upplýsingum um athuganir og reynslu í starfi. Helstu mál ráðstefnunnar að þessu sinni voru: 1. Óæski- legur hárvöxtur og aðferðir við að fjarlægja hár og 2. hrukkur og meðhöndlun til varnar Háskóla- fyrirlestur PRÓFESSOR Amanda Burt frá George IVlason University í Virginíu flytur erindi með lit- skyggnum og tóndæmum í stofu 158, húsi verkfræði- og raunvís- indadeildar Iláskölans við Hjarð- arhaga, miðvikudaginn 5. október kl. 17.15. Erindið fjallar um þjöð- lög og menningu Bali og er að- gangur öllum heimill. Dr. Burt er tónlistarfræðingur og hefur mikinn áhuga á þjóðlög- um og miðaldatónlist. Hún hefur einnig aflað sér mikillar þekking- ar á íslenzkri tónlist, jafnt þjóð- lögum sem tónsmíðum 19. og 20. aldar tónskálda. íslenzka sendi- ráöið í Washington og bókasafn Bandaríkjaþings beina oft fyrir- spurnum um íslenzka tónlist til hennar. Þá mun hún rita greinar um íslenzk tónskáld i hina miklu alfræðibók um tónlist, Grove's Dictionary of Mucic and Musi- cians, sem væntanlega kemur út i 6. útgáfu i 18 bindum á næsta ári. Fjölmennur ársfjórðungs- fundur Rauðsokka FJÖLMENNUR ársfjórðungs- fundur Rauðsokka var haldinn i Sokkholti, Skólavörðustig 12, hinn 29.9 s.i. Að þvi er segir i frétt frá Rauð- sokkum er vetrarstarf þeirra nú að hefjast og fer það allt fram i hópum. í vetur verða starfandi meðal annarra: Verkalýðsmála- hópur, hópur um dagvistunar- og skólamál, húshópar, dreifbýlis- hópar, blaðhópur og nýliðahópur. í Sokkholti verður opið virka daga kl. 17—18.30 fyrir þá, sem áhuga hafa á að kynna sér starf hreyfingarinnar. Eftirfarandi stuðningsyfirlýsing var samþykkt á fundinum: Ársfjórðungsfundur Rauósokka 29.9 1977 lýsir yfir eindregnum stuðningi við kjara- baráttu B.S.R.B. Opinberir starfsmenn! Standið vörð um réttinn til lifvænlegra launa handa öllum! Einkennismerki ráðstefn- unnar. þeim. Rætt var um orsakir, framvindu og nútima aðferðir til úrbóta, með tilliti til starfs snyrtisérf ræðinga. Ásta Hannesdóttir snyrtisér- fræðingur gekkst undir próf á ráðstefnunni, en það veitir henni alþjóðlega viður- kenningu á sínu sviði. — Rússarnir á Spitzbergen Framhald af bls. 16 sem flutti þá til Barentsburgar. Morguninn eftir flaug Jensen þangað á 10 mínútum og lenti á þyrluvelli Sovétmanna. Hann fór kurteislega fram á skýr- ingu. Olaf Bucher- Johannessen, sá sem fer með mál heimskautasvæðanna í stjórnarráðinu norska, gerir í stuttu máli grein fyrir málinu á eftirfarandi hátt: „Það er ekki svo að skilja að Sovétmenn geri meiri kröfur en fyrr. Öllu held- ur að Norðmenn leggi meiri áherzlu á að réttur þeirra sé í heiðri hafður." Og hann vitnar í Parísarsamninginn, sem tekur fram í 3. greininni, að þjóðirnar sem undirrituðu hann megi stunda þar starfsemi „í sam- ræmi við lög og reglugerðir á staðnum". Borgarar Sovétrfkjanna í „sovézka námabænum" Bar- entsburg er norskum lögum og reglugerðum ekki framfylgt í öllum smáatriðum. Stjórnvöld i Spitzbergen hafa engin ráð með að fylgjast með þar sem þar er hvorki lögregla, embættismenn né tollverðir. Sovétmenn geta í rauninni gert það sem þeir vilja í sinum stöðvum. Þar er reglu- leg kastarabygging, eins og í í*yramiden, sem nær yfir marga ferkílómetra. Byggðin er samanþjöppuð og öll nýmáluð og byggð í kringum risastórt minnismerki, þar sem brjóst- mynd af Lenin trónar og á rauð- um borða stendur: „Takmark okkar er kommúnisminn." A veggnum er skilti með áletrun- inni: „Við erum borgarar Sovétrikjanna". „Knattspyrnu- lið frá Longyearbyen, sem kom (í^) krommenie gólfdúk: níösterkur, einstæö hönnun, hagstætt verö og þaö er auðvelt, aö halda honum m hreinum. Hvers getið þér krafist frekaraf A gólfdúk? m Sí&''' '• ; ■ Gólfdúkur á gólf og veggi! Seljum málningavörur og margt fleira. liíurínn Síðumúla15 sími 3 30 70 Peysur, bútar og garn Les-prjón h.f. Skeifunni 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.