Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1977 11 Hvítabandskon- ur með basar HINN árlegi basar Hvftabandsins verður n.k. laugardag á Hallveig- arstöðum og hefst klukkan 14.00. Á boðstólunum verður alls kon- ar handavinna á hóflegu verði, einnig verða heimabakaðar kökur og hinir vinsælu lukkupottar. Hvitabandskonur hafa ætið verið virkar í starfi að líknarmálum og síðast liðið sumar gáfu þær t.d. lækningatæki til Kleppsspítalans. Flugliðasamning- ar í uppsiglingu FLUGLIÐAR, flugmenn, flug- freyjur og flugvélstjórar hafa sagt upp samningum sínum við flugfélögin og eru samningar lausir frá og með 15. október. Kröfur félaganna munu enn vera í mótun og hafa þær þeim sökum ekki verið afhentar vinnuveitend- unum: Sýnishorn af þeim mikla fjölda hluta sem verður á boðstólunum h.iá Seltjörn á sunnudag. Árlegur fjáröflunardagur Kvenfélagsins Seltjarnar Arlegur fjáröflunardagur Kvenfélagsins Seltjarnar á Seltjarnarnesi verður n.k. sunnudag i Félagsheimilinu. Á boðstóiunum verður ýmislegt nýtt og notað, m.a. húsgögn og svo kökumarkaður. Skyndihappdrætti með góðum vinningum verður. Þá verður þarna sælgætispakkasala. Allur ágóðinn rennur til liknar- og menningarmála i bæjarfélaginu. Runólfur með full- fermi af kolmunna Guðmundur Jónsson fer til veidanna SKUTTOGARINN Runólfur, sem að undanförnu hefur stundað kol- munnaveiðar á Dohrnbanka í til- raunaskyni fyrir Sjávarútvegs- ráðuneytið, fékk mjög góðan afla í fyrradag og fyrrinótt og var skipið væntanlegt inn til Njarð- vlkur í morgun með fullfermi, eða á annað hundrað tonn. Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins, sagði í samtali við Morgun- blaðið i gær, að Runólfur hefði fengið geysistórt hal snemma á fimmtudagsmorgun, eða eins og komst í pokann. Þunginn í pokan- um var svo mikill, ad skipverjar ætluðu aldrei að koma honum um borð, og slitnuðu m.a. gilsar er verið var að koma pokanum inn. Dalborg á ný til rækjuveiða „Fyrsta söluferðin lofar góðu" segir Snorri Snorrason skipstjóri RÆKJUTOGARINN Daiborg frá Dalvík kom til heimahafnar úr sinni fyrstu söluferð, en sem kunnugt er seldi Dalborg 74 lestir af rækju og nokkur tonn af fiski í Gautaborg í síðustu viku fyrir um 30 milljónir króna og meðalverð á hvert kólð af rækjunni var kr. 375. Snorri Snorrason, skripstjóri á Dalborgu, sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að Dalborg myndi halda á ný til rækjuveiða á Kolbeinseyjarsvæðinu i gær. Kvað Snorri að þessi fyrsta sölu- ferð lofaði mjög góðu með fram- haldið, en hins vegar ætti útgerð skipsins í töluverðum erfiðleikum um þessar mundir, þar sem margs konar erfiðleikar hefðu komið upp fyrstu vikurnar og mikið ver- ið um frávik frá veiðum. Kostnað- ur við að lagfæra það sem gallað var hefði verið mikill, ,,en ég á von á að nú séu allir byrjunarerf- iðleikar úr sögunni", sagði hann. Snorri sagði, að þeir hefðu nú fengið nýjan útbúnað á vinnslu- þilfar frá framleiðendum hans og hefði hann verið tekinn um borð i söluferðinni. Þá sagði hann, að sér og öðrum sem stæðu að þessari útgerð þætti súrt í broti að hafa ekki fengið neinn opinberan styrk til byrjun- arveiða á togaranum, á samta tíma og kolmunnaveiðar væru styrktar, það væri ekki sama hvaða fisktegund ætti í hlut. „Undanfarna daga hefur verið ágætis veiði hjá rækjubátum á Kolbeinseyjarsvæðinu og ég vona að svo verði enn þegar við komum á miðin, og þessi góða reynsla sem fékkst af okkar fyrstu söluferð hefur kveikt upp i mörgum og virðast margir aðilar hafa áhuga á að gera út skip til djúprækju- veiða," sagði Snorri. Það reyndust vera 60 tonn i þessu hali, en mikið af kolmunnanum var orðinn svo marinn, að honum var hent fyrir borð á ný, þar sem fiskurinn á allur að fara til vinnslu til manneldis. Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins er með frystihús Guðbergs Ingólfssonar i Garðinum á leigu til kolmunnavinnslu allt til 15. nóvember n.k. Kvað Björn Dag- bjartsson, að vinnsla kolmunnans hefði gengið fremur hægt framan af, en nú hefði náðst meiri hraði og 12—15 tonn væru unnin dag hvern. ,,Það hafa ýmsir örðugleikar verið á vegi okkar, sem við höfum orðið að yfirstíga, en með hverri vikunni sem hefur liðið getum við sagt að um meiri alvörufram- leiðslu sé að ræða," sagði Björn. Björn sagði, að nýtingin á fram- leiðsunni væri ekki enn orðin nógu góð og væri um 50% miðað við slægðan kolmunna með haus. Hins vegar hefði þurrkun á kol- munna gengið eins og reiknað var með i upphafi. Vitað væri að hægt myndi að selja töluvert magn af þurrkuðum kolmunna til Norður- landa sem dýrafóður, en menn vonuðust til að markaður opnað- ist í Afríku fyrir þessa afurð. Kolmunninn er nokkuð lifrar- mikill um þessar mundir og hefur fitan mælzt frá 7,8% til 8,1%. Þegar Runólfur hefur lokið lönd- un á kolmunnanum hættir hann þessum veiðum og annar togari fer til veiðanna. Það er Guðmund- ur Jónsson GK og hefur sjávarút- vegsráðuneytið ábyrgzt vissa lág- marksgreiðslu til skipsins, en ef skipið fiskar fyrir hærri upphæð en þessari greiðslu nemur fellur hún burt. Guðmundur Jónsson á ekki aðeins að veiða kolmunnann til vinnslu heldur einnig til bræðslu og verður kolmunninn aðeins ísaður í eina lest, i hinar lestarnar verður settur kolmunni til bræðslu, en Guðmundur Jóns- son tekur yfir 600 lestír. Félagssamtök og áfengismál Félagsþörf og hlutleysi Flest félög á Islandi eru hlutlaus i áfengismálum. Islendingar eru félagslyndir menn. Félagsþörfin er rótgróin i eðli mannsins. I fámenni kynnast nágrannar en í borgum er það engan veginn vist. Þar mynda menn þvi ýmis konar klúbba til að verjast ókynnunum. I stœrri bæjum á Islandi starfa viða sex félagasamtók sem vilja vera alþjóðleg. Það er Junior Chambers, Kiwanis, Lion, Rotary, Oddfellow og Frimúrarar. Þessi upptalning erþó ekki tæmandi. Sitthvað gott má um þetta segja. Þessi samtök öll eru fyrst og fremst til að fullnægja félagsþórf manna. Sum þeirra vitum við að gera sér far um að vikka sjóndeildarhring félaga sinna. Eins er alkunnugt að sum þeirra leggja ýmsum góðum málum lið. Um önnur verður þess ekki vart að þau skipti sér af nokkru utan við félagsskapinn sjálfan. Þessi félagssamtok öll eru hlutlaus i áfengismálum. Sjálfsagt er viðhorfið nokkuð misjafnt frá einni deild til annarrar. En óll munu þeSsi samlók meira og minna hafa áfengi um hönd á hátiðum sinum. Þess vegna getur þátttaka íþeim orðið til þess að menn lendi oftar en ella idrykkjuveislum og drykkjudrabbi. En það er engin von tilþess að svona samtök marki ákveðna stefnu gegn áfengisnautn úr þvi t.d Rauði krossinn og Slysavarnafélagið geraþað ekki. Hitt er meira undrunarefni að fólk skuli ekki i rikara mæli en raun ber vitni fullnœgja félagsþörf sinni i þeim samtökum sem jafnframt taka afstóðu gegn mesta meini aldarinnar—áfengisnautn- inni. HALLDÓR KRISTJÁNSSON FRÁ KIRKJUBÓLI SUUMIlUrtMS ÍSURB! Arbók SVFÍ ÁRBÖK Slysavarnafélags íslands 1977 er nýkomin út, en bókin er seinna á ferðinni að þessu sinni en venjulega og eru orsakirnar ýmsar, m.a. yfirvinnubann og sumarleyfi. Hefur bókin að geyma starfsskýrslur ársins 1976 og verður seld á skrifstofu SVFÍ á Grandagaröi i Reykjavik og hjá deildum félagsins úti á landi. Bókin er tæpar 200 blaðsíður að stærð og prýdd fjölda mynda úr starfsemi SVFÍ. Bílslys á Akureyri Akureyri, 6. október — GEYSIHARÐUR árekstur varð á mótum Skipagötu og Hafnar- strætis, skammt frá Dynheimum klukkan 16.40 í dag. Rússajeppi frá Landssíma íslands kom norðan Hafnarstræti, en Volks- wagen-bill sunnan að. i því að hinn siðarnefndi kemur að gatna- mótunum, missir ökumaður hans, 17 ára piltur, vald á bílnum þannig að hann rekst framan á jeppann og kastast siðan af honum inn á bílastæðið sunnan við bögglageymslu KEA. Öku- maður slasaðist mikið og ennfremur tveir farþegar 14 ára stúlka og 12 ára piltur, en þau eru minna meidd. Þá sem voru i jeppanum sakaði lítið eða ekki. Bílarnir eru mikið skemmdir. — Sv.P. Atvinnuleysi minnkar ATVINNULEYSI í landinu minnkaði í sl. mánuði miðað við ágústmánuð eða úr 231 manni á atvinnuleysisskrá i 184 um síð- ustu mánaðamót. Atvinnuleysis- dagar voru þó lítið eitt fleiri i september en i ágúst eða 3.807 á móti 2.532. i kaupstöðum landsins voru 98 atvinnulausir á skrá um síðustu mánaðamót en 120 um mánaðamótin þar á undan, 26 i stað 46 áður i hinum stærri kaup- túnum og 60 i stað 65 i smærri kauptúnunum. SOKKA BUXUR K.SKAGFJÖRÐ HRS.24120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.