Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1977 27 Hvað kostar að búa í hinum ýmsu borgum? DÝRASTA stórborg veraldar um þessar mundir er sögð vera Tokio, og í 2. sæti nokkru neðar er Stokkhólmur. Það sem einna mesta athygli vekur í könnuninni, sem gerð var á vegum sviss- neskra aðila, er að ódýrara er nú f New York en áður fyrr. Ódýrustu staðirnir eru hins vegar Buenos Aires, Lissabon og Róm. Reiknað í dollurum og vísitölu þá iítur dæmið þannig út: Tokio 142,9, Stokkhólm 123,6, Ósló 121,9, Vin 115,3, Kaupmanna- höfn 109,3, Helsingfors 108,0, París 105,2, Haag 104,8, London 81,2, Lissabon 72,9, og Buenos Aires 46,6. A þessu sjást að um 100 stigum dýrara er að kaupa sömu vörur í Tokio en í Benos Aires. 0 NU má segja að loksins hafi það komið fram í dagsljósið, sem áhugamenn um bíla hafa beðið lengi eftir. Hér er átt við bílasýningu, sem fram fór í Frankfurt 15.—25. sept. s.l. en þar kynntu Benz- verksmiðjurnar sfna algengustu gerð í station-útgáfu. Minni sparnaður 0 FYRSTU 7 mánuði ársins minnkaði sparnaður Þjóðverja í formi bankainnistæða, skuldabréfa og þess háttar um 22% sé miðað við sama tíma í fyrra. Einnig kemur fram að sparnaðurinn f heild er sá lægsti síðan 1970. Einhverjar Ifkur ættu því að vera á auknum útflutningi til Þýzkalands þar sem þjóðartekjur þeirra eru meðal þeirra hæstu sem þekkjast f Evrópu. Flugvélaframleiðendtir í YFIRLITINU hér á eftir má sjá árangur helztu flugvélaframleiðenda heims ásíðastliðnu ári. Eftirtektarvert er að hjá fyrirtækjum eins og Fokker og British Aircraft, sem hafa svipaða veltu á síðasta ári þá er starfsmannaf jöldi hins síðarnefnda um helmingi meiri. Velta f Hagn./ Starfsm.fj. millj. $ halli 3919 103 65400 3544 109 57860 1636 —125 35120 1192 34 14980 823 32 36140 748 —2 18540 692 4 20120 Boeing/USA Douglas/USA Aerospatiale/Frakkl. Dassault/Frakkl. British Aircraft/Engl. Fokker/Holland MBB/Þýzkaland Fjölþætt sölustarfsemi hjá Prjónastofu Bdrgarness <9 1 viðtali er Viðskiptasíðan átti við Gfsla Halldórsson hjá Prjóna- stofu Borgarness kom fram að veruleg söluaukning hefði átt sér stað hjá þeim, sé miðað við sama tíma síðasta árs. Ein forsenda þessarar aukningar er sú mikla áherzla sem lógð hefur verið á hönnun vara og má í því sambandi nefna að samstarf hefur verið við danskan hönnuð. Önnur og ekki veigaminni forsenda þessar- ar aukningar er fjölþætt sölukerfi. Einn mikilvægasti hlekkur þess er starfræksla á eigin verksmiðju í Skotlandi en þaðan er stjórnað sólustarfsemínni í Bretlandi og írlandi með milligöngu umboðsmanna. Salan til Norðurlanda og Þýzkalands er byggó upp með milligöngu þarlendra umboðsmanna en aftur á móti fer salan til Bandaríkjanna fram með milligöngu Hildu h.f. i Reykjavík. Vilhjálmur Guð- jónsson — Kveðja i örfáum línum er mér ljúft að minnast góðs vinar og samherja. Ég naut þess ætið að vera í félags- skap Vilhjálms Guðjónssonar hljómlistarmanns — og þá ekki hvað sízt i heimi tónanna. Þar Hrekkjusvín með nýja hljóm- plötu á markað VÆNTANLEG er á markað ný hijómplata með hljómsveitinni Hrekkjusvín. Nefnist hljóm- platan Lög unga fóiksins. Að plötunni stendur hópur tónlistar- fólks, sem hefur komið víða við á síðustu mánuðum og þar á meðal rithöfundur. Textar á plötunni eru allir eftir Pétur Gunnarsson en lögin eru eftir Valgeir Guðjónsson og Leif Hauksson. — » ? > Góð hausttíð Borgareyrum, V-Eyjaf jalla- hreppi, 6. oklóbcr. TlÐIN hefur verið afbragðsgóð í haust eftir vætusumar, þriðja rosasumarið f röð. Spretta var góð si. sumar en óþurrkar gerðu bændum lifið leitt. Þetta var annars nokkuð misjafnt eftir bæjum, hjá sumum gerði siðdegisskúrir dag hvern meðan ekkert rigndi hjá öðrum. Hey eru nokkuð mikil og sæmileg að gæðum. Litilsháttar er byrjað að slátra og hefur mér sýnzt, að lómb séu nokkuð væn. Kartöfluuppskeran brást hins vega alveg og tók þvi varla að taka upp úr sumum görð- um. — Markús. áttum við flestar stundir saman, ásamt svo mörgum öðrum góðum félögum. Við eftirlifendur mun- um sakna Villa í gleðileikjum tón- anna, já eða tregatónum saknað- arljóða. Hann átti tónatilbrigði fyrir öll lífsins tækifæri og þess vegna sannur hljómlistarmaður. Fljótt stóð ljómi af leik hans i hljómsveitum hér í borg, þegar voru nær eingóngu útlendir hljóð- færaleikarar hér og Villi ungur að árum. Allir voru sammála um að stíllinn hans Villa væri til fyr- irmyndar. Síðan það var hefur margt breytzt, en Villi ætið sami góði og vandaði músíkkantinn. Hans aðalsmerki var hógværóin. Við félagar i Lúðrasveit Reykja- víkur minnumst hans ætíð sem eins af okkar traustu og fyrir- myndarfélögum. — Hafi Villi þakkir fyrir allt sem hann gaf. Innilegar samúðarkveðjur send- um við í lúðrasveitinni eftirlif- andi eiginkonu hans, dætrum og öðrum aðstandendum hans. Þorvaldur Steingrímsson, Höfum kaupendurað eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPAR1SKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1966 1967 1967 1968 1968 1969 1970 1970 1971 1972 1972 1973 1973 1974 1975 1975 1976 1976 1977 2.1lokkur 1. flokkur 2flokkur 1. flokkur 2. flokkui 1. flokkur 1. flokkur 2. flokkur 1. flokkur 1 flokkur flokkur flokkur A 2. flokkur flokkur flokkur flokkur flokkur flokkur flokkur VEÐSKULDABREF: 1 ár Nafnvextir: 12—20% pa 2 ár Nafnvextir: 12—20% pa- 3 ár Nafnvextir 20% pa 4 ár Nafnvextir 20% pa 5 ár Nafnvextir: 20% pa ') M iðað er við fasteignatryggð veðskuldabréf. Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS: Kaupgengi Yfirgengi miðað pr. kr. 100- við innlausnarverð Seðlabankans 1971 1974 25 318% 1853.11 15 4% 1840 98 42 2% 1607.83 31.0% 1512.67 30 4% 1129.08 30 3% 1037 50 15 3% 761 00 29 9% 718.18 15.3% 626 20 29 7% 535 77 15 3% 415.88 384 46 266 99 218.31 .166 60 158 57 12877 119 60 Kaupgengi pr kr 100 - 75 00-----80 00 64 00 — 70 00 63 00 — 64 00 58 00 — 59 00 54 00 — 55 00 Sölugengi pr kr 100- 1973 — B 1974 — D 1976 — H 376.72 <10%aftólf) 284 88 (10% afföll) 135 97 (10% afföll) HLUTABRÉF: Eimskipafélag íslands hf Kauptilboð óskast. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEIIMi RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100- 1977 — 2. flokkur. Nýtt útboð 100- Opiðfrákl. 13 OOtil 16.00 alla virka daga. PJÁRPEÍTIAGARf CIAG ÍSIAAD* HA VERÐBRÉFAMARKAÐUR L/EKJARGÖTU 12 (Iðnaðarbankahúsinu) SÍMI 2 05 80 Svart á Hvítu t. (bl. 1. áfg. 137/ — Haust nýútkomna rits. Forsíða hins Svart á hvítu. Svart á hvítu nýtt menningarrit SVART A HVÍTU, nýtt menning- artímarit hefur hafið göngu sfna f Reykjavík. Þeir sem standa að útgáfu ritsins, eru aðstandendur Gallerí Suðurgata 7. Ritinu er ætlað að fjalla um menningarmál á breiðum grund- velli. í fyrsta tölublaði er að finna greinar um tónlist, kvikmyndir, myndlist og bókmenntir, auk fjöl- margra ljóða. Einnig sýna nokkrir myndlistamenn verk sin á síðum blaðsins. Fyrirhugað er að gefa ritið út ársf jórðungslega. ísfisksölur hefjast í Danmörku LANDSSAMBAND fsl. útvegs- manna fékk í fyrradag löndunar- leyfi fyrir einn togara til þess að landa fsfiski í Danmörku, en alls hefur verið sótt um löndunarleyfi fyrir þrjú skip f Esbjerg. Fyrsti togarinn er Olafur Jónsson frá Sandgerði og lagði hann af stað til Danmerkur kl. 20 I gærkvöldi og á að selja aflann á mánudags- morgun. Utgerðarfélagi skipsins hefur verið tryggt visst lágmarks- verð fyrir aflann f Esbjerg og er verð fyrir þorsk ekki lægra en það sem boðið er á Irlandi, 213 kr. ákíló. íslendingar hafa ekki áður selt ísfisk í Danmörku — að því er Kristján Ragnarsson, formaður LlÚ, tjáði Morgunblaðinu i gær. Fyrr á tímum var þó seldur þar saltfiskur úr togurum, og í mörg ár seldu islendingar isaða síld þar i landi. Ólafur B. Ölafsson, forstjóri Miðness h.f., sem á Ólaf Jónsson, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að áætlaður afli togar- ans væri 125 lestir, mest þorskur. Ástæðuna fyrir þessari sölu i Danmörku kvað Ölafur vera, að togarinn ætti að fara í slipp og þegar þeir hefðu farið að athuga markaðsástandið í Evrópu hefði komið f ljós, að gott verð fengist i Danmörku fyrir umræddar fisk- tegundir og mun betri en i Þýzka- landi. Síðan hefði tekið 2 vikur að fá innflutningsleyfið. Ólafur kvað tvo aðalkaupendur vera að aflanum í Esbjerg og eftir því sem hann bezt vissi færi afl- • inn svo til allur til vinnslu i frysti- húsum þar, en þó gæti verið að eitthvert lítilsháttar magn færi á almennan markað. Þá sagði hann, að hærra verð fengist fyrir fisk í Danmörku en i Færeyjum og væri verðið vel sam- bærilegt við það, sem i boði væri á irlandi. AKÍI.VSIMiA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.