Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1977 17 Vörn Guðjóns Skarphéðinssonar: Séð inn í Landroverjeppann, sem Erla, Sævar og Kristján sögðust hafa notað við flutninginn á líki Geirfinns upp í Rauðhóla. Verjandi Ásgeirs Ebenezers Þórðarsonar: Næg ref sing að lenda í að verða ákærður í sam- bandi við morðmál FINNUR Torfi Stefánsson hdl.. verjandi Ásgeirs Ebenezers ÞórSar- sonar, talaSi síSastur verjendanna, en Ásgeir var ákærSur fyrir aS hafa flutt inn 2'/? kg af hassi ásamt fleir- um meS bíl GuSjóns SkarphéSins- sonar haustiS 1975. Játning liggur fyrir i málinu og krafSist verjandinn lægstu hugsanlegrar sektar, sem væri ein króna. Verjandinn gerði að umtalsefni þá meðferð, sem skjólstæðingur hans fengi af hálfu ákæruvaldsins Mál hans væri tekið með í ákæru stófelldra morðmála án þess hann kæmi þar nokkuð nærri og hefði þetta valdið þvi að almenningur tengdi Ásgeir við málið Þyrfti ekki að lýsa þvi hvilikum óþægindum og hugarangri mál þetta hefði valdið skjólstæðingi sinum og fjölskyldu hans Mál hans væri agnar- smátt í sniðum i samanburði við þau mál, sem hér væri fjallað um en þrátt fyrir það væri hann tekinn með í þann hóp. sem ákærður væri fyrir Guðmundarmálið Jafnvel i blöðum, sjónvarpi og útvarpi hefði verið svo ónákvæmlega skýrt frá, að Ásgeir hafi verið tengdur málinu alsaklaus. Verjandinn sagði að lokum að þarna væri um að ræða tveggja ára gamalt brot og hefði Ásgeir Ebenezer ekki gerzt brotlegur við lög siðan og stund- aði hann sína vinnu sem stýrimaður á bát kappsamlega Það væri út af fyrir sig full refsing fyrir hann að verða fyrir þvi að vera ákærður i sömu ákæru og ákært væri i mjög alvarlegu máli og fá nafn sitt út um allt Krefðist hann þvi lágmarksrefsingar — SS. „Allan vafa um sekt sökunauts ber að skýra honum í hag" BENEDIKT Blöndal hrl., verjandi GuSjóns SkarphéSinssonar. hóf vörn sína i málinu skömmu fyrir hádegi i gær. Hann krafSist sýknu til handa GuSjóni af ákærum um aS hafa ban- aS Geirfinni Einarssyni í Keflavik aS kvöldi 19. nóvember. LagSi hann éherzlu i þaS. aS allan vafa um sekt sökunauts bæri aS skýra honum i hag og aS sönnunarbyrSin væri í höndum ákæruvaldsins. Til vara gerSi Benedikt þær kröf ur aS GuSjón yrSi dæmdur til vægustu refsingar aS lögum. Þá krafSist hann máls- varnarlauna úr rikissjóSi. Benedikt sagði i upphafi að aðnr verjendur hefðu i ræðum sinum gagn- rýnt rannsókn málsins, sérstaklega þó frumrannsóknina Hann tæki ekki und- ir það allt en hann vildi þó nefna nokkur atriði Fyrst nefndi hann að i skýrslu um fyrstu rannsókn Geirfinns- málsins í Keflavík vantaði 60 blöð af 400. þau væru ekki lögð fram, sem væri rangt Vöntun a skjölum kæmi viðar fram, t.d. væri hvergi hægt að finna skýrslu Erlu Bolladóttur frá 22 janúar 1976 þar sem hún átti ótil- kvödd að hafa opnað Geirfinnsmálið Engin heildarskrá væri yfir gögn og a.m.k. tvö dæmi hefðu verið nefnd um það að sönnunargögn hefðu týnzt Réttur hinna grunuðu brotinn Benedikt sagði. að hvað varðaði Geirfinnsmálið hefði réttur hinna grun- uðu verið brotinn. Þeim hefði t.d. ekkt verið gefinn kostur á því að málið færi strax til dómara eins og tiltekið væri i lögum Kvað Benedikt það vera sina skoðun að dómurinn ætti að finna að við rannsóknarlögregluna i dómi sin- um þvi þarna væri um að ræða grund- vallaratriði almennra mannréttinda. Benedikt ræddi um fikniefnakæru þá, sem borin er á Guðjón I þvi sambandi nefndi hann að þótt ákæran hefði verið útgefin 8 desember og birt fljótlega i blöðum hefði hún ekki verið birt ákærða fyrr en eftir áramót, og væri það aðfinnsluvert Hvað varðar fikniefnaákæruna sagði Benedikt að Guðjóni Skarphéðinssyni væri gefið að sök að hafa sent bifreið sina frá Rotter- dam í Hollandi áleiðis til Islands i lok nóvember 1 975 en í bilnum voru falin 2.5 kg af hassi Krafðist Benedikt sýknu. þar sem ekki væri sannað að skjólstæðingur hans hefði vitað um tilvist hassins í bilnum. Til vara að refsað yrði eins vægt og lög leyfa og kæmi gæzluvarðhaldsvist til frádráttar Væri ákærði margfaldlega búinn að taka út refsingu fyrir að blandast inn i fíkniefnakaup Sævars Ciesielskis og Ásgeirs Ebenezers Þórðarsonar. Hvað ákæruna fyrir manndráp varð- ar. sagði Benedikt, að hann teldi ekki sannað að það hefðt verið ásetningur Guðjóns að ráða Geirfinni bana Sam- kvæmt skýrslum sem hann gaf 1 2 júlí 8.1. hefði hann einmitt skýrt frá þvi að hann tíefði ætlað að koma Geirfinni á brott þegar hann gerði sér Ijóst að þessi viðskiptaferð til Keflavikur var misskilningur á misskilning ofan. Hann hefði talið eigin hag vera í hættu ef illa færi Þvi hefði hann tekið i upphand- legg Geirfinns til þess að beina honum brott af svæðinu en Geirfinnur hefði misskilið þetta Hann hefði þó ekki verið reiður en Kristjáni og Sævan hefðu verið lausar hendur og allt hefði farið i bál og brand rétt eins og neisti kveikti i púðri Þetta hefði ekki verið ásetningsbrot heldur miklu fremur hryggilegt slys Framburður Guðjóns i málinu væri afdráttarlaus og án skugga. svo notuð séu enn einu sinni orð saksóknarans í sóknarræðu hans Ekki auðvelt að skilja hismið frá kjarnanum Benedikt Blöndal sagði að yfirheyrsl- ur málsins hefðu verið erfiðar í fram- burði ákærðu. Erlu, Sævars og Krist- jáns, hefði öllu ægt saman. nokkrum sannleikskornum að því virtist en mest hefði þetta verið þeirra eigin hugar- burður, eins og berlega hefði komið i Ijós En loks hefði tekizt að skilja hism- ið frá kjarnanum en það hefði ekki verið auðvelt fyrir þá. sem að rann- sókninni stóðu Verjandinn ræddi nokkuð um yfir- heyrslur, sem fram fóru yfir Guðjóni Skarphéðinssyni sumarið 1976, en þá var hann kallaður fyrir sem vitni, en i nóvember sama ár var hann svo hand- tekinn sem grunaður i mátinu Við þessa fyrstu yfirheyrslu hefði Guðjón verið spurður allmargra spurninga og á meðan hefði Kristján Viðar fylgzt með úr öðru herbergi Hefði Kristjári þá sagt, að hann þekkti þennan mann, þetta væri útlendingslegi maðurinn, sem hefði verið með þeim i Keflavik kvöldið, sem Geirfinnur lét lifið ..Þessi sakbending. ef sakbendindu skal kalla. brýtur algerlega i bága við lög," sagði Benedikt Eftir þetta væri ekkert að marka framburð Kristjáns um Guðjón. Seinna hefði farið fram alvöru sak- bendind og hefði Kristján þá auðvitað þekkt Guðjón Benedikt tók nú fyrir skjöl, sem lágu fyrir i málinu og kvartaði yfir frágangi málsins Til dæmis væri hvergi að finna bréf, sem Erla Bolladóttir á að hafa ritað Schútz hinum þýzka og væri þó vafalaust um að ræða mjög mikil- vægt bréf, þar sem Erla á að hafa lýst þvi hvernig stæði á þvi að hún teldi sig hafa margt eftir Sævari við yfirheyrsl- urnar. Ekki marktækar yfirheyrslur Næst vakti verjandinn athygli á þvi að Guðjón hefði dag einn verið yfir- heyrður í samtals 10 kíukkustundir þótt lög byðu að aðeins mætti yfir- heyra i 6 klukkustundir dag hvern Sú skýring hefði fylgt að rannsóknarmenn hefðu gert samkomulag við Guðjón um Framhald á bls. 22. ffl Guli sendibfllinn, sem svo mjög var leitað að f sambandi við Geirfinns- málið. Verjandi Erlu Bolladóttur: „Leiksoppur örlaganna, án sjálfstæðs vilja" AD lokinni ræSu Bénedikts Blöndals. hrl , i gær. hélt GuSmundur Ingvi Sigurðsson, hrl., verjandi Erlu Bdlla- dóttur. varnarræSu sina. Hann gerSi þær dómkröfur aS Erla Bolladóttir yrSi sýknuS af ákæru út- gefinni 16. marz 1977, og til vara aS hún yrSi dæmd til vægustu refsingar. Fyrir brot þau sem henni eru gefin aS sök i ákæru sem útgefin var B. des. 1976. fjársvik, skjalafals og persónufals. krafSist verjandinn vægustu refsingar og aS refsingin yrSi skilorSsbundin. Auk þess krafSist hann þess, aS gæzlu- varShald sem hún hefSi sætt kæmi aS fullu til frádráttar refsingu. Og aS sakarkostnaSi af sameiginlegum brotum hennar og Sævars Ciesielskis yrSi skipt i hlutfalli viS sök hvors, og krafSist aS auki réttar- gæzlu- og málssóknarlauna. Guðmundur Ingvi sagði í byrjun ræðu sinnar. að hann ætlaði ekki að taka fyrir rannsóknina sem slika. Guðmundar- og Geirfinnsmálin væru mjög snúin og að það væri alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Ef rannsóknarmenn þessara mála hefðu dansað á markalinu þess sem leyfilegt er, þá hefði það ekki haft áhrif á sekt sakborninganna eða sýknu i þessum málum. Ef leikreglurnar hafi verið brotnar rýri það þó sönnunargildi viðkomandi yfirlýsinga sakborning- anna Hann sagði m.a. að auðvitað væri sökunautur i varnarstöðu þegar rannsóknarmaður væri duglegur við starf sitt Hann sagði ennfremur að hann teldi undirbyggingu málsins til fyrirmyndar Þó yrði hann að taka undir það með öðrum verjendum i málum sakborninganna að erfitt væri að henda reiður á staðreyndum Geir- finnsmálsins Siðan tók verjandinn fyrir auðgunar- brot Erlu Bolladóttur Hann sagði skjól- stæðing sinn hafa verið ruglaða og viljalaust verkfæri soambýlismanns sins, og bæri að taka tillit til þess Erla opnaði málið Á þessu stigi ræðunnar gat hann þess einnig að Erla Bolladóttir hefði með skýrslu sinni þann 20. desember 1975 gefið þær upplýsingar, sem leiddu til rannsóknar þessa máls Verjandinn sagði jafnframt að vart væri mark takandi á hvikulum fram- burði sakborninganna. þeir hefðu orðið margsaga og yrði í þvi sambandi að taka tillit til þeirra aðstæðna sem þeir bjuggu við, einangrun og ömur- legan aðbúnað. Það yrði einnig að deila á það að eftir allar lygarnar, sem þeir voru sannir að i upphafi rannsóknarinnar, skyldi áburði þeirra á fjórmenninganna vera trúað á sinum tima Fjórmenningarnir efðu verið sett- ir i gæzluvarðhald á vafasömum for- sendum Eru nægilegar sannanir fyrir hendl? Siðan sneri verjandinn sér að Geir- finnsmálinu Hann visaði til þess. að lik Geirfinns Einarssonar hefði ekki fundizt, og engin vissa væri fyrir þvi að hann væri látinn Hann gat þess, að dómararnir hlytu að vera i óvissu um það, hvort hægt væri að dæma sakborningana fyrir morð af ásettu ráði Hann vitnaði i dóm hæstaréttar frá 1971 þar sem sýknað var af morðákæru. þar sem vafasamt þótti, að málið væri sannað á fullnægjandi hátt Þar var morðvopnið sjálft fyrir hendi. og öll frásögn sak- borningsins um sína hagi fjarstæðu- kennd. Verulegar likur þóttu vera fyrir sekt hans og öll atriði málsin.s metin, en sýkna dæmd I sama máli var sýknað af ákæru á sama mann um hlutdeild i morði. vegna þess að huglæg refsiskilyrði skorti til refsiáfalls Verjandinn kvað þennan dóm bera þess vott. að það væri meginregla i islenzkri dómsmálameðferð að gera strangar kröfur til sönnunar þegar 21 1. gr hegningarlaganna væri beitt Það væru dómararnir sem mætu hvort nægileg sönnun væri fram komin, m a. hverja þýðingu skýrslur sökunauts hefðu um það Hefðu aðrir verjendur i þessum málum fært skyn samleg rök fyrir þvi, að sönnun fyrir meintum sökum sakborningarina væri e.t.v. ekki fullnægjandi Geirfinnur hjartveikur? Bæri þar hæst þá staðreynd að ekkert lík hefði fundizt Jafnvel mætti efast um. að átökin sjálf samkvæmt framburði sakborninganna hefðu leitt Geirfinn til dauða. Eiginkona hans hefði skýrt frá þvt að hann hefði um tima áður en hann hvarf, kvartað yfir verkjum fyrir hjartanu Það má þvi spyrja. hvort ekki sé hugsanlegt, að Geirfinnur hafi þar dáið úr hjartaslagi Þvi mætti velta fyrir sér varðandi hvarf hans Það væri eðlilegt að efasemdir riktu um dánarorsökina Ásetningur um manndráp? Sönnun þyrfti einnig að liggja fyrir um huglæga afstöðu sakborninganna, vildu þeir ráða Geirfinn af dögum Ferðin til Keflavikur var ekki gerð i þeim tilgangi samkvæmt framburði þeirra, heldur var ætlunin að gera einhver kaup á spira Verjandinn sagði það vera álit sitt. að meintir atburðir hefðu á sér meira yfirbragð slyssins en ásetningardráps- ins Sagði hann sannanir ákæruvalds- ins hafa verið vefengdar með skynsam- legum rökstuðningi undir mál- flutningnum Er ákæra saksóknara röng? Siðan hélt verjandinn áfram Erla Bolladóttir væri ákærð fyrir hlutdeild i morði Verjandinn skýrði þau laga- ákvæði sem hún er ákærð fyrir Hann lét þess getið að i ákæruskjalinu væri engin lýsing á því broti sem hún er talin sek um, en þar eigi að greina skýrlega frá málavöxtum i grófum dráttum Hann rökstuddi þá skoðun sina að ekki væri hægt að ákæra hana fyrir hlutdeild og sagði jafnframt, að aðrir sem viðstaddir voru meint morð á Guðmundi Einarssyni og sendiferðabil- stjórinn í Geirfinnsmálinu hefðu ekki verið ákærðir fyrir hlutdeild. Verjand- inn spurði hvað ylli svo mismunandi afgreiðslu á svona málum Þvi hefði verið slegið föstu i norskum dómi, að nærveran ein væri ekki nægileg til hlutdeildarrefsingar Erla hefði sam- kvsemt framburði sakborninganna verið aðgerðalaus allan timann i Kefla- vik Aftur mætti segja að henni hefði borið skylda til að hjálpa Geirfinni á þeirri stundu. Verjandinn tók fyrir ásetningskröfur fyrir refsingu fyrir hlutdeild og að hann teldi ásetning ekki hafa verið fyrir hendi Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.