Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1977 Lenin er alls staðar Framhald af bls. 15 verið á veiðum á þessum slóóum og hafi þá skotið dádýr og sært það banasárí. Dýrið féll í heita lind og um leið og það féll í laug- ina, varð það alheilbrigt. Stökk dýrið úr lindinni og hvarf inn í skóginn. Kóngurinn fékk hins vegar áhuga á lindinni, sem hafði Iæknandi áhrif og ákvað hann að setjast að á þessum stað og stofn- aði borgina. Þetta varð upphaf höfuðborgar Georgíu. Orðið ,,tibili" þýðir á grúsísku heitur. Því þýðir Tibilissi borg hinna heitu hvera — og því í raun Hveragerði. A bökkum árinnar Kúra er minnismerki um Vakhtangi Gorgasalí og við minnismerkið stendur ævaforn kirkja. Kirkja þessi er fremur illa farin og lítið sem ekkert haldið við. Þar er ekk- ert, sem minnir á kristna trú, nema litil freskumynd yfir inn- ganginum innanverðum, þar er mynd af Kristi. í miðri kirkjunni er litið svið og þar eru sýndir þjóðdansar og sungnir þjóðsöngv- ar. Þar var haldin sérstök sýning fyrir íslendingana. Grúsíumenn dansa mjög sérkennilega. Dansa karlmennirnir með tærnar krepptar undir sér, en dans kvennanna er miklu fremur hæg- ur gangur, rétt eins og þær líði yfir dansgólfið. Þá var og spilað og sungið og gerði fólkið það lista- vel. Var þessi skemmtun í þessari litlu kirkju, sem muna má fifil sinn fegri, einkar aðlaðandi og ljúf. Þá var okkur íslenzku ge'st- unum ekið upp fyrir borgina, sem stendur mjög skemmtilega milli hæða og skoðuðum við þar æva- forna mannabústaði, sem þar eru varðveittir. Þá voru skoðuð söfn, sem full voru af kirkjumunum og gömlum ikornum. Yfirleitt eru öll söfn í Sovétríkjunum með mikl- um og fallegum kirkjugripum, sem teknir hafa verið úr kirkjun- um og settir á sðfn til sýnis. Þá var komið við í óperuhúsinu í Tíbilissi, sem er míkið og veglegt og hlustuðu gestirnir þar á æf- ingu. Nokkrir söngvarar sungu aríur úr óperum. Operuhúsið i borginni var byggt árið 1856, en fyrir fjórum árum brann það, og hefur nú verið endurreist i sinni fyrri mynd, hin veglegasta bygging. Síðdegis var siðan farið í Ung- herja-höllina eða Palace of the Pioneers eins og það heitir á ensku. Slíkar hallir eru um öll Sovétrikin, en þar er ungliöum flokksins kennd uppbygging so- vétskipulagsins og hugmynda- fræðilegur grundvöllur þess. Krakkarnir læra og ýmsar listir, dans, söng og hljóðfæraslátt og þeir, sem skemmtu gestunum, höfðu náð undraverðri leikni í þessum listum. Einn fylgdar- mannanna sagði um stjórnmála- lega uppfræðslu ungmennanna, sem hefst við 6 ára aldur, en þá og fram til 9 ára aldurs kallast þeir októbristar, að lokinni kennslunni yrðu börnin eins og ætlazt væri til að þau yrðu. Eftir að börnin hætta að vera oktöbrist- ar verða þau ungherjar og lýkur náminu um 13 ára aldur. Börnin eru klædd ekki ósvipað skátum, en í stað græna skátakliítsins er rauður kliitur. i anddyri hallar- innar er mynd af Lenin að tala við ' slika ungherja og eru þeir á myndinni eins klæddir og börnin, sem við hittum þetta síðdegi i Úr Bolsjoj leikhúsinu ríkjunum. Við hlið hermanns, sem stóð vörð við gröfina, stóð unglingspiltur með riffil. Telpur i herklæðum stóðu við hermannagrafir, sem voru fram- an við minnisvarðann og á leg- steinum mátti sjá dánardægur mannanna, um og eftir stríðslok. Síðan var farið í skoðunarferð um borgina og m.a. heimsótt Soffiu- dómkirkjan, sem er stórkostlegt mannvirki, opin sem safn. Er kirkjan öll mjóg haganlega máluð freskum og ævaforn. Við Skrautvagnar fyrrverandi yfirstéttar í Rússlandi, Rolls Roycar síns tíma. Grúsíu. Um kvöldið var veizla til heióurs íslenzka forsætisráðherr- anum og konu hans, en blaða- mannafélag Grúsfu hélt okkur, ís- lenzkum blaðamönnum, veglega veizlu á Hótel Iveria, sem var hótel okkar. Intouríst-hotel. Frá Tibilissi var haldið til Kiev, höfuðborgar Úkraínu, eða Kænu- garðs i Garðaríki hinu forna. Þar var lagður blómsveigur á leiði óþekkta hermannsins. Eins og i Moskvu lék herhljómsveit fyrst lag eftir Robert Sehumann, en síðan voru leiknir þjóðsöngvar ís- lands, Sovótríkjanna og Ukraínu. Hermenn marseruðu með gæsa- gangi, en einnig voru viðstaddir unglingar í herklæðum. Slíkt höfðum við ekki séð áður í Sovét- Örninn. sem Japanskeisari gaf zarnum í Rússlandi og getið er um S greininni. kirkjuna eru katakompur og er þar m.a. grafinn Þorvaldur við- förli, sem sagður er hafa borið beinin í Kænugarði. Þegar for- sætisráöherra og föruneyti fóru á þjóðarbúskaparsýninguna í Kiev, óskuðum við blaðamenn eftir að fá að sjá katakompurnar, en rétt í þann mund, er við komum þang- að, hafði þeim verið lokað. Þrátt fyrir beiðni rússnesku fylgdar- mannanna þorði starfsfólkið ekki að hleypa okkur inn, þar sem ekki náðist i forstjóra safnsins. Því urðum við þess ekki aðnjótandi að koma í katakompurnar og heilsa upp á Þorvald víðförla. Urðum við við svo búið frá að hverfa. Siðasta kvóldið I Kiev, sem jaf n- framt var siðasta kvöld heimsókn-. arinnar, var haldin vegleg veizla í höll Katrínar miklu, sem nú heitir Mariinsky-höllin. Þar snæddum við einhvern glæsilegasta kvöld- verð, sem a.m.k. við blaðamenn fengum í ferðinni, og til gamans ætla ég hér að láta matseðilinn fylgja. Fyrst var rauður og svart- ur kavíar með olífum og með því var drukkið ýmist kryddað eða ókryddað vodka. Þá var lax með sítrónu, skinka, steikt kjöt með stöppuðu grænmeti, reykt svíns- síða með hvítlauk og ávextir. Þá var réttur, sem hét á ensku „delicaey from hen", lostæti, sem við íslenzku blaðamennírnir þýddum snarlega á islenzku, sem „pútunamm". Þá var einhver sér- stök pylsa á borðum og síðan fengum við plómur með hráu deigi utan um og voru þær etnar með ávaxtasafa. Var þetta sér- stakur úkrainskur réttur. Er hann hafði verið snæddur feng- um við styrju, sem bökuð var í rjóma. Er hingað var komið i málsverð- inum, sem innbyrtur var með öll- um mögulegum tegundum ljúf- fengra úkraínskra vína, var staðið á fætur og héldum við þá að snæð- ingi væri lokið. Nei, viti menn, þá fluttu menn sig aðeins í annan sal hallarinnar og þar var borinn á borð rjómaís, sérstakar Kiev- kökur, ávextir, sælgæti og kaffi ásamt koniaki. Á meðan á þessu síðara borðhaldi stóð, komu fram hinir ýmsu listamenn og skemmtu gestunum, svo að hinir ljúffengu réttir rynnu betur niður. Verið getur að þessi veizla hafi verið með sérstóku sniði, þar sem hún var i raun og veru kveðjuveizlan, sem íslenzku gestunum var hald- in. Ardegis næsta morgun var og flogið til Moskvuflugvallar, í veg fyrir Aeroflot-þotu, sem flytja átti gestina til London. Ég og fulltrú- ar íslenzka sjónvarpsins urðum hins vegar eftir í Moskvu, þar sem við ætluðum til Kaupmannahafn- ar síðar um daginn um Helsinki ogStokkhólm. Það er ljóst, að þessi ferð til Sovétrikjanna, sem alls stóð í 7 daga, verður ógleymanleg þeim, sem þátt i henni tóku. Margt kom einkennilega fyrir sjónir, enda byggist öll sovézka þjóðfélags- sem bjó á sömu hæð hótelsins og við, kvað þetta engin vandræði. „Þið skuluð bara fara niður á 6. hæð, lyftan stöðvast alltaf þar." Okkur fannst auðvitað hjákátlegt, að allir þyrftu að fara á 6. hæðina til þess að ná lyftunni. Matsalur hótelsins var á 2. hæð. Ég þurfti eftir einn málsverðinn að skreppa upp í herbergið mitt. Ég fór þvi að lyftunni og ýtti á lyftuhnapp- inn. Ég hafði beðið drykklanga stund eftir lyftunni, þegar maður kom til mín og sagði, að þetta væri ekki til neins, lyftan stöðvað- ist aldrei á þessari hæð. i Kiev höguðu lyfturnar sér eilítið öðru visi, þær komu oftast, þegar kall- að var á þær, en hvort þær fóru síðan af stað, þegar þær áttu að gera það, virtist undir hælinn lagt. Kannski er þaö athyglisverðast fyrir islendinga, sem fara til So- vétríkjanna, að sjá, hve gífurleg dýrkun á sér stað á minningu Lenins. Styttur af honum eru alls staðar. Sums staðar sést einnig ein og ein mynd af Marx og kannski Engels. Hins vegar sér maður á stöku stað myndir af flokksleiðtoganum, Leonid Breznev, og á einni aðalgötu Yerevan var gríðarstórt málverk af honum á graseyju milli akreina. Var myndin máluð í eðli- legum litum. Þannig virðist að- Hervörður í heiðursstöðu. stefnan á allt öðrum grundvallar- sjónarmiðum en við islendingar eigum aó venjast. Þegar ég ntí rifja það upp fyrir mér, kemur margt upp í hugann, sumt að visu nokkuð kátbroslegt eins og til dæmis „lyftumenningin" í Sovét- ríkjunum. í Moskvuháskóla fór- um við til dæmis mjög hátt upp í lyftu. Sú lyfta var svo hraðgeng að þegar við fórum niður i henni, fékk maður hellu fyrir eyru. Hins vegar var lyftumenning i Intourist-hótelunum, sem við gist- um, heldur bágborin. I Yerevan t.d. var undir hælinn lagt, hvort lyftan stöðvaðist á hæöinni, sem maður var á, jafnvel þótt ýtt hefði verið á takkann. Hótelið var 12 hæða bygging og fólk varð að tjalda því sem til var af þolin- mæði, ef það ætlaði að nota lyft- urnar. Islenzkumælandi Rússi, eins vara farið að brydda á þeim sið stalínismans, er myndir og styttur flokksforingjans voru um allar trissur. Þennan sið kvað Níkita Krúsjéff niður á sinum tima. Hann hefur enn ekki fengið að hvila við Kremlarmúra, heldur liggur í kirkjugarði í Moskvu. Þangað ætluðum við að halda síð- asta daginn og skoða leiði hans, en hervörður stóð við innganginn I garðinn, svo að við gátum ekki séð leiði hins fallna foringja. Þessa Lenindýrkun eiga ef til lslendingar erfitt með að skilja. Islendingar eiga þó sínar þjóð- hetjur, en hvenær skyldu brúðhjón — t.d. eftir hjónavigslu í Dómkirkjunni i Reykjavik, ganga að styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og brúðurin leggja brúðarvöndinn við fótstall stytt- unnar? ^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^n^M^^^^^^nMMr^r^^^^^^^^Tj^r^^^r^^^^^^^nHnr^^^^inr^^r^^^^^^^^^r^^^^^^^^^^^W^r^^^^^^^^^^^^P iiiiiiiiiiiiintiiii m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.