Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTOBER 1977 19 Grænland og EBE: Landsstjórnin óskar viðræðna við Dani um endurskoðun LANDSSTJÓRNIN í Grænlandi hefur óskað eftir þvf við ríkisstjórn Danmerkur að hafnar verði viðræður til að end- urskoða stöðu Grænlands innan Efnahagsbandalags- ins, sérstaklega með lillili til stefnunnar í fiskveiði- málum. í þessu sambandi hefur forseti landsstjórn- arinnar, Chemnitz, lýst því yfir að frá sjónarmiði Grænlendinga s£ fiskveiði- stefnan „misheppnuð". Fram til 1. maí 1979 hefur landsstjórnin takmörkuö áhrif og ákvörðunarvald, en þá fær Græn- land sjálfsstjórn. Grænlendingar hyggjast efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um aðildina að EBE er þeir hafa fengið sjálfsstjórnar- réttindi. Hefur Chemitz látið hafa eftir sér að Grænlendingar muni án efa hafna EBE-aðild ef Danir og þó einkum Efnahagsbandalag- ið breyti ekki um afstöðu varð- andi Grænland. Kína og Sovét: Samkomulag um f jarskipti í „ýms- um atriðum" Tokfó — 7. októner — AP. SAMKOIWULAG um „ýmis áriði" náðist á 20. ráðstefnu Kínverja og Sovétmanna um f jarskipti á fljót- um og skipaskurðum á landamær- um rfkjanna, að því er hin opin- bera fréttastofa Kínverja, Hshin- hua, skýrði frá i dag. Ráðstefnan var haldin i Heido, sem er í Norður-Kína, frá 27. júlt' til 6. október. I frásögn Hshinhua kemur ekk- ert fram um efnisatriði samkomu- lagsins, en skýrt er frá þvi að næsta ráðstefna um sama mál verði haldin i Sovétríkjunum og muni nánari viðræður fara fram um fundartima. Ráðstefnan nú er hin fyrsta sem haldin er i þrjú og hálft ár. Östaðfestar heimildir herma að það hafi verið Kínverjar sem stað- ið hafi fyrir þvi að svo langt hlé varð á viðræðum um málið, en allt frá árinu 1951 þegar Kinverjar og Sovétmenn gerðu með sér samn- ing um skipulag fjarskiptamála á landamærunum, var þingað ár- lega fram til ársins 1974, með þeim undantekningum að viðræð- um var aflýst þegar menningar- byltingin hófst í Kina árið 1968 og þegar blóðug átök . urðu milli herja rikjanna við Ússúri-fljót ár- ið 1969. Owen til Sovét Lundúnum — 7. októbcr — Rculcr. UM HELGINA leggur David Owen, utanríkisráðherra Breta, af stað í fyrstu heimsókn sína til Moskvu eftir að hann tók sæti f brezku stjórninni. Tilgangur hans með ferðinni er að kynna sér afstöðu sovézku stjórnarinnar til alþjóðamála, eins og þau horfa við um þessar mundir. Búizt er við þvi að Owen færi i tal við sovézka ráðamenn málefni fólks, sem á undanförnum árum hefur árangurslaust farið þess á leit við Sovétstjórnina að fá að fara til Bretlands til ættingja sinna. Fyrir skömmu lagði brezka sendiráðið fram lista yfir viðkom- andi fjölskyldur fyrir sovézk stjórnvöld. Areiðanlegar heimildir herma að Owen hafi huga á þvi að ræða þróun mála í Afríku sunnan- verðri við Sovétstjórnina. Hann mun eiga fundi með Andrei Gromyko utanríkisráðherra og er búizt vð þvi að viðræður þeirra muni ekki sizt snúast um mann- réttindi og slökunarstefnu. Frú Edone Boughton Adderlay, sem keypti brækur hcnnar hátignar Viktorfu drottningar Englands, sýnir hér fréttamönnum tfzkuna f undirfatnaði kvenna á þeim tfmum. simamynd ai> Brókin af Viktoríu drottningu slegin á upp- boði fyrir 160 pund I.undúnum — 7. okt. — AP. NÆRSKJOL, sem á sínum tfma var í eigu Viktórfu Englands- drottningar var selt á uppboði f Lundúnum í dag fyrir 160 sterl- ingspund, eða sem svarar tæp- um 60 þúsund krónum íslenzk- um. Kaupandinn, frú Edone Adderley, kvaðst hafa keypt flfkina sem nokkurs konar minjagrip um drottninguna. Við nánari umfjóllun kom í I.iös að henni leizt ekki á þá hugmynd að hafa brókina sem veggskraut á heimili sínu. held- ur bjóst hún við að sýna hana aðeins útvöldum vinum, en geyma hana síðan sveipaða silkipappír. „Kannski ég bregði mér ein- hverntíma i buxurnar," sagði frúin en mittismál hennar er um hálfum metra minna en um- mál buxnastrengsins — 115 sentimetrar — gefur til kynna um míttismál drottningarinnar. Samkvæmt því má ætla að nær- skjólið hafi drottning átt þegar aldurinn var farinn að færast yfir hana því að á sokkabands- árunum var tii þess tekið hve mitti hennar var grannt. Eitt er vist. Þeim, sem uppi voru á Viktoriutimunum, hefði ekki dámað við þessi tiðindi, því að þeir voru svo blygðunar- samir að þeir þoldu ekki einu sinni að sjá stólfætur i nekt sinni, heldur huldu þá með dúkum. Pillan fimmfaldar hættu á æða- sjúkdómum í konum yfir 35 ára — samkvæmt brezkri könnun KONUR yfir 35 ára aldri, sem taka eða hafa tekið getnaðar- varnapillur, eru fimm sinnum líklegri til að deyja af völdum æðasjúkdóma en þær sem aldrei hafa tekið pilluna, að þvf er fram kemur f niðurstöðum könnunar, sem tók til 63 þúsund brezkra kvenna á nfu ára tímabili. Niður- stöðurnar hafa nú birzt í brezka læknaritinu Lancet. Könnun sú, sem hér um ræðir, fór fram á vegum tveggja háskóla- stofnana, og bar niðurstöðum þeirra saman. Af pilluneytendum á aldrinum 35 til 44 ára deyr ein kona af hverjum 3 þúsund af völdum æða- Grubbs vill halda áfram að fljúga Griffin, Georgíu — 7. október — AP VICTOR Grubbs, flugstjóri Pan American breiðþotunnar, sem rakst á aöra breiðþotu á Tenerife-flugvelli í vor, með þeim afleiðingum að 580 manns létu lffið, hefirr lýst því vfir að hann langi til að byrja að fljúga á ný. Grubbs kvaðst ekki vita hvenær læknar teldu hann færan um að hefja störf að nýju, en frá því að slysið átti sér stað í marz hefur hann að mestu náð sér eftir alvarlegan bruna á baki og handlegg. I fréttaviðtali vildi Grubbs ekki ræða slysið sem slíkt, en það var hið mannskæðasta i flugsögunni. Grubbs skýrði frá því hvernig honum tókst að komast út úr brennandi þot- unni. 1 fyrstu ætlaði hann að komast út um hlióarglugga flugstjórnarklefans, en glerió reyndist of þykkt til að hann gæti mölvað það. Þá fór hann aftur í farþegarýmið þar sem allt var i björtu báli. Hann minnist þess þá að hafa Iátið sér til hugar koma að stökkva niður á jórðina en hafa gert sér grein fyrir því að fallið yrði of hátt. Það næsta sem Grubbs getur rifjað upp frá björgun- inni er að skyndilega lá hann á hnjánum á jörðinni. Þegar hann hafði svo áttað sig sneri hann sér að þvi aö aöstoða far- þega við að komast frá brennandi flakinu. Victor Grubbs á sjúkrabörum eftir slysið. Eftir slysið var Grubbs í sjúkrahúsi um sjö vikna skeið, illa haldinn af brunasárum, sem nú eru að mestu gróin. Flugstjóri KLM-þotunnar, sem íakst á Pan Am-þotuna, lét lifið að því að talið er samstundis og þoturnar skullu saman. sjúkdóma, og er reykingakonum eða þeim sem tekið hafa pilluna í fimm ár eða lengur mun hættara en öðrum. Eftir að konur, sem taka pilluna, eru orðnar 44 ára, hækkar hlutfallið til muna. en þá deyr ein af hverjum 700 úr æða- sjúkdómum. Þeim, sem eru undir 35 ára markinu, er siður hætt, en þá deyr aðeins ein af hverjum 20 þúsundum. I greininni i Lantet þar sem grein er gerð fyrir niðurstöðum þessara rannsókna kemur fram að ætla megi að hætta á æðasjúk- dómum sé áfram fyrir hendi þótt konur hætti að taka inn pilluna, en ekki liggur ljóst fyrir hversu lengi. Tveir virtir læknar, Ekje Kuenssberg og Sir John Dew- harst, sem beðnir voru um að segja skoðun sina á niðurstóðum rannsóknanna, ráðleggja konum yfir 35 ára aldri eindregið að íhuga hvort þær eigi að halda áfram að taka pilluna, en um leið töldu þeir ekki ástæðu til að kon- ur hættu að taka þetta getnaóar- varnalyf fyrr en þær hefðu orðið sér úti um annað betra. Þeim bar saman um að engin ástæða væri til þess að konur undir þrítugu hættu pillutöku. Samkvæmt niöurstöðum líða nokkur ár fra þvi að konur taka að neyta pillunnar þar til hætta eykst á æðasjúkdómum. Trudeau friðmælist við Levesque Oltawa — 7. okl6bcr — Rcutt'r. PIEKKE Trudeau, forsætisráð- herra Kanada, lýsti í dag yfir breyttri afstöðu sinni til deilu, sem staðið hefur um hvort franska skuli vera hið opinbera tungumál Quebec-búa. Trudeau kvaðst ekki mundu beita neitun- arvaldi sinu gegn frumvarpi Quebee-stjórnar um að franska skuli verða hið opinbera tungu- mál. Hann skoraði á forsætisráð- herra Quebec, René Levesque, sem er mjög eindreginn aðskiln- aðarsinni, að hefja samvinnu við Kanada-stjórn um að jafna ágreining þann, sem ríkt hefur um. hvaða mál skuli rétthæst i Quebec, um leið og hann kvaðst þvi ekki meðmæltur að málið yrði útkljáð fyrir æðsta dómstóli Kanada. Sex s-afrískir læknar: Biko með heilaskemmd og skrámur fyrir ancflátið JohaniH'sarborj;. 7. okt. —AP. Blökkumaiinaleiðtoginn Steve Biko, sem lézt í fangelsi í síðasta mánuði. hafði greinilega skadd- azt á heila og skrámazt áður en andlátið bar að. að því er blaðið Rand Daily Mail í Jóhannesar- borg skýrir frá í dag. Blaðið byggir fi ásögn sina á við- Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.