Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTOBER 1977 Páll P. Pálsson Sinfóníutónleikar Guðný Guðmundsd Hafliði Helgason Philip Jenkins HASKÓLABIÓ 6. OKT. 1977 VERKEFNI: L. v. Beethoven: Coriolan-forleikurinn Konsert fyrir fiolu, selló, planó og hljómsveit Sinfónla nr. 4 op. 60. Stjórnandi: Páll P. Pálsson Einleikarar: Guðný Guðmundsdóttir Hafliði Hallgrímsson Philip Jenkins. Sinfóníuhljómsveit íslands hóf vetrarstarf sitt með tónleik- um í Háskólabíói s.l. fimmtudagskvöld. Hljómsveit- in hefur átt óvenju annríkt að undanförnu og er nýkomin úr hljómieikaför til Færeyja. bar áður hafði hún ferðast hringinn um landið og haldið fjölda tón- leika á ýmsum stöðum við ágætar undirtektir og góða aðsókn. Ber að fagna þessu framtaki hljómsveitarinnar og hel.st þyrftu slíkar ferðir að vera árviss og sjálfsagður þáttur í starfi hennar svo hún rísi í raun undir nafni. Agætar viðtökur fólks víða á landinu afsannar þá kenningu úrtölu- manna fagurlista, að Sinfóníu- hljómsveit íslands sé aðeins fyrir fáa aristókrata í Reykja- vík. En það þarf að gera fleira. Vmsir þættir í starfi hljóm- sveitarinnar eru alls ekki í nógu góðu lagi og vil ég þar nefna t.d. fjölskyldu- og skóla- tónleikana, sem löngum hafa verið hornreka. Þó ætti að liggja í augum uppi hve mikil- vægt atriði hér um ræðir hvað varðar tónmennt skólaæskunn- ar og gildir raunar framtíð hljómsveitarinnar miklu. 1 bæklingnum, þar sem verkefni komandi vetrar eru kynnt, er að visu getið um að halda eigi fjölskyldu- og skólatónleika, en hvorki hafa dagsetningar veriö ákveðnar né heldur viðfangs- efni. Ætti þó að ver,a auðvelt skipulagsatriði að ganga frá hvoru tveggja að hausti til hag- ræðis fyrir þá uppalendur, sem hvetja vilja ungviðiö til að Tónllst eftir EGIL FRIÐLEIFSSON sækja tónleika og kynna það sem fram á að fara. Er hér með skorað á forráða menn hljóms- veitarinnar að gefa meiri gaum að þessum málum og taka þau fastari tökum. Svo aftur sé vikið að bæklingnum virðist þar fátt um nýjungar. Hlutur Íslendinga, hvort heldur um er að ræða tónskáld eða ein- leíkara, er heldur rýr í verk- efnaskrá vetrarins og samtfma- tónlist virðist ekki eiga sér málsvara marga. Hins vegar ber að fagna ráðningu Páls P. Pálssonar í stöðu aðalhljöm- sveitarstjóra. Páll hefur á und- anförnum árum margsannað hæfni sína og gefur í engu eftir flestum þeim útlendu stjórn- endum, sem hér hafa starfað. Tónleikarnir á fimmtudags- kvöldið voru um margt mjög ánægjulegir. Hljómsveitin lék nú mun betur en oft áður í byrjun vetrar, enda haldið fjðlda tónleika að undanförnu svo sem áður var að vikið. i upphafi minntist Sigurður Björnsson framkvæmdastjóri tveggja nýlátinna manna, sem mjög hafa komið við sögu hljómsveitarinnar, Þeirra Gunnars Vagnssonar fram- kvæmdastjóra og Vilhjálms Guðjönssonar klarinettleikara. Blásarasveit lék Rondino eftir Beethoven og tónleikagestir risu úr sætum í virðingarskyni vió hina látnu. Að þessu sinni voru viðfangsefni kvöldsins eingöngu eftir Beethoven .og var það vel viðeigandi því 150 ár eru nú liðin frá andláti meistarans. Alvöruþrungið upphafsstef Coriolan forleiks- ins minnti á stórbrotinn anda mikilmennisins og var ágætlega flutt af hljómsveitinni undir röggsamri stjórn Páls. Þrí- konsertinn fyrir fiðlu, selló, píanó og hljómsveit er heldur fáheyrt verk og e.t.v. ekki jafn spennandi og ýmsir aðrir konsertar Beethovens. Einleik- arar voru þau Guðný Guðmundssóttir, Hafliði Hallgrímsson og Philip Jenkins. Öll eru þau listamenn í fremstu röð, sem mikið hefur kveðið að i tónlistarlifinu und- anfarin ár, enda var samleikur þeirra meö miklum ágætum. Samvinna einleikara og hljóm- sveitar var í góðu jafnvægi og konseitinn fluttur af öryggi og þrótti. Sömuleiðis tókst flutníngur 4. sinfóníunnar vel, ekki sist fjörugur lokaþáttui'- inn. Egill Friðleifsson. Vetrarstarf frímerkjasafn- araaðhefjast Allan siðastliðinn vetur ritaði ég hálfsmánaðarlega hér i blaðið þátt um frimerki og frimerkjaefni Var þessum þáttum haldið reglulega fram á vor, en þá fóru þeir að vonum að strjálast Þó birtust þrir þættir frá maí og fram að 9 júli, og voru þeir að mestu helgaðir 20 ára afmæli Félags frimerkjasafnara og sýningunni Frímex 77. sem haldin var af því tilefni Þess hefur nú verið farið á þeit við mig, að ég sjái enn um frimerkja- þætti Mbl., og hef ég orðið við þeirri ósk Ég gat þess. er ég hóf að rita þættina i október ! fyrra. að ég hefði vissulega nægilegt fyrir stafni á öðr- um vettvangi, og svo er í rauninni enn Vel má samt vera, að ég hafi e.t.v. heldur rýmri tima til að sinna þáttunum næstu mánuði en oft áður, og hafði það nokkur áhrif á, að ég lét til leiðast að annast þá Hitt vó einnig allþungt á metunum, að ég varð þess var í fyrra, að frimerkja- safnarar sýndu þáttunum oft veru- legan áhuga — og jafnvel aðrir lesendur blaðsins líka Slikt verður auðvitað hverjum manni hvatning til þess að freista þess að hafa fjöl- breytni eins mikla og kostur er á. Öllu eru þó takmörk sett, og ágætur málsháttur segir, að betur sjái augu en auga. A þetta minni ég einkum vegna þess, að ég hóf einjpitt fyrsta þáttinn fyrir ári með hvatningu til lesenda að auka fjölbreytni þáttanna með þvi að senda stuttar greinar um frimerki eða fyrirspurnir. sem síðar yrðu birtar og gætu jafnframt gefið tilefni til umræðna um ákveðna hluti Þvi miður urðu undirtektir undir þessa bón mina næsta litlar, og þess vegna nefni ég þetta enn einu sinni i von um einhvern árang- ur Þá víl ég enn fremur minna á það, sem sjálfsagt er að taka til umræðu i þáttum þessum. en það er starfsemi Frlmerkl eftirJONAÐAL- STEIN JÓNSSON félaga og klúbba um land allt Bmd ég töluverðar vonir við jákvæðar undirtektir undir þetta mál Bar þetta vissulega árangur í fyrra, og má þar nefna þátt frá 19 marz sl , þar sem m a var sagt frá starfsemi þingeyskra frímerkjasafnara og m a útgáfu sérstakrar árbókar Eins var greint frá starfi safnara í Hafnarfirði og Garðabæ Von mín er sú, að töluvert efni berist til frásagnar frá félögum og klúbbum, og er litil hætta á, að því verði úthýst úr þáttum þessum! í síðasta þætti frá 9 júli sl. var einkum rætt um Frímex 77, en sú sýning heppnaðist mjög vel að allra dómi, enda var hún fjölsótt Jafn- framt var þá getið um landsþing Landssambands íslenzkra frímerkja- safnara, sem var hið tíunda i röðinni og haldið i beinum tengslum við frimerkjasýninguna Hið merkasta. sem gerðist á þvi þingi, var vitan- lega innganga P.f. í sambandið Allir islenzkir frímerkjasafnarar fagna þeirri þróun mála, enda enginn efi á, að þetta á eftir að hafa mikil og góð áhrif á samvinnu og samheldni frímerkjasafnara hér á landi Þegar þetta er ritað. hefur stjórn L í F haldið tvo fundi á þessu hausti Var þar m a rætt um vænt- anlegt vetrarstarf, en það hlýtur einkum að felast i leiðbeiningar- og fræðslustarfi og svo aðstoð við aðildarfélög sambaridsins, ekki sizt úti á landi Mun fyrst reyna á þetta í sambandi við Dag frimerkisins, sem verður að þessu sinni haldinn 8. nóvember n.k og með hefðbundn- um hætti Siðar verður sagt nánar frá honum, þegar islenzka póst- stjórnin hefur sent út tilkynningu um hann og sýnishorn af sérstimpli þeim, sem nota á við aðalpósthúsið i Reykjavík F F hóf vetrarstarf sitt með fundi 22 sept sl . og var hann fjölsóttur. sú i frímerkjasöfnun. sem ég gat um i júlíþætti minum, að út væri að koma á vegum L.Í.F., er komin á markaðinn fyrir nokkrum vikum Höfundur hennar er Sigurður H Þorsteinsson skólastjón Er mér tjáð, að bókin seljist vel, og bendir það eindregið til þess, að þörf sé slikrar bókár fyrir byrjendur i frimerkjasöfn- un Þegar þættir þessir hófust haustið 1975. var oft getið um frímerkjaút- gáfu á öðrum Norðurlöndum sam- hliða frásögnum af útkomu nýrra islenzkra frímerkja Þetta var hins vegar fellt niður síðastliðinn vetur af ástæðum, sem nefndar voru i fyrsta þætti, sem sé þeim, að ýmsir safnar- ar, er ég hitti á förnum vegi. álitu þetta óþarft, þar sem menn hefðu greiðan aðgang að upplýsingum um frímerkjaútgáfur í frimerkjablöðum Vissulega er þetta rétt, en engu að síður getur það ekki spillt, þótt minnzt sé á frímerki næstu ná- granna okkar. a.m.k. við og við Verður sá háttur þvi tekinn upp að nýju á þessum vettvangi i einhverri mynd Nýtt frímerki 16. nóv. Næsta frimerki islenzku póst- stjórnarinnar kemur út 16 nóv nk »Mtumi Nýja frímerkið sem kemur út 16. nóvember næstkomandi. Hafa allmargir nýir félagar bætzt við siðustu msnuði, og er enginn efi á, að afmælissýningin i sumar hefur örvað ýmsa til að ganga i félagið Er £að vel. og um leið er vonandi. að önnur frimerkjafclög hafi svipaða sögu að segja Á þessum fundi sýndi Hjalti Jóhannesson kvikmynd, sem hann tók á Frimex 77, bæði við opnun og eins síðar Var myndin hin fróðleg- asta og viða mjög vel tekin Er vonandi, að þetta framtak Hjalta verði til þess, að slikar heimildar- kvikmyndir af frimerkjasýningum hér á landi verði teknar og þá helzt á vegum frimerkjafélaga eða L.Í.F.. svo að þær verði varðveittar á einum stað Ekki er mér kunnugt um, að þess konar kvikmyndir hafi áður verið teknar á sýningum hérlendis, þegar Islandia 73 er undanskilin Svo sem alkunna er. stóð islenzka póst- og símamálastjórnin að þeirri sýningu i samvinnu við islenzka frí- merkjasafnara Ekki veit ég, hvernig til tókst með þá kvikmyndagerð, sem þá fór fram, þvi að ég hef ekki orðið var við. að sú mynd hafi verið sýnd söfnurum Aftur á móti er mikið til af föstum myndum frá fyrri frímerkjasýning- um, bæði svarthvitum og i lit, og hefur Sigurður Ágústsson verið langdrýgstur við þær myndatökur. svo sem félagar í F F vita vel. Þessar myndir hafa mikið minja- og Vieimildagildi. þegar fram liða stundir Á þessum fyrsta fundi í F.F. sýndi Sigurður og nokkrir aðrir lélagar myndir sinar frá Frímex '77 Að vonum var góður rómur gerður að myndasýningum þessum, enda er ævinlega gaman að hafa eitthvert annað efni með á fundum en sjálf frimerkin. þótt þau séu alltaf kjarni hvers fundar Eftir þessum fyrsta fundi F F. að dæma er ekki annað sýnt en áhugi sé enn vaxandi á frímerkjasöfnun hér sem annars staðar Þá er unglingastarf einnig hafið á vegum F F , en umsjón með þvi hefur Guðmundur Ingimundarson Hefur hann haft þetta starf með höndum undanfarin ár og rækt það með mikilli prýði og af áhuga í sambandi við unglingastarfið á hér við við að geta þess, að kennslubók Er það gefið út i sambandi við hið alþjóðlega giktarár 1977, en það hefur hlotið stuðning Alþjóðaheil- brigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO) Verðgildið verður 90 kr , en það er tvöfalt burðargjald bréfa innanlands og til Norðurlanda (frá 20g til lOOg að þyngd) Svo sem sjá má af mynd merkisins er hún táknræn fyrir hverahitann hér á landi og sýnir, hvernig hann kemur úr iðrum jarðar og er svo m.a notaður til giktlækninga Merkið er teiknað af Friðriku Geirsdóttur aug- lýsingateiknara Ekki mun von á fleiri merkjum frá póststjórninni fyrir áramót. Ný frímerki í Svíþjóð Hér vil ég svo að endingu geta þess, að i dag koma út fimm ný frimerki i Svíþjóð, og eru þau helg- Framhald á bls. 37. 110 Ö', y» | SVERIGE Dagur frímerkis- ins 8. nóvember Sænsku merUin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.