Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTOBER 1977 ÍO 28810 'b m ^a Aar\ bílaleigan GEYSIR BORGARTÚNI 24 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA E 111 90 2 11 38 FERÐABILAR hf. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbilar, stationbílar, sendibil- ar, hópferðabilar og jeppar. ORÐ EYRA Stafsetningar- æfing fyrir byrjendur Sigldu Pappírar um norðurhöf áður Torfæreyingar og Borgarfslendingar lilu dagsins Ijós. Söðluðu Gúmmítékkar um daginn þegar Vatnsausturrfkismenn frýðu Hjónarúmenum ogGæsar- ungverjum alls. Skriðu Skriffinnar úr eggjárnum og felldu Óþjóðverja og Andskota á eigin brögðum. (Kunnum úr miðaldasögu eftir nafna vorn Dinner.) Flugu Loftbelgar og Loðf rakkar gegnum Ijósmúr Klukkna- portúgala eins og segir nánara af Í3. bindi nútfmasögu minnar, bls. 1234,4. línuo. áfr. Lágu Norðurpólverjar óbættir hjá Nýjagarði eins og alþjóð grunaði alllaf. Niður um höfin förum við byggðum eins og forðum daga í kompanfi við Axlabanda- rikjamenn. Ú (il.YSIMiASIMlNN EK: , 22480 JÍUrflwiblntiio Úlvarp Revkjavík L4UG4RD4GUR 8. október MORGUNNIININ___________ 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Kristján Jónsson les þýðingu sína á „Tíilla kóngi" eftir Irmelin Sandman Lilius (8). Tilkynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. Barnatími kl. 11.10: Þetta vil cg heyra. Arnar Hannes Hall- dórsson (11 ára) og Guðrún Katrín Jónsdóttir ( 7 ára) velja og flytja efni ásamt stjórnandanum, Guðrúnu Birnu Hannesdóttur. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tonleikar. SÍÐDEGIÐ________________ 14.30 Arfleifð í tónum. Bald- ur Pálmason tekur fram hljómplötur þekktra, er- lendra tónlistarmanna, sem létust f fyrra. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir 16.20 „Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands". Gunnar Stef- ánsson les úr minningaþátt- um Hendriks Ottóssonar, og fluttir kaflar úr viðtali Jón- asar Jónassonar við Hendrik, hljóðrituðu árið 1966. 17.00 Enskukennsla í tengsl- um við kennslu í sjónvarpi, sem hófst á miðvikudaginn var og verður endurflutt kl. 18.15 þennan dag. Leiðbein- andi: Bjarni Gunnarsson menntaskólakennari. WKEE1,' 1 * 1 ú IMB IVUGARDAGUR 8. október 1977 17.00 tþróttír Umsjónarmaour Bjarni Felixson. 18.15 OnWeGo Knskukennsla- Fyrsti þáttur endursýndur. 18.35 Þú átt pabba, Elísabet Dönsk framhaldsmynd f þremur þáttum Lokaþáttur Þýðandi Jóhanna Jóhannsflóttir. Sögumaður Ingi Karl Jóhannesson. (Nordvision — Danska sjðn- varpið) 19.00 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 l'ndir sama þaki Islenskur framhaldsmynda- V l'lokkur f sex þáttum eftir Björn Björnsson, Egil Eðvarðsson og Hrafn Gunn- laugsson. 2. þáttur Dagdraumar Þálturinn verðnr endur- sýndur miðvikudaginn 12. október. 20.55 America (L) Hljómsveitin America flyt- ur poppm úsík. 21.40 AHra eftirlæti (Darling) Bresk bíómynd frá árinu 1965. Leikstjéri John Schlesinger. Aðaihlutverk Julie Christie, Dirk Bogarde og Laurenee Harvey. Diana Scott, eftirlæti auð- manna og fyrirfólks um heim allan, rifjar upp ævi sínaog ástir. Þýðandi Oskar Ingimarsson. 23.40 Dagskrárlok. 17.30 Júlfferð til Júgóslavíu. Sigurður Gunnarsson fyrrum skólastjóri flytur síðari hluta ferðaþáttar síns. 18.10 Tðnleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar.__________________ KVÖLDIO _______________ 19.35 Mannlíf á Hornströnd- um. Guðjðn Friðriksson talar við Hallvarð Guðlaugsson húsasmíðameistara; - loka- þáttur. 19.55 Einsöngur: Maria Callas ðperusöngkona syngur aríur eftir ítölsku tðnskáldin Bell- ini og Cherubini. Hljðmsveit Scala-óperuleikhússins í Míl- anð leikur. Hljómsveitar- stjðri: Tullio Serafin. 20.25 Oktðberdagar á Akur- eyri 1931. Stefán Asbjarnar- son á Guðmundarstöðum f Vopnafirði segir frá; fyrsti hluti. 20.50 Svört tónlist; - tíundi þáttur. Umsjðnarmaður: Gérard Chinotti. Kynnir: As- mundur Jönsson. 21.35 „Uppþvottamaðurinn", smásaga eftir Per Olof Sund- man. Sigurjón Guðjónsson fs- lenzkaði. Pétur Einarsson leikari les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Enska í sjónvarpi og útvarpi Klukkan 18.15 i dag endursýnir Sjónvarpið fyrsta þátt enskukennsl- unnar, en þættirnir hafa hlotið heitið On We Go. Þátturinn var frumsýndur sl. miðvikudag, og verður svo með þá 29 þætti sem eftir eru að þeir verða frumsýndir á miðvikudög- um og síðan endursýndir á laugardögum. Stuttu fyrir endursýninguna eru þætt- irnir útskýrðir í hljóð- varpi, þ.e. kl. 17.00. Að sögn Björns Baldurs- sonar hjá Sjónvarpinu eru þessir þættir og þessi sam- eiginlega kennsla í útvarpi og sjónvarpi fyrsta kennsluverkefni sem út- varp og sjónvarp hafa stað- ið að saman. Iþróttir kl. 17.00: Bjarni Felixson sér um íþróttaþátt að vanda kl. 17 í dag í sjónvarpinu. í spjalli við Mbl. sagði Bjarni að hann mundi sýna úr leik ÍÁ og Brann sem fram fór nýlega svo og mundi hann sýna úr seinni landsleik íslend- inga og Kínverja í hand- bolta. Bjarni sagði að þátturinn yrði styttri nú en venjulega vegna enskukennslunnar, en að viku Iiðinni hefst þáttur- inn kl. 17.30, og þá stend- ur þetta til bóta sagði Bjarni. í íþróttaþættin- um á mánudagskvöldið sagðist Bjarni sýna úr handbolta- og körfubolta- leikjum helgarinnar, en auk þess yrði hann meö erlendar íþróttamyndir í bragðbæti, eins og hann orðaði það. Dirk Bogarde og Julie Cristie i hlutverkum sinum i kvikmynd kvöldsins, Allra eftirlœti. Bíómynd kvöldsins, kl. 21.40: Hún er eftirlæti auð- manna og fy rirfólks... Sjónvarpið sýnir i kvöld kl. 21.40 brezku biómyndina Allra eftirlæti, sem er framleidd 1965. en á frummálinu heitir myndin Darling. Leikstjóri myndarinnar er John Schlesinger, en með aðalhlutverkin fara Julie Christie. Dirk Bogarde og Laurence Harvey Söguþráðurinn er i stuttu máli á þá leið að glæsikvendið Diana Scott rifjar upp æví sina og ástir. en Diana er mikið uppáhald auðmanna og fyrirfólks um víða veröld John Schlesinger leikstjóri er fæddur í Lundúnum 1926. Vann fyrst við leikstjórn i sjónvarpi áður en hann sneri sér að kvikmyndum Hlaut æðstu viðurkenningar kvik- myndaheimsins fyrir fyrstu myndina sem hann stjórnaði i Ameriku. en það var hin fræga mynd Midnight Cowboy Stundaði nám í háskólan- um i Oxford og fékk þar áhuga á leikhúsi. Lék sjálfur i nokkrum leik- ritum i sjónvarpi og í kvikmyndum áður en hann sneri sér að leikstjórn Þykir takast vel i að opna tilfinningar manna fyrir þvi stressi, þeim von- brigðum og erfiðleikum sem daglegt líf i nútima þjóðfélagi býður upp á Sú mynd sem Schlesinger hefur þótt takast einna bezt með er Sun- day, Bloody Sunday, en aðrar myndir hans eru m.a. Billy l.iar og From the Madding Crowd Julie Christie er fædd á Indlandi 1941. Vann i leikhúsum og lék í sjónvarpsþáttum að loknu námi i listaskóla. en hefur i seinni tið snúið sér meir að kvikmyndum Hlaut æðstu viðurkenningar fyrir leik sinn i Darling, mynd kvöldsins, en hefur auk þess leikið m a. í Billy Liar og Dr.Zhivago Dirk Bogarde er Englendingur, fæddur i London 1921. Af hollensk- um ættum. Hefur náð góðum árangri á leiksviðinu. en eftir her- þjónustu í seinni heimsstyrjöldinni hóf Bogarde að leika i kvikmyndum. Hefur hann þótt gera hinum fjöl- breytilegustu hlutverkum ágæt skil og er mikils metin leikari í kvik- myndaheiminum Laurence Harvey er einnig bro/kur, fæddist reyndar i Litháen 1928 og bar fyrst um sinn nafnið Larushka Skikne. Varð að fikra sig upp metorðastiga leikara, fyrst á leiksviði og aukamyndum, en náði um siðir til Hollywood og hefur skapað sér þar orð sem leikari svo og sem framleiðandi og stjórnandi Helztu myndir Harveys eru Rómeó og Júlía ('54), Three Men in a Boat (56), Room at the Top ('58), Darling ('65) (mynd kvöldsins), o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.