Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR8. OKTOBER 1977 15 lokið, þvi að árla næsta morgun var haldið á suðlægar slóðir, allt til Asiu. Hitamunurinn milli Moskvu og Yerevan var hvorki meira né minna en 25 gráður. Þegar þangað var komið, vorum við líka komnir talsvert suður fyr- ir Kákasus. A flugvellinum í Yerevan tóku börn á móti forsæt- isráðherranum islenzka og færðu honum og föruneyti blóm. A flug- stöðvarbyggingunni stóð „Vel- kominn herra Geir Hallgrímsson, forsætisræherra Islands". Ég sá ekkert athugavert við þessa áletr- un um leið og borðanum brá fyrir sjónir mér, en skömmu síðar vöktu tveir íslenzkumælandi Rússar athygli mina á misritun- inni í forsætisráðherra. Við ís- lendingarnir hlógum að þessu, en Rússarnir voru afsakandi og sögðu að stjórnvöld í Armeníu hefðu ekki haft aðgang að neinum íslenzkumælandi aðiia, i bezta falli einhverjum norrænufræð- ingi og hlyti þessi vitleysa að hafa komizt i gegn. Sömu áletranir voru líka á rússnesku og armensku. Sarkissian, forsætis- ráðherra Armeníu, tók á móti gestunum og á flugvellinum voru leiknir þrír þjóðsöngvar, hinn ís- lenzki, hinn sovézki og loks hinn armenski. Síðan var haidið til borgarinnar, sem telur um eina milljón íbúa og forsætisráðherr- arnir ræddust við í rúmlega klukkustund. Við blaðamenn fengum að fylgj- ast með viðræðum ráðherranna. Sarkissian forsætisráðherra hóf máls og flutti langan fyrirlestur , um Armeníu. Minnti þetta mig einna helzt á landafræðikennslu. Hann skýrði nákvæmlega frá framleiðslumagni í hinum ýmsu greinum og taldi einnig, hve mik- ið hefði verið framleitt af hinum ýmsu sérfræðingum í hinni og þessari visindagrein talið í þús- undum. Oti fyrir stjórnarráðsbygging- unni á Lenintorginu stóð himinhá stytta af Lenin í fullri likams- stærð, guðinn, sem allir virtust trúa á. En trúarbrögð eiga þó tals- vert djúpar rætur í Armeníu, sem er gömul kristin þjóð. Allir láta t.d. skíra börn sin og á meðan við dvöldumst f Yerevan fór fram jarðarför. Verið var að jarða gamla konu og var kistan borin af svartklæddum fjölskyldumeðlim- um henriar. Ekkert lok var á kist- unni, sem borin var upprétt, þannig að gamla konan sneri Skrautmunir og gersemar i Kreml. ásjónu sinni í þá átt, sem haldið var. A undan fór bifreið með mynd af þeirri gömlu i lifanda lífi. En þótt kristin trú eigi viða rætur i Sovétríkjunum er óheim- ilt að reisa kirkjur og hafi ein- hverjir óskað eftir byggingarleyfi fyrir kirkju, hafa þeir goldið þess með vinnu sinni. Þó mun fyrir- hugað að reisa kirkju i Moskvu í sambandi við Ölympiuleikana í Moskvu 1980. Þessi kirkja verður reist til þess að erlendir ferða- menn og ólympiufarar sjái að kirkjur séu reistar í Sovétrikjun- um „fyrir borgaralega sinnaða Iþróttamenn", en siðan verður kirkjunni breytt i safn að leikun- um loknum. Um kvöldið þennan fyrsta dag í Yerevan var íslenzku gestunum boðið í óperuna og sáum við þar ballett við tónlist eftir Katsa- turian, sem er Armeníumaður. í þessu verki, sem nefnist „Gay- ane", er hinn frægi Sverðdans. Þessi ballettsýning var einu orði sagt stórkostleg og alls ekki siðri en sá ballett, sem við höfðum kvöldið áður séð í Bolsjoj- leikhúsinu í Moskvu. Síáari dag heimsóknarinnar í Yerevan var handritastofnun Armeníu heimsótt, en Armenar eiga eins og við islendingar mikið og veglegt safn fornra handrita. Handrit þeirra eru að visu all- miklu eldri en okkar og sum mörg þúsund ára. Þau hafa varðveitzt vel f þurru loftslaginu þar syðra og var sérstaklega áhugavert fyr- ir íslendinga að koma í þetta saf n. Þvi hefur verið valinn staður á einhverju fallegasta byggingar- svæði borgarinnar, þaðan sem sést vítt yfir. Yfirmaður stofnun- arinnar, sem sýndi handritin, skýrði m.a. frá því, að þrir Armeníumenn hefðu farið til Is- lands árið 1020 til þess að boða þar kristna trú. Þeir hétu Stefán, Abraham og Pétur. Ég vildi fræð- ast nánar um þetta, en þegar ég spurði fræðimennina, vissu þeir ekki meira um þetta en það eitt, sem þeir hefðu skýrt gestunum frá. Hins vegar bentu þeir mér á, að prófessor Stefánsson á Islandi hefði kannað þetta og ef mér léki forvitni á að vita eitthvað meira um þessa þrjá Armena, þá myndi hann ef til vill geta frætt mig nánar um þá. Ég hefi hugsað mik- ið um þetta, en ekki geta komið fyrir mig, hver prófessor Stefáns- son sé, en skírnarnafn hans vissu þessir handritafræðingar ekki. Frá handritastofnuninni var haldið á svokallaða þjóðarbúskap- arsýningu, en slíkar sýningar hafa verið settar upp í öllum lýð- veldum Sovétrikjanna. Er til- gangur sýninganna að sýna og sanna framfarir undir komm- únisma. Mér virtust þessar sýn- ingar þrautleiðinlegar og eru þær allar mjög í sama tón. Mér var og tjáð að hafi menn séð eina þurfi þeir ekki sð sjá fleiri. 1 Armeníu var stærsta sýningarhúsið, sem þjóðarbúskaparsýningin var i, alls ekki ólíkt Laugardalshöllinni hér í Reykjavík, nema hvað hún var ivið minni sú sovézka nútima- höll. Heimsókninni i Armeníu lauk svo með veizlu í stjórnarráði Armeníu og eftir hana var farið á flugvöllinn og haldið til Tibilissi höfuðborgar Georgíu eða Grúsiu. Tibilissi er að minu mati fegursta borgin, sem ég og við islending- arnir komum til í þessari fróðlegu ferð um Sovétríkin. Aðaldagskrá heimsóknarinnar til Tibilissi hófst sunnudags- morguninn 25. september með því að Geir Hallgrímsson átti viðræð- ur við forsætisráðherra Georgiu, Zurab A. Pataridse, en að viðræð- unum loknum var farið í skoðun- arferð um Tibilissi, sem stendur við ána Kura og á sér 15 alda sögu. Stofnandi borgarinnar var Vakhtangi Gorgasali og segja munnmælasögur, að hann hafi Framhald á bls. 28 f : ;: ; «V Börnin I Ungherjahöllinni i Tibilissi dansa fyrir íslendingana. v3K3œ,-~ Farkostur íslenzku blaðamannanna um Sovétrikin. Maðurinn á myndinni er að benda á að bannað sé að taka myndir af fluavélunum. Moskva séð úr Moskvuháskóla. f Yerevan sáum viB stœrstu myndina af Leonid Brezhnev. risastóra mynd af flokksleiStoganum £ miðri götu i borginni. Kór hinnar miklu dómkirkju í Kœnugarði, Soffíu- kirkjunnar. Kirkjan er öll gulli slegin og máluð freskum. Þjóðdansar i gömlu kirkjunni iTibilissi. Frá heimsókn blaðamanns Morgunblaðsins til Sovétríkjanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.