Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1977 Geirfinns- og Guð- mundarmálin í dóm Þessi mynd var tekin klukkan 20.30 í gærkvöldi, þegar Guðrún Einarsdóttir ritari í sakadómi Reykjavíkur bókaði að Guðmundar og Geirfinnsmálin yrðu tekin til dóms. Tveimur mínútum áður hafði lokið 29 klukkustunda málflutningi í þessum mestu sakamálum seinni ára á íslandi og lauk honum með varnarræðu eins sakborninga, Sævars Marinós Ciesielski. Talaði Sævar blaðalaust, og er skýrt frá inntaki ræðu hans á baksiðunni. Fyrr um daginn höfðu verjendur sakborninga flutt mál sitt og er ræðum þeirra gerð skil hér á opnunni. Þegar verjendurnir höfðu lokið varnarræðum var þeim og saksóknara gefið tækifæri til þess að gera athugasemdir, en frásögn af þeim ræðuflutningi bíður vegna rúmleysis. Dómarar málsins eru Ármann Kristinsson, sem er lengst til vinstri á myndinni, Gunnlaugur Briem dómsforseti og Haraldur Henrýsson. Þeir stefna að því að kveða upp dóm fyrir áramót. Ljósm. Friðþjófur. Verjandi Alberts Klahn Skaftasonar: „Fráleitt að telja Albert hlutdeildarm ann ’ ’ ÖRN Clausen hrl., verjandi Alberts Klahn Skaftasonar, flutti varnarræðu sína síSdegis í gær. Eins og aðrir verjendur krafðist hann skýknu til handa Alberti vegna ákærunnar um meðsekt í Guðmundarmálinu. Öm kvað það alveg fráleitt að telja Albert eiga hlutdeild í drápi Guðmundar Einarssonar, þar sem hann hefi hvergi komið nálægt því verki. Spurði hann hvers vegna Gunnar Jónsson og Erla Bolladóttir voru ekki alveg eins ákærð í Guðmundarmálinu. Sagði Örn að þetta væri eins og að ásaka heilt samkvæmi ef slagsmál yrðu frammi á gangi og maður léti þar lífið, bara af því fólkið væri viðstatt. Öm tók það sérstaklega fram, að þótt tvö ár tæp hefðu liðið frá atburðinum þar til rannsókn Guðmundarmálsins hófst og Albert hefði ekki skýrt frá neinu þennan tima væri það óvefengjanlegt að Albert hefði reynt að upplýsa málið eftir beztu getu eftir að rannsóknin hófst. Hefði það átt sínar skýringar hvers vegna hann sagði ekki frá málinu, nefnilega það, að hann óttaðist þá Tryggva, Sævar og Kristján Viðar. Það hefði gerzt á bakaleiðinni úr Hafnarfjarðarhrauni að Tryggvi Rúnar hefði tekið Albert hálstaki en Kristján stöðvað hann. Hefur Kristján staðfest þetta. Var Albert hræddur við það að þeir þremenningar myndu vinna honum eitthvert mein ef hann kjaftaði frá að sögn Arnar. Þetta væri skýringin en þess mætti geta að það væri ekki refsivert á íslandi að þegja yfir broti. Verjandinn kvaðst telja eftir mála- vöxtum að það sem gerist að Hamarsbraut 11 umrædda nótt hefði verið slys. Það hefði ekki verið ásetningur neins að ráða Guðmund af dögum og framganga þeirra, sem tóku þátt i aðförinni að Guðmundi Einarssyni hefði ekki verið slík, að hægt væri að ákæra fyrir brot á 211. grein almennra hegningarlaga, þ.e. fyrir manndráp, þar sem hámarks- refsing er 16 ár, heldur miklu fremur undir 215. grein, þar sem fjallar um mannslát af gáleysi, en þar er hámarksrefsing 6 ára fangelsi. „Ásetningur myndast aldrei i þessu máli," sagði Öm. Verjandinn mótmælti harðlega þeim rökum Braga Steinarssonar saksóknara að athafnaleysi Alberts nóttina, sem morðið átti að hafa verið framið, en hann var þar viðstaddur, mætti líta á sem athafnir og þess vegna yrði að telja Albert hlutdeildarmann i verknaðinum og samsekan hinum. Öm Clausen sagði að það, sem Albert hefði orðið að ganga í gegn- um vegna þessa máls væri að sínu mati nægileg refsing og meira en það. Hann hefði setið af illri nauðsyn i gæzlu, þar sem hann mátti ekki ganga laus vegna annarra manna, sem sátu i gæzluvarðhaldi. Lagði Örn síðan málið í dóm. — SS. Verjandi Sævars Marínós Ciesielskis: „Sævar sá eini sem hefur fjar- vistarsannanir 1 báðum málunum” JÓN ODDSSON hrl.. verjandi Sævars Marinós Ciesielskis. lauk málflutningi sinum i gærmorgun Ræddi hann þá ákæruna á hendur Sævari um að hafa or8i8 Geirfinni Einarssyni a8 bana og ákæruna um a8 hafa boriS rangar sakargiftir á fjóra tiltekna menn. þá Einar Bolla son, Magnús Leópoldsson, Sigur- björn Eiriksson og Valdimar Olsen. KrafSist verjandi sýknu til handa Sævari af báSum ákærum. Veriandinn gerði fyrst að umtalsefni fjarvistarsannanir, sem hann sagði að Sævar hefði fært fram i báðum málun- um. þe morðmálum Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Hann hefði i hvorugt skiptið verið viðstaddur. er menn þessir létu lifið og væri þvi saklaus af báðum ákærunum Væri hann sá eini, sem gæti sýnt fjarvistir i bæði skiptin þó svo skýrslur hans um það efni virtust hafa fallið i grýttan jarðveg SÆVAR SEGIST HAFA FJARVISTARSANNANIR Jón Oddsson rakti nú þessa skýrslu Sævars um fjarvistir i Geirfinnsmálinu Sunnudaginn 17. nóvember 1974 kvaðst hann ekki hafa verið i Klúbbn- um eins og talað væri um Mánudags kvöldið 18 nóvember hefði hann farið i Háskólabió og séð mánudagsmynd, sem hann hefði getað lýst nokkuð vel og við athugun eftir á hefði þessi lýsing komið heim og saman við myndina, sem sýnd var i umræddu biói þetta kvöld Um þriðjudaginn 19 nóvember gefur Sævar mjög nákvæma skýrslur Klukkan 18 þennan dag hittu hann og Erla móður Sævars fyrir utan gullsmiðaverkstæði við Laugaveg. sem móðir hans vann á Þau fóru heim til móðurinnar að Grýtubakka, þar sem þau snæddu kvöldverð Að því loknu fóru þau að Kjarvalsstöðum með við- komu á þáverandi heimili Erlu og Sævars við Hjallaveg Á Kjarvalsstöð- um stóð yfir Sögusýningin svokölluð og voru á henni sýndar myndir Ósvald Knudsens og þetta kvöld var verið að sýna kvikmyndina „Eldar i Heimaeý' i siðasta skipti Af þvi tilefni voru lista- maðurinn og sonur hans Vilhjálmur á staðnum, en hann og Sævar þekktust Þegar þau komu að Kjarvalsstöðum klukkan rúmlega 20 var sýningarsalur- inn fullskipaður og urðu þau að biða sýningar. sem hófst klukkan 21, en sýning myndarinnar tók 35 minútur Vilh|álmur hitti Sævar fyrir kl 21 þetta kvöld og taldi hann hafa verið búinn að sjá sýningu myndarinnar, en Jón dró það i efa. Þá sagði Vilhjálmur við yfirheyrslur að hann minnti að Sævar hefði sagt við sig að hann ætlaði til Keflavikur, en ekki myndi hann hvort það var þetta umrædda kvöld eða ekki Þá hefur móðir Sævars skýrt frá því að Sævar hafi boðið sér i kaffiteriu Kjar- valstaða um kvöldið og bendi þetta til að hann hafi ekki verið að flýta sér mikið þetta kvöld Á grundvelli þess- arar skýrslu Sævars dró verjandinn Jón Oddsson mjög í efa þær tímamæl- ingar, sem lögreglan gerði um ferðina til Keflavikur og taldi útilokað að Sævar og aðrir ákærðir hefðu getað náð til Keflavikur á þeim tima sem tiltekinn er á kraftlitilli Wolkswagenbif- reið, auk þess sem þau hefðu þurft að gera ýmsa snúninga i Reykjavik áður, m a skipta um bila og sækja Guðjón og Kristján Viðar Væri þetta allt með ólikindum. þegar haft væri í huga að Sævar, Erla og móðir Sævars hefðu yfirgefið Kjarvalsstaði i fyrsta lagi klukkan 21 35 og samkvæmt mæling- unum hefðu hin ákærðu átt að vera i Keflavik klukkan 22 08 „Þetta er al- veg ótrúlegt span samkvæmt timamæl- ingunni," sagði Jón. ÓLÍKLEGT AÐ KLÚBBMENN VÆRU í SPRÚTTSÖLU Fleira tindi Jón til, sem honum fannst ótrúlegt við hina meintu ferð til Keflavikur. Til dæmis það að Erla skyldi ekkert vita fyrirfram um þessa ferð, eins og hún skýrði sjálf frá, þegar það var hún sem samkvæmt framburði átti að hafa gengið frá leigu á bil frá Geysi hf daginn sem morðið á að hafa verið framið. Hvers vegna var hún að þvi þegar þau áttu Landroverbíl? Stóð kannski eitthvað til þótt Erla þykist ekkert vita? Þannig spurði Jón Þá fannst honum afar ótrúlegt að Geirfinn- ur hefði trúað þvi að Sævar Ciesielski væri forstjóri Klúbbsins þegar þeir áttu að hafa hitzt i Klúbbnum eins og hann var útlits Og ennþá ótrúlegra væri að Geirfinnur tryði því að forstjóri Klúbbs- ins væri að gera sér ferð suður með sjó til þess að selja honum 1 — 2 flöskur af spira. „Þessir menn höfðu starfa af þvi að selja áfengi á öðrum vettvangi og það var þvi meira en lítið undarlegt að þeir færu að setja upp útibar i fjöru i Keflavik.” sagði Jón Oddsson HVERJIR HITTU GEIRFINN VIO SIGÖLDU? Jón gagnrýndi mjög frumrannsókn- ina í Keflavík. Þar hefði verið tekin ákveðin rannsóknarstefna sem fyrst og fremst virtist miðast við fjölmiðla „Kannski var það grundvöllur að röng- um sakargiftum siðar hvernig að þessu máli var þá staðið,” sagði verjandinn. Kvað hann sum atriði hafa verið lítt eða ekkert rannsökuð á sínum tima, m.a. framburð vinnufélaga Geirfinns við Sigöldu um að tveir menn hefðu komið þangað uppeftir i október 1974 og haft tal af Geirfinni til að fá hann til að þegja yfir einhverju gegn greiðslu 3—400 þúsund króna. Ennfremur hefði ekki verið rannsökuð ólögleg meðferð áfengis, sem fram hefði farið á heimili Geirfinns, bátshvarf i Keflavik á þessum tíma og fleira og fleira Þá minntist Jón á að á siðari stigum rannsóknar hefði verið kannað gaum- gæfilega hvort úr Sævars Ciesielskis gæti hugsanlega verið frá Geirfinni komið en svo hefðí ekki reynzt og lægi þá til grundvallar m.a. framburður eiginkonu Geirfinns. Næst vék Jón Oddsson að þeim samræmda framburði, sem saksókn- arinn hefði talað um að gengi upp i öllum smáatriðum Þetta mætti einnig segja um annan framburð hinna ákærðu, sem borið hefði saman í smá- atriðum, en síðan reynzt hugarburður. Til dæmis hefði framburðurinn um bátsferðina á sinum tima verið sam- hljóða i flestum atriðum en siðar hefði komið í Ijós að hann var úr lausu lofti gripinn. Þá hefði tekið við framburður Erlu Bolladóttur urri að Sævar hefði rétt henni byssu og sagt henni^ að skjóta manninn i dráttarbrautinni i Keflavík, sem var að hennar sögn að- framkominn eftir barsmíðar Og af myndum þóttist hún þekkja að þarna hefði verið um Geirfinn að ræða Þetta hefði heldur ekki staðist Fleira mætti tína til Sævar hefði sent inn skýrslur um ferðir sínar þetta umrædda kvöld en þær hefðu ekki fallið í góðan jarð- veg Þegar hér var komið sögu greip dómsformaðurinn inn i og kvað verj- andann hafa verið viðstaddan skýrslu- töku fyrír dómi og hefði hann getað gætt réttar sins sakbornings Nú greip Sævar Ciesielski frami og kvaðst hafa sent dóminum skýrslur í maímánuði en þær hefðu ekki verið bókaðar. Þegar þessu innskoti var lokið tók verjandinn til máls að nýju og kvaðst mótmæla því sem fram kom hjá sak- sóknara að Sævar hefði gert sér far um að eyðileggja sönnunargögn. Hann hefði ekki verið betur á verði en svo að hann lét marga mánuði liða þar til hann nálgaðist dökkbláu terelynekáp- una, sem breidd var yfir Geirfinn meðan líkflutningarnir áttu að hafa staðið yfir, og hent henni i ruslatunnu. Þvi næst lét verjandinn í Ijós efa um að þýzki rannsóknarmaðurinn Karl Schútz hefði haft leyfi til að starfa hér á landi og taka lögregluskýrslur. Óskað hefði verið eftir að leyfið yrði sýnt verjendum en það hefði ekki verið gert. Þegar verjandinn hafði þetta mælt lýsti dóms- formaður þvi yfir að smá hlé yrði gert á málflutningi og brugðu dómarar sér í hliðarherbergi i 5 minútur einhverra erinda og biðu allir i salnum á meðan! AF HVERJU VAR RÁÐHERRUM EKKI BLANDAÐ j MÁLIÐ SPURÐI VERJANDI Nú tók verjandinn að ræða ákæru á hendur Sævari fyrir rangar sakargiftir Krafðist hann alfarið sýknu og til vara lægstu refsingar að lögum. Reifaði Framhald á bls. 22. Þetta er geymsluherbergið í kjallara Grettisgötu 82, þar sem sak- borningar segja í fyrri framburðum að þeir hafi geymt lfk Geirfinns Einarssonar. Sögðust þeir hafa lagt lfkið á trébekkinn fyrir neðan fílu88ann* Ljósm. Rannsóknarlögroglan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.