Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTOBER 1977 31 Sœmundur Auðuns- son skipstjóri Kveðja Þegar kom að því að velja skip- stjóra á hið fyrirhugaða rann- sóknaskip, Bjarna Sæmundsson, kom nafn Sæmundar Auðunsson- ar fyrst upp i huga okkar er unn- um að undirbúningi að smíði skipsins. Sæmundur var þá kominn i land fyrir nokkrum árum eftir glæsilegan sjómannsferil og tók í fyrstu heldur fálega að fara á sjóinn aftur, en stóðst samt ekki mátið er á reyndi. Það var mikið lán fyrir Haf- rannsóknastofnunina að fá til liðs við sig mann er naut almennrar viðurkenningar meðal sjómanna og útgerðarmanna og bjó yfir fá- dæma þekkingu á togveiðum, botnlagi svo og almennri hegðun fisksins. Skyndilegt lát hans er því mikið áfall fyrir stofnunina og er nú skarð fyrir skildi þegar Sæmundur er ailur. Sæmundur Auðunsson réðst að Hafrannsóknastofnuninni árið 1970 þegar byrjað var á smíði r/s Bjarna Sæmundssonar og stjórn- aði hann því skipi óslitið til hins síðasta og var nýkominn úr leið- angri er hann lést. Samvinna okkar við Sæmund er þó mun lengri, þvi allt frá árinu 1955 hafði hann verið skipstjóri í fjölmörgum fiskileitar- og rann- sóknaleiðöngrum á vegum stofn- unarinnar. Arangur þeirrar sam- vinnu var meðal annars sá, að mörg ný veiðisvæði fundust við Nýfundnaland og Austur Græn- land. Einnig var oft leitað til hans er okkur þótti mikið við liggja varðandi ýmsar ráðleggingar um fiskveiðar og útbúnað. Ég átti þess kost að fara með Sæmundi í nokkra leiðangra, meðal annars í fyrstu ferð skips- ins og eru mér þau kynni ákaflega eftirminnileg. Þekking hans á óllu er varðaði fiskveiðar var með ólíkindum óg eins var hann mjög veðurglöggur maður. Við áttum saman margar viðræður í brúnni um fiskinn í sjónum og undraðist ég skarpskyggni hans og ótrúlega þekkingu á fiskgöngum, haf- straumum og gerð landgrunnsins. Kom þar fram margskonar fróð- leikur er bættist við þá þekkingu, sem við erum að afla til skynsam- legrar nýtingar á auðævum hafs- ins. Áhugamál hans voru þó ekki einungis á þessu sviði, því hann var víðlesinn mjög og bjó yfir meiri almennri þekkingu en margur langskólagenginn maður- inn. Hann var því verðugur full- trúi lands sins í samskiptum okk- ar við erlenda starfsbræður, því eins og kunnugt er, þá er víðtæk alþjóðleg samvinna á sviði sjó- og fiskirannsókna. Það er mikil eftirsjá að Sæ- mundi fyrir stofnunina og þar með hafrannsóknir í landinu. Fyrir hönd Hafrannsóknastofn- unarinnar votta ég eiginkonu hans, syni og dóttur dýpstu samúð SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM okkar. Jón Jónsson. Jón Melsted Stefáns- son — Minning Hinn 23. september 8.1. var Jón Melstað Stefánsson jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, og til mold- ar borinn í kirkjugarð Möðru- vallarkirkju í Hörgárdal, en hann andaðist 17. september s.l. aðeins 26 ára að aldri. Jón fæddist 9. apríl 1951 að Þórunnarstræti 103 á Akureyri, og eru foreldrar hans hjónin Þóra Jónsdóttir og Stefán Jónsson. Systkinin urðu f jögur, og er Jón í miðið af þrem alsystkinum, Jósefína eldri, Birgir yngri, en elst hálfsystirin Guðrún. Fyrstu æskudögunum eyddi Jón á Akur- eyri, en fluttist árið 1959 með foreldrum sínum að Hallgils- stöðum í Hörgárdal, er þau tóku við búi af öldruðum foreldrum Stefáns. A Hallgilsstöðum dvelst Jón með foreldrum sínum frá á fullorðinsár, gekk í unglingaskói- ann á Hjalteyri og fermdist á Möðruvöllum. Einn vetur eftir fermingu var Jón við nám á Dalvík, síðan á héraðsskólanum Stefán Arnason — Minningarorð Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur it sama. En ordstir deyr aldrcgi hveim sér goðan getr. Síðbúnar eru þessar þakkir minar til Stefáns Arnasonar, lengst að Fálkagötu 9 hér i bæ, er með manndómi sinum og fram- taki setti svip á Grimsstaðaholts- byggðina á sinni tíð. Hann fæddist í Miðdalskoti í Laugardal þann 21. júní árið 1887. Starfaði hann hér lengi sem ökumaður, með vagna og hesta, meðan bifreiðarnar höfðu ekki enn rutt sér hér til rúms, en siðar sem pöntunarfélagsstjóri á Grims- staðaholtinu, og loks kaupmaður. Hann kvæntist þann 17. des. 1910 Guðlaugu Pétursdóttur, bónda í Tumakoti í Vogum, hinni ágæt- ustu konu. Hún dó á tiltölulega góðum aldri. Hafa börn þeirra varðveitt manndómsarfinn sem þau ung hlutu heima og ávaxtað hann eftir mætti. Þau eru Pétur Gunnar, Björgvin Laugdal, Laufey, Arni, Guðrún, Fjóla, Ingvar, Guðrún Agústa og Auður. Vinir, afkomendur, fósturbörnin tvö og fjöldi annarra sakna Stefáns. „Þar sem er hjartarými, þar er og húsrými". Þannig reyndist sannarlega hér. Annað fósturbarnið er dáið, Friða, er lézt 11. maí 1973 frá þremur ungum sonum. Hefði ég mátt standa við kistu Stefáns opna, hefði ég tekið í hönd honum, stirðnaða og kalda, i, einlægri þökk fyrir dásamleg kynni. Öska ég honum góðrar ferðar og gleðst yfir endurfundi hans og hans elskulegu eigin- konu, sem á undan var farin. Ævi þeirra hvíldi á traustustu undir- stöðunum, sem fundnar verða: Trúmennskunni og kærleikanum. Það mætti rita heila bók um þau hjónin, hjálpsemi þeirra og fram- tak á svo mörgum sviðum. Hafi hann og kona hans og fjölskylda öll mínar beztu þakkir. Skilnaður- inn er aðeins um stund — við hin komum á eftir og fáum vonandi að njóta birtu þess sama „Sann- leikskonungs", sem Stefán vildi fylgja. Stefán var það merkur maður, að nafni hans á að halda á lofti, lengi að honum látnum. Við, sem urðum honum samferða, hefðum átt að'sæma hann nafnbót, en við gerðum það ekki. En einn er æðri öllum, „Herrann", gjafarinn, sem á allt í hendi sinni. Hann krýni hann náð og veiti áheyrn lofgjörð hans. Ég vil benda þeim á, er þekktu Stefán, að lesa viðtai við hann i Tímanum frá því þann 23. ágúst 1973, undir fyrirsógninni: „Einn af görpum gamla timans." Ég kveð hann nú með síðustu orðunum, sem ég mælti til hans meðan hann var lífs: Vertu sæll vinur! Guð styrki þig og blessi! Sveinn Svi inssiin. Því miður er margt fólk eins og þér. Því finnst það ekki ráða við þessa synd gegn maka sínum og guði, já, gegn sér sjálfu, og telur sig þurfa að komast til sálfræðings. Biblían kennir, að við séum ábyrg fyrir syndum okkar og að þér berið ábyrgð á yðar synd- um. Þér hafið greinilega brotið boðorð Guðs, með vitund og vilja, og nú ríður yður á því að biðja Guð fyrirgefningar og „fara og syndga ekki framar". Ef þér hafið einu sinni þekkt Guð, finnið þér aldrei fullnægju í því að lifa í andstöðu við vilja háns og þann veg, sem þér eigið að ganga. \ Sálfræðingar geta gert stórkostlega hluti, en þeir geta ekki fyrirgefið syndir. Það getur Guð einn. Sé það nokkur synd, sem Guð sé reiðubúinn að fyrir- gefa, þá er það synd siðleysis. Það er til góðs, að þér fyrirlítið sjálfa yður, svo framarlega sem það knýr yður að náðarstólnum, þar sem Kristur segir enn vð hina óhreinu: „Ég sakfelli þig ekki heldur, far þú og syndga ekki framar." Þegar þér því leitið fyrirgefningar Guðs, verður að fylgja því ákvörðun um að syndga ekki framar, ella er það hræsni og háðung að koma til hans. Ég er þess fullviss, að Drottinn er fús að fyrirgefa yður af hjarta og að þér getið enn öðlazt blessun yfir líf yðar og orðið öðrum til blessunar. að Reykholti. Jón vann að búskapnum með íoreldrum sinum meðan hann dvaldist í foreldra- húsum, en hugurinn stóð til annars en búskapar, og 19 ára gamall hóf hann nám í bifvéla- virkjun hjá Búvélaverkstæðinu á Akureyri og útskrifaðist þaðan 1974, og var því nýorðinn meistari í iðn sinni. Það mun hafa verið um svipað leyti og Jón kom til náms á Akur- eyri, að hann kynntist konuefni sínu, Auði Hansen, og fyrstu búskaparár sín bjuggu þau hjá foreldrum Auðar, þeim Þor- björgu og Stefáni Hansen að Munkaþverárstræti 17, og þar fæddust tvö af þremur börnum þeirra, Katrín Melstað 1972 og Stefán Þór 1974, en í hjónaband gengu þau Auður og Jón 15. september 1974. Fyrir tveimur árum fluttust þau í eigin ibúð að Tjarnarlundi 6B, þar sem yngsta barn þeirra fæddist, Hákon Melstað. Fyrstu kynni okkar Jöns hefjast er þau hjónin taka þá stóru ákvörðun að koma sér upp eigin íbúð, og leiddu þau kynni siðar til þess að Jön réðst til vinnu hjá Smára h.f. 1. maí 1976. I fyrstu var starf Jóns fólgið i því að viðhalda bifreiðum og tækjum Smára h.f. og Malar og steypu- stöðvarinnar h.f. enda verkefnin þar orðin ærið nóg einum manni. Jón reyndist hinn ágætasti verkmaður, og einn þeirra manna sem af daglegri reynslu vaxa jafnt og þétt að þekkingu og hæfni. Hann var bóngóður og ósérhlífinn ef mikið lá við, enda varð vinnudagurinn oft langur og strangur. Að sjá á bak slíkum manni er mikill missir. Með þessum fáu kveðjuorðum viljum við eigendur Smára h.f. og Malar og steypustöðvarinnar h.f. þakka Jóni gott samstarf, og biðjum þess að honum farnist vel á nýrri lífsbraut. Eiginkonu hans, bórnum og Öðrum ástvinum, fær- um við okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Tryggvi Pálsson. Vi6 þökkum innitega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför, eiginmanns mlns. föður okkar, tengdaföður og afa, ÓSKARS SIGUROSSONAR, frá Króki, Ölfusi Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á Vifilsstaða- spitala, er önnuðust hann siðustu árin. Þorbjörg Hallmannsdóttir, böm, tengdaböm og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför HAUKS MAGNUSSONAR. frá Haukadal Helgi Hauksson Jóna Hafliðadóttir Magnús Runólfsson HeiSa Magnúsdottir Haraldur Teitsson Hafsteinn Magnússon Jóhanna Stefánsdóttir t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við fráfali og jarðarför SIGRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR. Lindargötu 22. A. Reykjavik. Eyjólfur Guðmundsson. Marta G. Eyjóffsdóttir. Guðmundur Eyjólfsson. Sigrún E. Söderin, Magnús Eyjólfsson, Ásgeir Eyjólfsson, Kristinn Eyjóltsson, Ásthildur Eyjóffsdóttir. Gunnlaugur Eyjólfsson, Guðbjórg Guðlaugsdóttir, Erik Söderin, Margrét Sigþórsdóttir. Sigrún Viglundsdóttir, Ólöf Sigfíisdótlir. Þórður R. Jónsson. barnaböm og bamabamabörn Innilegar t þakkir sendum við þeim öllum er sýndu okkur samúð oq hlýhug v ð andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu SALÓME MARÍJeINARSDÓTTUR frá Rauðbarðaholti Sérstakai þakkir til starfsfólks og stofusystra í Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grun i. Guðlaug Kristmundsdóttir, IngiriSur Kristmundsdóttir. Einar Helgason, Einar Kristmundsson, Guðrún Jóhannesdóttir. Eggert Kristmundsson, Bára Þórarinsdóttir, og bamaböm. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.