Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1977 ptotgrftftfrlitfófe Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1500.00 i lausasölu 80 hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðr^undsson. Björn Jóhannsson. Ámi GarSar Kristinsson. Aðalstræti 6, slmi 10100. Aðalstræti 6. simi 22480. kr. á mánuði innanlands 00 kr. eintakið. Misgengi stjórn- arandstöðu Stjórnarandstaða hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna í lýðræðisþjóðfélagi. Henni ber ekki einvörðungu að halda uppi málefnalegri og marktækri gagnrýni á stjórnarstefnu og stjórnaraðgerðir, þótt það sé ein af þingræðislegum skyldum hennar. Stjórnarandstöðu ber jafnframt og ekki síður að leggja fram eigin stefnumörkun og eigin tillögur til úrbóta í viðfangsefn- um og vandamálum líðandi stundar. Það er á þessum vettvangí sem stjórnarandstaða á íslandi hefur brugðizt. Gagnrýni hennar hefur verið yfirborðskennd og persónuleg fremur en málefnaleg; öfgum þrungin fremur en marktæk. Hitt er þó enn verra að stjórnarandstaðan hefur gjörsamlega burgðizt því meginhlutverki sinu að leggja fram eigin tillögur í viðfangsefnum líðandi stundar — þann veg að hinn almenni borgari í þjóðfélaginu hafi samanburð á tiltækum leiðum í aðsteðjandi vanda samfélagsins. Það er sanngjörn krafa af hálfu einstaklinganna í þjóðfélaginu -— á hendur stjórnmálaflokkum — að þeir setji fram á hverjum tíma skýra stefnumörkun og valkosti í viðfangsefnum samtímans, þann veg að kjósandinn viti ótvirætt, hvað hann er að fara eða kjósa yfir sig, er hann greiðir atkvæði. Og það er skylda stjórnmálaflokka að standa við þá stefnumörkun, sem fylgi þeirra byggist á. Það hefur hins vegar alltof oft brugðizt. Samstarfs- stjórnir flokka, er hafa ólík sjónarmið í ýmsum efnum, réttlæta að visu vissa tilslökun. Sú skýring nægir þó hvergi nærri alltaf, þegar eitt er sagt fyrir kosningar, en annað gert eftir þær. Nærtækast dæmi um það, að fyrirheít og efndir stangist á, eru gjörðir Alþýðubandalagsins á tímum vinstri stjórnarinnar síðari. Þeir sögðust vera verkalýðsflokkur, talsmenn Alþýðubandalags- ins, og andvígir því, er þeir kölluðu „íhaldsúrræði" i efnahagsmál- um. Þeir felldu hins vegar gengi islenzku krónunnar, hækkuðu söluskatt og stóðu að verðjöfnunargjaldi á raforku, er allt stuðlaði að hærra verðlagi í landinu og rýrði kaupmátt almennra launa. Og þeir rufu tengsl verðlags og launa með afnámi þeirra tima kaupgjaldsvísitölu. Þeir sögðust vera andvígir stóriðju, Alþýðu- bandalagsmenn, en tengdu saman Sigölduvirkjun og járnblendi- verksmiðju í Hvalfirði. Þeir völdu bandaríska auðhringinn Union Carbide sem sameignaraðila að járnblendiverksmiðju og hófu samningaviðræður við þennan valkost sinn, þótt hann heltizt síðar úr lestinni. Þeir sögðust framverðir i landhelgisbaráttu, Alþýðubandalagsmenn, en allt þinglið þeirra greiddi atkvæði með veiðiheimildum 139 brezkra togara árið 1973, til 2ja ára, innan „50 mílna markanna". Og hvernig var „barátta" þeirra fyrir 200 milunum? í tveimur vinstri stjórnum sátu þeir, Alþýðubandalags- menn, innan Atlantshafsbandalagsins og við óbreytt ástand á Miðnesheiði. Það er e.t.v. sá „Evrópukommúnismi", sem þeir telja sig nú hafa flutt út til ítaliu og Frakklands Fleira mætti eflaust til tína, en nóg er gert, svo augljós séu „heilindin". Þeir stjórnmálaflokkar, sem í stjórnarandstöðu eru í dag: Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, hafa ólik viðhorf til mjög margra mála Þeim hefur ekki tekizt að mynda sameiginlega stefnu í neinum þjóðmálaatriðum, sem máli skipta. Sama er, hvort horft er til vanda efnahagslífs okkar, verðbólguvaxtarins, kjördæmamálsins, skattamála — eða mótunar utanrikisstefnu, t.d. afstöðunnar til Atlantshafsbanda- lagsins, hvarvetna er skoðanalegt misgengi, sem oft leiðir til „jarðhræringa" í liði stjórnarandstöðunnar og leirskvettugosa talsmanna þess, hvers í annars garð. Það virðast því ekki miklar líkur á þvi að þessum flokkum takist að ná saman, málefnalega, eða að forvígismenn þeirra séu æskilegur efniviður til að mynda starfhæfa heild, er stýrt geti þjóðarskútunni heilli i höfn framtiðar velfarnaðar. Ekki mundi Mbl. treysta slíkri „samstöðu" fyrir fjöreggi þjóðarinnar. Eftir helgina hefst 99. löggjafarþing þjóðarínnar, hið siðasta á þessu kjörtimabili. Framundan er kosningaár með tvennum kosningum; fyrst til sveitarstjórna og siðan til Alþingis. Hætt er við að störf þingsins beri vott kosningaársins, sem framundan er. Málatilbúnaður verður því væntanlega með meira móti. Kannski verður þá fremur horft til framboðs og fylgis en nauðsynlegra aðgerða, er oft þykja ólíklegar til lýðhylli, einkum af hálfu stjórnarandstöðu Slík sýndarmennska í þjóðmálum er tima- skekkja, er mikill meirihluti landsmanna sér í gegn um. Þorri almennings gerir þá kröfu til þingmanna, jafnt úr stjórnarand- stöðu sem stjórnarliði, að störf þeirra mótist af þjóðfélagslegri ábyrgð og skyldum við fólk og framtíð. í þvi efni dugar enginn leikaraskapur, heldur heiðarleg viðleitni til að láta gott af sér leiða Ef flokkar stjórnarandstöðunnar ætla að viðhalda sams konar starfsháttum á komandi þingi og það sem af er kjörtímabilinu, verða þeir hver um sig og þó sér í lagi sem samstarfsheild lélegur valkostur í augum þjóðhollra manna. Hér fer á eftir nfunda viðtal Morgunblaðsins við borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem er liður f þeirri borgarmálakynningu blaðsins, er hlotið hefur samheitið „Við stjórnvöl borgar". Rætt er við yngsta borgarfulltrúann, Davíð Oddsson, sem er formað- ur Æskulýðsráðs Reykjavíkurborgar og framkvæmda- stjórnar Listahátíðar í Reykjavík 1978 en varaformaður bygginganefndar borgarleikhúss og hússtjórnar Kjar- valsstaða. Rætt er um menningarmál í Reykjavík, æsku- lýðsmál og stjðrnkerfi borgarinnar, sem er opnara og lýðræðislegra en margur maðurinn gerir sér grein fyrir. Margvíslegur stuðn- ingur Reykjavikur við menningarmál og œskulýðsstarf Menningarmál og afskipti borgarstjórnar af þeim Sp.: Hverjir eru helztir þættir í menningarmálaafskiptiim borg- aryfirvalda? Sv.: Reykjavíkurborg hefur sinnt menningarmálum í ríkara mæli en flest önnur sveitarfélög hérlendis — og jafnvel í ná- grannaríkium okkar. Lætur nærri að 5.5% af heildarútgjöldum borgarinnar hafi verið varið til menningarmála, sem er hátt hlut- fall. Stærstu þættirnir i menn- ingarviðleitni borgarinnar eru: borgarleikhús (Leikfélag Reykja- vikur), bókasöfnin, listahátið, Sinfóníuhljómsveit, myndlistahús (Kjarvalsstaðir) og styrkir við margháttaða menningarstarfsemi áhugaaðila. Hafnar eru byggingafram- kvæmdir við borgarleíkhús í nýja miðbænum. Þegar hefur verið steypt botnplata þess. Reykjavik- urborg hefur nú þegar varið um 100 m.kr. til undirbúnings og framkvæmda við borgarleikhúsið. Segja má að byggt verði af stór- hug og framsýni. Hinsvegar hefur borgin flýtt sér hægt, enda hér á ferð umfangsmikil og kostnaðar- söm framkvæmd, sem tekið hefur mikinn tíma að undirbúa og verð- ur ekki lokið i neinu hasti. Leik- félag Reykjavíkur leggur hús- byggingarsjóð sinn óskiptan til þessara framkvæmda* en leikarar þess og annað starfsfólk hafa lagt fram ómælda vinnu til eflingar hans. Meginhluti kostnaðar kem- Davíð Oddsson borgarfulltrúi. Myndin er tekin á fundi f borgarstjórn Reykjavíkur. ur þó í hluta Reykjavíkurborgar, sennilega vel yfir 90%. Reykjavíkurborg átti mestan þátt í því, að efnt var til lista- hátiða hér, en þær eru haldnar annað hvert ár. Að listahátið standa 3 aðilar sameiginlega: borgin, ríkið og félög íslenzks listafólks. Hún hefur tvíþættan tilgang. Annarsvegar að kynna það, sem á hverjum tima er að gerast á listasviði i veröldinni, til uppbyggingar og örvunar hér heima. Hinsvegar ð kynna það bezta og ferskasta í íslenzkri list. Tekizt hefur allvel að samræma þessi tvö sjónarmið. Listahátíð og bygging borgarleikhúss eru að mínu mati dæmi um góð sam- skipti sem borgaryfirvöld hafa átt við íslenzka listamenn. Kjarvalsstaðir er tvímælalaust fullkomnasta myndlistarhús hér á landi. Þar er haldið uppi kynn- ingu á verkum meistara Kjarvals, bæði þeim, sem eru í eigu borgar- innar, og i eign annarra. Hins vegar er stefnt að þvf að gefa sem flestum íslenzkum listamönnum tækifæri til að koma verkum sín- um þar á framfæri. — Bitur deila reis um Kjarvalsstaði á s.l. ári, einkum um það, með hvaða hætti skyldi velja verk til sýningar í húsinu. Ég var í hópi þeirra, sem vildu fara vægt í sakir og gæta þess að engir Stóru-dómar yrðu felldir að óþörfu. Lyktir þeirrar deilu urðu þær, að sett var á lagg- ir listaráð (skipað 4 fulltrúum iistamanna og 3 frá borginni). Þó að ég hafi verið andvígur þvi fyrirkomulagi ber að viðurkenna að listráð hefur hvergi nærri ver- ið eins þröngsýnt i vali sínu og ákvörðunum og fyrri sýningar- nefnd var. Hinsvegar er enn ekki komin full reynsla á þetta fyrir- komulag. Rétt kann þvi að vera að framlengja gerðan samning um ár, til að láta enn frekar á sam- starfsvilja aðila reyna. Reykjavíkurborg hefur átt stór- an hlut í rekstri Sinfóníuhljóm- sveitar um langt árabil. Þessi hlutdeild hefur þó verið laus í reipum. Ymsum hefur þótt sem Reykjavikurborg axlaði þar of stóran bagga, en hún ber 21.4% Opið< stjón rekstrarhalla Sinfóníuhljómsveit- ar íslands, samkvæmt gömlu, i munnlegu samkomulagi (en ríkis- sjóður og ríkisútvarp eftirstöðv- ar). önnur nágrannasveitarfélög, er hljómsveitir þjónar ekki siður en Reykjavik, bera engan kostnað af henni. Reyndar hafa komið fram í borgarstjórn tillögur um, að borgin hverfi alfarið frá rekstrarframlagi til hljómsveitar- innar. Þær hafa þó verið felldar. Ég er persónulega fylgjandi því að Reykjavíkurborg leggi fram myndarlegan skerf til þess menn- ingarhlutverks, er hljómsveitin gegnir með prýði. Um þennan stuðning þarf þó að setja fastar reglur — og framlög frá fleiri sveitarfélögum þurfa til að koma. Reykjavikurborg kemur á fjöl- margan annan hátt við sögu Arfundur æskulýðsfélaga f Reykjavík í Bústöðum. Davfð f ræðustól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.