Morgunblaðið - 25.10.1977, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.10.1977, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÖBER 1977 Einar H. Ásgrímsson: I NÝ KOSNINGASKIPAN 1. grein Hnitmiðuð skref eru heilladrýgst svo meta megi afleið- ingar sem árangur Af 150 sjálfstæðum ríkjum heimsbyggðarinnar eru lýð- frjáls ríki færri en 30 talsins. Lýðræðisríkin ein veita borgur- um sínum almenn mannrétt- indi og frelsi til orðs og æðis, og einnig það sem meira er, frelsi til að leita nýrra úrræða til að endurnýja sjálfar undirstöður lýðræðisins, sem kosninga- skipnin er í hverju landi. Lánsemi íslendingar eru svo Iánsamir að vera ein af þeim fáu þjóðum, sem búa við stjórnskipan, sem stendur opin fyrir breytingum til bóta. Þessi meginkostur lýð- ræðisins gerir landsmönnum kleift að koma á hverjum þeim stjórnarbótum, sem meirihluti þeirra vill beita sér fyrir. Helzt til sinnulausir hafa Is- lendingar verið og lagt of litla rækt við þessi dýrmætu rétt- indi. Það hefur gleymst, að réttindum fylgja skyldur. Fylgifiskar Þessi dýrmætu réttindi eru afar vandmeðfarin eins og að líkum lætur. Sé ráðizt í of marg- þættar breytingar i senn á kosningaskipanínni, vex sú áhætta til muna, að sumir þætt- ir breytínganna beri skaðvæn- an ávöxt. Öfyrirsjáanlegar nei- kvæðar aflgiðingar reynast ein- att þrálátir fylgifiskar allra úr- bóta, hversu rækilega sem þær bæta úr göllunum, sem áður voru tilfinnanlegastir, og hversu vandlega sem reynt hafði verið að sniða vankantana af breytingunum fyrirfram. Ranglæti Farsæll stjórnandi einbeitir sér að því að skima eftir rang- látum afleiðingum af stefn- unni, sem hann er að fram- kvæma, svo að hann geti í tæka tíð leiðrétt stefnuna, því ella veldur hún fljótlega meira ranglæti en hún leiðréttir. Af- leiðingar af mannanna gerðum eru afar oft á annan veg en ætlast er til, sérstaklega þó í gróskumiklu þjóðfélagi. Þess vegna er heillavænlegust hnit- miðuð breyting, sem hægt er að rekja áhrifin frá, áður en næsta skref er stigið. Eins nauðsynlegt og þessi vinnuhyggindi er í öllu stjórn- málastarfi, sem til heilla skal horfa, er alveg bráðnauðsyn- legt að hafa þau að leiðarljósi við breytingar á undirstöðum þjóðfélagsins svo sem kosninga- skipaninni. Fyrirhyggja Það er ekki nóg, að atvinnu- stjórnmálamenn geti rakið óæskilegar afleiðingar af breyttri kosningaskipan. Landsmenn allir, sem lýðræði unna, verða að gera það sjálfir. Það er að gefa lýðskrumurum byr undir báða vængi, að ráðast í svo fjölþættar breytingar í senn á undirstöðum lýðræðis- ins, að torsótt verði að meta, hvað reynist vel og hvað reynist illa. Sé haldið áfram þeim hætti að láta umbætur dragast úr hófi, og drifa svo af stórfelldar breytingar þegar allt er komið í óefni, þá bjóðum vér hættunni heim. Þeirri hættu, að kjós- endur snúi baki við þvi við- fangsefni sem þeir einir geta rækt, að sjá til þess, að kosn- ingaskipan lýðveldisins tryggi einstaklingnum frelsi þrátt fyrir breytta þjóðfélagshætti. Það er fyrirhafnarminna að farga frelsinu af skeytingar- leysi en að styrkja frelsið með fyrirhyggju. Sorgleg er sú stað- reynd, að skammt dugar þrá og umhyggja þeirra fyrir lýðræð- inu, sem einu sinni hafa glatað frelsinu, því fjendur lýðræðis- ins eru bæði miskunnarlausir og einarir. Formúla Gagnrýnendur lýðræðisins hæðast oft að því, að ekki skuli vera til nein fín og fáguð for- múla um kosningaskipan i lýð- ræðisriki, samsvarandi ákvæð- um stjórnarskrár Ráðstjórnar- ríkjanna um kosningarétt sovétborgarans, og kalla þetta veikleika lýðræðisins. Sovézka formúlan gæti staðið óbreytt um aldur og ævi, því hún er sovétborgaranum gagns- Einar H. Asgrimsson laus, hvernig svo sem orðin hljóða. Framkvæmd hennar er nefnilega lögð í hendur alræðis- stjórnar, sem leyfir ekki nema tryggum þjónum sínum að kom- ast í framboð, og tekur aldrei þá áhættu að eiga völd sín undir tvisýnum kosningum. I lýðfrjálsu ríki er ekki hægt að nota formúlu, því þar er kosningaskipanin ekki ein- ungis dýrmætustu réttindi borgarans, heldur hefur hún einnig afdrifarík áhrif á si- breytilegt þjóðlíf til farsældar eða ófarnaðar. Samfélag Ef vér litum til annarra langda er það áberandi, að ekk- ert lýðræðisríki býr við kosn- ingaskipan, sem menn geti bent á sem fullskapaða fyrirmynd fyrir önnur lýðfrjáls þjóðfélög. Þetta er ekki bara af því, hve ólík lýðræðisríkin eru hvert öðru vegna margvíslegs sam- bands af þjóðernum, trúar- brögðum og tungumálum, heldur liggur það í hlutarins éðli, að lýðræðisríki er lifandi samfélag, sem grær og breytist sífellt, og dugar því ekki eigin kosningaskipan til langframa, hvað þá kosningaskipan ann- arra. Enn meira áberandi er, að kosningaskipanir þóttmestu lýðræðisríkjanna eru gerólikar hverri annarri. Nefna má kosn- ingaskipanir Bandaríkjanna, Sviss, Bretlands, Svíþjóðar, Frakklands,,estur-Þýzkalands og Astraliu. Umræða Að þessu athuguðu er ljóst, að næsta ólíklegt er, að íslend- ingar geti treyst á aðra en sjálfa sig að þróa kosningaskipan við hæfi svo sérstæðs þjóðríkis, sem íslenzka lýðveldið er sök- um fámennis og fágætrar menningar. Það er því nauðsyn- legt að efna nú til ganggerðrar umræðu um betri íslenzka kosningaskipan, svo auðnast megi að stíga skref til breyting- ar á stjórnarskránni fyrir næstu þingkosningar, ella yrði öllu enn slegið á fjöggurra ára frest. r Asgerður Jónsdóttir, kennari: „Mjór er mikils vísir” Oft hefur mig langað til að taka þátt í orðaskaki undanfarinna ára um stafsetningu en ávallt dagað uppi við hugsunina eina þar til nú. Þrennt er -það einkum, sem öðru fremur ýtir mér til afhafna: I fyrsta lagi nýafstaðin breyting nokkurra stafsetningarreglna til fyrrra horfs. Það sýnir, að enn er stafsetningin á reiki. I annan stað er það fyrirheit a.m.k. eins þing- manns um sviptingar á þessum vettvangi á vetri komanda. I þriðja lagi er svo atburður, sem kom fyrir nýlega í skólanum þar sem ég kenni og hann er trúlega aðalkveikjan að þssu skrifi. Kennari þar var að kenna nem- endum sínum um stofn orða. Þar kom, að talið barst að z og kennar- inn sagði við nemendur að z væri ekki sama hljóð og s heldur kæmi þessi stafur i staðinn fyrir tvö samliggjandi hljóð eða stafi, ts, ds, og ðs í stofni orða, en nú væri búið að fella þennan bókstaf úr málinu, nema ef sérheiti krefðist hans. Það varð drykklöng þögn. Þá spurði einn nemenda: „Er þá enginn stofn i orðunum lengur?“ Bragð er að þá barnið finnur, varð mér að orði, þegar kennar- inn sagði mér frá þessu atviki. Ymsum mun vafalaust þykja sem nóg væri komið af umræðum um Z og tilveru hennar í tungu- máli okkar og eigi þeim nú að vera lokið með brottnámi þessa bókstafs úr málinu. Ekki sýnist mér það — og svo fer um fleiri — enda hygg ég, að fleiri meginatr- iði í stafsetningu geti lent í fall- hættu áður en varir. Þess vegna Iegg ég nú orð í belg. Ég ætla mér ekki að rekja sögu Z-unnar' (ég leyfi mér að fall- beygja hér bókstafinn í kvk. eftir þörfum) í íslenzku máli, farir hennar þar og ófarir, það hafa margir mér fróðari þegar gert. En mér virðist, að endurtekin upp- vaknign hennar í fslenzku ritmáli sýni, að hennar sé þörf þar. Þaö Tel ég líka rétt vera, því z gegnir viðast hvar hlutverki stofnhljóða, en þeim má sízt hagga svo fremi sem menn vilja halda uppréttum einhverjum burðarstoðum tungu- máls — yfirleitt —. Eg álít, að hér og nú verði að gera annað tveggja: Að rita stafasamböndin tts, ts, ds, ðs í þeim orðum, er stofninn gefur tilefni til — eða staðgengil þeirra z-una. Það gæti svo orðið „eilífðarmál" kynslóð- anna hvort betra er. Þar sem z gegnir ekki hlutverki stofnhljóðs, s.s. í miðmyndarendingum sagna, gæti verið álitamál að sleppa henni. Ég hef ekki enn og mun seint fá skilið þá menn, sem af einhverri uppljómaðri hugsjón um betri heim z-u lausan, knúðu fram ákvæðin um brottnám hennar úr íslenzku máli. Ég hef heldur ekki komið auga á nein frambærileg rök fyrir ágæti þessarar hugsjón- ar. Mig minnir þó að þau hnigju öll í þá veru, að með þessu ætti að auðvelda nám móðurmáisins. Hvílík kenning! Eins og nokkur skepna þrífist betur á geril- sneyddu glundri en sæmilegu kraftfóðri. Þá þóhtu mér, og þykja enn, eftirtektarverð viðbrögð sumra kennara og jafnvel kennarasam- taka, einkum við svo nefnda æðri skóla, sem Iýst hafa yfir velþókn- un sinni á z-u lausu tungumáli. Barnakennarar hafa látið sér hægar, hvað sem því veldur. Þeir eiga Iíka eftir að verða hinn mikli syndaselur íslenzkrar tungu, þeg- ar afleiðingarnar af glundroða stofnhljóðanna fara að segja veru- lega til sín. Þá munu framhalds- skólakennarar reka upp rama- kvein og lýsa sök á hendur þeirri hallærishjörð, barnakennurum, sem ekki geti kennt nemendum stafsetningu eða aðrar undirstöð- ur íslenzks máls. Því Z og þau stofnhljóð, er hún gegnir fyrir, verða ekki ein á ferð á undan- haldinu. Önnur munu koma á eft- ir. Síðan má búast við því, að lögmál fallhraðans taki völdin, Það er grunur minn að þá fyrst verði tímabært að tala um „heldri manna“ mál. Þ.e.a.s. málfar og kennslukröfur þess fólks, er ekki sættir sig við kennileitalaust tungumál. Það er fráleitt að ganga út frá þvi sem gefnu, að öll börn séu hugsunarlítil og sneydd íhygli um orsakir og afieiðingar í stafsetn- ingu. Þvi fer fjarri. Mikill þorri þeirra hefur fremur gaman af að skynja og skilja rök og tengsl hljóða og orða málsins, — eins ög hér kom fram í upphafi. Því þætti mér sem kennara gott og raunar nauðsynlegt að fá að vita hverju formælendur hinnar svokölluðu einföldunar málsins mundu svara nemanda, er spyrði á þessa leið: Hvers vegna er t í sögninni að flytja og tvö t í sögninni að hitta en ekkert t í lýsingarhætti þátiðar hist og flust? Eiga þessar sagnir kannski að heita framvegis að hisa og flysa? Já, — mér þætti sannarlega fróðlegt að heyra það svar, er gæfi spyrjanda gagnlegt vegarnesti á götu námsins. En nemandinn Iéti ekki hér staðar numið. Hann spyrði áfram: Hvers vegna þurfum við að rita- tvö k i drekktu og tvö n í runni, b í kembdi, langur en ekki lángur o.s.frv. og þannig endalaust. — Mjór er mikils visir. — Fyrir nokkrum árum- spurðu nemendur mínir mig: Hvers vegna þurfum við að læra staf- setningu? Hvers vegna mega ekki allir rita eins og þeir tala? Ég lét þau lesa stuttan kafla hvert um sig og benti þeim svo á, að því færi fjarri að þau læsu og töluðu öll eins. Framburðarmunur þeirra væri svo mikill, að óvíst væri að þau gætu lesið ritgerðir hvert annars, ef þau rituðu eigið talmál. Ef þau og aðrir iðkuðu Ásgerður Jónsdóttir. þess konar stafsetningu framveg- is kæmi um siðir að þvi, að menn yrðu lítt læsir á annað en sitt eigið ritmál og þar með ólæsir á allt, sem ritað hefur verið á ís- lenzku til þessa. Ég sagði þeim frá bók, sem nýlega hafði borizt mér í hendur, eftir kunna norska skáld- konu. Þetta var nýjasta skáldsaga hennar þá og er rituð á talmáli (og e.t.v. ritmáli) fólks í Vestur- Noregi, sennilega á Mæri. Hún er nálega ólæsileg fyrir fólk, sem annars les norsku jafn greiðlega og íslenzku svo og þeim Norð- mönnum, sem ekki þekkja þetta málfar. Ég gerði því skóna, að við gætum stefnt að slikum óskapn- aði ef við létum okkur ekki annt um stafsetninguna og héldum vel á hennar málum. A hinn bóginn væri góð eða léleg stafsetning ein- staklinga ekkert dómsorð um mannkosti þeirra eða væntanlega farsæld i lifinu. Börnin skildu allt þetta mæta vel og hreyfðu ekki framar við gagnrýni á samræmda stafsetn- ingu. Er til mikils mælst að full- orðnir skilji það sama og börnin? Við þá, er sýnist sífelld tilslökun vera vænlegasta leiðin til þess að komast á kjöl réttrar stafsetning- ar, vil ég segja þetta: Það er og verður engin leið til þess að allir skrifi „rétt“ fyrr en allar stafsetn- ingarreglur eru á bak og burt og hver og einn skrifar sitt mál fyrir sig og les þá trúlega lítið annað heldur. Aðalrithöfundur þjóðarinnar og eftirlætisskáld mitt, Halldór Laxness, hefur löngum verið ið- inn við að lagða okkur barnakenn- ara fyrir ómerkilega og smásmugulega stafsetningar- kennslu, og gott ef ekki beina spillingu á eðlilegu máli nem- enda. Það Iæt ég mér í léttu rúmi liggja. Hitt þætti mér sýnu verra og raunar óbætanlegt tjón, ef staf* setning þjóðarinnar ætti eftir að þróast í þá átt, að menn yrðu um síðrr ólæsir á bækur H.L. og ann- að það, sem bezt hefur verið ritað á íslenzka tungu. Ég er ekki hér með að mála alla veggi svarta, hreint ekki, heldur aðeins að draga líkur af þeim vandamálum stafsetningar sem mér virðast vera að færast í vöxt um þessar mundir. Ég vík þá aftur að z, sem er eiginlega eins konar þema þessar- ar ritsmíðar. Mér hefur skilizt að ein helzta röksemd gegn z sé sú, að erfitt sé að kenna hana. Því ekki það. Sama orsök mun hafa valdið því, að afnumin var á sín- um tíma sú skylda að kenna z í barnaskólum. Þó held ég, að barnaskólakennarar hafi þá verið látnir sjálfráðir í því efni. A.m.k. lærði ég um z, þegar ég var 11 ára og minnist þess ekki að okkur nemendum þætti hún nokkur sér- stök grýla en trúlega erfið eins og fleira og er ekkert við því að segja. En ég er viss um að okkur hefur réynzt auðveldara að skynja og skilja tengslin milli veita og veizla þá heldur en veita og veisla nú. Og þannig hygg ég að flestum nemendum muni farið bæði fyrr og nú, þeim sem á ann- að borð vilja hugsa. Það skýtur mjög skökku við, að á sama tíma sem fræðarar og fræðsluráðendur leggja aukna áherzlu á rökvísi sem undirstöðu við reiknings- kennslu, er gengið óþyrmilega á hlut rökvísinnar í stafsetningu og málfræði. Eftir að kennsluskyida um z færðist eingöngu í gagnfræða- skóla varð þessi bókstafur að ein- hvers konar dreka, sem nemend- ur voru og eru ófúsir að glima við. Hann var þar ný óþurftarskylda, Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.