Morgunblaðið - 25.10.1977, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 25.10.1977, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÖBER 1977 15 ur mér sitthvaó í hug, sem gerst hefur undanfariö i heilsugæslu- og hjúkrunarmálum okkar. Varla mun ofmælt þótt sagt sé að árum saman hafi þar ríkt allt annað en gott ástand. jafnvel jaðrað við öngþveiti stundum. Meðal annars hafa sjúkrahús Reykjavíkurborg- ar oft verið svo yfirfull, að fjöldi sjúklinga, sem þörf hafa á rann- sókn og aðgerðum, verður að biða mánuðum eða misserum saman eftir að komast þar að. Þetta plássleysi á aðalsjúkra- húsum landsins stafar m.a. af því, hve mikill fjöldi rúma hefur verið fastur vegna langlegusjúklinga, sem læknislega séð er oft lítið hægt að gera fyrir en fyrst og fremst þurfa hjúkrun og umönn- un. Svo slæmt ver ástandið orðið Ingibjörg Þorgeirsdóttir: Kerfið og manneskjan Allt fram á okkar öld var því trúað að bókvitið yrði ekki í ask- ana látið. Var það að vonum þegar þess er gætt, að bókmenning al- þýðu var einkum fólgin í lestrar- kunnáttunni, og hún af fjöldan- um me$t nýtt til ánægjuauka, samb. kvöldvökurnar alkunnu með rímnakveðskap og fornsögu- lestri, sem höfðu ótvirætt skemmtunargildi en sjáanlega lit- ið hagrænt eða áþreifanlegt, sem í askana yrði látið. Eigi að síður þurfti sérhver einstaklingur einn- ig í þá daga á margvíslegri þekk- ingu og kunnáttu að halda, eink- um verklegri. En þessa varð hver og einn að segja má að afla sér á eigin spýtur með brjóstvitið eitt og eigin reynslu að leiðarljósi. Og dugði furðanlega meóan þjóðin var nær eingöngu einfalt bænda- og fiskimannasamfélag. Nú er öldin önnur. Tækni, vis- indi og sérþekking hafa á síðustu árum flætt eins og flóðbylgjur yfir landið og fært í kaf flest hin gömlu leiðarmerki og viðmiðunar- steina, svo við liggur að þjóðin líkist einna helst skipbrotslýð, sem varla veit hvar hann er að taka land, eða hvernig hann á að komast á þurrt. Ekki vantar þó að í stað hinna gömlu merkja séu upprisnir ýmsir skærir og ljós- sterkir vitar, sem vissulega er gott og nauðsyn að hafa að leiðar- ljósi. Ber þar auðvitað hæst vita hvers konar þekkingar og lær- dóms. Enda helsta lausnarorð nú- timans lærdómur og skólar og aft- ur skólar og þó fyrst og seinast sérþekking á öllum hugsanlegum sviðum. Allt verður að gera að sérgreinum, allir verða að vera sérfræðingar, hver á sínu sviði, hversu lítið og afmarkað, sem það er. Og sérfræðingarnir mynda hverjir sína stétt. Og litla þjóðin, sem hinir ungu til vinstri ætla hið bráðasta að gera að stéttlausu þjóðfélagi springur stöðugt sund- ur í fleiri og fleiri stéttir: atvinnustéttir, lærðar stéttir, sér- fræðingastéttir, sem svo hver um sig hamast við að girða af sinn litla blett með sínu þéttriðna einkaneti. Og liggja við ströng viðurlög ef nokkur vogar sér inn fyrir þess hliðgrindur, sem aug- ljósast kemur fram i þessum borgarastríðum, sem verkföll eru nefnd. Það fer þvi víðs fjarri að stéttaskipting fyrirfinnist ekki, þótt þéringar séu að mestu úr sögunni. Auðvitað hafa nýju stéttirnar nokkuð önnur andlit og nöfn. Og þyki titlastiginn ekki útafeins eftirsóknarverður nú á dögum, jafnar launastiginn muninn. Það er nú svo að flestir eru líkir í þvi að vilja gjarna hafa einhverja agnarögn framyfir aðra og er lítt um það gefið að hleypa öðrum fram fyrir sig eða upp fyrir sig i stiganum. Sjálfsagt á þetta allt eðlilegan rétt á sér, en manneskjan sjálf ætti þó að eiga fyrsta réttinn. En stundum virðist misbrestur á að eftir því sem munað í öllum menningar-.og jcéttindahasarnum hjá okkur. 1 þessu sambandi kem- að einhverra ráða varð að leita. Og svo settust ráðamenn á rök- stóla. Fyrst lá fyrir að fá bætt úr bráðasta húsnæðisskortinum. Landspítalanum eða rikinu vildi þá það happ til, að Öryrkjabanda- lagið var með hálfbyggt stórhýsi. Fjölbýlishús, sem ætlað var sem leiguhúsnæði handa öryrkjum og öldruðum, sem álitið var að gætu séð um sig sjálfir og að þvi leyti staðið á eigin fótum. I þessu húsi fékk Landspitalinn 3 hæðir til umráða, er áætlað var að tækju um 60—70 sjúkrarúm alls. Þá lét borgin ekki heldur sinn hlut eftir liggja en hóf litlu seinna að gera í stand sem sjúkra- deild Hafnarbúðir, myndarlega byggingu, sem undanfarið hafði staðið auó og ónotuð. Þar áttu að fást um 30 sjúkrapláss. Þarna niðri við fótskör hins breiða blikandi hafs er án efa oft friðsælt og kyrrt, þótt um dauða- kyrrð sé aldrei aó ræða, þar sem síkvikur særinn er annars vegar. Með þessum úrbótum var leyst úr brýnasta sjúkrarýmisvandanum i bili. Sem að likum lætur var það mikið verk og kostnaðarsamt og tók sinn tima að innrétta og búa þessar nýju sjúkradeildir nauð- synlegum búnaði. Og vikur og mánuðir liðu áður en þvi var lok- ið. ,,En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið“ og svo fór hér. Þegar húsnæðið stóð fullbúið og verkefnið óþrjótandi fyrir hendi, þá vantaði annað, sem vió þurfti, sjálft starfsliðið, — bæði „hús- bændur og hjú“, og þó einkum hið siðar nefnda. Af þeim sökum liðu vikur og mánuðir áður en lang- legudeildin á Hátúni lOb tók til starfa, sem varð ekki fyrr en síðla á hausti 1975, og þá aðeins á einni hæð af þremur. Liðu svo mánuðir áður en hægt var að taka næstu hæð, og sú þriðja var fyrst að fullu komin í gang á síðast liðnu sumri. Ekki gekk betur hjá Hafn- arbúðum. Fyrst um sl. mánaða- mót voru þar lokur drengar frá og opnað fyrir fyrstu sjúklingunum. En hvers má ekki vænta, þegar sjálfur Landspítalinn hefur stundum orðið að loka deildum hjá sér að meira eða minna leyti vegna vöntunar á hjúkrunarliði og á Vífilsstöðum er ein deild óvirk af sömu ástæðum. Hvað kemur til? Á hverju ári útskrifast álitlegur hópur af hjúkrunarfræðingum og ófáir hafa aflað sér sjúkraliðamenntun- ar undanfarandi ár. Þó hefur margoft sýnt sig að betur má ef duga skal. Það liggur í augum uppi, að sá sorglega stóri hópur fólks, sem vegna alls konar slysa þarf á spitalavist og hjúkrun að halda, kallar á mikið starfslið. Sama má segja um hina mörgu langlegu sjúklinga, sem oft liggja árum saman jafn hjálparvana og smábörn. Og þannig mætti fleiri hópa upp telja i okkar vanheila menningarsamfélagi. Það hefur svo sannarlega þörf fyrir vel menntað húkrunarfólk, svo mikla Framhald á bls. 45 GLÆSILEG BAÐSETT FRÁ ÍTALÍU SÉRSTAKUR KYNNINGAR- AFSLÁTTUR TIL MÁNAÐAR- MÓTA Pantíð tímanlega OPIÐ LAUGARDAG 10-4 BYGGINGAMARKAÐURINNhf VERZLANAHÖLLINNI GRETTISG. / LAUGAV. Simi 13285 í fyrsta lagi: JÁRNRÖR OG TENGI til vatnslagna, ásamt GLERULLARHÓLKUM og öðru tilheyrandi efni í fimmta lagi: PLASTRÖR OG TENGI til kaldavatnslagna. í öðru lagi: HITAÞOLIN FRA- RENNSLISRÖRog tengi úr plasti. Í sjötta lagi: DANFOSS HITASTILLA f þriðja lagi: PLASTRÖR OG TENGI til grunnlagna. f sjöunda lagi: ÞAKRENNUR ÚR PLASTI Þar sem fagmennirnir verzla er yður óhætt. f fjórða lagi: DRENLAGNIR OG TENGI úr plasti. BYGGINGAVORUVERZUJN KÓPAVOGS SF NÝBÝLAVEGI8 SÍMI:41000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.