Morgunblaðið - 25.10.1977, Side 19

Morgunblaðið - 25.10.1977, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1977 19 Agnar GuSmundsson stýrimaSur & ÚSafossi. skipunum yrði hleypt upp að bryggju. „Ég hef oft kynnst þvi að innsiglað hafi verið um borð i skip- um, sem ég er á, og það hefur aldrei verið rofið nema með leyfi tollgæzlu viðkomandi lands." Þá snerist talið að þvi góða veðri, sem verið hefur frá þvi að verkfall BSRB skall á og við spurðum Hjalta hvort nokkur hætta væri á að skipin gætu rekið upp fjöru, þótt veður versnaði. „Sjálfur man ég eftir'þrem skipum hér uppi i fjöru og eitt er vist, að það er ekkert spaug að komast héðan út, ef eitthvað verður að veðri. Sum skipanna eru mjög þunghlaðin og um leið þung i vöfum. Legubotn er hér heldur ekki til að treysta á. ef eitthvað hvessir." „Málið er að BSRB menn hafa verið of stifir. þeir áttu að fara róleg- ar af stað. Ég skal fúslega viður- kenna að opinberir starfsmenn eru ekki ofsælir af sinum launum og þeir þurfa að berjast fyrir þeim eins og aðrir. Það hafa Dagsbrúnarmenn alltaf þurft að gera og eins sjómenn. en hvenær hafa Dagsbrúnarmenn neitað að skipin væru bundin. þótt verkfall hafi verið skollið á hjá þeim?" Annars er okkar þjóðfélag orðið einkennilegt, og pólitikin hér er langt á eftir þvi, sem gerist i Vestur- Evrópu, sagði Hjalti að lokum. Um borð i Úðafossi ræddum við fyrst við Agnar Guðmundsson 2. stýrimann. Kvað hann Úðafoss vera búinn að liggja i niu daga á sundun- um og menn væru orðnir mjög leiðir á að biða svona lengi eftir að komast að bryggju. „Við höfum engan vélknúinn skipsbát sjálfir, en þrjú Eimskipafél- agsskip sem liggja hér út á. Detti- foss. Skógafoss og Mánafoss eru með slika báta og hafa þeirra bátar flutt okkur á milli. en alls eru niu Eimskipafélagsskip hér úti, þannig að bátarnir þrir hafa nóg að gera i mannaflutningum og komið hefur fyrir að 40 menn hafa farið með bátunum i einu. Þá batnaði ekki ástandið i dag, þegar vélin i bátnum frá Dettifossi bilaði", sagði Agnar. Agnar sagði að i Úðafossi væru 11 i höfn, og væru 5—6 um borð, skipstjóri og yfirvélstjóri væru t.d. alltaf um borð, nema þegar þeir væru kallaðir i land. Reyna að hafa fjölskyldurnar um borð „Við höfum gert dálitið af þvi að taka fjölskyldur okkar um borð, en þvi miður eiga ekki allar konur heim- angengt. Við reynum nú að skipta vöktum þannig að önnur vaktin er um borð i sólarhring og hin er sólar- hring i landi. Þetta kemur þannig út. að hásetarnir eru nú um borð annan hvern dag. en ef við lægjum i höfn, þá þyrftu hásetar aðeins að mæta 4 hvern dag og þá aðeins frá kl. 8—5. Það er þvi engin furða þótt menn séu orðnir óþolinmóðir hér úti." Þá sagði Agnar að þegar menn væru um borð reyndu þeir að stytta sér stundir með lestri, og annað væri litið hægt að gera sér til dægrastytt- ingar. „Ég þarf að vera mættur hér um borð kl. 7.30—8.00 á morgnana og siðan get ég farið i land kl. 6.30 á kvöldin. Vist er maður leiður, þvi þótt ég geti skroppið frá, fæ ég aldrei heilan dag i landi," sagði Ragnar Björnsson matsveinn á Úða- fossi. „Þetta nær ekki nokkurri átt að halda manni svona úti á ytrihöfn. svo dögum skiptir." Þ.Óþ Léttara yfir verk- f allsaðgerðum; Yrkja sér til hægdar- auka VERKFALLSNEFND af- greiddi í gær eina undan- þágu og var sú til fram- kvæmdastjóra ríkisút- varpsins/ hljóðvarps — Guðmundar Jónssonar söngvara en hann Ijóðaði eftirfarandi beiðni til nefndarinnar: Verkfallsnefndinni votta ég virðingu mína og bið um það að greiði hún fljótt og vel minn veg og veiti mér leyfið þegar í stað til þess að opna einar dyr og annast — sem húsvörður gerði fyrr kærleiksverk eitt, sem kveður t ad og komið er nú á þetta blað. A sjöttu hæð og um sjöttu stund á sjötta degi það gerðist þá, að starfsmenn gengu í „garna- lund“ að gera það, sem enginn má sjá. En snögglega brögnum brugðið var, bréfrúllur hvergi fundust þar. Hvað gerðist? Því greini ég ekki frá. Gizkið þið bara sjálfir á. Hörmungin mér til rifja rann, er raunir sínar menn þuldu mér. Skeytti ég hvorki um boð né bann, er báðu þeir mig að líkna sér. Því var í rúllur nokkrar náð — neyðin var líka skrambi bráð! Um síðbúið leyfi ég sæki hér til að sjá um verk, sem nú lokið er! Guðmundur Jónsson. Verkfallsnefndin hefur þegar svarað beiðni Guðmundar og galt í sömu mynt: Undanþága skal þessi veitt, þrengir nú að i vissum efnum. Fáum við ykkar götu greitt, á griðarstað sem við ekki nefnum, — til hægðarauka gegn hugarkvöl af hjarta er okkar náðun föl. Guðsteinn seldi SKUTTOGARINN Guðsteinn frá Hafnarfirði seldi 201,5 tonn af blönduðum fiski i Cuxhaven i gær fyrir 273 þúsund þýzk mörk, eöa 52,2 milljónir íslenzkra króna. Meðalverðið er um 120 krónur en skiptaverðið 83 krónur. „Borgin hefur sýnt slóða- hátt í málefnum hyerfisins,, Bjóða borgarstjórn til fundar um málefni hverfisins (Ljósm. ÓI.K.M.) — ÖNNUR eins dæmalaus skömm hefur ekki gerst í mál- efnum annarra hverfa eins og átt hefur sér stað hér. Hér hefur viðgengist óvenjulegur og óafsakanlegur slóðaháttur af borgarinnar hálfu gagnvart málefnum hverfisins og því nauðsynlegt að við höldum áfram að ýta á eftir málum hjá borgaryfirvöldum. Slíkt orða- lag mátti oft heyra á fundi Ár- túnshöfðasamtakanna í Mið- felli hf. á Ártúnshöfða í gær, en þar hittust forráðamenn fyrir- tækja á Ártúnshöfðanum til að ræða málefni iðnaðar- og þjón- ustuhverfisins á Ártúnshöfðan- um. Á sínum tima stofnuðu fyrirtækin svonefnd Artúns- höfðasamtök til að berjast fyrir sínum málum gagnvart Reykja- víkurborg og var þessi fundur haldinn til að skýra frá fram- vindu í kjölfar umleitana sam- takanna í vor og sumar og til að ákveða hvernig skuli fram haldið. Forsvarsmaður samtakanna, Kristmundur Sörlason forstjóri Stálvers hf., gerði grein fyrir starfi samtakanna frá því er þau voru stofnuð. Rakti hann bréfaskriftir til borgarstjóra um málefni hverfisins hvað snertir frágang gatna, götulýs- ingu og strætisvagnaferðir í hverfiö. Kom þar fram að for- svarsmenn samtakanna hefðu verið óánægðir með svar sem barst í lok maí um framkvæmd- ir á svæðinu. Hefði verið skrif- að annaö bréf í júlí, en Krist- mundur kvað ekkert svar hafa borist við því bréfi og sagði borgaryfirvöld lítilsvirða sam- tökin og baráttu þeirra með þvi að virða þau ekki svars. 1 bréf- inu í júlí var borgarstjóra tii- kynnt sú skoðun samtakanna að nauðsyn væri á að ákveðnar götur í hverfinu yrðu malbikað- ar árið 1977 og föstum strætis- vagnaferðum við hverfið komið á. Sagði Kristmundur að þeim iðnaðarmönnum á Ártúnshöfð- anum þætti miður áhugaleysi borgarfulltrúa á málefnum svæðisins, en hann kvaó engan borgarfulltrúa hafa tekið upp hanskann fyrir málefnum svæðisins í borgarstjórn. Kristmundur nefndi sem dæmi um sleifarlag borgaryfir- valda að fyrirtæki sem staðsett væru norðan Stórhöfða i hverf- inu gæti ekki greitt gjöld sem hann kvað þau vilja, fyrir að- stöðu sína, þar sem þau væru á óskipulögðu svæði. í máli Kristmunds kom fram að forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur hefði boðað Krist- mund á sinn fund 11. október sl. Sagði Kristmundur SVR þá hafa boðist til að hefja ferðir_ niður Bildshöfðann þar sem hann hefði verið malbikaður en óskaði ábendinga um timasetn- ingu ferðanna frá Ártúnshöfða- ' mönnum sjálfum. Sagði Krist- mundur að forstjóri SVR hefði áréttað á fundinum;að ekki yrðu hafnar ferðir um hverfið sjálft fyrr en götur þar hefðu verið malbikaðar. Að loknum umræðum um málefni samtakanna gagnvart borgaryfirvöldum samþykktu þeir að stjórn samtakanna ósk- aði eftir því við borgaryfirvöld að reglulegar strætisvagnaferð- ir á timabilinu 07—24 virka daga yrðu þegar hafnar í hverf- ið og að malbikun og frágangi gatna i hverfinu verði að fullu Kristmundur Sörlason for- svarsmaður Artúnshöfðasam- takanna ræðir málin á fundin- um i gær. lokið á árinu 1978. Þá sam- þykktu fundarmenn að bjóða borgarstjórn Reykjavíkur til umræðufundar um málefni sín 24. nóvember nk. Varðandi strætisvagnaferðir í hverfið töldu fundarmenn það óviðun- andi að vagn gengi aðeins niður Bíldshöfðann og ennfremur gagnrýndu þeir að malbikuð hefði verið i hverfinu í sumar gata sem engar byggingar stæðu við. Ártúnshöfðamenn telja Reykjavíkurborg hafa alger- lega sniðgengið hverfið hvað varðar frágang gatna, gatnalýs- ingu og strætisvagnaferðir i hverfið á sama tíma og þeir segja fyrirtækin hafa greitt stórfé í gatnagerðagjöld til borgarinnar. Hafa þessum mál- um verið gerð nokkur skil í Morgunblaðinu er blaðið átti ýtarlegt viðtal í sumar við Framhald á bls. 33. Hluti fundarmanna á fundi Artúnshöfðasamtakanna I Miðfelli f gær. Ártúnshöfðasamtökin: Fyrstu lög þingsins: Frestun uppkvaðningar kjaradóms Alþingi, 99. löggjafarþing, samþykkti i gær fyrstu lög þingsins: heimild til frestunar uppkvaðningar kjaradóms, ef með þarf og allir aðilar sam- þykkja. Frumvarpið var af- greitt við þrjár umræður i hvorri þingdeild sem lög frá Alþingi I greinargerð segir: ..Með setningu laga nr 23/1977 var gert ráð fyrir að BSRB hefði lokið sinni samningagerð fyrir þær tímasetningar sem lögin til- greina. Vegna þeirrar óvissu sem nú rikir um samninga BSRB er hér gert ráð fyrir heimildarákvæði um frestun uppkvaðningar Kjaradóms ef með þarf og allir aðilar samþykkja Taki Kjaradómur afstöðu i máli BHM áður en BSRB hefur lokið samnings- gerð má búast við öðru kjaradómsmáli i kjölfar dómsins á grundvelli 7 gr laga nr. 46/ 1 973, sbr 1 gr laga nr 23/1977 Endurskoðun nær þó eingöngu til launastigans en ekki annarra kjaraatr- iða sem nú eru óljós. Þótt þessar sérstöku ástæður valdi þvi, að slikrar lagabreytingar sem þess- ar þyki þörf einmitt nú, er fullljóst, að eins og nú háttar er lögunum ábóta- vant að þvi leyti, að þau gera ekki ráð fyrir að unnt sé að fresta uppkvaðn- ingu kjaradóms, enda þótt allir málsað- ioar æski þess Því þykir eðlilegra að sú heimild, sem hér er lagt til að veitt verði, sé ekki eingöngu háð þeim kjara- samningum, sem nú standa yfir. held- ur komi að fullu inn i lögin sem varanleg heimild ’ Hin nýju lög hljóða svo: 1. gr 16 gr laganna (sbr 6 gr 1 nr 23/1 977) orðist svo Kjaradómur tekur kjaradeilur til meðferðar samkvæmt 14. gr. Hann leitar sátta en kveður upp dóm um ágreiningsefni aðalkjarasamnings eigi siður en viku fyrir lok uppsagnarfrests Að ósk beggja aðila og með sam- þykki Kjaradóms má þó fresta dóms- uppkvaðningu fram yfir þennan tima, þó ekki lengur en tvær vikur i senn Ósk um slikan frest koma fram með mmnst tveggja vikna fyrirvara 2. gr 1 mgr 1 7. gr laganna (sbr 1 mgr. 7 gr nr 23/ 1977) orðist svo Kjaradómur skal hafa kveðið upp dóm um ágreining um sérkjarasamn- inga eigi síður en mánuði eftir lok uppsagnarfrests eða gerð aðalkjara- samnings, hvort sem siðar reynist Að ósk beggja aðila og með samþykki Kjaradóms má þó lengja þennan frest um einn mánuð Ákvæði um bráðabirgða Þrátt fyrir ákvæði 1 gr um tveggja vikna fyrirvara að frestun dómsupp- kvaðningar skal Kjaradómi heimilt að fresta dómsuppkvaðnmgu skv 1 gr i þeim málum þar sem dómur skal hafa gengið í október 1977, þótt fyrirvara þessum sé ekki fullnægt enda sé ákvæðum 1 gr fullnægt að öðru leyti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.