Morgunblaðið - 25.10.1977, Qupperneq 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÖBER 1977
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1977
29
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson.
Fróttastjóri Bjöm Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22480.
Málalok hjá
sveitarfélögum
Fyrir helgina höfðu kjarasamningar verið
gerðir við starfsmannafélög allra þeirra sveitar-
félaga, sem verkfall hófu með heildarsamtökum opin-
berra starfsmanna fyrir tveimur vikum. Samningar þess-
ir við starfsmannafélög hjá hinum einstöku sveitarfélög-
um hafa tekið misjafnlega langan tima, en segja má, að
verulegur skriður hafi komizt á samningagerðina eftir að
samningar þeir, sem Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar gerði höfðu verið samþykktir í allsherjaratkvæða-
greiöslu meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar. Úrslit
atkvæðagreiðslunnar hjá starfsmönnum höfuðborgar-
innar voru mjög afdráttarlaus. Yfirgnæfandi meirihluti
borgarstarfsmanna samþykkti þá kjarasamninga, sem
gerðir höfðu verið. í kjölfar þeirrar atkvæðagreiðslu
fylgdu svo önnur starfsmannafélög og fyrir helgina hafði
verið lokið samningagerð hjá öllum sveitarfélögunum.
Þessi samningagerð hjá starfsmannafélögunum þýðir,
að vinnufriður hefur verið tryggður í bæjar- og sveitar-
félögum og þjónusta þeirra við borgarana er nú með
eðlilegum hætti. Það kom glöggt í ljós, meðan verkfallið
stóð, að stöðvun þessarar þjónustu kemur sér mjög
bagalega fyrir marga og á það ekki sízt við notendur
strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vegalengd-
ir eru orðnar svo miklar, að fólk á óhægt um vik að
komast ferða sinna, ef engir almenningsvagnar ganga og
um bílaeign er ekki að ræða. Verkfallið leiddi því í ljós
mikilvægi þessara þjónustustarfsemi við borgarana.
Sú meginályktun, sem hægt er að draga af samningum
þeim sem gerðir hafa verið hjá sveitarfélögunum er sú,
að mikill meirihluti starfsmanna þeirra hefur viljað
samninga og vinnufrið. Ef sú afstaða hefði ekki verið
fyrir hendi, hefðu starfsmannafélögin ekki kosið að taka
upp sjálfstæðar samningaviðræður við vinnuveitendur
sína og þá hefðu samningar þeir, sem gerðir hafa verið
ekki veriö amþykktir eins almennt og raun ber vitni um.
Ætla verður, að þessi afstaða starfsfólks hjá sveitar-
félögunum segi sína sögu um afstöðu mikils meiri hluta
opinberra starfsmanna yfirleitt. Auðvitað vilja opinberir
starfsmenn berjast fyrir bættum kjörum og hafa gert
það. Auðvitað krefjast þeir þess að sitja við sama borð og
aðrir launþegar í kjörum og auðvitað eiga þeir rétt á því
að mæta sanngirni, þegar um kjarabaráttu þeirra er að
ræða. En jafnframt verður að ætla, þegar úrslit mála hjá
starfsmönnum sveitarfélaga eru höfð í huga, að mikill
meirihluti opinberra starfsmanna vilji vinnufrið, að mik-
ill meirihluti opinberra starfsmanna telji ástæðulaust að
halda þessari vinnudeilu áfram lengur en góðu hófi
gegnir.
Fólk er misjafnlega undir það búið að taka á sig langt
verkfall. Sumir opinberir starfsmenn njóta fullra launa,
meðan þetta verkfall stendur vegna þess að þeir mega
ekki lögum samkvæmt fara í verkfall. Sumir eiga maka í
fullri vinnu o.s.frv. Þá fengu menn laun greidd í byrjun
þessa mánaðar og finna því ekki að ráði fyrir verkfalli
fyrr en síðar, gagnstætt því sem t.d. er hjá verka-
mönnum, þegar þeir heyja sína verkfallsbaráttu. En
vafalaust er það svo í þessu verkfalli sem öðrum, að lægst
launaða fólkið ber þyngstu byrðarnar. Það hefur af
minnstu að taka og tekjuskerðing af völdum verkfalls er
þungbærust fyrir það. Hafa . sjónarmið láglaunafólksins
komið að fullu fram hjá BSRB? Eru fulltrúar þess í
forystu hjá BSRB?
Niðurstaða mála hjá starfsmannafélögum sveitarfélag-
anna ætti vissulega að verða mönnum nokkurt íhugunar-
efni. Hún sýnir vilja til vinnufriðar hjá stórum hópum
opinberra starfsmanna og engin ástæða er til að ætla að
allt aðrar skoðanir ríki hjá þorra þeirra, sem enn eru í
verkfalli, a.m.k. liggur það ekki fyrir. Það er líka umhugs-
unarefni fyrir þá, sem stjórna verkfallsbaráttu BSRB
hver aðstaða iáglaunafólksins í þeirra röðum er, hversu
mikið bolmagn það hefur til þess að standa í löngu
verkfalli, eftir að mörgum sýnist grundvöllur kominn til
samkomulags.
Það krefst mikillar þekkingar og reynslu hjá forystu-
mönnum launþegasamtaka að vita hvenær þeir eiga að
hefja verkfallsbaráttu en ekki síður að gera sér ljóst,
hvenær tímabært er að ganga til samninga og ljúka
deilum.
Mestöllum framkvæmdum við Kröflu er nú lokið, hér má sjá nokkrar aðveituæðar virkjunarinnar.
ALLAR UOSMYNDIK FKIÐMÓFl'K IIKl.OASON
Vésteinn Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Klsiliðjunnar.
ur á siðasta ári þá fór það alltaf
styttra og styttra, þangað til gang-
arnir voru orðnir fullir.
Verði minniháttar eldgos i ná-
grenni við Kisiliðjuna, eins og
jarðvísindamenn hafa bent á að
geti gerst, eiga varnargarðarnir
að beina kvikunni frá verksmiðj-
unni. Verði hins vegar mikið gos á
svæðinu er ekki talið að varnar-
garðarnir verði mikil fyrirstaða.
— Húsin hér eru stálgrindar-
hús og komist glóandi kvika, að
stoðunum, er hætt við að járnið
digni í hitanum og gefi sig, segir
Vésteinn. Þannig gæti hér orðió
mikið tjón á mannvirkjum án
þess þó að hraunið eyði byggingar
að öðru leyti, segir Vésteinn, sem
er ásamt Þorsteini Ölafssyni
framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
*iljá Kísiliðjunni eru 53 fastir
starfmenn, en fleiri yfir sumar-
tímann.
Að sögn Vésteins Guðmunds-
sonar flytur Kisiliðjan út um 1%
af heildarútflutningi landsmanna
og segir það sig sjálft hve rnikil-
vægt fyrirtækið er fyrir byggðar-
lagið. Reksturinn hefur verið í
fullum gangi undanfariö og eru
tvær af þremur þröm verksmiðj-
unnar nær fullar af gúr, en unnið
er að viðgeröum á þriðju þrónni.
Á fyrirtækið nú hráefni i fimm
mánuði og vérði hægt að halda
áfram aö dæla gúr úr vatninu
fram i miðjan nóvember reiknar
Vésteinn Guömundsson með næg-
um vetrarbirgöum fyrir Kisiliðj-
una.
Byggingu varnargarð-
anna lýkur í vikunni
Hluti af skja/asafni Kísil-
idjunnar fíutt á öruggarí stad
aðskilin hús og rúmur metri á
milli þeirra. Fyrir veturinn er
ætlunin að setja létt þak yfir
ganginn til bráðabirgða.
Eru skrifstofur fyrirtækisins í
norð-austurhúsinu, en hinum
megin teiknistofa, rannsóknar-
stofa, kaffistofa og önnur minni
herbergi. Hluti af skjölum Kísil-
iðjunnar hefur verið fluttur niður
i Reykjahlið á öruggan stað. Þykir
ekki rétt að geyma hluti í Kísiliðj-
unni, sem hægt er að vera án í
daglegum rekstri.
— Við verðum að taka mark á
því, sem jarðfræðingar spá og
miða við það sem áður hefur
gerst, sagði Vésteinn Guómunds-
son i viðtali við Morgunblaðið.
Því er þó ekki að neita, að ég el
með mér þá von að þegar næst
dregur til tíðinda hér á svæðinu
hlaupi kvikan ekki eins langt í
suður eins og hún hefur gert i tvö
síðustu skipti. Þá von byggi ég á
þvi, að þegar kvikan hljóp i norð-
24. október. Frá fréttamanni Mbl.
Ágústi Jónssyni
í Mývatnssveit.
MIKLAR breytingar hafa orð-
ið við Kröflu, frá því fyrir um
ári síðan, hið iðandi atvinnu-
líf, sem þá blómstraði í hin-
um ýmsu vinnustöðum við
Kröflu, er nú að miklu leyti
liðin tíð. Flestir verktakar
hafa lokið störfum sinum og
segja má að ekkert vanti
nema gufuna. Holurnar, sem
voru endurunnar í sumar lofa
virkjunarinnar. Verktakar eru
nú með um 20 manns i störf-
um við Kröflu og er þar að
mestu um frágangsvinnu að
ræða. Orkustofnun er með 10
manna hóp rannsóknarmanna
á svæðinu og hefur í langan
tíma ekki verið svo fátt fólk
starfandi þar.
Á næstunni fjölgar nokkuð á
svæðinu, en þá byrjar Stjörnu-
stál að leggja aðveiturör frá
holu 9.
góðu og vonast er nú til að
um áramót verði búið að
tengja allar holurnar og þar
verði framleidd 10 megawött
rafmagns.
Fastir starfsmenn Kröflu-
nefndar á svæðinu eru nú 12
talsins og hafa verið byggð
fimm íbúðarhús fyrir þá í
Reykjahlíðarhverfinu og að
auki fjögur bráðabirgðahús,
sem áður þjónuðu sem skálar
starfsmanna við byggingu
Hér má sjá hina miklu gliðnun sem átt hefur sér stað. Hús Kfsiliðjunnar klofnaði I sundur og er um metri
á milli hlutanna.
Gliðnunin heidur áfram
og hiti eykst í Grjótagjá
24. október. Frá fréttamanni Mbl.
Ágústi Jónssyni i Mývatnssveit.
Heldur er það óhuggulegt að
aka veginn í gegnum Bjarnar-
flag þessa dagana. Frá því í
umbrotunum í september
hefur gufuútsteymið aukist
um allan helming á svæðinu
og hverfur vegurinn þeim,
sem leið eiga um hann, á
stórum köflum. Nokkuð er
það misjafnt hversu gufan er
þétt, en t.d. í gær er Morgun-
blaðsmenn áttu leið um stað-
inn glitti ekki í Kísiliðjuna
ofan úr Námaskarði.
Jarðvisindamenn fylgjast ná-
kvæmlega með þróuninni á
svæðinu og reikna með, að til
tíðinda dragi á næstu dögum.
Hvað gerist þegar jarðraskið
byrjar og kvikan fer af stað vita
menn ekki, en jarðvísindamenn
reikna almennt með gosi Hins
vegar er meira deilt um hvar
það verður og hversu mikið
Á svæðinu frá Námaskarði
að Mývátni varð um 1 metra
gliðnun i siðustu umbrotum
Siðan þá hefur gliðnunin enn
aukist og við mælingar í gær
reyndist landið hafa gliðnað
um 20 sm. í viðbót. í Grjótagjá
hefur hiti aukist verulega og er
þar varla mögulegt að baða sig
lengur. í kvennagjánni er hit-
inn orðinn 46 gráður, en var
áður um 40 gráður. Karlameg-
in er hitinn enn meiri.
Skjálftavakt er nú allan sólar-
hringinn i Reynihlíð og við
hann starfar stúlka frá Orsku-
stofnun á móti 4 húsmæðrun
úr þorpinu. Skjálftar frá þvi
klukkan 7 á sunnudagsmorgun
þangað til klukkan 7 i gær-
morgun voru 37, en mælingar
dagana þar á undan sýndu 27
og 21. Á skjálftavaktinni feng-
um við þær upplýsingar að
landrisið sem verið hefur jafnt
og þétt undanfarið hafi aðeins
hægt á sér.
Þrir mælar eru notaðir við að
mæla jarðskjálfta á svæðinu
einn er i Gæsadal, einn við
Kröflu og þriðji í Reynihlið. E.
það aðeins mælirinn i Gæse
dal, sem ekki verður fyrir
truflunum, en þungar vinnuvél-
ar trufla mjög mælana bæði við
Kröflu og i Reynihlið og má
segja að á þeim komi fram
stöðugur vinnuvélaórói.
24. októhur. Frá fréttamanni iVlbl.
Ágústi Jónssyni í Mývatnssvoit.
REIKNAÐ er með, að byggingu
varnargarðanna í kringum Kísil-
iðjuna i Bjarnarflagi ljúki í vik-
unni. Verður verksmiðjan þá girl
með görðunum að austan- og
sunnanverðu, en að norðanverðu
eru þrær Kísiliðjunnar til varnar.
Áætlaður kostnaður við varnar-
garðana er 8—10 milljónir króna
og að sögn Vésteins Guðmunds-
sonar framkvæmdastjóra Kisil-
iðjunnar greiða ríkissjóður og
viðlagatrygging kostnaðinn við
gerð garðanna.
Byggingar Kisiliðjunnar urðu
mjög illa úti í síðustu umbrotum á
svæðinu og þá sértaklega skrif-
stofubyggingin. Sprungu álmurn-
ar tvær hvor frá annarri og voru
skemmdirnar það miklar að ekki
var hægt að gera við þær. Þakið
yfir ganginum á milli álmanna
hefur verið rifinn niður, þar sem
hætta var á hruni frá því. Og það,
sem áður var eitt hús, eru nú tvö
Varnargarðarnir við Klsiliðjuna, verksmiðjan f baksýn.
Aðeins frágangsvinna
er nú eftir við Kröflu
„Ætli við höldum
ekki áfram þar
til sá gamli
æsir sig meira"
Starfsemi óbreytt þrátt fyrir sívaxandi
gufustreymi í og við bygginguna
24. október. Frá Ágústi Jóns-
syni fréttamanni Mbl.
! Mývatnssveit.
FYRIR ókunnuga, sem aka í
gegnum Bjarnarflag er ekkert
auðveldara en að fara þar
fram hjá Léttsteypunni, án
þess nokkurn tíma að sjá
þetta fyrirtæki. Allt umhverf-
is byggingar Léttsteypunnar
eru hverir og gufuaugu og
mökkurinn frá þeim hylur
fyrirtækið á stundum algjör-
lega.
Innandyra er starfsemi þó í
fullum gangi og menn láta það
sig engu skipta, þó gólf séu
heit og hitinn í sprungnu gólf-
inu sé 98 gráður, þar sem
hann er mestur.
Jarðfræðingar hafa sagt að
orðið sé óvinnandi í fyrirtæk-
inu, en ennþá halda sexmenn-
ingarnir, sem þarna starfa,
áfram og tveir piltar úr skóla,
sem eru i fríi vegna verkfalls
hafa bæzt í starfsliðið.
— Þetta er náttúrulega orð-
ið óþægilegt, en ætli við höld-
um ekki áfram þangað til sá
gamli æsir sig meir, sagði Hall-
grímur Jónasson verkstjóri og
einn af eigendum fyrirtækisins
í sþjalli við Morgunblaðið
í siðustu umbrotum sprakk
gólfið í byggingu Léttsteypunn-
ar á mörgum stöðum, veggir
gliðnuðu og á einum fjórum
stöðum sá í gegnum rifurnar. í
þessar sprungur hefur verið
steypt, en heit gufa leitar þó
víða upp úr gólfinu. Kaffistofu
höfðu starfsmenn Léttsteyp-
unnar inn af lagerhúsinu, en
eftir að gufa byrjaði að koma
upp úr gólfinu jókst mjög hit-
inn í húsinu ög varð ólift í
kaffistofunni Þar varð sem í
gufubaði og borð og stóiar voru
fluttir fram i lagerhúsið. Þegar
ástandið var sem verst i húsinu
var þar niðamyrkur i gufu-
mekkinum
Mesta tjónið hjá Léttsteyp-
unni i siðustu umbrotum var
þegar útveggur að norðan-
verðu rifnaði frá langveggjum
og einnig frá sökkli Orðaði
Hallgrímur Jónasson það þann-
ig að nú héngi gaflinn eigin-
lega uppi á þakinu. Þyrfti ekki
mikinn hristing eða umbrot til
þess að gaflinn gæfi sig alveg
Léttsteypan framleiðir út-
veggjastein og milliveggjaplöt-
ur og selur framleiðslu sina
aðallega á Norður- og Austur-
landi, en einnig til Reykjavíkur
Við siðustu umbrot var engin
gufa á svæðinu k/ingum fyrir-
tækið, en nú er ekkert þar
nema gufa Ekki sér frá fyrir-
tækinu fyrir gufumekki, en
Hallgrimur sagði að menn
væru ósköp rólegir þrátt fyrir
þessi ósköp og það að innan
skamms kynni að draga til tið-
inda á svæðinu