Morgunblaðið - 25.10.1977, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKT0BER 1977
21
I íftrðltlr I
Valur
burstaði
Leikurinn á sunnudaginn var
ekki ýkja ójafn til að byrja með,
en Valsmenn voru þó jafnan
sterkari aðilinn og léku betri
handknattleik. I seinni hálfleik
komu yfirburðir Valsliðsins svo
glögglega í ljós, — þá náði liðið
ágætlega saman og gerði marga
fallega hluti. Telja Valsmenn
þennan hálfleik eitt það bezta
sem liðið hefur náð á þessu
keppnistímabili. — „og vonandi
er liðið loks smollið saman“, eins
og þeir orðuðu það.
Jón Pétur Jónsson var i miklum
ham í leiknum á sunnudáginn og
skoraði hann 9 af mörkum Vals-
manna. Aðrir sem gerðu mörk
Vals voru: Þorbjörn Guðmunds-
son 5, Gísli Blöndal 4, Stefán
Gunnarsson 3, Jón H. Karlsson 3,
Bjarni Guðmundsson 2, Karl
Jónsson 2, Björn Björnsson 1, og
Steindór Gunnarsson 1.
Markhæstir Kyndilsmanna í
leiknum voru þeir Joan Petur
Midjord og Niels Nattestad sem
skoruðu 5 mörk hvor.
Valsmenn eru nú strandaglópar
í Færeyjum, og er talið ólíklegt að
þeir komist heim fyrr en að verk-
falli BSRB loknu.
Sótti Valur um undanþágu um
flug, en fékk synjun.
í gærkvöldi var áformað að Val-
ur léki opinberan leik í Færeyj-
um við færeyrska landsliðið sem
keppa á hérlendis á Norðurlanda-
meistaramótinu nú seinna í vik-
unni. Allt er reyndar i óvissu um
hvort af þvi móti getur orðið
vegna verkfallanna.
FH tapaði en kemst í 2. umferð
FII-INGAR töpuðu seinni leik
sínum í Evrópubikarkeppni
bikarhafa í handknattleik, en
mótherji liðsins var finnska
liðið Kiffen og fór leikurinn
fram í Helsinki s.l. sunnudag.
Skoraði Kiffen 25 mörk en FH
21, þannig að Hafnfirðingarnir
sem unnu stórsigur í fyrri
leiknum, sem fram fór í
Hafnarfirði, komast áfram í
aðra umferð, með samanlagða
markatölu 50:38.
Vegna verkfalls BSRB tókst
ekki að ná sambandi við FII-
inga í gær, til þess að fá fréttir
af leiknum í Helsinki, en.þeir
eru, eins og Valsmenn, stranda-
glópar ytra'og komst sennilega
ekki heim fyrr en verkfallinu
lýkur.
Meðfylgjandi mynd er úr
fyrri leik FH og Kiffen í
Hafnarfirði og sýnir Þórarin
Ragnarsson skora eitt af FH-
mörkunum.
HUNT SIGRAÐI I JAPAN
- tveir áhorfenda biðu bana er brak
úr kappakstursbifreið lenti á þeim
BREZKI Kappakstursmaðurinn
James Hunt sigraði í síðasta
Grand Prix kappakstri þessa
keppnistímabils sem fra fór í
Oyama i Japan á sunnudaginn, að
viðstöddum 74.000 áhorfendum.
Dimman skugga bar yfir í keppni
S.L. laugardag afhenti Lionsklúbburinn Muninn i Kópavogi 20.000 króna
gjöf i Minningarsjóð Vals, til minningar um Hermann heitinn Hermannsson.
fyrrum knattspyrnumann i Val og islenzka landsliSinu, en Hermann var mjög
virkur félagi i Munin og starfaSi þar allt til dauSadags. Gegndi hann mörgum
trúnaSarstörfum hjá félaginu.
ViSstaddir athöfnina er gjöfin var afhent voru ekkja Hermanns, Unnur
Jónasdóttir, Albert GuSmundsson, er var samherji Hermanns i Val í fjölmörg
ár. Gunnar Gunnarsson og GuSmundur Frimannsson úr aSalstjórn Vals og
Lionsmennirnir Þór Erling Jónasson. Sturla Snorrason, HörSur Sigurjónsson
og Stefán Tryggvason. sem afhenti gjöfina.
þessari, þar sem tveir menn biðu
bana, er árekstur varð á
kappakstursbrautinni. Var það
japanskur lögregluþjónn og
áhorfandi sem urðu fyrir braki úr
annarri bifreiðinni. Allmargir
voru fluttir siasaðir á sjúkrahús,
og eru a.m.k. tveir þeirra taldir f
lífshættu.
Slysið varð er kappaksturs-
mennirnir voru að hefja sjötta
hringinn af 73 sem eknir eru.
Ferrari-bifreið sem Gilles
Villeneuve frá Kanada ók, lenti
þá utan í Terrell-bifreið sem
Svíin Ronnie Peterson ók, og rifn-
uðu hlutar úr Ferraribifreiðinni
og köstuðust langt i loft upp og
féllu síðan nióur á svæði sem var
þéttskipað áhorfendúm. Mun lög-
reglumaðurinn sem varð fyrir
brakinu hafa látist samstundis, en
hinn maðurinn lézt á leiðinni á
sjúkrahús. Hvorugan ökumannin
sakaði.
I undankeppninni á laugardag-
inn náði Bandaríkjamaðurinn
Mario Andretti sem ekur Lotus-
bifreið langbezta brautartiman-
uni og var þvi í fararbroddi er
keppnin hófst á sunnudaginn. Sú
forysta stóð þó ekki nema stutt,
þar sem bifreið Andrettis bilaði
þegar á öðrum hring, og í söniu
svifum rakst bifreið sem Frakk-
inn Jacques Laftite ók á bifreið
Andrettis, og varð hún með öllu
óökufær.
James Hunt tók snemma foryst-
una og jók hana síðan jafnt og
þétt. Kom hann í markið tæpum
hring á undan næsta manni, sem
var Carlos Reutemann frá Argen-
tinu, en hann ekur Ferraribifreið.
James Hunt — afþakkaði kampa-
vínið sém í boði var eftir keppn-
ina í Japan og hélt strax burtu frá
keppnisstaðnum.
Þriðji í keppninni varð Patrick
Depailler frá Frankklandi á sex-
hjóla Tyrrell Ford.
James Hunt neitaði að takaþátt
í verðlaunaathöfninni að keppn-
inni lokinni og olli það mikilli
óánægju áhorfenda. Hvarf Hunt
af yettvangi strax eftir
kappaksturinn ásamt Carlos
Reutemann, þannig aö litiö var
um dýrðir að kappakstrinum
loknum.
Urslit kappakstursins i Oyama
hafði engin áhrif á stigakeppnina.
þar sem Austurríkismaðurinn
Nicki Lauda hafði þegar tryggt
sér heimsmeistaratitilinn, en
hann tók ekki þátt í þessari
keppni. Hlaut Lauda alls 72 stig í
keppninni, en annar verð Jod.v
Scheckter frá Suður-Afriku sem
hlaut 55 stig. Andretti varð þriðji
með 47 stig og Reutemann fjórði
með 42 stig.
VALSMENN sýndu skínandi leik
á sunnudaginn er þeir sigruðu
færeyska liðið Kyndil frá Þórs-
höfn í seinni leik liðanna í
Evrópubikarkeppni meistaraliða
í handknattleik, en leikur þessi
fór fram í Færeyjum, sem og
fyrri leikur liðanna. Sigraði Val-
ur í seinni leiknum með 30 mörk-
um gegn 16, eftir að staðan hafði
verið 14—9 í hálfleik. Fyrri leik-
inn vann Valur 23—15 og kemst
því í aðra umferð Evrópubikar-
keppninnar með samanlagða
markatölu 53—31.
Minningargjof
um Hermann
522 ÞÚS.
KRÚNA
VINNINGUR
EINN seðill með 11 réttum
kom fram er starfsfólk Is-
lenzkra getrauna fór yfir seðla
9. leikviku. Var þetta kerfis-
seðill með 16 röðum, og voru
einnig 10 réttir á fjórum röð-
um á seðlinum. Fyrir 11 rétta
var vinningurinn 490.000, og
fyrir 10 rétta var 8.000 kr. á
röðina, þannig að í heild var
vinningur þessa unga Reyk-
víkings sem seðilinn átti
hvorki meira né minna en
522.000.00. Með 10 rétta voru
samtals 26 raðir.
seinni
30-16
Kyndil í
leiknum