Morgunblaðið - 25.10.1977, Side 42
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1977
Reykjavíkurmeistarar KR í körfuknattleik 1977. 1 efri röð eru leikmenn meistaraflokks og í neðri röð leikmenn 4. flokks sem einnig
hlutu Reykjavíkurmeistaratitilinn. I efri röð frá vinstri eru eftirtaldir: Sveinn Jónsson, formaður KR, Kristinn Stefánsson, Einar Bollason,
Andrew Pia/za, Kolbeinn Pálsson, Bjarni Jóhannesson, Jón Sigurðsson, Eiríkur Jóhannesson, Carsten Kristinsson, Árni Guðmundsson,
Agúst Líndal, Birgir Guðbjörnsson og Helgi Agústsson, formaður körfuknattleiksdeildar og liðsstjóri meistaraflokks.
PIAZZA OG JÓN í „BANASTUÐI"
ER KR SIGRAÐI [S MB1103 STIGUM GEGN 70
SNILLIIARTAKTAR Andrew
Piazza og Jóns Sigurðssonar
tryggðu KR öruggan sigur yfir
stúdentum og þar með Reykja-
v íkurmeist arat it ilinn í síðasta
leik Reykjavíkurmótsins í körfu-
knattleik. Stúdentar áttu ekkert
svar við stórkostlegum samleik
þeirra félaga og áhorfendur, sem
fjölmenntu á þennan leik, kunnu
vel að meta þær listir sem á boð-
stólum voru.
KR-ingar tóku strax forystu í
leiknum með körfu Piazza og eftir
sex mínútna leik var staðan orðin
10—2 fyrir KR. Um miðjan fyrri
hálfleik var staðan oróin 24—10,
en i hálfleik leiddu KR-ingar með
50 stigum gegn 29. 1 upphafi
seinní hálfleiks virtist sem stúd-
entar væru að vakna til lifsins og
minnkuðu þeir forskot KR-inga
um átta sig, en þá tóku KR-ingar
öll völd aftur og skoruðu hverja
körfuna á fætur annari án þess að
stúdentar fengju nokkuð að gert.
Um miðjan seinni hálfleik var
staðan 70—46 og stuttu seinna
80—50. Leiknum lauk síðan með
33 stiga sigri KR, 103 stig gegn 70.
Lið KR er geysisterkt og telja
ýmsir að þetta sé besta lið, sem
KR hafur teflt fram í körfuknatt-
leik fyrr og síðar. Þrátt fyrir að
það hefur misst bæði Birgi Guð-
björnsson og Kristin Stefánsson
vegna meiðsla. í leiknum gegn ÍS
voru þeir Andrew Piazza og Jón
Sigurðsson langbestir KR-inga, en
þeir Koibeinn Pálsson og Einar
Bollason voru einnig sterkir.
Andrew Piazza skoraði 50 stig i
þessum leik og brenndi vart af
skoti, Jón Sig. skoraði 24 stig og
Kolbeinn 14.
Lið stúdenta náði sér aldrei á
strik í Ieiknum gegn KR og hefur
fjarvera Dirk Dunbar mikið að
segja. Bestir IS-manna voru þeir
Jón Héðinsson og Bjarni Gunnar
Sveinsson. Aðrir leikmenn svo
sem Kolbeinn Kristinsson, Steinn
Sveinsson og Ingi Stefánsson
fundu sig ekki í leiknum enda var
þeirra gætt mjög stíft. Flest sig ÍS
skoruðu þeir Jón Héðinsson 23 og
Bjarni Gunnar 19.
Dómarar voru þeir Þráinn
Skúlason og hinn efnilegi Sigurð-
ur Valur Halldórsson. Dæmdu
þeir fyrri hálfleik vel, en misstu
nokkuð tökin á leiknum í seinni
hálfleik. —óG
slökum leik
Torfi Magnússon og Rick
Hockenos, en sá siðarnefndi
mætti að ósekju gera meira sjálf-
ur, því að í þessum leik virtist
hann geta skorað nánast hvenær
sem hann vildi. Þessir tveir leik-
menn skoruðu flest stigin fyrir
Val, Torfi 19 stig og Hockenos 18.
Hjá Ármanni voru Atli Arason og
Jón Björgvinsson frískastir og
skoraði Atli 19 stig og Jón 17.
Lokastaðan í
Reykjavíkurmótinu
KH 5 5 0 463—339 10 stiS
VALIR 5 4 I 376—331 S stig
ls 5 3 2 433—391 H stig
FRAM 5 2 3 398—413 4 sttK
AKMANN 5 1 4 372—407 2 stig
ÍR 5 0 5 297—458 Ostig
Öll liðin jöfn
Á LAUGARDAGINN léku KR og ÍR í
Reykjavikurmótinu i körfuknattleik i
meistaraflokki kvenna. ÍR-stúlkurnar
tóku forystu i leiknum strax i upphafi
og sigruðu örugglega 54—44 eftir
að staðan hafði verið 28—20 i hólf-
leik. Öll þrjú liðin i mótinu. KR, ÍS og
ÍR, urðu þvi jöfn og verða að fara
fram úrslitaleikir til að útkljá mótið.
GG.
Bjarni Gunnar Sveinsson kominn ( færi við KR-körfuna. Hann náði
þeim merka áfanga um helgina að leika sinn 200. meistaraflokksleik
fyrir IS. Aðrir á myndinni eru Kolbeinn Pálsson, Steinn Sveinsson og
Jón Héðinsson.
Bjami Gunnar með 200 leiki
FYRIR leik KR og IS afhenti
Valdimar Örnólfsson Bjarna
Gunnari Sveinssyni, leikmanna
IS, veglegan bikar fyrir 200 leiki
með meistaraflokki tS. Bjarni
Gunnar hefur um árabil verið
einn besti miðvörður i fslenzkum
körfuknattleik og hefur leikið
fjölda landsleikja. Hann er mjög
vinsæll leikmaður og virtur, jaPnl
af samherjum sem mótherjum.
GG
Kallaá
Cmyff
HOLLENDINGAR verða án
eins bezta leikmanns síns,
varnarmannsins Wim Rijs-
bergen frá Feyenoord er þeir
mæta BelgíumÖnnum í undan-
keppni heimsmeistarakeppn-
innar í knattspyrnu í Amster-
dam n.k. miðvikudagskvöld.
Wim Rijsbergen hefur átt við
meðsli að stríða að undan-
förnu og um helgina kvað
la-knir hans upp þann úrskurð
að hann gæti ekki leikið á mið-
vikudaginn.
Jan Zwartkruis, fram-
kvæmdastjóri hnllenzka lands-
liðsins tilkynnti val landsliðs-
ins á fundi með fréttamönnum
á laugardaginn. Valdi hann
bæði Johann Cruyff og Johann
Neeskes í liðið, en sem kunn-
ugt er leika þeir með spánska
liðinu FC Barcelona. Tveir
aðrir leikmenn sem leika með
erlendum liðum verða í hol-
lenzka landsliðinu þeir Rob
Rensenbrink og Johnny Dasz-
aba sem leika með heigíska
liðinu Anderleeht.
Mikill áhugi er ríkjandi í
Hollandi á leik þessum, en
Hollendingum nægir jafntefli
í leiknum til þess að tryggja
sér sess í úrslitakeppní heims-
meistarakeppninnar í Argen-
tínu næsta sumar.
Lið Hollendinga á miðviku-
dagskvöldið verður þannig
skipað:
MARKVERÐIR: Jan van
Beveren (PSV Eindhoven),
Jan Jongbloed (RodaJC)
VARNARMENN: Wim
Suurbier og Ruudi Krol (báðir
frá Ajax), Hugo Hovcnkamp
(AZ 67) og Johnny Duszaba
(Anderlecht)
MIÐJUMENN: Wim van
Hanegem og Jan Peters (AZ
67), W'im Jansen (Feyen-
oord), W'illy van de Kerkhof
(PSV), Johan Neeskens
(Barcelona)
SÖKNARLEIKMENN:
Ruud Geels (Ajax), Rene van
de Kerkhof og W'illy van der
Kuylen (PSV), Johan Cruyff
(Barcelona) og Rohbie
^RensenbrinMAnderlencht)^
mm
Valur sjgraði Ármann í
EINN leikur fór fram í
Reykjavíkurmótinu í
körfukanttleik á föstudags-
kvöld. Áttust þá viö Valur
og Ármann og varó Valur
að sigra í leiknum til þess
aö eiga möguleika á sigri í
mótinu. í byrjun Ieiks var
mikið um mistök á báða
bóga og gekk ieikmönnum
erfiðlega að finna leiðina í
körfuna.
Um miðjan fyrri hálfleik var
staðan 12:9 fyrir Ármann og
höfðu Valsmenn verið ákaflega
slakir fram að því,.en þá tóku þeir
aðeins við sér og þegar flautað
var til leikshlés hföðu þeir náð 9
stiga forystu, 39:30. Svipaður
munur hélzt siðan út leikinn og
Valsmenn sigruðu með 77 stigum
gegn 63. Valsmenn voru óvenju
daufir að þessu sinni og voru
heppnir að mótherjarnir voru
ekki sterkari en Ármannsliðið var
í þessum leik. Beztir hjá Val voru
EINAR OG PIAZZA FENGU
EINSTAKLINGSVERÐLAUN
R EYKJAVÍKU R M ÓTSIN S
EINAR Bollason og Andrew Pi-
azza fengu einstaklingsverð-
laun fyrir vítahittni og stiga-
skor.
STIGAHÆSTIR URÐU: stig
Andrew Piazza 141
Rick Hockenos Val 117
Símon Úlfasson Fram 109
Erlendur Markússon tR 102
Atli Arason Ármanni 89
VÍTAHITTNI:
Einar Bollas. KR 23:18 78,3%
MikeWood, A 32:25 78,1%
Steinn Sveinss. IS 19:14 73,7%
Til að koma til greina í sam-
bandi við verðlaun fyrir vfta-
hittni varð leikmaður að ná því
að komast 10 sinnum á víta-
punktinn.
GG
I