Morgunblaðið - 25.10.1977, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 25.10.1977, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÖBER 1977 23 Franz keisari áleið til Santos MARGT þykir nú benda til þess, að hinn þekkti vestur-þýzki knatt- spyrnumaður Franz Beckenbauer skipti bráðlega um félag, en að undanförnu hefur hann leikið með bandarfska knattspyrnulið- inu New Vork Cosmos. Er þnð brasilfska félagið FC Santos s< n sýnt hefur áhuga á því að fá Beckenbauer f sfnar raðir, og hef- ur átt viðræður við forvstumenn Cosmos að undanförnu. Sögusagnir um félagaskipti Beckenbauers fengu byr undir vængi er framkvæmdastjóri Santos, Modesto Roma, fór til New York fyrir skömmu og átti þar langar viðræður við fram- kvæmdastjóra Cosmos. Eftir þann fund lýsti framkvæmdastjóri Cosmos því yfir að félagið myndi ekki setja stein i götu Becken- bauers vildi hann sjálfur skipta um félag. Gaf hann einnig í skyn að félögin hefðu orðið ásátt um greiðslu þá sem Santos á að inna af hendi ef af kaupunum á „keis- aranum“ verður. I brasilíska blaðinu „Popular da tarde" birtist síðan viðtal við Beckenbauer þar sem hann segir m.a.: Mynd þessi var tekinn er Hannes Þ. Sigurðsson dæmdi sinn sfðasta knattspyrnuleik f sumar. Með honum á myndinni eru þeir Guðmundur Haraldsson og Magnús V. Pétursson, sem báðir fengu framúrskarandi einkunn fyrir dómgæzlu í Evrópubfkarleikjum á dögunum. TVEIR fslenzkir dómarar dæmdu leiki í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar í knattspyrnu. Voru það þeir Guðmundur Haraldsson sem dæmdi leik Newcastle United og Bohemians f Irlandi og Magnús V. Pétursson sem dæmdi leik Coleraine og FC Lokomotive, einnig í trlandi. Hefur Knattspyrnusambandi íslands nú borizt skýrsla frá eftirlitsnefnd UEFA, þar sem lokið er mikiu iofsorði á frammistöðu dómaranna, og fær Magnús 4 I einkunn fyrir frammistöðu f sínum leik, en það er það hæsta sem er gefið, og raunar mjög fátftt að dómar- ar fái svo háa einkunn í Evr- ópubikarleik, en Guðmundur Haraldsson fær 3 i einkunn fyr- ir leikinn sem hann dæmdi, en það er það næst hæsta sem gef- ið er og þýðir nánast að dómar- inn hafi staðið sig með mikium ágætum. Báðir þessir leikir voru nokkuð erfiðir, eins og leikir í Evropubikarkeppni eru oft. I skýrslu sem eftirlitsmaður- inn skrifar um ieikinn, sem Magnús V. Pétursson dæmdi, segir að Magnús hafi haft mjög gott vald á leiknum frá upphafi tii enda, staðsetningar hans á vellinum hafi verið góðar og úthald hans einnig. Þá er Magn- úsi hrósað fyrir hversu vel hann greindi á milii aukaatriða i leiknum og hrota sem vert var að dæma á — hann lét leikinn ganga eins mikið og unnt var, segir í skýrsiunni. Eftirlitsmaðurinn sem skrif- ar skýrsiu um störf Guðmund- ar, segir einnig að alit það sem hann gerði í leiknum hafi veríð yfirvegað, og hann hafi haft fullkomin tök á leiknum. Það eina sem eftirlitsmaðurinn kvartar yfir i sambandi við störf Guðmundar eru staðsetn- ingar hans þegar auaspyrnur voru dæmdar. Þessar tvær skýrslur eru mjög ánægjulegar, ekki aðeins fyrir þá tvo dótnara sem þarna eiga i hlut. heldur fyrir is- lenzka knattspyrnudómarastétt i heild. UEFA fylgist mjög vel með skýrslum um dótnara í Evrópuleikjum. og mun reyna að koma þvi þannig fyrir að þeir dómarar sem standa sig vel i þessum leikjum fái aukin verkefni. Þannig hefur nú einn íslenzkur dómari verið kvaddur til starfa i Evrópuleik í annarri umferð, og er það Eysteinn Guðmundsson sem dæma mun ieik Brann frá Noregi og Entschede frá Hollandi í seinni umferðinni. Eysteinn var linu- vörður meó Magnúsi Péturs- syni i leik Coleraine og FC Lokomotive, en vert er að geta þess að iínuverðirnir islenzku í umræddum léikjum fá einnig lof fyrir frammistöðu sína og samvinnu við dómarana. íslenzkir knattspyrnudömar- ar hafa alloft dæmt erlendis, og nær undantekningalaust fengið mjög lofsamieg ummæii fyrir frammistöðu sína þar sent oft hefur verið að þeim vegið vegna dómgæzlu þeirra á leikj- um hérlendis. Virðast ummæli þau, sem þeir fá i skýrslum eftirlitsnefndarmanna, benda til þess að þeir standi fyllilega jafnfætis beztu erlendu dómur- unum, en sem fyrr greinir er það fremur óvenjulegt að dóm- arar fái hæstu einkunn fyrir dómgæzlu i Evrópuieikjum. Gerí ekki kraftaverk — Ég geri engin kraftaverk hjá Sheffield Wed., en ég hef gaman af því að starfa hjá þessu liði, og er viss um að það nær sér á strik innan tfðar, sagði Jackie Charlton eftir að hafa stjórnað hinu fornfræga liði, sem nú leikur í 3. deild í Englandi, i fyrsta sinn. Sagði Charlton að sér virtist vera um skemmtilegra andrúmsloft í 3. deildinni heldur en i hinni fyrstu. Leikmennirnir væru meira í þessu fyrir ánægjuna, eins og hann orðaði það, og væru þakklátir ef árangur næðist. í fyrstu deildinni ætlaði allt af göflunum að ganga ef liðum vegnaði illa. Sheffield Wed. sem nú er við botn inn i 3. deildinni gerir sér miklar vonir um að rifa sig upp þegar Charlton tekur við stjórninni, en þeir sem kunnugir eru málefnum félags ins, segja það illa statt fjárhagslega og ástæðan fyrir þvi hversu því hefur vegnað illa að undanförnu sé fyrst og fremst sú að búið sé að selja alla beztu leikmennina til annarra félaga. Jackío Charllon spuir þui> sú skummli- lejíra andrúmslofl i :i. dcildar kcppninni. — Ég tel það mikinn heiður fyrir mig að Santos skuli sækjast eftir mér, og ég hef vissulega áhuga á þvi að fara itl Brasiliu og leika þar. Eg geri mér þó grein fyrir því að það gæti aldrei orðið langut' tími, og raunar hef ég átt við slæm meiðsli að stríða að und- anförnu. Til þess að leika með Santos þarf maður að ganga heill til leiks, og fái ég mig ekki full- komlega góðan hef ég ekkert til félagsins að gera. Mikið er um að vera hjá Santos þessa dagana. Félagið er á höttum eftir leikmönnum og hefur nýlega keypt nokkra góða leikmenn i heimalandi sínu. Meðal þeirra er hinn 35 ára Carlos Alberto, sem um árabil hefur verið i röð beztu knattspyrnumanna Brasilíu og iék t.d. með brasiiíska landsiiðinu í siðustu heimsmeistarakeppni. Pólsku knattspyrnumennirnir fá 4 miljjónir fyrir að komast í lokakeppnina í Argentínu Með 4:1 sigri sfnum yfir Dönum á dögunum hafa Pólverjar svo gott sem tryggt sér sæti í úrslata- keppni heimsmeistarakeppninn- ar f knattspyrnu sem fram mun fara f Argentfnu næsta sumar. Telja margir Ifklegt að þar muni Pólverjar blanda sér f toppbarátt- una, rétt eins og þeir gerðu f • keppninni f Vestur-Þýzkalandi 1974, er þeir hrepptu bronsverð- launin. Pólska liðið er sagt mjög skemmtilegt um þessar mundir, sterkara en það var f heims- meistarakeppninni og leikmenn þess greinilega f mjög góðri æfingu. Pólsku knattspyrnumennirnir eiga að heita áhugamenn i íþrótt sinni, en fullvist er talið að þeir hafi ekki öðrum störfum að sinna en að æfa og leika knattspyrnu og búi við mun betri kjör en allur almenningur i Póllandi. Þannig er t.d. talið að hver og einn leik- maður landsliðsins fái upphæð sem svarar til 4 milljóna islenzkra króna fyrir það að pólska landslið- ið kemst í lokakeppnina i Argen- tinu, og einnig er talið að leik- mönnunum hafi verið heitið alis konar greiðslum og hlunnindum fyrir að standa sig vel þar. Þegar liðið náði bronsverðlaununum i keppninni i Vestur-Þýzkalandi voru leikmennirnir heiðraðir með íbúðar- og bifreiðagjöfum þegar þeir komu heim. Tveimur árum síðar keppti pólska landsliðið á Olympiuleik- unum i Montreal og hreppti þar silfurverðlaun. Var liðið að mestu skipað sömu leikmönnum og voru í liðinu f heimsmeistarakeppn- inni. Nægðu yfirlýsingar póiskra iþróttayfirvalda að umræddir leikmenn væru allir áhugamenn, og varð af mikill kurr viða. Er reyndar svo komið að allmörg Vestur-Evrópuríki senda ekki lengur lið í Olympíukeppnina, þar sem þau telja vonlaust að tefla fram áhugamannaliðum gegn atvinnuliðum Austur- Evrópu. Pólverjar hafa hins veg- ar þegar ákveðið að taka þátt i Olympíuleikunum i Moskvu 1980, og hyggjast búa knattspyrnulið sitt undir þá þátttöku i beinu framhaldi af heimsmeistara- keppninni i Argentinu. Segja for- ystumenn póiska knattspyrnu- sambandsins þó likiegt að nauð- synlegt verði að gera nokkrar breytingar á liðinu, — ekki végna þess að i þvi séu atvinnumenn, heldur vegna þess að sumir leik- menn þess verði orðnir of gamlir þegar að Moskvuleikunum kem- ur, og því þurfi að yngja liðið upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.