Morgunblaðið - 25.10.1977, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 25.10.1977, Qupperneq 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1977 Sigurganga Notthingham Forest heldur enn áfram - og Tottenham vann 9-0 sigur í 2. deild! NVLIÐARNIR í 1. deild ensku knattspyrnunnar, Notthingham Forest, halda sínu striki í deildinni og unnu á laugardaginn 2—0 sigur yfir Queens Park Rangers í Lundúnum á meðan Liverpool varð að gera sér jafntefli að góðu f leik sínum við Everton. Þar með hefur Notthingham náð tveggja stiga forystu í deildinni og er ekki ólíklegt að Brian Clouh, sem unnið hefur næstum kraftaverk með liðið, geti haldið því á toppnum áfram. Eftir velgengni hans með Nottinghamliðið eru margir farnir á spá því að reynt verði að semja við hann að taka að sér enska landsliðið, en sjálfur segist Clough engan áhuga hafa á því. Mörg úrslit á laugardaginn komu nokkuð á óvart, og þá ekki sízt skellur sem bæði Manchester- liðin fengu í leikjum sínum. Manchester City tapaði sínum fyrsta leik á heimavelli í langan tima, er liðið fékk Úlfana í heim- sókn og United var bókstaflega yfirspilaó af skemmtilegu og ákveðnu liði West Bromwich Albion. Þau úrslit sem vöktu þó hvað mesta athygli á laugardaginn var 9—0 sigur Tottenham Hotspur yfir Bristol Rovers í 2. deildar keppninni, en svo háar tölur eru harla óvenjulegar í ensku knatt- spyrnunní. I þessum leik var það ungur piltur, Colin Lee, sem lék aðalhlutverkið. Þetta var hans fyrsti léikur með Tottenham Hot- spur, sem keypti hann nýlega af 4. deildar liðinu Torquay fyrir 50 þúsund pund. Var Lee óviðráðan- legur í leik þessum og skoraði hann hvorki meira né minna en fjögur mörk fyrir lið sitt. QPR — Notthingham 0—2 Notthingham Forest sannaði rækilega í leik þessum hversu sterkt liðið er orðið undir stjórn Brian Clough. Það var allan tím- ann betri aðilinn og hefði átt að vinna þennan leik með meira en tveggja marka mun. Hvað eftir annað komust leikmenn liðsins í góð færi við mark Q.P.R., eftir skemmtilega útfærðan sóknar- leik, en þeir höfðu ekki heppnina með sér í skotum sínum. Fyrra mark leiksins skoraði Ian Bowyer á 59. mínútu og Kenny Burns breytti stöðunni í 2—0 á 83. min- útu, með skoti beint úr auka- spyrnu. Til marks um yfirburði Notthinghamliðsins í leik þessum má nefna að Peter Shilton í marki Notthingham þurfti aðeins einu sinni að verja það sem kalla mátti skot. Áhorfendurað leiknum voru 24.248. Liverpool — Everton 0—0 í leik þessum tapaði Liverpool í fyrsta skipti stigi á heimavelli sín- um á þessu keppnistímabili, en Evertonliðið hefur verið í mikilli sókn að undanförnu og lék þarna sinn tíunda leik í röó án taps. Leikurinn var fremur þófkennd- ur, en Liverpool var þó betri aðil- ir\n og átti mjög hættulegt færi í fynri hálfleik, en þá skallaði Ray KenWedy í þverslá úr góðu færi. Seinna i leiknum bjargaði svo John Toshaek á línu, eftir að tveir leikmenn Everton höfðu komist inn fyrir vörn Liverpool. Var þetta fyrsti leikur Toshacks í deildarkeppninni í langan tíma, en hann var frá vegna meiðsla og kom fyrst inn í Liverpoolliðið aftur er það lék við Dynamo Dresden á dögunum. Ahorfendur að leik þessum voru 52.000. W.B.A. — Manchester United 4—0 Manchester United fékk þarna sinn annan stórskell á fáum dög- um, en sl. miðvikudag tapaði liðið 0—4 fyrir portúgalska liðinu Porto i Evrópubikarkeppninni. I fyrri hálfleik þessa leiks hrein- lega yfirspilaði W.B.A. gesti sína og skoraði þá þrjú mörk á 11 mínútna leikkafia. David Cross skoraði á 28. og 39. minútu og John Wyle á 36. mínútu. Fjórða mark W.B.A. var skorað á 56. mín- útu er Laurie Cunningham fékk fallega þversendingu frá Mulligan og skaut viðstöðulaust að marki Únited. Þegar staðan var orðin 4—0 jafnaðist leikurinn nokkuð, en W.B.A. var þó áfram meira í sókn og skapaði sér hættu- legri færi. Ahorfendur voru 27.912. Newcastle — Chelsea 1—0 Loks kom að því að Newcastle sigraði í leik, en tíu síðustu leikj- um sínum í 1. deildinni hafði liðið tapað. Eina mark leiksins skoraði Mick Burns með fallegu skoti þegar á 2. mínútu leiksins, og þrátt fyrir ákafa tilburði Chelsea til að jafna tókst það aldrei. Áhorfendur voru 24.000. Manchester City — Wolves 0—2 Tvö mörk sem fyrrverandi landsliðsmaður Englands, John Richards, skoraði á 12. og 45. min- útu færði Úlfunum kærkominn sigur í þessum leik. Var þetta jafnframt fyrsti ósigur Manchest-. er City á heimavelli í 23 leikjum, eða í 13 mánuði. Ahorfendur voru 42.730. West Ham — Aston Villa 2—2 Leikur þessi var mjög fjörugur og vel leikinn af báðum liðum. Náði West Ham tvívegis forystu i leiknum, en tókst samt sem áður ekki að ná nema öðru stiginu og er liðið því enn við botninn í 1. deildinni. West Ham skoraói fyrra mark sitt á 24. mínútu og var þar Tommy Taylor að verki, en Ken McNaught jafnaði mínútu síóar fyrir Aston Willa. Derek Hales, sem nýlega gekk í raðir Jast Ham skoraði fyrsta mark sitt fyrir liðið á 73. mínútu, en fimm mínútum siðar tókst Aston Villa aftur að svara fyrir sig, er Andy Gray áttt hörkudstt af alllöngu færi. Hafði markvörður West Ham, Mervyn Day, hendur á knettinum, en missti hann í netið. Áhorfendur voru 26.599. Bristol City — Arsenal 0—2 Þarna vann Arsenal sinn fyrsta sigur á útivelli á þessu keppnis- timabili og var liðið vel að honum komið. Fyrra markið skoraði hinn 19 ára Graham Rix í byrjun seinni hálfleiks, en 3 mínútum fyrir leikslok bætti svo Malcolm Mac- donald öðru marki við, eftir að hafa leikið nreð knöttinn frá miðju, gegnum vörn Bristolliðs- ins. Áhorfendur voru 25.497. Middlesbrough — Leeds 2—1 Það lék ekki á tveimur tungum að Graeme Souness var maður þessa leiks. Hann var allt í öllu hjá Middlesbrough og skoraði bæði mörk liðsins. Hið fyrra á 11. mínútu og annaó á 76. mínútu. Leeds tókst svo að rétta hlut sinn nokkuó með marki sem Carl Harris skoraði rétt fyrir lok Ieiks- ins. Áhorfendur voru 27.516. Coventry — Ipswich 1—1 Jafntefli var mjög sanngjörn niðurstaða í leik þessum, sem fram fór við erfið skilyrði. Leik- urinn var líka heldur lélegur og bar mest á miðjuþófi. Svolítið líf færðist þó i hann er Paul Mariner skoraði fyrir Ipswich á 50. mín- útu. Fimm minútum síðar jafnaði Tommy Hutchinson fyrir Coventry. Undir lokin hljóp harka í leikinn og var þá þeim Mick Mills og Paul Mariner sýnt gula spjaldið. Áhorfendurvoru 20.014. Norwich — Leicester 2—0 Erfiðleikar Leicester-liðsins Framhald á bls. 27 Markakóngur Arsenalliðsins, Malcolm MacDonald, er nú að ná sér á strik og skoraði hann eitt glæsilegasta markið sem gert var f 1. deildinni á laugardaginn. 1. DEILD L HEIMA ÚTI STIG Nottingham Forest 12 5 1 0 13:2 4 1 1 11:6 20 Liverpool 12 5 1 0 10:0 2 3 1 5:5 18 West Bromwich Albion 12 5 1 0 15:4 2 2 2 9:10 17 Everton 12 3 2 1 9:5 3 2 1 13:5 16 Manéhester City 12 4 1 1 11:4 2 2 2 10:9 15 Norwich City 12 5 2 0 10:4 1 1 3 4:12 15 Arsenal 12 5 1 0 10:1 1 1 4 4:6 14 Aston Villa 12 3 0 3 8:7 2 3 1 8:7 13 Coventry City 12 3 2 1 13:9 2 1 3 7:9 13 Ipswich Town 12 4 1 0 10:4 0 4 3 3:9 13 Wolverhampton Wanderes 12 2 2 2 10:8 2 2 2 8:8 12 Manchester United 11 3 1 1 7:4 2 1 3 8:11 12 Leeds United 12 2 3 1 8:7 1 2 3 11:13 11 Middlesbrough 11 3 2 1 9:6 0 2 3 4:9 9 Birmingham City 11 2 1 2 8:7 2 0 4 4:10 9 Derby County 12 1 3 1 7:5 1 1 5 6:14 8 Chelsea 12 1 3 2 5:5 1 1 4 2:8 8 Queens Park Rangers 11 2 1 3 7:11 0 3 2 5:7 7 Bristol City 11 2 1 3 11:12 0 1 4 0:5 7 West Ham United 11 0 4 2 6:9 1 1 3 7:11 7 Leicester City 12 1 1 4 3:12 0 2 4 1:10 5 Newcastle United 12 2 0 4 8:12 0 0 6 4:14 4 2. DEILD L HEIMA ÚTI STIG Bolton Wanderes 12 5 1 0 12:5 3 2 1 8:5 19 Tottenham Hotspur 12 6 0 0 23:4 1 3 2 4:7 17 Luton Town 12 5 1 0 12:1 2 0 4 9:10 15 Blackpool 12 4 1 1 12:6 2 2 2 9:9 15 Southampton 12 4 3 0 13:6 2 0 3 7:10 15 Brighton and Hove Alhion 12 4 1 0 10:7 2 2 3 9:9 15 Blackburn Rovers 12 4 1 1 9:4 1 3 2 5:9 14 Crystal Palace 12 2 1 3 10:10 3 2 1 10:5 13 Stoke City 12 4 1 1 8:3' 0 4 2 4:6 13 Charlton Athletic 11 5 0 0 15:7 0 3 3 5:14 13 Hull City 12 3 2 1 7:2 1 2 3 4:7 12 Orient 12 3 1 1 11:9 13 3 6:8 12 Sunderland 12 2 2 2 7:6 1 3 2 7:11 11 Sheffield United 12 4 1 1 12:7 0 2 4 5:13 11 Fulham 12 2 3 1 12:6 1 1 4 4:8 10 Oldham Athletic 12 3 2 1 7:5 0 2 4 5:13 10 Millwall 12 1 4 1 6:6 1 1 4 5:8 9 Mansfield Town 12 2 3 2 9:7 1 1 4 5:10 9 Cardiff City 11 2 3 1 7:7 0 2 3 3:10 9 Bristol Rovers 12 2 3 1 10:6 0 1 5 5:21 8 Notts County 12 1 4 1 8:7 0 1 5 6:17 7 Burnley 12 1 3 2 5:6 0 0 6 4:18 , 5 Knattspyrnuúí’slil EN(ÍLAND 1. DEILD: Birminj'ham—Derbv 3:1 Bristoi Citv—Arsenai 0:2 Coventry—Ipswich 1:1 Liverpool—Everton 0:0 Manchester City — YVolves 0:2 IVIiddlesbrough—Leeds 2:1 Newcalstle — Chelsea 1:0 Norwieh — Leicester 2:0 Q.P.R.—Nottingham 0:2 VV.B.A. — ÍVlanchester llnided 4:0 West Ham —Aston Villa 2:2 ENCLAND 2. DEILD: Balckburn—Stoke % 2:1 Brighton—Crvstal Palace 1:1 Blackpool—Luton 2:1 Burríle.v—Hull 1; ] Cardiff — Oldham 1:0 Fulham—Orient 1:2 Mansfield — Sunderland 1:2 Millwall — Sheffield Utd. 1:1 NottsCounty—Charlton 2:0 Southampton—Bolton 2:2 Tottenham—Bristol Rovers 9:0 ENGLAND 3. DEILD: Bradford — Hereford 0:0 Bury—Chesterfield 0:0 Camhridge — Colehester 2:1 Chester — Swindon 1:0 Exeter—Preston 2:0 Gillingham—Carlisle 1:1 Oxford — Plymouth 2:1 Port Vale — Peterborough 0:0 Sheffield Wed.—Lincoln 2:0 Shrewsbury—Portsmouth 6:1 Walsall — YVrexham 0:1 ENGLAND 4. DEILD: (irimsbv—Aldershot l;0 Harlepool—Brentford 3:1 Huddersfiid — Bariislev 2:0 Northampton —Bourneinoulb i:o Reading—Crewe 2:0 Stockport — Swansea 2:,i YVatford — Newport 2: YVimoledon—Southend 1;,. Troquay—Scunthorpe 4:2 SKOTLAND — LRVALSDIILD Avr Utd. — Partick 1:2 Clydehank—St. iVIirren 2:2 Dundee (Jtd. — Celtic 1 £ IVIotherwell—Hibernian 1:0 Rangers—Aberdeen 3:1 SKOTLANI) 1. DEILI): Airdrieonian—Dundee 3:0 Arbroath—Alloa 2:0 Hearls—Dumbarton 2:1 IVIorton—Kilmarnock 0:2 Queen «f the South — Montrose 2:1 St. Johnstone — Hamilton 1:0 Stirling Albion —East Fife 4:1 SKOTLAND2. DEILD: Alhion Rovers —Queens Park 3:3 Berwíck — Forfar 4:1 Brechin — Raith Rovers 4:0 Cl.vde — East Stirling 2:2 Dunfermile — Meadowbank 3:0 Falkirk —Cowdenbeath 2:2 Stranraer — Stenhousemuir 3:0 V-ÞVZKALAND 1. DEILD: Borussia IVIonchengladhack — Bayern IVIiinchen 2:0 Hertha Berlin — VVerder Bremen 2:0 TVS 1860 IVIunchen — Fortuna Diisseldorf 0:1 FC Kaiserslauterr. — VFB Stuttgart 0:4 Hamburger SV — FC Saarbruecken 1:2 Schalke04—VFLBochum 3:1 MSV Duisburg — FC Köln 1:2 Borussia Dortmund — Eintracht Braunswirk 2:0 Eintracht Frankfurt — St. Pauli Hamhurg 5:2 Eftir 12 umfenlir hefur FC Schalke for- ystu í deildinni med 17 stig, FC Köln er með 16 stig, en síðan koma FC Kaiserslautern með 15 stig, Eintracht Frankfurt moð 14 stig og Eintrarht Braunswick með 14 stig. AUSTl RRlKI 1. DEILD: Linzer ASK — Rapid Vin 1:3 Austria Vln—(irazerAK 3:0 Admira YVacker — Vin 2:0 Sportclub Vín — SSYV Innsbruck 1:0 Sturm (iraz — Voeest Linz 5:2 Eftir 11 umferðir í deildinni hefur SSYV Innsbruck forystu með 14 stig. en síðan koma Rapid Vfn með 13 stig og Sturm (iraz og Vln nu*ð 12 stig. L'NGVERJALAND 1. DEILD: Csepel — Zaláegerszeg 1:2 Vasas — Diosgyoer 3:0 MTK VM — Honved 3:2 Pecs — Ferencvaros 1:0 Szekesfehervar — Ljpest Do/sa 1:4 Bekescasaha — Videoton 1:1 Tatabanya — Raba Eto 1:1 Dunaujvaros — Kaposvar 2:1 Szom bat hclv — Szeged 3:2 Staðan að loknum 9 umferðum er sú að Ujpest Dozsa hefur 15 stig, MTK VM er með 14 stig, en síðan koma Vasa með 13 stig, Tatabanya með 12 og Vidcoton með 10 stig. #* V.#'

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.