Morgunblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1977
Örn og Örlygur:
Kennslubók í skák
fyrir unga byrjendur
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur
hefur sent á markað kennslubók í
skák, sem Guðmundur Arnlaugs-
son, rektor, hefur þýtt. Nefnist
hún „Skák fyrir unga byrjendur
— ný aðferð til að læra að tefla“.
Höfundar eru Eilliam T. McLeod
og Ronald Mongredien.
í tilkynningu frá útgáfunni seg-
ir m.a. um bókina: Kennsluaðferð
bókarinnar er með nýstárlegum
hætti. Rætt er um einn mann i
senn og sýndur fjöldi leikja til
Tryggvi Emilsson:
Studningur við
baráttu BSRB
í kjarabaráttu opinberra starfs-
manna, sem stefnir að því að rétta
hlut þeirra lægst launuðu og
tryggja sér þau sjálfsögðu mann-
réttindi sem verkfallsrétturinn
er, er mér efst i huga að barátta
þeirra er i öllu eðli sínu sú sama
og okkar Dagsbrúnarmanna og að
nái þeir ekki fram sínum rétti þá
verður okkur þyngri róðurinn.
Ég tel baráttu þeirra svo ná-
skylda okkar verkafólksins og
okkur beri nauðsyn til að ganga
fram við hlið þeirra og veita þeim
allan þann stuðning, sem við get-
um í té látið. Við munum okkar
eigin baráttu og hversu oft var
lögð á það rík áhersla að sundra
röðum okkar.
Eg virði og met mikils þá menn
sem standa nú á verkfallsverði
opinberra starfsmanna og óska
þeim allra heilla, þeirra ávinning-
ar eru jafnframt okkar sigrar.
Reykjavík 24. október 1977,
Tryggvi Emilsson.
—BSRB
Framhald af bls. 48
fram samfara endurskoðuninni
vegna harðrar andstöðu og ólik-
legra væri með hverjum deginum,
að unnt yrði að ná þessu ákvæði
með verkfallsréttinn að þessu
sinni. Hins vegar væri krafa er
tryggði endurskoðun með öðrum
hætti.
I viðræðum, sem Morgunblaðið
hefur átt við ýmsa samninga-
nefndarmenn BSRB hefur komið
fram og ber þeím öllum saman
um það, að bandalagið hafi fyrir
nokkrum dögum fallið frá kröf-
unni um verkfallsrétt í endur-
skoðunarákyæði samningsins.
Um helgina hefur samninga-
gerðin verið þannig, að fundur
var boðaður klukkan 16 á laugar-
dag eins og áður hefur verið skýrt
frá. Við upphaf fundar efndu all-
margir félagar úr BSRB til mót-
mælastöðu við anddyrí Háskól-
ans. Hófu þeir að safnast þar sam-
an klukkan 15.30, en hurfú á brott
um klukkan 17. Var þar allmargt
manna. Þessi fundur stóð með
kvöldverðarhléi fram til klukkan
tæplega 02.30 og var þá ákveðið
að samninganefndir hittust að
nýju klukkan 11.30 á sunnudags-
morgun. Sá fundur stóð aðeins i
klukkustund og var enn ákveðið
að aðilar hittust klukkan 16. Sá
fundur stóð siðan til klukkan 03 í
fyrrinótt og hafði þá lítið sem
ekkert áunnizt.
A sáttafundinum aðfararnótt
mánudagsins, virtist svo sem
samninganefndarmenn BSRB
væru að herðast í afstöðu sinni til
samninga. Þeir sátu á alllöngum
fundum í hátíðasal Háskólans og
þess að æfa sig á. A bókarkápu
segir, að sé fylgt leiðbeiningunum
stig af stigi þá geti byrjendur
strax náð tökum á leiknum og
orðið slygnir skákmenn.
Skák fyrir unga byrjendur er
ríkulega skreytt skýringarmynd-
um og eru þær teiknaðar á tákn-
rænan hátt og úr garði gerðar til
að laða fólk til frekari athugunar.
Skák fyrir unga byrjendur er
filmusett í prentsmiðjunni Odda
hf. en prentuð hjá Collins i
London.
mátti heyra lófatak annað slagið
frá fundinum. Að sögn samninga-
nefndarmanna var það er menn
stigu i ræðustól og voru kjarnyrt-
ir í máli. Líktu nokkrir samninga-
nefndarmenn BSRB þessum
fundi við framboðsfundi, þar sem
menn héldu æsingaræður hver i
kapp við annan. A sunnudag, síð-
degis, höfðu ráðherrarnir óskað
eftir því að breytt yrði um við-
ræðuform og tveir menn frá hvor-
um deiluaðila fengju fullt umboð
til viðræðna og yrðu umræðurnar
þeirra í milli, en síðan yrði árang-
ur borinn undir aðra samninga-
menn. Samkvæmt upplýsingum,
sem Morgunblaðið aflaði sér mun
það hafa verið vilji fundarins að
þeir Kristján Thorlaeius og Har-
aldur Steinþórsson færu til þess-
ara funda með ráðherrunum
tveimur, en áður en það var end-
anlega ákveðið bað Kristján
Thorlacius um að þeim yrði ekki
veitt neitt umboð af samninga-
nefndinni. Kvaðst hann frábiðja
sér allt umboð. Varð þá úr að þeir
Kristján og Haraldur voru kjörnir
til viðræðna við ráðherrana en án
þessa umboðs sem ráðherrarnir
höfðu óskað eftir. Var í lok fund-
arins ákveðið að þeir myndu
hefja viðræður við ráðherrana
klukkan 10 næsta dag, sem var í
gær.
Að sögn samninganefndar-
manna í nefnd BSRB fór ýmislegt
í handaskolun i þeirri fram-
kvæmd viðræðnanna, sem viðhöfð
var á sunnudag. í eitt skipti kom
upp á daginn, að allir reikningar,
sem framkvæmdir höfðu verið,
voru rangir. Varð að kalla til hag-
fræðing Alþýðusambands ís-
lands, Ásmund Stefánsson, sem
kom og yfirfór útreikninga BSRB.
Höfðu nokkrir samningamenn á
orði að sitthvað væri að reikna
4% hækkun og4% lækkun kaup-
taxta — en það mun ekki öllum
hafa verið ljóst. Þá var talsvert
skipulagsleysi á fundarstjórn hjá
BSRB og mun nefndin oftar en
einu sinni hafa eytt umtalsverð-
um tíma í að ræða mál, sem þegar
höfðu verið afgreidd frá henni.
M.a. vegna þessa komu fram óskir
um breytt vinnubrögð og á árdeg-
isfundinum milli ráðherranna
Matthíasar A. Mathiesen og Hall-
dórs E. Sigurðssonar annars veg-
ar og Kristjáns Thorlacius og Har-
alds Steinþórssonar hins vegar,
sem haldinn var í gær, tókst sam-
komulag um skipan 5-manna við-
ræðunefnda frá hvorum aðila. í
BSRB-nefndinni voru kjörnir:
Kristján Thorlacius, Haraldur
Steinþórsson, Einar Ólafssón,
Ágúst Hafberg og Valgerður
Jónsdóttir. I 5-manna nefnd ríkis-
ins voru ráðherrarnir en að auki
Höskuldur Jónsson, Þorsteinn
Geirsson og Indriði Þorláksson.
BSRB-nefndin mun hafa umboð,
sem takmarkast af ákveðnum
ramma.
Nefndirnar áttu síðan fund með
sér í gær síðdegis og að loknum
fyrsta fundinum var gert kvöld-
verðarhlé. Hittust síðan 5-
mannanefndirnar aftur klukkan
20.30, en samninganefnd BSRB,
60 manna nefndin, var boðuð til
sáttafundar klukkan 22.30.
Á blaðamannafundi í gær var
Kristján Thorlaeius spurður að
því hvaða háttur yrði hafður á, er
verkfalli yrði aflétt og samningar
hefðu tekizt. Kristján sagði að í
lögum BSRB væri gert ráð fyrir
að stjórn og samninganefndin af-
léttu verkfalli á sama hátt og þau
boðuðu þau. Þegar samningar
hins vegar tækjust nú myndu
samningar verða urfdirritaðir með
fyrirvara um samþykki félaga, en
leitað yrði samkomulags við fjár-
málaráðherra um frestun verk-
fallsins strax og kjarasamning-
arnir hafa verið undirritaðir og
sú frestun gilti þar til niðurstöður
lægju fyrir úr atkvæðagreiðslum
um samningana í félögunum.
— Þrjú slys
Framhald af bls. 2
Einn maður varð fyrir minni hátt-
ar meiðslum þegar fimm bílar
lentu i árekstri á mótum Bústaða-
vegar og Eyrarlands og tveir öku-
menn og farþegi urðu fyrir
meiðslum, þegar bílar rákust
saman á mótum Kringlumýrar-
brautar og Hafnarfjarðarvegar.
Loks var bifreið ekið á ljósastaur
á Grensásvegi við Ármúla um sjö-
leytið á laugardagskvöldið og var
ökumaðurinn fluttur á slysadeild.
Hann mun ekki hafa meiðst
mikið.
— Geirfinnsmál
Framhald af bls. 48
kváðu upp úrskurðinn í Hæsta-
rétti en Ingibjörg Benediktsdóttir
fulltrúi sakadóms Reykjavíkur
kvað upp úrskurðina, sem stað-
festir voru.
— Söluskattur
Framhald af bls. 48
kvæmdastjóri Verzlunarráðs,
sagði i samtali við Mbl. að ástæð-
ur þessarar beiðni væru meðal
annars þær. að greiðslur til fyrir-
tækja, sem selja gegn afborgun-
um, væru nú fastar i bönkum og
annars staðar, og einnig fengju
fyrirtæki, sem selja ríkinu vörur
og þjónustu, ekki greidda reikn-
inga og ættu því mörg fyrirtæki
inni hjá ríkinu hærri upphæðir
en næmi þeim söluskatti, sem fyr-
irtækin ættu að skila. Sagði Þor-
varður ljóst, að vegna þessa
myndu fyrirtæki ekki geta staðið
í skilum með söluskatt í dag og
þvi hefði beiðni um frestun ein-
daga verið borin fram.
— Lögbann
Framhald af bls. 48
manns hans, Einar Ingi-
mundarsonar bæjarfógeta,
af máli þessu og fógeti
settur í hans stað.
ísal óskaði lögbanns á aðgerðir
verkfallsvarðanna á föstúdaginn,
eftir að þeir höfðu meinað skip-
inu að leggjast að bryggju þrátt
fyrir að leyfi bæjarfógeta þar að
lútandi lægi fyrir. Lögmaður Isal,
Guðmundur Pétursson hrl., lagði
fram greinargerð sína fyrir helgi
en Guðmundi Ingva var veittur
frestur til mánudags. I greinar-
gerð Guðmundar Ingva, lögmanns
BSRB, eru m.a. rakin afskipti
Einars Ingimundarsonar bæjar-
fógeta af málinu og dregið í efa
lögmæti þeirrar ákvörðunar hans
að leyfa súrálsskipinu að leggjast
að bryggju í Straumsvík síðdegis
á föstudag. Verði að gera þá
kröfu, með hliðsjón af afskiptum
bæjarfógetans, að undirmaður
hans víki sæti sem fógeti í mál-
inu, þar sem telja beri hann van-
hæfan til starfans vegna afskipta
yfirmanns hans af málinu.
Það, sem fyrir liggur næst í
málinu, er að Már Pétursson úr-
skurði hvort honum beri að víkja
sæti í málinu eða ekki. Sagði Már
í samtali við Mbl. -í gær, að hann
myndi kveða upp úrskurð um
þetta atriði klukkan 11.30 í dag,
þriðjudag. Urskurðinum má
skjóta til Hæstaréttar á hvorn
veginn sem hann verður og getur
því orðið bið á því að lyktir fáist í
þessu Iögbannsmáli.
Súrálsskipið Radiant Ventura
liggur fyrir festum út af Straums-
vík.
— Flugleiðir
Framhald af bls. 48
þeirra tæplega 200 Islendinga
sem biðu fars heim í New York.
,,Það er ekki hægt annaö en að
hjálpa þessu fólki heim,“ sagði
Sveinn. „Mjög margir eru orðnir
illa haldnir vegna féleysis og það
er hreinlega ekki hægt að láta
fólkið velkjast svona um erlendis
félítið og félaust.“ Þessi flugvél
verður fyrst um sinn notuð til
æfingaflugs hér á landi áður en
hún verður sett inn í áætlunar-
flugið.
Sveinn Sæmundsson sagði, að í
gær hefðu 433 íslendingar beðið
heimferðar með Flugleiðum er-
lendis.
— 0 —
Nokkrar undanþágubeiðnir
liggja fyrir hjá verkfallsnefnd
BSRB en nefndin hefur haldið að
sér höndum með að veita undan-
þágur, þar sem samkomulag hef-
ur þótt í sjónmáli. Engu að síður
hefur orðið lengra i samkomulag-
ið en menn hugðu, og sögðu verk-
fallsnefndarmenn, aó ef svo héldi
fram sem nú horfði enn um sinn
yrði ekki komist hjá þvi að taka
afstöðu til einstakra beiðna, sem
fyrir liggja.
Hér er einkum átt við beiðni
Flugleiða um undanþágu til að fá
að fara þrjár ferðir, þ.e. millilend-
ingu á leiðinni New York —
Luxemborg og auk þess ferðir Is-
land — Glasgow — Kaupmanna-
höfn og tsland — London.
Hingað til hefur verkfallsnefnd
veitt Flugleiðum undanþágu til
að fara þrjár ferðir milli Islands
og Evrópu með Boeing 727 þotum
auk þess sem flugvél var heimilað
að millilenda hér með 100 far-
þegar frá New York, þegar veitt
hafði verið undanþága til að taka
hér sjúklinga. Á sama hátt hefur
Arnarflug fengið undanþágu til
að fara þrjár ferðir.
— Rækjuveiðar
Framhald af bls. 48
en rækjuveiðar áttu að hefjast
hinn 21. október að undangeng-
inni seiðarannsókn. hafrann-
sóknaskipsins Drafnar, sem ekki
hefur komizt úr höfn sökum ólög-
legra hindrunar verkfallsvarða
B.S.R.B. Smábátafélagið Huginn
átelur B.S.R.B. harðlega fyrir
þessar aðgerðir. Una sjómenn því
illa að láta stétt þessa draga sig
inn í afleiðingar verkfallsins og
má m.a. benda á það að meðlimir
B.S.R.B. hirða ávallt sín laun þeg-
ar sjómenn heyja sín verkföll.
Ennfremur ásakar smábátafélag-
ið Huginn sjávarútvegsráðuneyt-
ið fyrir linkind í þessum málum,
að leyfa ekki að hefja veiðar, þar
sem rækjusjómenn höfðu skuld-
bundið sig til að telja ýtarlega öll
seiði er í vörpu kynnu að koma og
gefa um það skýrslu og jafnframt
að stöðva veiðar ef nauðsynlega
þyrfti, færi seiðamagn yfir
ákveðnar viðmiðunartölur".
Sigurjón Hallgrímsson, stjórn-
arformaður í smábátafélaginu
Huginn, sagði í samtali við Mbl.,
að sú breyting hefði nú orðið, að
hluti af Djúpinu hefði verið opn-
aður fyrir rækjubátana til að
hleypa þeim af stað og myndu
menn fara á miðvikudagsmorgun.
— Lögreglu-
menn
Framhald af bls. 2
bættið í Reykjavik heyrði ekki
undir forsætisráðuneytið, en Páll
sagði að sér væri ekki kunn frek-
ari atriði málsins.
Morgunblaðið hafði samband
við Björn Sigurðsson, formann
Lögreglufélagsins, og spurði hann
um tildrög þessa máls. Björn kvað
þessa samþykkt fyrst og fremst
hafa verið gerða í því skyni að
lýsa allri ábyrgð á hendur stjórn-
ar félagsins og þá sérstaklega
hann sjálfan sem formann þess í
þeim tilfellum sem einstakir lög-
reglumenn kynnu að hafa framið
agabrot samkvæmt túlkun yfir-
manna lögreglunnar, því að af
hálfu félagsins hefðu verið send
út bréf á vinnustaði lögreglunnar
með fyrirmælum hvernig þeir
skyldu haga starfi sínu í verkfall-
inu.
Björn var spurður um afskipti
forsætikráðherra af málinu en
Björn kvaðst aldrei sjálfur hafa
borið það út að forsætisráðherra
hefði hafl afskipti af þessu máli,
en því væri ekki að neita að hann
hefði heyrt flugufregnir um þau
innan lögregluliðsins.
Morgunblaðið sneri sér þá til
lögreglustjórans i Réykjavík,
Sigurjóns Sigurðssonar, og spurði
hann hvort hann hefði fengið
fyrirmæli um það frá forsætirs-
ráðherra að láta skrifa niður ein-
staka lögregluþjóna sem gerzt
hefðu sekir um agabort. Sigurjón
kvaðst hvorki hafa fengið fyrir-
mæli um slikt frá forsætisráð-
herra, öðrum ráðherrum né
stjórnarráðinu yfirhöfuð og væru
þetta því staðlausir stafir.
— Mjór er
mikils vísir
Framhald af bls. 14.
sem nýr skóli leyfði sér að leggja
á nemendur. Margir hafa barið
sér á brjóst nemendum til samlæt-
is yfir þessari áþján. Loks batt
Magnús Torfi Olafsson enda á
þennan barlóm með því að kippa
z-unni út úr málinu og stofnhljóð-
unum með. Minna mátti ekki
gagn gera. Þetta er sorglegt dæmi
um mistök velunnara gegn eftir-
Iæti sínu.
Margir lustu upp fagnaðarópi
við þetta tækifæri. En þeir eru
líka ófáir, sem ekki vilja sætta sig
við þessa óvægilegu aftöku og þá
málvönum, er kom í kjölfarið. Ég
legg til að málið verði tekuð upp
að nýju og sem fyrst og að z eða
stofnhljóð hennar kennd í barna-
skólum. Mér virðist reynsla benda
til, að getan og viljinn til þess að
læra þetta tiltekna atriði sé í réttu
hlutfalli vð aðrar námsgreinar.
Börn eru líka alltaf að læra eitt-
hvað nýtt og að jafnaði ekki mjög
fordómafull.
Ég nefndi fyrr í þessari ritsmið,
að e.t.v. væru einhvers staðar
vegaskil til þess að velja eða
hafna z s.s. i miðmyndarending-
um sagna.
Ég hef helgað stafsetningu
þetta greinarkorn. Ekki vegna
þess að hún sé mér hugstæðari en
aðrir þættir islenzks máls heldur
af því að hún er í brennidepli
líðandi stundar og nemendur og
kennarar vilja ekki að þetta mál-
efni, sem varðar þá og auðvitað
alla þjoðina svo mjög, sé lengur
eins konar leikfang stjórnmála-
manna og fjölmiðla. Það verður
að taka ákveðna og varanlega
stefnu í þessu máli og það sem
fyrst áður en meiru er spillt. Og
það þarf að ætla móðurmálinu
meira rúm i námsskránni, ef vel á
að vera.
Ég hef góðan vilja tii þess að
bæta hér við öðrum pistli um mál-
fræði, en það verður að bíða ann-
ars tíma. En ég get ekki látið vera
að drepa lítillega á kommusetn-
ingu. Ég hef aldrei verið hænd að
ströngum kommusetningarregl-
um, heldur reynt af veikum mætti
að fylgja aðalreglum og málskyni.
En þegar ég nú er að verða torlæs
á stafsetningarverkefni fyrir
nemendur mína (einkum 1976)
sakir greinarmerkjaleysis, hljóta
forráðamenn um kommusetningu
að hafa gengið fulllangt í hlut-
verki sínu. I námsskrám síðari
ára og fyrirmælum fræðsluyfir-
valda er kénnurum gert að leggja
mikla alúð við lestrarlag nem-
enda, þegar tilteknum lestrar-
hraða er náð. Með lestrarlagi á ég
við áherzlur og blæbrigði raddar
eftir efni og setningaskipan. Um
þetta er gott eitt að segja. En
samtímis er mjög fækkað greinar-
merkjum, sem eru þó þær vörður,
er lesandinn hefur helztar að
styðjast við.
Vissulega má finna lestrarefni
með alltof mörgum greinarmerkj-
um, svo að auðlesið verði. En hér
má á milli vera. Auk þess leiðist
mér ósamræmi í fyrirmælum.
Þegar glíman, sem felldi z-una
úr málinu, stóð sem hæst gengu
fulltrúar fjölmiðla fyrir fölk og
spurðu um álit þess á málinu.
Svörin voru margvísleg eins og
fólkið. I viðtali, sem Morgunblað-
ið hafði við Baldur Jónsson lektor
þ. 5. september 1973, segir svo
orðrétt: „Yfirleitt er það mikill
ábyrgðarhluti að breyta stafsetn-
ingu ogþað gera menningarþjóðir
ekki nema þær séu til þess neydd-
ar. Þetta veldur miklu meira
raski en menn koma auga á í
fljótu bragði." (Tilvitnun lýkur).
Ég tek undir þessi orð af heil-
um hug og vona að þau megi
verða forráðamönnum leiðarljós í
nútíð og framtíð.
Reykjavik 11. okt. 1977.