Morgunblaðið - 25.10.1977, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1977
31
flokki sínum þvi svartsýnni var
hann á að málefni Valfrelsis
næðu fram að ganga. t sama hópi
voru þeir fáu, sm lýstu beinni
andstöðu við málefni Valfrelsis.
Engir þeirra hafa sent Valfrelsi
skrifleg svör.
7. Valfrelsi hefur ekki starfað
sem sjórnmálaflokkur hingað til.
Hins vegar getur komið upp sú
staða að félagið sjái sér ekki ann-
að fært en að beita sér fyrir stofn-
un stjórnmálasamtaka sem bjóði
fram sjálfstæðan lista í næstu Al-
þingiskosningum, til að gefa kjós-
endum kost á að láta álit sitt i ljós
á baráttumálum félagsins. Megin-
orsök þessa, ef til kæmi, er sú
tregða sem foringjar stjórnmála-
flokkanna hafa sýnt gagnvart
jafn sjálfsögðum réttindamálum
almennings sem meginmálefni
Valfrelsis eru. (Lítið varð úr
efndum þeirra sem fyrir 4 árum
höfðu (munnlega) lofað stuðn-
ingi).
8. Valfrelsi hefur ákveðið að leita
álits allra frambjóðenda i næstu
Alþingiskosningum. Verður það
gert að loknum prófkjörum, um
eða fyrir næstu áramót. Að fengn-
um svörum frambjóðenda við
spurningum um a) persónulega
afstöðu til baráttumála Valfrelsis
og b) hvort þeir séu tilbúnir að
beita sér fyrir því á Alþingi, að
löggjöf um persónubundnar kosn-
ingar og almennar atkvæða-
greiðslur eða skoðanakannanir
um mikilvæg málefni verði sett,
mun Valfrelsi taka ákvörðun um,
hvort og hverja félagið muni
styðja í kosningunum eða hvort
það sjái sig knúið til að beita sér
fyrir stofnun stjórnmálasamtaka,
sem þá bjóði fram lista í eigin
nafni. En ef svo fer að Valfrelsi
ákveði að bjóða fram sjálfstæðan
lista, verður efnt til prófkjörs
meðal almennings i öllum kjör-
dæmum um frambjóðendur.
F.h. Valfrelsis
Sverrir Runólfsson, (ábyrgðar-
maður).
Athugasemd
frá BSRB
t MORGUNBLAÐINU laugardag-
inn 22. okt. s.I. er viðtal við Óskar
Vigfússon formann Sjómanna-
sambands tslands, sem ber fyrir-
sögnina „Framkoma BSRB gagn-
vart sjómönnum er fráleit".
I viðtalinu segir m.a.:
„Að því er Óskar sagði, fer Sjó-
mannafélag Reykjavíkur að
mestu með málefni sjómanna á
flutningaskipunum, og hefðu full-
trúar þess ásamt fulltrúum Far-
manna- og fiskimannasambands
íslands gengið á fund verkfalls-
nefndar og farið þess á leit að
skipunum yrði hleypt upp að, en
svarið hefði verið blákalt nei.
Það er enn fráleitara að láta
þetta verkfall bitna á sjómönnum,
sem eiga engan þátt í þvi, en
sjómennirnir eru langtimum sam-
an fjarri fjölskyldum sínum.“
Vegna þess sem haft er eftir
formanni Sjómannasambands is-
lands vill verkfallsnefnd BSRB
taka fram eftirfarandi:
1. Verkfallsnefnd BSRB hefur
frá upphafi leitast við af fremsta
megni að láta verkfallið bitna sem
minnst á launþegum annarra
stéttarfélaga.
Þó er ljóst að verkall vitnar ætíð á
fleiri aðilum en þeim sem verk-
fallinu er beint gegn hverju sinni.
2. Ljóst er að það myndi draga
stórlega úr áhrifamætti verkfalls
BSRB, ef skipin sem nú liggja á
Ytri-höfninni yrðu tollafgreidd.
Með þvi yrði dregið verulega úr
þeim þrýstingi á stjórnvöld sem
verkfallinu er ætlað að hafa. Slikt
yrði ekki til að flýta fyrir lausn
kjaradeilunnar.
3. Samkv. 19. gr. I. nr. 59/1969
um tollheimtu og tolleftirlit er
óheimilt að leggja aðkomuskipi að
hryggju fyrr en að fengnu leyfi
tollgæzlunnar, þ.e. að lokinni toll-
afgreiðslu. Tollafgreiðsla getur
ekki farið fram vegna verkfalls
tollvarða.
Verkfallsnefnd BSRB brestur al-
gjörlega heimild til að leyfa
skipunum, sem nú eru á Ytri-
höfninni, að leggjast að bryggju
án tollafgreiðslu. Með þvi væri
verkfallsnefnd að veita undan-
þágu frá ísl. lögum, og má ljóst
vera, að til þess hefur nefndin
enga heimild.
4. í verkfalli BSRB hefur al-
mennt verió mjög góð samvinna
við önnur stéttarfélög og þau
vandamál sem upp hafa komið
gagnvart félagsmönnum þeirra
hefur yfirleitt tekist að leysa, án
þess að við grundvallarþáttum
verkfalls BSRB væri hróflað.
1 ljósi þess sem að framan
greinir væntir BSRB þess, að góð
samvinna megi verða vió stéttar-
samtök sjómanna.
Samúð með baráttu
fyrir styttum vinnutíma.
Eftirfarandi tillaga frá Pétri
Péturssyni ftr. Starfsmannafél.
rikisútvarpsins var einróma sam-
þykkt á síðasta þingfundi.
13. þing B.S.R.B. 1950 lýstir yfir
samúð sinni meó sjómönnum i
baráttu þeirra fyrir 12 stunda
hvíld á sólarhring.
Yfírlýsing frá Vaifrelsi
Samþykkt af framkvæmdanefnd
Valfrelsis.
Herra ritstjóri:
Við biðjum yður að birta eftir-
farandi í blaði yðar:
1. Allt frá stofnun Valfrelsis,
hinn 1. des. 1969 hefur félagið
aðallega unnið að því að kynna
tvö málefni meðal almennings og
ráðamanna og afla þeim fylgis,
þ.e. a) að persónubundnar kosn-
ingar (bæði til Alþingis og sveita-
stjórna) verði teknar upp og b)
að sett verði löggjöf um almennar
aðkvæðagreióslur (þjóðarat-
kvæði) og skoðanakannanir, sem
skylt sé að taka tillit til að meira
eða minna leyti við ákvarðana-
töku.
2. Valfrelsi mun styðja, bæði
Starfsmannafélag
Ríkisútvarpsins:
Fullur studn-
ingur við samn-
ingamenn
Starfsmannafélag Ríkisút-
varpsins hefur sent Morgunblað-
inu eftirfarandi fréttatilkynn-
ingu:
Fjölmennur félagsfundur í
Starfsmannafélagi Ríkisútvarps-
ins haldinn í Reykjavík laugar-
daginn 22. okt. 1977 lýsir fullum
stuðningi við samningamenn
félagsins i kjaradeilu opinberra
starfsmanna og ríkisvaldsins,
þakkar þeim ötult starf að hags-
munamálum félagsmanna og
hvetur þá til eindreginnar varð-
stöðu um hagsmuni BSRB, hér
eftir, sem hingað til. Jafnframt
skorar fundurinn á alla félaga, að
þeir, hver og einn, sýni i verki
samstöðu og hviki hvergi, unz
sigri er náð.
Fundurinn telur algerlega
ófullnægjandi þau tilboð sem
ríkið hefir lagt fram og lýsir yfir,
að ekki kemur til greina, að fall-
ast á neinskonar tilsslakanir, er
taka mið af Reykjavíkursamning-
um. Fullur samnings- og endur-
skoðunarréttur er meginkrafa,
sem hvergi ber að hvika frá.
leynt og ljóst, þá stjórnmála-
flokka og frambjóðendur sem
taka munu ofangreind tvö mál-
efni á stefnuskrár sínar. (Við síð-
ustu Alþingiskosningar m.a. lýsti
félagið yfir stuðningi sinum við
tiltekinn stjórnmálaflokk, en for-
ingjar hans höfðu þá lofað
(munnlega) að taka upp málefni
Valfrelsis innan síns flokks og á
Alþingi).
3. Með því að stuðla að því að
fyrrnefnd tvö málefni verði lög-
fest sem virkir þættir i íslenskri
stjórnskipan hyggst félagið ná
fram meginmarkmiðum sínum
sem er að efla og bæta lýðræðis-
fyrirkomulagið.
4. Með þvi að auka þátttöku og
þar með áhrifavald almennings á
stjórnun ríkis og sveitarfélaga
leiðir, að hinum kjörnu fulltrúum
og ráðnu embættismönnum er
veitt aukið aðhald vió stjórnunar-
athafnir sem aftur veldur því að
þeir leiðast síður út í vafasamar
ákvarðanatökur. Af þessu leióir
að áhrif sérhagsmunahópa og
klíkuvald stórminnkar en al-
menningsheill og -hagsmunir
munu beinlinis ráða úrslitum við
ákvarðanatöku ráðamanna.
5. Félagar Valfrelsis hafa ólikar
stjórnmálaskoðanir. Sumir þeirra
eru virkir félagar í stjórnmálafé-
lögum, og sitja nokkrir m.a.s. i
stjórnum þeirra. Stefna Valfrelsis
hefur verið sú a) að vinna mál-
efnum þess fylgi innan starfandi
stjórnmálafélaga og -flokka, og b)
að kynna málefni þess i fjölmiðl-
um og á opinberum umræðufund-
um. (Prófkjör um frambjóðendur
er spor í rétta átt og má ef til vill
rekja að meira eða minna leyti, til
áhrifa Valfrelsis).
6. Valfrelsi hefur bæði munnlega
og skriflega haft samband við
flesta eða alla núverandi alþingis-
menn til að kynna þeim málefni
félagsins og til að öðlast vitneskju
um hvað afstöðu þeir hefðu gagn-
vart persónubundnum kosning-
um og almennum atkvæðagreiðsl-
um um mikilvæg málefni. Flestir
hafa lýst sig, í fremur loðnum
svörum, persónulega fylgjandi
málefnum Valfrelsis, en i ljós
kom berlega að því meiri völd eóa
áhrif sem viðkomandi hafi i
ÞESSAR telpur, Þurlður ÞórðardAttir, Harpa Erlingsdóttir og
Margrét S. Jörgensdóttir, efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrkt-
arfélag vangefinna, að trabakka 4 f Breiðholtshverfi. A myndina
vantar eina úr hópnum, sem að fyrirtækinu stóð, en hún heitir
Anna Marfa Þórðardóttir. Telpurnar söfnuðu alls rúmlega 5200
krónum.
ÞESSAR telpur efndu til hlutaveltu vestur við Ægissfðu til ágóða
fyrir Styrktarfélag vangefinna og söfnuðu þær 6400 krónum.-
Telpurnar heita: Guðbjörg Auður Benediktsdóttir, Laufey Sig-
urðardóttir, Iris Þórisdóttir og Svava Kristfn Þórisdóttir.
Búið bílinn undir veturinn
Við bjóðum eftirtalda þjónustu í því skyni fyrir lágt verð,
kr. 8.800 fyrir 4 cyl bíl og kr. 10.300 fyrir 6 eða 8 cyl
1. Mótorstilling
Stilltir ventlar
Head hert
Blöndungur hreinsaður
Bensínkerfið athugað
Bensindæla hreinsuð
Kerti athuguð
Þjöppun mæld
Platinur stilltar
Kveikjuþétti athuguð
Kveikjuþræðir athugaðir
Kveikjulok og hamar athugað
Kveikja smurð
Viftureim athuguð
Loftsía athuguð
Frostlögur mældur
2. Undirvagn
Púströr athugað
Höggdeyfar athugaðir
Athugað hvort leki úr mótor,
gírkassa eða drifi
3. Tengsli stillt
4. Þurrkuarmar
og rúðusprautur
athugaðar
5. Stýrisgangur
Slit í stýrisupphengju athuguð
Slit í spindlum athugað
Slit í miðstýrisstöng athugað
Slit í stýrisvél athugað
6. Hemlar
Vökvamagn athugað
Hemlaátak jafnað
Handhemill athugaður
7. Ljós athuguð
HILDA HF. Suðurlandsbraut 6
Kaupum
lopavörur
Móttaka þriðjudaga, miðvikudaga
og fimmtudaga kl. 10—3.
Símar 34718 og 81699.