Morgunblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1977 Skýrsla um rannsóknir á laxa- og silungsstofnunum á Laxalóni AÐ ÓSK Skúla Pálssonar á Laxalóni birtist hér skýrsla, sem Frank Bregnballe fiskeldisfræöingur sendi honum eftir veru sína hér á landi og rannsóknir í fiskeldisstöð- inni að Laxalóni í júlí s.l. Í bréfi til Skúla vekur Bregnballe athygli á, að hann hafi starfað sem fiskeldis- fræðingur í 16 ár, verið ráðunautur við fiskirækt og stjórnað tilraunum á vegum ríkisins s.l. 6 ár. Þá hafi hann og verið lektor við Árósarháskóla í 9 ár og einnig starfað við Landbúnaðarháskólann i Kaupmannahöfn, þar sem hann hefur verið prófdómari í fiskisjúkdóma- fræði. Fiskeldisstöðin var skoðuð 1—2 sinnum á dag dagana 7—11. júli 1977. 8. júli var framkvæmd með smásjá mjög ítarleg rannsókn á laxi, silung og regnbogasilungi, og tók rannsóknin á laxinum um 6 tíma, silungi 1 tíma og regnboga- silungi 'A tíma. 1. Almennt heilbrigðisástand verður að telja ágætt. Dauði er óverulegur, og aðeins örfáir fisk- ar eru óeðlilegir í útliti og hátt- um. Nær allir fiskar í kerunum hafa þó of stutta kviðarugga — fyrir- brigði sem er mjög vel þekkt við uppeldi í kerum, en ekki verður þó talið tíl kvilla. Laxinn og regn- bogasilungurinn eru ekki eins vel fóðraðir og best verður á kosið, en ástæðuna álít ég vera þá, að fiska- fjöldinn er mjög mikill með tilliti til vatnsrennslisins, og er þá eðli- legt að fóðrun sé í hóf stillt. Einkanlega virðist mun þrengra um laxinn en venja er í öðrum löndum. 2. Fiskur með óeðlilegt útlit og hátterni. Laxaseiði: 10 stk. voru rannsök- uð. Engin sníkjudýr fundust á roði, í tálknum eða þörmum. Á öllum voru kviðaruggar trosnaðir eða vantaði með öllu, og baktería varð vart í blóði. Þrjú seiðanna vantaði auk þessa annað auga, og í blóði þeirra var fjöldi baktería, einnig voru lifur og tálkn föl, eins og oft er ef um bakteríusmit er að ræða. Sjúkdómnum er ekki lýst í bók- um um fiskisjúkdóma, sennilega vegna þess að hann veldur yfir- leitt engum verulegum dauðsföll- um. I þau 16 ár, sem ég hef verið ráðunautur 300 danskra fisk- ræktarstöðva um fisksjúkdóma, hef ég þó séð sjúkdóminn oft, og skal því gera grein fyrir áliti mínu um orsakir hans. Upprauna- lega orsökin er skemmd á roðinu á uggunum, t.d. við þrengsli eða vanfóðrun. Narta þá fiskarnir hvor í annars ugga, og þegar roðið hefur skaddast, geta bakteriur átt leið í fiskinn. Bakteríugróður er oft að finna í botni kerjanna, þar sem eru fóðurleifar og saurindi og þess vegna eru þær fisktegund- ir, sem mest leita til botns, svo sem silungur og lax, í mun meiri hættu hvað þetta varðar en t.d. regnbogasilungur, sem heldur sig ofar í kerjunum. Sé hreinlætis gætt, er lítið um seiðadauða, og ég hef aðeins orðið var verulegs dauða, þar sem hreinlæti er ekki nægilegt. Lyf hafa venjulega ekki áhrif, en sé fiskurinn fluttur i hreinar tjarnir, þar sem rýmra er um hann en í kerunum, tekur fljótt fyrir dauða. Þarna er þvi um að ræða kvilla, sem skapast af aðstæðum, og ekki hefur veruleg áhrif á Laxalóni, þar sem fyllsta hreinlætis er gætt. Silungsseiði (fjeldörred) 3 stk. rannsökuð. Einkenni og greining sú sama og á laxaseiðum. Eins árs lax: 13 stk. rannsökuð. Einkenni og greining sú sama og á laxaseiðum. Auk þessa voru 3 fiskar með sníkjudýr af tegundinni Trieho- dina. Þessi snikjudýr er hvar- vetna að finna, og eru því aðeins hættuleg fiskum að fjöldi þeirra sé mjög mikill. Auðvelt er að vinna bug á þeim með formalíni eða malakitgrænu. Á tálknum tveggja fiska varð vart myglusvamps af tegundinni Saprolegnia. Svampur þessi er einnig til um mest allan heim, en er auðvelt að útrýma með mala- kitgrænu, og er þvi ekki talinn hættulegur. 2. ára regnbogasilungur. Áðeins tveir voru rannsakaðir, þar sem ekki tókst, þrátt fyrir itrekaðar athuganir, að finna einn einasta fisk, sem bæri nein sjúkdómsein- kenni. Fiskurinn er hress og heil- brigður, aðeins ber dálitið á að uggar séu nartaðir, þar sem mjög þröngt er í tjörninni og fóðrun ekki nóg. Það verður því niðurstaðan, að ég hef ekki, á meðan á heimsókn minni stóð, getað fundið þess nein merki að sjúkkómsfaraldur sé kominn upp. 3. Varðandi nýrnaveiki að völdum bakteríu. Þar sem ég fékk í hendur bréf Tore Hásteins til yðar 22.9.1976, áður en rannsókn mín hófst, hef ég að sjálfsögðu haft sérlegar gæt- Frank Bregnballee ur á nýrum, lifur og milta. Ekki gat ég samt fundið að þessi líffæri væru óeðlileg í neinum þeirra fiska, sem ég rannsakaði. Þær ó- eðlilegu breytingar, sem Tore Hástein fann í nokkrum löxum 1976, er ekki lengur að finna. Spurningu yðar um hvernig hægt sé að komast að því hvort um nýrnaveiki af völdum bakter- íu sé að ræða á Laxalóni, verð ég því að svara á eftirfarandi hátt: Nú sem stendur er ekki að finna í fiski á Laxalóni merki um slíkan nýrnasjúkdóm. Taka yrði sýnis- horn af hinum heilbrigða fiski, og reyna að einangra Corynabakter- íur úr þeim, og reyna að rækta þær. Líkur á að þetta takist tel ég mjöglitlar. . . Hins vegar vil ég benda á, að ef sjúkdómur þessi kemur upp á Laxalóni öðru hverju, þá getur hann aðeins hafa borist þangað úr hinum íslenzku laxveiðiám. Hann getur ekki hafa borist með regn- bogasilungshrognum þeim, sem flutt voru inn frá Danmörku 1951, þar sem sjúkdómurinn hefur aldrei fundist þar. Þar sem um 300 greiningar á silungssjúkdóm- um fara fram þar árlega, er það óhugsandi að hin sérstæðu ytri einkenni hefðu farið fram hjá okkur. (Þessa veiki er, samkvæmt bókum, einnig að finna í silung og regnbogasilungi.) Það sem beinast virðist liggja fyrir, til þess að fá sýni til rann- sókna, er því að rannsaka lax úr öllum íslenzkum fiskeldisstöðv- um, sem nota hrogn úr laxveiðián- um. Taka ætti lax, sem er af- brigðilegur útlits, og athuga með tilliti til einkenna sjúkdómsins. Einnig mætti fylgjast með veidd- um laxi, hvort umrædd líffæri eru óeðlileg, sérstakiega nýrun, og þá taka þau tii rannsóknar. Jafnvel þó tekist hafi að fá líf- færi með greinilegum sjúkdóms- einkennum, er erfitt að fá ský- lausa sjúkdómsgreiningu með ræktun, eins og Hástein bendir á! Það væri því öruggast að fá sýnin í hendur fiskmeinafræðingi, sem hefði langa reynslu og þekkingu á þessum sjúkdómi, sérlega hvað varðar ræktun sýna. Mér vitan- lega er engan slíkan sérfræðing að finna i Evrópu, trúlega vegna þess að þessi sjúkdómur hefur ekki valdið hér umtalsverðum skaða síðan á árunum milli 1930 og 1940. Ég þekki ekki til sérfræð- inga í öðrum heimsálfum, en mér þykir líklegt að Eastern og/eða Western Fish Disease Laboratory í U.S.A. geti bent á þann sérfræð- ing í Norðurameríku, sem kunn- ugastur er nýrnasjúkdómum af völdum bakteria. Ef þannig væri hægt að fá greinilega sýktan fisk í hendur sérfræðingi um ræktun Corynebakteríanna, væri hægt að sanna eða afsanna hvort sjúk- dómurinn er til á Islandi. Það liggur i augum uppi, að sannist að bakteríur þær, er valda þessum sjúkdómi sé að finna í islenskri fiskeldisstöð eða á, þá eru allar líkur á því að smitun sé einnig á Laxalóni. Stöðin hefur fengið hrogn úr mörgum ám, og athuganir Tore Hásteins verður að taka með í reikninginn. Skynsamlegra virðist að rannsaka hvort sjúkdóminn sé að finna á íslandi en að takmarka rannsókn þessa við Laxalón. Það geta liðið ár og dagar áður en þar koma aftur fram þau einkenni, sem Tore Hástein varð var við. Verði öllum laxi á Laxalóni eytt, eins og talað hefur verið um, takmarkar það möguleika á rannsókn, sem næði til allra fiskeldisstöðva. Ég lít svo á, að eftir athugun Tore Hástein hafi hann réttilega bent á þann grun sinn að um nýrnasjúkdóm af völdum bakter- ia gæti verið að ræða á íslandi. En grunur og vissa er tvennt ólíkt, og ég get ekki túlkað áðurnefnt bréf Tore Hásteins öðru vísi en svo, að hann sé þar að setja fram tilgátu. Eðlilegt væri að fá skýringu hans sjálfs á þessu atriði. Eftir að ég fékk í hendur niður- stöður af rannsóknum á vatnssýn- um frá Laxalóni, er ég ekki hissa á því að þar verði stundum vart töluverðs fiskdauða. Stundum er PH stig vatnsins nálægt þeim mörkum, sem engum laxfiski er líft í. Einnig má benda á að „Soft water disease“ hefur nokkur ein- kenni, sem líkjast nýrnaveiki af völdum bakteríu, og gæti hugsan- lega komið til greina. Höjby, fisk- ræktarmaður á Laxalóni, hefur enn fremur lýst athugunum sin- um, sem benda til þess að öðru hvoru hafi orðið vart „Gas bubble disease“. Öll þessi atriði orsakast af aðstæðum, og ætti að mega forðast með nokkuð aukinni fjár- festingu og reksturskostnaði. Niðurstaða min er þvi sú, að ég hefi ekki, þrátt fyrir miklar athuganir, fundið ótvíræð merki um nýrnaveiki af völdum bakter- ía. Athuganir Tore Hástein geta vakið grun um að finna megi sjúkdóm þennan á Laxalóni, en siikt er aðeins hægt að sanna með ræktun sýna. Komi það i ljós, hlýtur hann að hafa borist með laxi úr veiðiám, og getur þvi verið í öllum fiskrætarstöðvum á land- inu. Þó slíkt yrði sannað, er enn mikill vafi á að sjúkdómurinn hafi þar nokkur áhrif. Hins yegar er það víst að gera verður ráðstafanir á Laxalóni til að lækka PH í vatninu, sem oft er allt of hátt, til dæmis með notkun kalks eða með því að blanda salt- sýru í innrennslisvatn. Reykjavík 12. júlí 1977 Frank Bregnballe, tilraunastjóri Tilraunastöðvarinnar í Bröns, Danmörku. Afmæliskveðja; Þóra Jónsdóttir og Pétur Björnsson Tveir leiðtogar í félagsmálum Siglfirðinga á 3., 4. og 5. áratugn- um eiga merkisafmæli um þessar mundir, hjónin frú Þóra Jónsdótt- ir og Pétur Björnsson erindreki. Frú Þóra varð 75 ára 20. þ.m. og Pétur er áttræður i dag. Oft hefur verið á það minnst hversu ólíkur Siglufjörður var öðrum íslenskum kaupstöðum á fyrri hluta þeirrar aldar er nú lifir tæpur fjórðungur af. Á sumrin var bærinn heimsborg. Utlendingar af mörgum þjóðerni gegnu þar um stræti. Þangað streymdu Islendingar í von um skjótan gróða. Glaðir sjómenn, gamlir bændur og slungnir kaup- sýslumenn hlýddu kalli silfur- fisksins, að ógleymdum sildar- stúlkunum. Og ungir námsmenn sóttu fast að komast í sumarvinnu til Siglufjarðar. Mörgum varð hún sá styrkur sem þeim dugði til að geta stundað nám. En þegar haustaði tók Sigiu- fjörður hamskiptum. Heimsborg- in breyttist í kyrrlátt og afskekkt þorp milli hárra snævi þakinna fjalla. Siflfirðingar urðu einir • eftir í heimkynnum sínum. Marg- víslegt félagslíf reís úr sumar- dvala. Vetraríþróttir voru stund- aðar enda gerðust Siglfirðingar þrfiutryðjendur ! .»,s.Itíðaíþrótturo. hérlendis, einkum svonefndum norrænum greinum. — Menning- arlíf var ekki. með neinum þorps- eða útkjálkabrag. Tveir skólar voru við lýði allt þetta tímabil og þrír frá miðjum fjórða áratugn- um. Lestrarfélagi var breytt í bókasafn sem i ýmsum greinum varð óvenju vel búið er fram liðu stundir. Þar kom við sögu Pétur Björnsson og það á þann veg að hans mun jafnan minnst sem eins merkasta velgerðarmanns sigl- firskra mennta. Hann var for- maður stjórnar bókasafnsins í áratugi og átti manna drýgstan þáttinn í að efla safnið og afla því ýmislegs fágætis. Fjölmörg félög störfuðu af þrótti og sýndi starfsemi þeirra margra að ekki var smátt hugsað. Áður hefur verið minnst á skiða- íþróttirnar. Karlakórinn Visir lifði blómaskeið á þessum árum. Enn hlýnar mörgum gömlum Sigl- firðingi um hjartarætur þegar raddir Vísismanna frá því fyrir stríð hljóma í útvarpi. Þar heyrist skýrt að Siglfirðingar tóku mið af því besta, lutu ekki að lágu, gerðu kröfur til sjálfra sín um listræn vinnubrögð og menningarlega reisn. Og þá vitna störf stúkunnar Ftamsóknar, þar sem frú Þóra og Pétur yoru.löngum í fþrystú.syétt, ekki síður um félagsþroska og menningarviðleitni. Um langan aldur hélt stúkan Framsókn uppi leikstarfsemi á Siglufirði. Verk- efnin voru fjölbreytt, allt frá létt- um skopleikjum til stórbrotinna leikhúsverka. — En merkasti þátturinn í starfi stúkunnar mun þó sjálfsagt talinn stofnun og starfræksla Sjómanna- og gesta- heimilisins á Siglufirði. Pétur Björnsson var einn aðalhvata- maðurinn að stofnun þess og í stjórn rúma tvo áratugi. — Gamall sjómaður á Akranesi hafði orð á því við mig fyrir nokkrum árum að á stríðsárunum hefði hvergi verið betra að koma en til Siglufjarðar. „Það var vegna Sjómannaheimilisins," sagði hann. „Þar vorum við alltaf eins og heíma. Hlýjan og velvildin voru engin uppgerð.“ — Gjafir skipshafna og einstakra sjómanna sýna líka glögglega hvers virði Sjóinanna- og gestaheimilið var. Pétur Björnsson gegndi trúnað- arstörfum fyrir fleiri en Bókasafn Siglufjarðar og stúkuna Fram- sókn. Hann var til að mynda fyrsti ritari karlakórsins Visis. Hann var og bæjarfulltrúi um skeið og i sóknarnefnd i áratugi svo að eitt- hvað sé nefnt. Var á orði haft að fyrir hverju málefni væri vel séð sem honum var falið að annast. „Varðar mest til allra orða, undirstaðan sé réttleg fundín,“ kvað Eysteinn munkur. Undir- stöðuna, sem frjótt og f jölskúðugt félagslíf reis af, lagði frú Þóra i barnastúkunni Eyrarrós. Undir stjórn hennar varð Eyrarrós ein fjölmennasta barnastúkan á landinu. — Og margur mun sá sem fyrst kynntist félagsstarfi undir leiðsögn frú Þóru Jónsdótt- ur. Sú leiðs.ögn var holl og góð. Sá vegur, sem frú Þóra benti okkur á, lá „ofar, hærra'*. Henni var tamara flestum að beina hugum ungs fólks aó háleitum mark- miðum. Mér er hún minnisstæð- ust sem hinn glæsti æskulýðsleið- togi. — Og ég hygg mig mæla fyrir munn flestra jafnaldra minna siglfirskra þegar ég þakka henni fóstrið. Pétur Björnsson hafði verið kaupmaður á Siglufirði tæpa þrjá áratugi þegar hann varó erind- reki Afengisvarnaráðs. Nokkru fyrr hafði frú Þóra verið kjörin stórgæslumaður unglingastarfs Stórstúku tslands. Mátti segja að eðlilegt væri að þau væru kvödd til starfa fyrir landsmenn alla. Slík höfðu störf þeirra á Siglu- firði verið. Pétur Björnsson var samstarfs- maður minn frá miðju sumri 1971 til hausts 1976. Hann var afar traustur og öruggur í störfum. Hann hafði ánægju af að leysa verkefni og greiða úr vanda og vann því vel. Vini átti hann í hverri byggð og vissi deili á ótölu- legum fjölda fólks víðs vegar um land. Hvefju máli, sem hann tók að sér, var borgið eins vel og kostur var á. — Fyrir hönd Áfengisvarnaráðs og fjölmargra áfengisvarnamanna víða um land færi ég honum þakkir fyrir ómet- anleg störf. Svo nátengd voru hjónin „á A“, frú Þóra Jónsdóttir og Pétur Björnsson, í augum Siglfirðinga að þá kom jafnan hitt i hug er annað var nefnt. Við sem notið höfum samfylgdar þeirra og átt vináttu þeirra höfum margt að þakka. Við minnumst þeirra á tímamötum, starfa þeirra fyrir bæinn okkar kæra og hugsjónir heillum vígðar. Og við biðjum þeim blessunar Guðs um framtíð alla. Ólafur Haukur Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.