Morgunblaðið - 25.10.1977, Side 27
35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1977
Snæbjörn Einars-
son skáld 7 5 ára
Síðast liðið fimmtudagskvöld
vorum við Jóhann bróðir minn á
gangi í Austurstræti. Mættum við
þar manni, er stöðvaði okkur. Dró
sá upp miða úr vasa sinum, las af
honum fjórar ljóðlínur og spurði
hvort við vissum hver ort hefði.
Hendingarnar, sem hann las,
voru þessar:
„Ofl vard litlu landi
lið að skáldsins tungu.
þó aó þagni rómur
þeirra. er fegurst sungu.**
Við Jóhann vorum fljótir til
svars og sögðum honum, að þetta
visubrot væri eftir Snæbjörn
Einarsson, úr kvæðinu: „Horfið
skáld“, sem birtist í ljóðabók hans
„Ber þú mig-þrá" og kom út 1955.
Þetta var einkennileg tilviljun,
sem varð til að minna mig á, að
Snæbjörn vinur minn ætti bráð-
um merkisafmæli og það er í dag,
25. október, sem hann heldur upp
á 75 ára afmæli sitt. Ekki er ég til
þess fær að skrifa um Snæbjörn
Einarsson eins vel og ég vildi og
vert væri, en mig langar þó i
tilefni af 75 ára afmælinu að
senda honum kveðju og rifja
dálítið upp ævi hans og störf og úr
hvaða jarðvegi hann er sprottinn,
því að ég hefi þekkt hann og hann
hefir verið vinur fjölskyldu minn-
ar frá þvi ég fyrst man eftir.
Snæbjörn er fæddur í Garði i
Þistilfirði 25. október 1902 og
voru foreldrar hans Einar Einars-
son bóndi þar og Björg Sigmunds-
dóttir kona hans ættuð úr Suður-
Þingeyjarsýslu. Þau voru vinsæl
og gestrisin, glaðvær og söngvin
og hef ég heyrt, að gestum þeirra
hafi þótt hver stund annarri
betri, er þeir dvöldu á heimili
þeirra. Á þeim tíma, þ.e. upp úr
aldamótum, var ekki hljóðfæri á
hverju heimili, en i Garði og síðar
í Garðstungu hjá Einari og Björg
var orgel, sem húsbóndinn lék á
af innri þörf og hrifnæmi. I Garði
var oft tekið lagið og hefi ég heyrt
til þess tekið, hversu fagra söng-
rödd Björg Sigmundsdóttir hafi
haft.
Af systkinum Snæbjarnar, sem
voru fjögur, þrír bræður og ein
systir, lifir nú. aðtins systirin
Járnbrá, húsfreyja í Sveinungs-
vík í Þistilfirði, og þangað fer
Snæbjörn á hverju vori, þvi hann
er áreiðanlega sama sinnis og litla
stúlkan i kvæðinu hans „Lítil
stúlka og vorið“ sem segir:
„En ég vil alltaf vera
á vorin hérna heima
og vakayfir ánum
og heyra fuglaklið.
Ogliggjauppifjalliog
láta mig þar dreyma
um landió mitt og fólkió,
sem þráir gleói og frió.“
Á uppvaxtarárum Snæbjarnar
hafði hann mikinn hug á að ganga
svokallaðan menntaveg. En til
þurfti meira fé en hann hafði yfir
að ráóa og eftir að faðir hans lézt,
þegar Snæbjörn var 17 ára, var
ekki um að ræða fjárstuðning
heiman að. Þeir vinir hans Sigur-
páll Jónsson frá Klifshaga, og
Björn Haraldsson í Austurgörð-
um sögðu honum þó svo vel til, að
honum var leyft að setjast í annan
bekk Gagnfræðaskólans á Akur-
eyri og tók annars bekkjar próf
með góðum árangri næsta vor,
þ.e. 1922. Lengri varð skólaganga
hans í bóklegum fræðum ekki, því
að léttur sjóður sparifjár var á
þrotum og atvinna lítil og tekju-
rýr. Skólagangan varó þó til þess,
að ýmsir báðu hann að kenna
börnum sínum, enda þörfin brýn,
þvi að enginn fastur skóli var þá f
N-Þingeyjarsýslu, hvorki í sveit-
um né þorpum.
Snæbirni mun strax hafa fallið
vel við kennslustarfið, sem átti
eftir að verða aðallífsstarf hans
og talið það bæði ánægjuríkt og
mannbætandi.
Hvatning hefir honum líka orð-
ið, að nemendur hans elskuðu
hann og virtu, því að hann skildi
þá svo vel og gerði sér grein fyrir
að „Vormanns lund er viðkvæm".
t sama ljóðinu, sem heitir
„Drengurinn minn“, segir hann
einnig:
Litla þjóóin Ijóóa,
leiddu drenginn góóa,
veittu gæfu og gleói.
greiddu veginn hans.
Sáóu sannleiks fræi
í sálu nemandans.
Fagra veröld. Frjálsa móóir.
Fóstra hins unga manns."
Það er engin furða, þó að kenn-
ari, sem hefir slíka afstöðu til
nemenda sinna, yrði eins vinsæll
og raun bar vitni. Ekki mun held-
ur hafa spillt, að alls staðar þar
sem Snæbjörn kom byrjuðu menn
að syngja.
Hann er fram úr skarandi
,,músikalskur“ og söngvinn og
tókst hvarvetna að fá menn til að
taka lagið. Þegar hér var komið
sögu var hann einnig orðinn ágæt-
ur organisti og lék á orgel undir
söngnum þar sem orgel voru til.
Undirstöðu í orgelleik lærði
Snæbjörn hjá Þuríði Þorsteins-
dóttur húsfreyju á Ytra-Lóni á
Lauganesi. Segist hann minnast
námstímans þar meðal björtustu
og beztu daga lífs síns, enda hafi
frú Þuríður verið gáfuð, vel lesin
og víðsýn höfðingskona, sem á
mörgum sviðum hafi eins og lokið
upp fyrir sér lífsbókinni og veitt
sér innsýn í það, sem hann hafði
ekki áður leitt hugann að.
Snæbjörn tók virkan þátt í ung-
mennafélagshreyfingunni i N-
Þingeyjarsýslu og sat m.a. í stjórn
ungmennafélagsins í Þistilfirði. Á
þeim tíma, þ.e. tímabilinu milli
1920 og 1930, var íþróttahreyfing-
in einnig í mikilli sókn og vetur-
inn 1926 til 1927 efndi U.M.F.I. og
t.S.Í. til eins vetrar fimleikanám-
skeiðs í Reykjavík undir yfirum-
sjón Jóns Þorsteinssonar og sóttu
það nemendur hvaðanæva að af
landinu. Nám þetta átti að duga
til, að þeir, sem það sóttu, gætu
síðan kennt algengar iþróttir og
fimleika í átthögum sinum.
Snæbjörn sótti þetta námskeið
og kenndi síðan fimleika og sund
við skóla þá, er hann starfaði við
mestan hluta ævinnar og hélt fim-
leikanámskeið víðs vegar í Norð-
ur Þingeyjarsýslu.
Sjálfur var Snæbjörn góður
íþróttamaður, m.a. ágætur glímu-
maður, og þó að hann sé enginn
risi að vexti þótti hann ekki dæl-
legur bleyðimönnum, þegar glíma
skyldi eður fangbrögð þreyta.
Um og eftir 1940 tók Snæbjörn
að fást við söngmál í N-
Þingeyjarsýslu. Glæddist sönglif
þá mjög i sýslunni, einkum á
Raufarhöfn, sem þá var i örum
vexti. Stofnaði Snæbjörn þar og
stjórnaði um árabil samkór, karla-
kór, telpnakór og kvartett karla.
Þóttu kórar þessir góðir og sungu
viða í N-Þingeyjarsýslu m.a. á
hinum fjölmennu útisamkomum i
Asbyrgi.
Árið 1949 fór Snæbjörn sem
kennari i Kaldrananesskólahverfi
í Strandasýslu þar sem hann
kenndi næstu fimm árin á vetr-
um. Alltaf fór hann þó til Raufar-
hafnar á sumrin og starfaði þá
eins og reyndar bæði fyrr og síðar
að hluta hjá útibúi Kaupfélags
N-Þingeyjarsýslu á Raufarhöfn.
1954 hætti Snæbjörn kennslu i
Kaldrananesskólahverfi og hóf
aftur kennslu við barna- og ungl-
ingaskólann á Raufarhöfn. Var
hann síðan kennari þar til ársins
1972, að hann flutti með fjöl-
skyldu sína til Hafnarfjarðar þar
sem hann hefir búið siðan.
Það sem lengst mun halda nafni
Snæbjarnar á loft eru kvæðin
hans, sem mörg eru fágætlega
ljóðræn og fögur. Eg spurði hann
einu sinni hvað hann héldi að
væri fyrsta vísan, sem hann hefði
ort. Hann kvaðst fyrst minnast
þess, að hann hefði sex eða sjö ára
gamall reynt að yrkja um Einar
bróður sinn og er visan svona:
„Finar morki maðurinn
mikill þykist vera.
Hann er stöðugt að strföa mér,
en er þú hræddur við mig.“
Vísan mætti að sjálfsögðu vera
betur ort, en „mjór er mikils vís-
ir" og allt í einu voru ljóð Snæ-
bjarnar svo sem „Ber þú mig þrá“
og „Shirley Temple" komin á
hvers manns varir og sungin um
allt Island. Seint mun þeim sem á
hlýddu úr minni líða hinn fagri
þjóðhátíðarsálmur hans, er sung-
inn var í Asbyrgi 7. júlí 1974.
Það sem mér þykir eftirtekta-
verðast við skáldskap Snæbjarnar
er, hversu margir kunna eftir
hann ljóð og stökur án þess að
vita hver höfundur er sbr. áður
sagt. Ljóð hans eru svo létt og
leikandi, að menn læra þau án
fyrirhafnar. I einhverri vísu Snæ-
bjarnar er þetta:
„Stundum hefir lítið ljóð
i april
lifað stærri verk“.
Ég er viss um að þau sem hann
kallar litlu ljóðin sín lifa lengst
kvæða hans og þau munu einnig
„lifa stærri verk" bæði hans og
annarra.
Ég hefi oft hugsað um, hvað
gáfuðum mönnum getur orðið
’mikið úr lítilli tilsögn. Þetta hefir
Snæbjörn sannað á óvenju glæsi-
legan máta, því að hann hefir
orðið kennari og leiðtogi á öllum
þeim sviðum, sem hann hlaut ein-
hverja undirstöóumenntun í.
Ég veit Snæbjörn, að ég tala
fyrir munn allra sýslunga þinna i
Norður-Þingeyjarsýslu þegar ég
flyt þér, ágætri eiginkonu þinni,
frú Eriku, börnum ykkar og
barnabörnum hjartanlegar árn-
aðaróskir á 75 ára afmælinu og
þakka þér störf þfn og kyndilburð
í þágu heimahéraðsins.
Barði Friðriksson.
Afmælisbarnið tekur á móti
gestum á heimili sinu i Hafnar-
firði, að Hjallabraut 21, eftir kl. 4
síðd. i dag.
Leiðrétting
1 FRÉTT í blaðinu á föstudaginn
frá Ferðamálaráði misritaðist
föðurnafn Birgis Þorgilssonar
sem sæti á í Landk.vnningar-
nefnd.
Leiðréttist það hér með, og er
Birgir beðinn velvirðingar á þess-
um mistökum.
Mg hefur lengi
grunoð það...
en nú veisfu með
fullri vissu hve frúbœr
mazDa 323er
Mazda 323, 3ja dyra.
Mazda 323, 5 dyra.
Mazda 323, 3ja dyra
með sjálfskiptingu.
í sparaksturskeppni B.Í.K.R. fór
Mazda 323 91.07 km., á 5 1. af bensíni
og var það minnst eyðsla 1300 CC
bíla í keppninni.
Mazda 323 er því í flokki þeirra
smábíla, sem sameina sparneytni,
fallegt útlit og gott rými.
Mazda 323 er nú fáanlegur í þremur
útgáfum-. 3ja dyra, 5 dyra og 3ja dyra
með sjálfskiptingu.
Mazda . . . mest seldi
japanski bfllinn á fslandi.
BÍLABORG HF
Smiðshöfða 23