Morgunblaðið - 25.10.1977, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTOBER 1977
37
samningur starfsmanna borgar-
innar gefur þeim að meðaltali um
það bil 1.5% meiri bætur en loka-
tilboð ríkisins fól í sér gagnvart
BSRB má hins vegar skýra með
því, að samkvæmt sáttatillögunni
og síðasta tilboði ríkisins var fólg-
in all veruleg útgjaldahækkun
hjá ríkinu vegna sérstakra kjara-
bóta til starfshópa t.d. kennara
sem sveitarfélög hafa almennt
ekki í þjónustu sinni. Útgjalda-
hækkun borgarsjóðs samkvæmt
kjarasamningunum er af þeirri
ástæðu ekki meiri en útgjalda-
hækkun ríkissjóðs samkvæmt síð-
asta tilboði hans.
Albert Guðmundsson sagði, að í
endurskoðaðri fjárhagsáætlun
borgarsjóðs fyrir árið 1977 hefðu
verið áætlaðar 565 - milljónir
vegna hækkunar á kaupgjaldslið-
um en nú væri áætlað, að það
myndi hækka um 75 milljónir.
Albert sagðist undir lokin vilja
nefna, að á siðustu vikum hefðu
einstakir forystumenn BSRB gert
það að höfuðkröfu sinni, að sam-
tökin fái endurskoðunarrétt með
verkfallsrétti á samningstiman-
um. Af hálfu ríkisvaldsins hefir
þeim þó verið gert Ijóst, að for-
senda til lagasetningar um verk-
fallsrétt opinberra starfsmanna
var, að verkfallsrétturinn fylgdi
aðeins gerð aðalkjarasamnings
sem gilda skyldi í tvö ár. Því
hefur verið lýst yfir, að ekki sé
vilji til að gera lagabreytingu er
heimili verkfallsrétt á gildistima
aðalkjarasamnings og að sam-
kvæmt gildandi lögum hafi fjár-
málaráðherra ekki umboð til að
semja um frekari verkfallsrétt en
lög gera ráð fyrir. Ég hygg einnig,
að flestir félagsmenn í BSRB og
mikill meirihluti þjóðarinnar hafi
þegar fengið sig fullsadda af
verkfalli opinberra starfsmanna
og þá einkum og sér í lagi
óbilgjarnri framkvæmd þess af
hálfu forustumanna BSRB.
Samningamenn Starfsmannafé-
lags Reykjavíkurborgar virðast
einnig hafa skilið, að óraunhæft
væri að leggja áherslu á þessa
kröfu forystumanna BSRB um
aukinn verkfallsrétt og gerðu
hana ekki að úrslitaatriði við
samningsgerðina, enda í minum
huga furðuleg afstaða og i engu
samræmi við hagsmuni hins al-
menna Iaunþega að halda starfs-
mönnum í verkfalli dögum saman
til þess aðallega að knýja á um
aukinn verkfallsrétt, sem á sér
enga stoð í lögum, sem sett voru
með samkomulagi aðila. Albert
sagði, að í hinum nýja kjarasamn-
ingi væri ákvæði sem hljóðaði
þannig, „Verði gerðar breytingar
á vísitölureglum almennra kjara-
samninga í landinu á gildistima
þessa samnings með lögum, skulu
samningsaðilar taka upp viðræð-
ur í því skyni að tryggja þann
tilgang ákvæða samningsins um
verðbætur að þau verði eigi lakari
en hjá öðrum fjölmennum laun-
þega samtökum í landinu."
Albert Guðmundsson sagði í lok
máls síns: „Reykjavíkurborg á
enn ósamið við Hjúkrunarfélag
Islands. I lok júnímánaðar var
gerður samsvarandi samningur
við Hjúkrunarfélagið um frestun
viðræðna og afturvirkni kjara-
samninga og gerður var við
Starfsmannafélag Reykjavikur-
borgar. Þá gaf launamálanefnd
einnig Hjúkrunarfélaginu sam-
svarandi yfirlýsingu og gefin var
til Starfsmannafélagsins í byrjun
septembermánaðar þess efnis að
launamálanefnd væri reiðubúin
að hefja viðræður við samninga-
nefnd Hjúkrunarfélagsins um
nýja kjarasamninga svo og að
launamálanefnd væri reióubúin
að ræða frekar um leiðréttingu á
misræmi sem kynni að hafa skap-
ast við niðurröðun i launaflokka
hjúkrunarfræðinga á sjúkrahús-
um borgarinnar og var í þessu
sambandi vitnað til bréfs borgar-
stjóra til Hjúkrunarfélags isiands
28. mars s.l.
Ef frá er talinn fundur hjá
sáttanefnd, sem haldinn var eftir
að boðaó hafði verið til verkfalls
hefur Hjúkrunarfélagið ekki ósk-
að sérstaklega eftir viðræðufundi
með launamálanefnd, en launa-
málanefnd er að sjálfsögðu reiðu-
búin að hefja slikar viðræður á
Ekki verður hjá því
komizt að borgarsjóður
taki lán til stutts tíma
grundvelli þess kjarasamnings
sem nú hefur verið gerður við
Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar svo og þeirra atriða ann-
arra sem um getur i áður til-
vitnuðum bréfum. Þess ber að
geta, að fyrir höndum launamála-
nefndar borgarinnar undirrituðu
hinn nýja kjarasamning Albert
Guðmundsson, Markús Örn
Antonsson, Kristján Benedikts-
son og Sigurjón Pétursson."
Björgvin Guðmundsson
spurðist fyrir um eftirfar-
andi á fundi borgarstjórn-
ar 20. okt. Hvernig er
lausafjárstaða borgarsjóðs
í dag? Hvernig hefur hún
þróast undanfarið? a.
Hefur borgarsjóður orðið
að taka einhver skamm-
tímalán undanfarið vegna
fjárskorts? b. Hve mikil er
yfirdráttarskuld borgar-
sjóðs í Landsbankanum í
dag? Hve mikil var hún um
síðustu áramót? Hver er
yfirdráttarheimildin?
Borgarstjóri, Birgir ís-
leifur Gunnarsson, (S)
svaraði og sagði að borgar-
sjóður hefði ekki tekið
nein skammtímalán á
þessu ári hvorki í skulda-
bréfa- eða víxilformi. Hinn
30. sept. sl. hefði yfirdrátt-
ur á hlaupareikningi borg-
arsjóðs í Landsbanka ís-
lands verið 364 milljónir.
Rétt væri aö geta þess, að
yfirdráttur hækkar all-
mjög á fyrstu dögum mán-
aðar vegna launagreiðslna.
Og í gærkvöldi (19. okt.)
hefði hann verið 477 millj-
ónir. Áramótayfirdráttur
hefði verið 111 millj. og
sérstakt samþykki bankans
Olafur B. Thors:
„Út í hött að aðrir
hagsmunir en hafnar-
innar hafi legið að baki
Nokkuð langar umræður urðu á
fundi borgarstjórnar 20. október
varðandi útboð á fyllingarefni i
Kleppsvík. Þrjú tilboð bárust í
verkið. Þau voru frá Námunni hf„
Björgun hf. og Sveinbirni Run-
ólfssyni. Aðaldeiluefnið á fundin-
um var, hvort væri hagstæðara,
tilboðið frá Björgun hf. eða frá
Námunni hf.
Náman hf. mun hafa ætlað að
taka sitt fyllingarefni úr Hval-
firði, Björgun hf. á Engeyjar-
sundi en Sveinbjörn Runólfsson
ætlaði að taka grjót af landi við
Elliðaárvog, en það þurfti borgin
að losna við. Alfreð Þorsteinsson
(F) kvaddi sér hljóðs og sagði að
Náman hf. hefði verið með hag-
stæðara tilboð í fyrstu. En síðan
hefðu sérfræðingar sest niður og
reiknað upp á nýtt og fengið út að
Björgun hf væri með hagstæðasta
tilboðið. Þessa útreikninga hefði
hafnarstjóri kynnt á fundi stjórn-
ar Innkaupastofnunar Reykjavík-
urborgar. (Ef marka má fundar-
gerðir sem fyrir liggja hafa menn
í stjórn ISR ekki verið á eitt sáttir
um hina nýju útreikninga. Þeir
eru tæknilegs eðlis, varða lestar-
rými Perlu (Náman hf) og lestar-
rými Sandeyjar II, ennfremur
þjöppun efnis og útskolun.)
Á fundi borgarstjórnar urðu
umræður um þessi atriði allflókn-
ar og kom m.a. fram, að einhver
misreikningur hefði orðið þegar
flutningsgeta Perlu hefði verið
reiknuð út. Alfreð Þorsteinsson
sagði siðan á fundí borgarstjórn-
ar, að hafnarstjóri hefði á um-
ræddum fundi hjá stjórn ISR þar
sem hann var mættur sem
embættismaður lýst yfir að hann
myndi ekki mæta á fundi hjá
stjórn ISR. I bókun sem Alfreð lét
gera um málið á fundi stjórnar
ISR 1,0. okt. segir m.a.: „að minu
áliti eru forsendur hafnarstjóra,
er hann kynnti á stjórnarfundi
ISR 3. okt„ vafasamar og eðlilegt
hefði verið að yfirfara allar upp-
lýsingar viðvíkjandi þetta mál, áð-
ur en endanleg ákvörðun var tek-
in. Þar fyrir utan skýtur það
skökku við, að á sama tíma og
hafnarstjóri beri sig illa út af
slæmri fjárhagsstöðu Reykja-
vikurhafnar skuli hann neita að
mæta á fundi stjórnar ISR eða
senda fyrir sig fúlltrúa, þegar
fjallað er um málefni sent hugsan-
lega gæti sparað höfninni tug-
milljónir króna." A fundi borgar-
stjórnar i byrjun október var
fundargerð hafnarstjórnar frá 26.
sept. lögð fram og samþykkt án
athugasemda. Varðandi þetta atr-
iði sagði Alfreð: „ég vil taka fram,
að þá lá ekki fyrir umsögn borgar-
lögmanns um stöðu hafnarstjórn-
ar gagnvart stjórn ISR sem beðið
var um á siðasta stjórnarfundi
ISR. Leit ég þar af leiðandi svo á,
að málið væri í biðstöðu og harma
það, að afgreiðsla málsins skuli
nú talin útkljáð." Alfreð Þor-
steinsson sagði, að framkoma hins
móðgunargjarna hafnarstjóra
væri furðuleg og borgarstjóra
bæri skylda til að sjá svo um, að
allir embættismenn borgarinnar
mættu á fundum stjórnar ISR, ef
óskað væri eftir þvi.
Alfreð lauk máli sinu með því
að segja, hér væri „prinsipmál"
að ræða og með virðingarleysi við
stjórn ISR væri verið að gera at-
lögu að henni.
Ólafur B. Thors (S), formaður
hafnarstjórnar, tók næst til máls.
Hann sagðist vilja harma ræðu
Alfreðs Þorsteinssonar. I henni
hefðu komið fram ómaklegar og
ódrengilegar aðdróttanir að
ákveðnum einstaklingi, þ.e. hafn-
arstjóra. Ólafur sagði, að Hafnar-
stjórinn i Reykjavík hefði löngum
Alfre<)
Ólafur
verið þekktur af einstakri sam-
viskusemi í starfi, ósérhlífni og
góðri stjórnun á málum hafnar-
innar. Borgarfulltrúinn sagði
hugmyndir Alfreðs Þorsteinsson-
ar um að annarlegar hvatir réðu
ákvörðun hafnarstjórnar um að
taka tilboði Björgunar hf. vera
alrangar. Siðan spurði Ölafur B.
Thors: „Vill borgarfulltrúi Alfreð
Þorsteinsson í raun gera sam-
starfsmönnum sínum hér i
borgarstjórn upp slíkar hugrenn-
ingar?" Þá sagði Ölafur: „A síð-
asta fundi borgarst jórnar var
fundargerð hafnarstjórnar sam-
þykkt án athugasemda. Svo lengi
hefur Alfreð Þorsteinsson setið
hér i borgarstjórn að honum ætti
að vera fuilkunnugt um að þetta
er eðlileg málsmeðferð. Sannleik-
ur málsins er þvi augljós. Borgar-
fulltrúi Alfreð Þorsteinsson hef-
ur ekki haft hugmynd um hverju
hann svaraði já við á síðasta fundi
borgarstjórnar er hann sam-
þykkti margumrædda fundargerð
hafnarstjórnar. Olafur B. Thors
sagði, að umræddir útreikningar
hefðu verið gerðir til að fó tilboð-
in borin saman eins og þau i raun
eru. Hann sagði það gjörsamlega
út i hött, að aðrir hagsmunir en
hagsmunir hafnarinnar hefðu
legið að baki fyrrgreindri ákvörð-
un. Hann sagðist ekki vorkenr.a
Alfreð vegna þess, að hann hefði
ekki gert athugasemd þegar
fundargerðin lá fyrir borgar-
stjórn til samþykktar. I þessu
máli ætti Alfreð Þorsteinsson við
engan að sakast nemasjálfan sig.
Ólafur ítrekaði síðan fyrri um-
mæli sin, „að hann harmaði orð
Alfreðs Þorsteinssonar í garð
hafnarstjóra, þau væru ódrengi-
leg“.
Björgvin Guðmundsson (A)
sagði það sjálfsagði kurteisi að
embættismenn borgarinnar leit-
uðu umsagnar stjórnar ISR. Þvi
vildi hann vita að hafnarstjórn
hefði tekið ákvörðun í máli þessu
í stað stjórnar ISR. Kristján
Benediktsson (F) sagði aó sér
hefði fundist tilboð þriðja aðila,
Sveinbjarnar Runólfssonar, hag-
stæðast. Hann hefði ætlaö að taka
grjót sem borgin ætti og þyrfti að
losna við. Sannleikur málsins
væri hins vegar sá, að formgalii
hefði verið á útboði þar sem óskað
var eftir að efninu yrði dælt úr
sjó. Til að forðast vandræði hefði
því aðeins verið hugað að tveimur
margumræddum tiiboðum-
Kristján sagðist ekki fullviss um
gang málsins en eftir sinni bestu
vitund væri þetta þannig.
Alfreð Þorsteinsson sagði að
sér þættu „primadonnustælar"
hæstvirts borgarfulitrúa Olafs B.
Thors veróa orðnir það gamaldags
i stofnun þessaii, að þeir væru
ekki lengur vióeigandi. Þá sagðist
Alfreð kunna betur viö gamla
Heimdallarstílinn á Olafi. Hann
lagði fram tillögu um, að hlutlaus
athugun færi fram á hvorl tilboö-
ið væri hagstæöara. Ólal'ur B.
Thors lagði fram frávisunartil-
lögu en þar segir m.a., að þar sem
máliö hafi þegar verið afgreitt
bæði i hafnarstórn og borgar-
stjórn sé það ekki réttur gangur
að samþykkja tillögu Alfreðs. Slik
málsmeðferð sé augljóslega af
„prinsipástæöum" út í hött, málið
hafi verið afgreitt að undan-
gengnum nákvæmum athugunum
frá borgarstjörn. Fróvisunartil-
lagan var samþvkkt.
þyrfti ef farið væri yfir það
mark.
Eins og borgarfulltrúum va*ri
kunnugt. sagði Birgir Isleifur, er
velta borgarsjöðsins sjálfs án
f.vrirtækja um 10,4 milljarðar.
Reynsla undanfarinna ára er sú,
að mánuöirnir okt.—des. eru erf-
iöastir fyrir borgarsjóð. Hæsti
yfirdráttur sem hlutfall af veltu
'borgarsjóös undanfarin ár hefur
verið 8%.
Þá spurði Björgvin Guömunds-
son hvernig fjárhagsstaða borgar-
sjóðs gagnvart hinum ýmsu fyrir-
tækjum borgarinnar' væri i dag,
ennfremur hvernig hún hefði
þróast á þessu ári? Borgarstjóri
sagði, að hinn 30. sept. hefði
greiöslustaöa fyrirtækja með
sjálfstæðan efnahagsreikning
verið þannig, að inneign stofnan-
anna væri 253 milljónum hærri
en áramótainneign þeirra. Þessi
heildarinnistæöa æ*tti eftir að
breytast mjög mikið á árinu.
Þannig myndu Byggingarsjöður,
Vatnsveita og Maibiksstöð nota
verulegar fjárhæðir af inneignum
sínum og sennilegt er, að B.vgg-
ingarsjóður muni vera i skuld við
borgarsjöö um áramótm. Hins
vegar er gert ráð fyrir, að Húsa-
tryggingar auki við inneign sína,
ef tjónum fjölgar ekki frá því sem
veriö hefur.
Þá spurði Björgvin Guömunds-
son hvernig innheimta álagðra
gjalda hefði gengið miöaö við sl.
ór. Borgarstjöri svaraði og sagði
að samkvæmt upplýsingum frá
Gjaldheimtunni væri staðan nú
þannig; Gjöld álagningarárs
45.03% (44.82% 1976), eftirstöðv-
ar 51.57% (47.43% 1976) og fast-
eignagjöld 90.45% (90.48%
1976).
Borgarstjóri sagðist vilja gera
grein fyrir þeim vanda, sem borg-
arsjóöur stæði nú frammi fyrir
vegna nýgerðra kjarasamninga
borgarstarfsmanna. „Hinn 1. okt.
voru brúttólaun að meðtalinni
greiðslu í lífeyrissjóö samtals kr.
361 milljón. Nú að loknum samn-
inguni eru áætlaðar samsvarandi
tölur 1. nóv. sem hér segir: 1.
Mánaöarlaun 1. növ. kr. 424 millj-
ónir. (Sú tala er sambærileg við
361 milljón) 2. Inneign vegna
hækkunar júli — okt. er 172 millj-
ónir. 3. Inneign vegna launa-
flokkaskriðs júli — okt. er 24
milljónir. Samtals 620 milljönir.
Borgarsjóður þarf því að greiöa í
laun um na*stu mánaðamót upp-
hæð sem er 259 milljónum hærri
heldur en launagreiöslur voru
þann 1. okt. Þá má geta þess, að
áætluö laun 1. des. eru 490 millj-
ónir og til viðbótar kemur per-
sónuuppbót sem reiknuð er til
greiöslu í desembermánuði kr. 37
milljónir. Sú mikla launafjárhæð
sem borgarsjóður þarf nú að
greiða um næstu mánaðamót er
mun meiri en rekstrartekjur
borgarsjóðs á þessu timabili geta
staðið undir. eða það sem ætlast
má til að viöskiptabanki okkar
geti leyst úr með venjulegri vfir-
dráttarheimild. Ég tel þvi, að ekki
verði hjá því komist að borgar-
sjóður taki lán til tiltölulega
stutts tima sem þö þarf að vera
fram yfir áramöt til að standa
undir þeim greiðslum. Er nú unn-
ið að athugun á því máli. Björgvin
Guðmundsson tök siöan til máls
og ræddi stuttlega um málin.
FRA
BORGAR-
STJÓRN