Morgunblaðið - 25.10.1977, Síða 30

Morgunblaðið - 25.10.1977, Síða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÖBER 1977 + Jarðarför GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR frá Holti sem andaðist að Héraðshælinu á Blönduósi 20. okt. sl. fer fram frá Blönduósskirkju laugardaginn 29 okt kl. 14 00. Vandamenn. + Eiginmaður mmn og faðir okkar. SNORRI ÞÓRARINSSON, Vogsósum, Selvogi. verður jarðsunginn frá Sfrandakirkju miðvikudaginn 26 október kl 1 4 Blóm afþökkuð Fyrir hönd aðstandenda, Kristin Vilhjálmsdóttir og synir. + BJÖRN SVANBERGSSON. forstjóri, andaðist aðfararnótt sunnudagsms 23 október Aðstandendur + Móðurbróðir okkar JÓHANNES HAFSTEINN ANDRÉSSON Klopp, Grindavík lést 21 okt á Elliheimilinu Grund Systrabömin. + ÞÓRUNN KRISTÍN PÁLMADÓTTIR. Moðrufelli 7, andaðist þann 22 þ m að Vifilsstaðaspítala Kristján Guðmundsson, böm. tengdaborn og barnaböm. + Móðir mín og tengdamóðir, JULÍANA PÉTURSDÓTTIR, Grýtubakka 12. lézt á Borgarspitalanum 21 okt Þórdis Jónsdóttir, Benedikt Bjömsson. + Eiginmaðurinn minn, ÓLAFUR KRISTJÁNSSON málarameistari. ’ frá Mýrarhúsum. Akranesí, andaðist i Sjúkrahúsi Akraness 21 október Oddrún Jónsdóttir. + Maðurmn minn GÍSLI BRYNJÓLFSSON Vallargötu 24. Keflavik lést af slysförum mánudagtnn 24 okt Guðrún Þorsteinsdóttir + Þökkum innilega vinsemd og samúð auðsýnda í tilefni af andláti og útför móður okkar. tengdamóður. ömmu og langömmu HALLDÓRU FINNBJÖRNSDÓTTUR frá Hnifsdal Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu. sem hjúkraði henni af frábærri alúð og nærgætní Kristin Kristjánsdóttir. Baldvin Þ. Kristjánsson. Gróa Ásmundsdóttir. Elias Kristjánsson Hallfriður Jónsdóttir Ásgeir Þorvaldsson Ásta Torfadóttir, Finnbjörn Þorvaldsson. Teódóra Steffensen, barnaborn og barnabarnaböm. Minning: Kristinn M. Gunnarsson öryggisskoðunarmaður F. 12. júlí 1929. D. 15. október 1977. Nú er elsku afi minn farinn til guðs og ég sé hann aldrei aftur. Hann fór svo snögglega að hann hafði ekki tíma til að kveðja mig. Ég skil ekki af hverju hann þurfti að fara svona fljótt, því að við vorum búnir að tala um að gera svo margt á næstunni. Mér er sagt að dauðinn sé upp- hafið að nýju dásamlegu lífi. Nú veit ég að honum líður vel og hann er hjá okkur þó ég sjái hann ekki. Ég vona að hann haidi áfram sinni verndarhendi yfir mér eins og hann hefur alltaf gert. Kristinn M. Gunnarsson. I dag fer fram útför vinar míns og frænda Kristins M. Gunnars- sonar, vélstjóra, sem lézt skyndi- lega að kvöidi laugardagsins 15. okt. s.l. Hann fæddist 12. júlí 1929 á Eskifirði. Foreldrar hans eru Gunnar Júlíusson og Jöhanna Malmquist. Diddi, en svo kallaði ég hann ávallt, óist upp í Reykja- vík, en þangað fluttu foreldrar hans skömmu eftir að hann fædd- ist. Síðar skildu þau og óist þá Diddi upp hjá móður sinni og seinni manni hennar, Eysteini Björnssyni. Strax í gagnfræðaskóla hitti Diddi konuefni sitt, Sigríði Guð- mundsdóttur, en þau eignuðust fyrsta barn sitt, Unni, þegar þau voru 15 og 16 ára gömul. Tímarnir voru erfiðir fyrir ungt fólk 1946, en á öilum veraldlegum erfiðleik- urri má sigrast og það gerðu þau hjónin. Diddi lærði járnsmíði i Héðni og lauk síðar námi í Vélskóla Is- lands. Á námsárum sínum vann hann í Héðni og stundaði sjó. Hann vann lengi hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og var vélstjóri á skipum útgerðarinnar, lengst af yfirvélstjóri á Þormóði Goða. Þá vann hann um skeið hjá Heklu h.f. en fór síðan aftur á sjó og þá á sild. Árið 1968 kom hann í land og gerðist nýlenduvörukaupmaður, en ekki átti það starf allskostar við hann og fór hann því aftur á sjóinn. Síðustu árin vann hann í landi við ýmis vélgæslustörf o.fl., en réðst til Öryggiseftirlits ríkis- ins 1. jan. 1976 og starfaði þar sfðan. Eins og ég sagði áður hitti Diddi konu sina ungur, þau voru áðeins 14 og 15 ára, þegar þau fóru að vera saman. Eins og nærri má geta hafa það verið miklir erfið- leikar, sem mættu hinu unga pari, sem átti von á sínu fyrsta barni, en þau stóðu saman og sigruðust á öllum erfiðleikum. Þau komu sér fyrir útaf fyrir sig og bjuggu sér heimili, og með samstilltu átaki þeirra lauk hann vélstjóranámi sínu. Þau eignuðust fjögur börn: Unnur Sigurbjörg, gift Magnúsi Péturssyni, tæknifr. Hutda, gift Gunnari L. Gissurar- syni, tæknifr. Guðjón, velstjóri, er stundar tæknifr.nám í Þýskalandi, giftur Helgu B. Edvardsdóttur, og Margrét, er dvelst i foreldrahús- um. Barnabörnin eru orðin sex. Fyrstu minningar mínar um Didda eru frá 3. nóv. 1949, en þann dag giftu þau sig Sigga og Diddi að viðstöddum nokkrum ættingjum þ.á.m. foreldrum mín- um, sem létu skíra bróður minn um leið. Síðar hittist svo á, að við bjugg- um i nágrenni og kynntist ég þá Didda fyrst. Ég hændist að hon- um og man vel hve viljugur hann var að tefla við mig og spjalla. Ég gerði mér þá ekki grein fyrir hve aldursmunur okkar i árum var raunverulega lítill, mér fannst hann rígfullorðinn, enda átti hann jú dóttur, sem var aðeins yngri en ég. Vel minnist ég ferð- anna inn í Laugar á sunnudögum með honum og krökkunum, en þá fengum við bróðir minn að fljóta með. En raunveruleg kynni mín og konu minnar af Siggu og Didda hefjast ekki fyrr en árið 1970, þegar ég kem aftur inn i minn gamla spilaklúbb, en Diddi kom einmitt inn í klúbbinn, þegar ég fluttist út á land. Fljótlega hófst með okkur náinn vinskapur og var oft notalegt að sitja og spjalla. Diddi var hress og glaðlyndur. Fljótur var hann að koma af stað umræðum um menn og málefni og í samkvæmum var hann hrók- ur alls fagnaðar. Glaðastur var hann þó alltaf, þegar hann hafði börn sín og barnabörn nærri sér. Ég minnist þess að í sumar sem leið fórum við með þeim hjónum í útiiegu og lögðum upp á föstu- dagskvöldi. A laugardegi kom síð- an næstum allur hópurinn þeirra í heimsókn, hann sagði þá stoltur við mig: Ég er ríkur, sjáðu hópinn okkar Siggu. Ég minnist þess að hafa oft vitnað til þess við vini mína og aðra, hversu ljúft það væri hjá Síggu og Didda, að vera búin að koma börnum sínum upp jafn ung og þau væru. Nú væri næst á dagskrá að lifa lífinu og njóta lífsins, streðið búið, Diddi í góðu starfi og þau samrýndari en nokkru sinni fyrr, ef þá hægt væri að auka þar á. Við lögðum glöð og kát af stað, þegar þau buðu okkur í hóf með sér á laugardagskvöldið, búið var að borða, Diddi að ljúka skyldu- störfum i sambandi við hófið, dansinn hafinn og þá skyndilega fer hann að finna til og áður en nokkur fær rönd við reist er einn menningarsjúkdómanna búinn að taka Didda frá okkur. Svo skyndi- lega og óvænt kemur dauðinn og krefst sinna fórna. Við hjónin vottum Siggu, börn- um, tengdabörnum og öðrum nán- um aðstandendum okkar dýpstu samúð og kveðjum Didda, minnug allrar hjálpar hans, hugulsemi og glaðværðar. Hvíl í friði frændi. Guðmundur Malmquist. Við fráfall Kristins, sem meðal kunningja og vina var ávallt kallaður Diddi, verður mér hugs- að til þess hvað i rauninni er skammt milli lifs og dauða, gleði og sorgar. Þannig slær dauðinn stundum hinn hraustasta mann til jarðar fyrirvaralaust milli í gleði eða önn dagsins. Minningarnar um Didda, þenn- an lifsglaða systurson minn og uppeldisbróður, hrannast að mér þessa haustdaga, þar sem ég ligg á sjúkrahúsi og hefi nægan tíma til að íhuga þau ár, sem við vorum samvistum á heimili móður hans, en hún hefur nú séð á eftir þrem- ur sonum sinum úr þessum heimi, megi Guð veita henni styrk i sorg hennar og aðstandenda. Oftast leitar þó hugur minn til eftirlifandi konu Didda, barna og barnabarna, þvi það er mikil og sár reynsla að sjá svo skyndilega á eftir lífsförunaut sínum á besta aldri, þegar allt virðist leika í lyndi, eftir að hafa unnið hörðum höndum hlið við hlið í blíðu og striðu við að skapa yndislegt heimili og koma upp stórmyndar- legum barnahópi. En ég veit að Sigriður er þrekkona sem með tilstyrk barna sinna, Guðs og góðra minninga mun vinna bug á sorg sinni. Ég minnist þess Ijós- lega þegar Diddi kom í þennan heim og hann var ekki gamall þegar hann ávann sér hylli mína og annarra á heimilinu og þessi eiginleiki fylgdi honum ævilangt. Hann var félagslyndur, glaðsinna og eignaðist því marga vini og það var gott að eiga Didda að vini. Þótt ég væri aðeins eldri en þeir bræður Guðjón, Hjalti og Diddi þótti mér ákaflega vænt um þá og milli okkar myndaðist náið sam- band sem hélst allt til þess er ég flutti úr landi og ég man hvað gaman var stundum að fara með bræðrunum í bæinn, einkum þó á hátiðis- og tyllidögum, þegar við sprönguðum um göturnar spari- klædd, ég var stolt af bræðrunum. Eftir að ég fluttist aftur heim endurnýjuðust að nokkru gömul tengsl þótt aðstæður hefðu breyst og tilfinningar mínar til þessara uppeldisbræðra minna eru og verða óbreyttar, en við dauða Didda er enn á ný höggvið stórt skarð í þennan bræðrahóp. Ungur gekk Diddi að eiga eftir- lifandi konu sína Sigriði Guð- mundsdóttur og eiga þau 4 börn, sem öll eru gift utan yngsta dóttir þeirra, sem stundar nám og býr í foreldrahúsum. Diddi var svo lán- samur að eignast ágæta konu, sem með framsýni og dugnaði studdi manrt sinn til allra góðra verka og náms, oft var Diddi fjarri heimili sínu sökum starfs síns og mæddi þá mikið á Sigríði, en heimili þeirra ber vitni um hvað samhent þau hjón voru um velferð þess og barna sinna. 1 lok þessara fátæklegu orða vil ég votta þér Sigríður mín, börn- um þínum og fjölskyldum mína dýpstu samúð. Hönnu mömmu, bræðrum Didda og öðrum að- standendum votta ég innilega samúð. Unnur Malmquist. „Ský dregur skjótt fyrirsólu og skammt er frá morgni til njólu." Fráfall vinar okkar, samstarfs- manns og félaga Kristins M. Gunnarssonar minnir á þessar ljóðlinur. Hann var i hópi félaga og vina í samkvæmi, sem hann sjálfur hafði átt mikinn þátt í að undir- búa' Hann var ánægður og allt virtist hafa náð þeim tilgangi, sem til var ætlazt. Gleðin var ríkj- andi meðal félaga og vina, sem hugsuðu hlýtt til þeirra er undir- bjuggu þessa samverustund. Kristinn og eiginkona hans nutu sín sjáanlega vel þar, því þau voru bæði hress og glöð og áttu sízt von sviplegra tiðinda. + Öllum, sem sýndu föðursystur minni + Móðir okkar. HILDI JÓNSDÓTTUR, ELÍNBJORG Ásvegi 10. Reykjavik JÓNSDÓTTIR, hlýhug i veikindum og virðingu við útför bið ég Guðs blessunar Frá Fossseli, Fyrir hönd systkina hennar Hrútafirði, Lára Þórðardóttir. lést á Hvammstanga þann 22 október. Börnin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.