Morgunblaðið - 25.10.1977, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÖBER 1977
39
Skömmu síðar kenndi Kristinn
sér meins, sem hann hafði ekki
áður fundið til. Harmur laust um-
hverfið allt, sem varla var þó
hægt að átta sig á svo skjótt, en
Kristinn var látinn innan
skammrar stundar frá þessu,
þrátt fyrir allar aðgerðir.
Kristinn M. Gunnarsson var
fæddur á Eskifirði, en fluttist
þaðan til Reykjavíkur með for-
eldrum sínum þá nokkurra mán-
aða gamall. Kristinn á einn al-
bróður, einn hálfbróður og eina
hálfsystur á lifi.
Faðir hans var vélsmiður og
virðist það rénna stoðum undir
menntaveg og störf Kristins.
Hann vann ýmis störf sem ungl-
ingur, en hóf síðan nám í Vél-
smiðjunni Héðni hf. og lauk það-
an vélvirkjaprófi 1953. Siðar hóf
hann nám i Vclskóla íslands og
lauk þaðan vélstjóraprófi hinu
meira (rafmagnsdeild) árið 1959.
Eftir það hefst sjómennska, það
er vélstjórastarf á skipum, sem þá
var enn nær einasta starfsgreinin,
sem vélstjóralærðir menn gátu
fengið við sitt hæfi miðað við
menntun.
Kristinn kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni Sigríði Guð-
mundsdóttur 3. nóv. 1949.
Allt frá unglingsárum unnust
þau hugástum og voru hvort öðru
sífellt hin trausta stoð í viðfangs-
efnum lífsins og báru hvort með
öðru allar byrðar þess. Þau eign-
uðust fjögur mannvænleg börn.
Þau Unni og Huldu, sem báðar
eru giftar, Guðjón, sem er kvænt-
ur og er við nám um þessar mund-
ir erlendis, og Margréti, sem er 15
ára í foreldrahúsum.
Kristinn var heimakær maður
og góður húsfaðir. Löngun þeirra
hjóna til þess að hann gæti unnið
í landi og verið nær heimili þeirra
var mikil. Þau réðust þá í að reka
verzlun um tíma á eigin vegum.
Það gekk ekki nógu vel til þess að
svæfa með Kristni löngunina til
að sinna vélvirkjun eða fara með
vélar og stjórna þeim. Hann réðst
þvi til Keflavíkurflugvallar og
vann þar um tíma við slík störf
þótt honum líkaði þar aldrei vel.
Kristni voru rík í huga umbóta-
og leiðbeiningarstörf og þegar
honum gafst tækifæri tók hann að
sér starf aðstoðarskoðunarmanns
fyrir Öryggiseftirlit ríkisins 7.
sept. 1974, en um haustið 1975
varð hann skoðunarmaður í fullu
starfi fyrir eftirlitið og var fast-
ráðinn í það starf 1. janúar 1975
og sinnti því starfi með vaxandi
trúnaði og fjölgandi viðfangsefn-
um til hins siðasta.
Hin margþættu og oft óiíku
störf, sem ætlast var til að hann
leysti af hendi, leiddu hann aldrei
til uppgjafar, heldur til að leysa
viðfangsefnin með dyggð og
sóma.
Yrðu vandasöm úrlausnarefni
fyrir hendi var þjált að starfa með
Kristni, þvi þolgæði og prúð-
mennska var honum í blóð borin.
Þó gat hann einarðlega og á skýr-
an hátt leitt skoðanir sínar í ljós
án þess að torvelda samstarf sitt
við aðra.
Kristinn gekk vel til verka og
hafði gleði af starfi sínu með okk-
ur í eftirlitinu. Hann var hvetj-
andi til góðs samstarfs og lá aldrei
á liði sínu, enda höfum við ávallt
haft sömu ánægjuna af návist
hans og hlýleik.
I félagsmálum var Kristinn svo
sem mér er tjáð, að hann hafi
verið á heimili sinu ávallt hinn
hægláti, trausti, en jafnframt
glaðværi og góðlyndi fulltrúi
trygglyndis við menn og málefni.
Þar lét aldrei öðru hærra, en
fyndist honum sér vera misboðið
sem sjaldgæft var, átti hann, eins
og flestir með sömu skapgerð, erf-
itt með að sæta þvi eða jafna sig á
því fyrst í stað.
Það er skarð fyrir skildi þegar
svo traustur drengur, sem Krist-
inn var, hverfur af vettvangi og
nú þegar kær félagi og starfsbróð-
ir er farinn minnumst við hlýrra
samverustunda með honum með
þakklæti og söknuði.
Við biðjum saknandi eiginkonu
hans, börnum og öðrum ástvinum
blessunar Drottins og að vegurinn
framundan megi verða þeim
bjartur og greiður, þótt syrti mjög
að nú um stund.
Friðgeir Grímsson
og starfsféUgar.
Louis Einarsson
—Kveöja
Fæddur: 15. febrúar 1925.
Dáinn: 27. september 1977.
Við fráfall bróður mins Louisar
Einarssonar frá Siglufirði komu
ótal skýrar og fagrar myndir í
hugann frá æskudögum okkar
fyrir norðan. Þvi langar mig nú til
að færa honum mina hinstu
kveðju og þakklæti i fáum og fá-
tæklegum orðum. Louis fæddist í
Siglufirði 15. febrúar árið 1925,
sonur hjónanna Kristmundar
Eggerts Einarssonar bryta er lést
árið 1961, og Borghild Einarsson
f. Hernes sem búsett er i Reykja-
vik.
Eg man frá æskudögum okkar,
ef eitthvert af okkur yngri syst-
kinum hans datt og skrámaði sig
eða ef eitthvað annað bjátaði á,
hvað gott var ef hann var nálæg-
ur, því þá var gefiö mál að allt
varð gott á ný. Hann var alveg
sérstaklega umhyggjusamur bróð-
ir sem ætíð vildi gera gott úr öllu
sem úrskeiðis fór og ætið tókst
honum það. Louis var mikill nátt-
því nú sé hann kominn til fegurri
heima þar sem engir sjúkdómar
eru til, og þar á sólarströndum
muni hann á sinum tima taka á
móti okkur hinum. Þegar ég kveð
elskulegan bróður minn hinstu
kveðju, þá þakka ég honum fyrir
allt sem hann var mér, betri bróð-
ur hefði ekki verið hægt að hugsa
sér.
Mig langar til að kveðja hann
með fögrum sálmi eftir Guðmund
Einarsson.
Til þfn cg. Drottinn. husa hcf.
cr harmar Iffs mig þjá.
Og bið af hjarta huggun m*f
mcr himni þínum frá.
Mík örmum kærlciks vcikan vcf
«K vota þcrra brá.
kom. athvarf mitt. ok ci vi<) tcf.
minn anda lát þig sjá.
0. lát mÍK fcginn fa«na þvf.
þ<*ir fá. scm cg hcf misst.
nú horfin sM öll harmaský.
í himna sælli vist
t»K dýrrtarljóma upphcims f
hjá cnglasvcit þar gist.
scm andans framför æ cr ný
um cilffð fyrir Krist.
Eg bið Guð að blessa minningu
Louisar.
Utför hans fór fram frá Foss-
vogskirkju 6. okt. sl.
Svanhvít.
RENAULT 20
Renault 20 er bíllinn sem sameinar lipurð bcejarbílsins og stcerð og þcegindi
ferðabílsins. Bíll sem hentar íslenskum aðstceðum einkar vel.
Renault 20 er framhjóladrifinn bíll, með sjálfstceða fjöðrun á hverju hjóli.
Vélin er 102 hestöfl og eyðslan aðeins 9 l á 100 km.
Renault mest seldi bíllinn í Evrópu 1976.
RENAULTO KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633
i wii i iniin ixnniiirTiíi nnwi irr i iiMffWi'1'!
úruunnandi og mikið gefinn fyrir
útiveru, ég man er þeir æsku-
félagar Louis Jón Einarsson,
Hjörtur Karlsson og aðrir vinir
stunduðu fjallgöngur, hvað Louis
naut þeirra innilega og hvað þær
höfðu góð áhrif á hann. Louis hóf
ungur nám í vélsmiði á Akureyri
enn sú atvinnugrein mun ekki
hafa átt við hann. Þá snéri hann
sér að málningarstörfum, fannst
hann betur eiga þeima þar, og þá
atvinnugrein stundaði hann upp
frá þvi á meðan heilsan entist
honum, en heilsuna missti hann á
bezta aldri og náði sér aldrei til
fulls eftir það.
Louis var mjög listfengur og
eiga ýmsir eftir hann bæði mál-
verk og ímálaða dúka sem þóttu
hrein listaverk. Louis var vin-
margur enda þannig gerður, hann
var strangheiðarlegur, hjálpsam-
ur og trygglyndur, einnig hafði
hann mjög létta lund, átti mjög
gott með að koma öllum í gott
skap hvernig sem á stóð. Louis
var trúaður maður þótt hann tal-
aði ekki mikið um það, þvi betur
sýndi hann trú sina í verki.
Hann var mjög barngóður, ekki
gekk hann fram hjá barnahóp
sem eitthvað hafði sletzt upp á
vinskapinn hjá án þess að staldra
við og tala við þau þar til allir
voru orðnir sáttir á ný.
Louis vann lengst af hjá Antoni
Víglundssyni og Stefáni Guð-
rriundssyni málarameisturum i
Siglufirði, en þeir eru nú báðir
búsettir í Reykjavik. Louis íét vel
af þessum vinnuveitendum sinum
og bar þeim gott orð og fjölskyld-
um þeirra. Ekki má gleyma
vinnufélögum hans, en milli
Louisar og þeirra skapaðist mikil
og góð vinátta. Hann þótti dugleg-
ur, vandvirkur og samviskusamur
við allt er hann tók sér fyrir hend-
ur. Ég veit að bróðir minn var
þannig gerður að ef hann mætti
mæla til okkar nú þá'bæði hann
okkur að láta ekki sorgina yfir-
buga okkur ættingja sína og vini,
YLURINN FRÁ OSRAM HEFUR
LINAÐ ÞRAUTIR MARGRA.
Hvort sem þú þjáist af gigt eöa harðsperrum — eöa þá bara
löngun til sólarlanda — hefurOSRAM ráö viö verstu stingjunum!
OSRAM Ultra Vltalux er lampinn, sem kemur öllum í suðrænt
skap, og heldur viö heilbrigðum litarhætti, jafnvel í versta
skammdeginu.
OSRAM Theratherm hefur reynst gigtarsjúkum vel í mörgum
tilvikum.
OSRAM
vegna gæðanna