Morgunblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1977
VlH>
u VcáJ; ->
MORöíJK/- , v ^
MttlNli \\
(1
J I
Ijfcr/
GRANI göslari
«a»
Afsakaðu — héll þetta væri
kirsuber!
Sama hver um mig spvr, ég verð ekki við næstu tvo tíma!
Valdarán á íslandi?
„í heimsfréttunum eru oft
fregnir af byltingum og uppreisn-
um víðsvegar í heiminum. Nú hef-
ur eiginlega orðið eins konar bylt-
ing.hér á landi. Ekki væri óhugs-
andi að einhvern daginn gæti
eftirfarandi klausa komið fram á
strimlum fréttastofanna. Klaus-
una sendi einn af lesendum Dag-
blaðsins: „Laust eftir kl. 24 11.
október s.l. brauzt út bylting á
íslandi. Náði hinn svokallaði
Thorlaciusarher völdunum. Tókst
að ná á sitt vald öllum helztu
stjórnarbyggingum, þar á meðal
útvarpsstöðinni, sjónvarpsstöð-
inni og einnig póst- og símabygg-
ingunni. Rikisstjórnin er sögð i
stofufangelsi. Ekki er getið um
mannfall, annars eru óljósar
fréttir, en sagt er að flestir ef
ekki allir bæir á landinu séu á
valdi Thorlaciusarhers. Virðist
valdaránið hafa verið vel undir-
búið. Frá fréttaritara Tass-
fréttastofunnar á Islandi."
Þessa ofanrituðu gamansömu
klausu er að finna i Dagblaðinu
miðvikudaginn 19. okt. sl. En því
miður virðist sem hún gæti verið
dagsönn ef dæma má eftir því
hvernig þetta verkfall hefur þró-
ast undanfarna daga.
Undrun allra landsmanna vek-
ur hin mikla stirfni og illmagnaða
heimtufrekju Thorlaciusarskæru-
hers í yfirstandandi verkfalls-
deilu. Öllu góðum kjarabótum er
nertað á þeim forsendum að þær
séu of lágar og þvi ekki fært að
þeim að ganga. Ef BSRB-menn
vita af einhverjum Sesam-sjóði
þúsund og einnar nætur, sem
hægt væri að ausa úr þeim til
handa, nú þá væri þessi launa-
BRIDGE
Umsjón: P6II Bergsson
í grandsamningi er nákvæm
taining tökuslaga nauðsynleg
strax í upphafi spils. Þetta hef ég
oft minnst á. Enda ekki óeðlilegt
því sjaldan er góð vísa of oft kveð-
in.
Asamt opnun vesturs í spilinu í
dag er þetta einmitt lykill aö vinn-
ingsleið í úrspilsæfingu.
Allir eru á hættu en vestur gaf.
Norður
S. D8732
H. K104
T. G87
L. 97
Suður
S. K4
H. ÁD2
T. KD109
L. ÁK54
Eftir að vestur opnar á einu
laufi verður þú sagnhafi í þrem
gröndum, lesandi góður. Hvernig
vilt þú spila spilið eftir að vestur
spilar út laufdrottningu?
Við sjáum strax fimm slagi á
hjarta og lauf. Þrjá getum víð
fengið á tígul og a.m.k. éinn á
spaða. Við getum þannig fengið
nfu slagi verði vörhin ekki áður
búin að taka sína fimm. Hættan,
sem varast þarf er því, að vestur
eigi fimm lauf en ásana í tígli og
spaða á hann eflaust báða. En er
þá hægt að ráða við spilið? Já, ef
spaðarnir liggja 3:3 eða ef vestur
tekur ekki á spaðaás þegar við
spilum lágum spaða frá kóngnum.
Norður
S. D8732
H. K104
T. G87
L. 97
753.7
COSPER
Ekkert þras drengur minn, eða ég gifti ykkur hér
á stundinni!
Vestur
S. AG6
H. G9
T. Á53
L. DG1086
Austur
S. 1095
H. 87653
T. 642
L. 32
Suður
S. K4
H. ÁD2
T. KD109
L. AK54
Við tökum útspiliö og spilum
strax lágum spaða. Láti vestur
lágt fáum við á drottninguna og
ráðumst síðan á tigulinn. En taki
vestur á spaðaásinn fáum vió
fjóra slagi á spaða pg þurfum ekki
slag*a ugtu til að vinna spiiið.’
RETTU MER HOND ÞINA
77
Ijóst, að jafnvel Niekerk skildi,
að hann hefði orðið sjálfum sér
til skammar. Hann var rauður í
framan eins og karfi. Hann stóð
upp, eins fljótt og sómasamlegt
gat talizt, þakkaði gest-
gjafanum stuttaraiega og hvarf
á braut.
lallíaUfa-pr-pang-prrr.
Gamliford Arnar fór loksins í
gang í fjórtándu tilraun.
Bfllinn hóstaði og hristist á ieið
til hæjarins Helpmekaar, en
þaðan ætlaði Erik að taka
áætlunarbflinn til Durban.
Vegurinn — það var vafamál,
hvort rétt var að nota það orð —
hlykkjaðist eins og slanga
gegnum hátt grasið, vék fyrir
trjám og runnum, hvarf ofan í
brúarvana læki og teygði sig að
lokum upp í brekku, sem var
svo brött, að Örn varð að snúa
bílnum við og aka honum aftur
á bak upp hrekkuría. Ford af
árgerð 1920 var cnda sterk-
astur, þegar honum var ekið
aftur á bak.
Fyrst I stað hugsaði Erik ekki
um annað en þennan æðislega
akstur. Það komst ekki annað
að í huga hans. En þegar á leið,
var sem um hægðist innra með
honum. Nú var líka óvenjulega
spennandi og skemmtileg vika
á enda runnin, og Örn átti
skilið, að honum væri þakkað.
Erik fannst eins og hann hefði
fram að þessu verið annað
hvort sljór eða mótsnúinn f
sambúð sinni með Erni.
— Heyrðu, Fredrik, þú mátt
ekki halda, að ég hafi ekki
verið ánægður þessa daga á
Jagersdrift. Ég hef lært heil-
mikið, og þið hafið vcrið mér
ákaflega góð. Satt að segja dáist
ég að því starfi, sem þið vinnið.
örn horfði fast á hjólförin,
sem lágu hættulega nálægt
hengiflugi. Það birti yfir and-
iiti hans.
— Jæja, það var nú gaman að
he.vra. Ég hélt helzt, að þér
fyndist þetta allt vera hlægi-
legt.
— Nei, það finnst mér ekki.
En þú getur ekki vænzt þess, að
ég geti kyngt öllu á augahragði.
Ég hefði fengið taugaáfall, ef
ég hefði verið með þér nokkrar
vikur enn á þessum ferðum
þfnum.
Kælivatnið sauð, þegar þeir
óku upp langa brekku, og örn
varð að stöðva bílinn. Hann lét
fara vel um sig f sætinu og
horfði rannsakandi á Erik.
Bezti strákur, hugsaði hann.
Svolftið latur að hugsa og ögn
eigingjarn. en heiðarlegur inn
við beinið. Það væri gaman að
vita hvað úr honum yrði.
Erik langaði til að létta á sér
við örn. Hann virti fyrir sér
tignarlegt útsýnið af hárri
hrekkubrúninni og mælti: —
Ef ég á að segja eins og er, þá
finnst mér þú vera mér ofur-
efli. Ég hefði viljað tileinka
mér afdráttarlausari viðhorf til
kynþáttavandamálsins, trúar-
bragða og slíkra mála, áður en
svo færi, að ég hitti þig aftur.
Stundum er ég fullur af mót-
þróa, en þú hefur þaulhugsað
alls konar mál fyrirfram, og þú
gusar úr þér röksemdum á
F ramhaldssaga eftu
GUNNAR HELANDER
Benedikt Arnkelsson
þýddi
færibandi svo að ég stend þér
ekki snúning.
Örn hló. — Þetta er frábært!
Farðu heim til Durban og
hugsaðu málin, þangað til þú
kemst að niðurstöðu. Síðan
skulum við ræða saman, svo að
neistarnir fjúki, næst þegar
fundum okkar ber saman.
Erik ætlaði að flýta sér að
segja einhver vinsamleg viður-
kenningarorð við örn.
— En eitt er það, sem ég verð
að segja þér. Ég öfunda þig af
sálarró þinni. Einhvern veginn
virðist þú hafa sigrazt á öllum
erfiðleikum, og þú veizt, hvað
þú vilt.
Örn fyllti þegar örvamæli
sinn. — Öfundar þú mig?
Hvers vegna? Þú getur sjálfur
eignazt sömu sálarró. Er það
nokkuð, sem aftrar þér?
Erik striðnaði. — Hægan,
hægan. Nú erum við aftur
komnir að því. Nú skalt þú ekki
fara að sálgreina mig og taka
mig i fóstur. Ég stend á eigin
fótum.
örn hló og setti bilinn aftur I
gang. Erik sat við hlið hans í