Morgunblaðið - 25.10.1977, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTOBER 1977
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10 — 11
FRA MANUDEGI
kröfugerð þeirra ef til vill í lagi,
en engu slíku er til að dreifa nú.
því miður.
Enginn sjóður er til að ausa úr
nema okkar vesæli og illa stæði
ríkissjóður og svo auðvitað vasar
almennings í landinu. Það er
langt því frá að ég sé á móti því að
BSRB-menn fái sanngjarnar
kjarabætur. á þeim eiga þeir auð-
vitað fullan rétt til jafns við aðra
launþega i landinu. En þegar
BSRB-menn vilja í einu stökki
rifa sig uppá háa-c meðan aðrir
launþegar una vel lægri tónum og
haida sig þar ánægðir með sitt, þá
hygg ég að nokkuð mikið ósam-
ræmi sé komið á alla hljómkvið-
una, sem sé alltof margir falskir
tónar, en slíkt má ekki eiga sér
stað, samræmis verður að gæta í
öllum hlutum ef vel á að fara. En
því miður, öllum góðum kjaraboð-
um er neitað og talin alltof lág og
að engu hafandi. Þannig lagaður
samningaandi og þvergirðingur
er ekki heillavænlegur til sam-
komulags og kann aldrei góðri
lukku að stýra. Og hlytur fyrr eða
siðar að stefna i ógöngur öllum
samningaleiðum. ..Beint af eyrar-
oddanum undan svarta bakkan-
um."
Þorkell Hjaltason."
0 Tilburðir
fyrir prófkjör
,,Nú er í uppsiglingu prófkjör
í Sjálfstæðisflokknum og hafa
rnenn getað lesið í Morgunblaðinu
um tilburði eins væntanlegs frarn-
bjóðanda til þess að vekja á sér
athygli og skopast að. A dögunum
var sem sé sagt frá því að nafn-
greindur alþingismaður hefði sótt
um inngöngu i Hvöt og mun inn-
tökubeiðnin hafa verið undirrituð
með ..jafnréttiskveðju'. þótt
aldrei hafi maður heyrt þann
mann orðaðan í sambandi við
jafnrétti kynjanna. Blaðamaður-
inn. sem skrifaði fréttina, hefur
vonandi þó ekki viljandi gert
þingmanninum þann bjarnar-
greiða að gera hann að athlægi.
svo augljós sem tilgangurinn er.
Ég geri fastlega ráð fyrir að
þingmaðurinn sé félagi í ein-
hverjum hinna fjölmörgu karla-
klúbba í Reykjavík. svo víða sem
hann kemur við og ef þessi nýbak-
aði „áhugamaður" jafnréttis vill
vera sjálfum sér samkvæmur ætti
hann að flytja þar tillögu um að
opna félagið f.vrir konum. Gæti
maður þá fengið annan grínþátt
að skemmta sér við, en þá verður
hann að hafa snör handtök, þvi
senn dynur prófkjörið yfir.
Auður Auðuns."
Þessir hringdu . . .
0 Skrítnar
baráttuaðferóir
Svo sem vel er kunnugt af
fréttum hefur lengi staðið hálf-
gerð ógnaröld í Þýzkalandi að því
er sumir telja vegna mannránsins
á dögunum og atburðanna er
fylgdu i kjölfar þess. Hefur það
og fleiri atburðir í svipuðum dúr
orðið tilefni til hugleiðinga
„Friðarsinna," sem fara hér á
eftir:
„Við fáum daglega fréttir af því
í blöðum okkar hvernig hin og
þessi baráttusamtök erlendis
berjast fyrir ýmsum hagsmuna-
málum og hugsjónamálum sinum.
Það er kannski gott við verkfallið
hjá okkur núna að þurfa ekki að
frá fréttir af þessum voðaatburð-
um nema gegnum blöð, — við
þurfum ekki á meðan að horfa
upp á myndir frá átökum í sjón-
varpi. En mörg þessi samtök hvar
sem þau eru, Baader-Meinhof,
PLO, IRA og hvað þau nú öll
heita, hafa vægast sagt undarleg-
ar baráttuaðferðir. Það er beitt
ofbeldi eða hótað að gera það,
mannrán framin, morð, flugrán
og hver veit hvað, jafnvel oft á
tíðum til að mótmæla ofbeldi.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á meistaramóti sovétlýðveldis-
ins Moldavíu (Bessarabíu) i ár
kom þessi staða upp i skák þeirra
Averkins, sem hafði hvítt og átti
leik, óg Figlers.
17. d6! — Rxd6, 18. Rd5 — Dd7,
19. g4. Svartur gafst upp. Eftir
19. . . Rf4, 20. Rxf4 — exf4, 21.
Bxf4 tapar hann einfaldlega
manni. Sigurvegari á mótinu varð
Lutikov. Hann hlaut lO'/i v. af 13
mörulegum. Annað sætið kom í
hlut Figlers, sem hlaut 10 v. og
þriðji varð Averkin með 8‘/4 v.
Þetta eru skrítnar baráttu-
aðferðir. En hvernig er það með
okkur hérlendis, kemur þetta
okkur eitthvað við? Ég ræddi áð-
an um að gott væri kannski að fá
minni fréttir af þessum atburðum
en endranær, en er okkur ekki
hollt að vita hvað er að gerast úti i
hinum stóra heimi? Vissulega er
það nauðsynlegt fyrir okkur að
vita það. Þó að þetta sé landfræði-
lega fjarlægt landi okkar er ekki
að vita nema vettvangur slíkra
atburða geti einnig orðið hér á
landi eða hér við land, t.d. hvað
flugrán snertir. Því mætti e.t.v.
spyrja í framhaldi af þessu hvar
við stöndum t.d. i Sameinuðu
þjóðunum eða öðrum alþjóða-
samtökum og hvort við getum
ekki á einhvern hátt látið he.vra í
okkur um svona mál eða a.m.k.
má spyrja hvort slíkt sé rétt.
Erum við of smá og fátæk til að
geta gert ofbeldisaðgerðir og bar-
áttuaðferðir ýniissa samtaka áð
umtalsefni á alþjóðavettvángi.
Margt mælir kannski á móti
svona hugleiðingum. kannski eru
þetta aðeins órar, að við getum
skipt okkur af stórmálum ein-
hvers staðar úti í heimi. Það má
svo sem vel vera, en þetta eru þó
mál, sem gætu snert okkur á eftir-
minnilegan hátt, ef vettvangur
þeirra skyldi berast að okkar
ströndum. Nóg um það. vonandi
hafa einhverjir fleiri sitthvað til
þessara mála að Ieggja."
HOGNI HREKKVISI
Lukkutröllin gt*ta ekki stöðvað leik — sama hver í
hlut á!
— KA—Grótta
Framhald af bls. 25
einna mest á þeim Þór Ottesen og
Grgtari Vilmundarssyni og var sá
síðarnefndi markhæsti Gróttumaður-
inn í leiknum.
Mörk Gróttu: Grétar Vilmundarson
7, Þór Ottesen 4, Gunnar Lúðvíksson
2, Axel Friðriksson 2, Reynir Erlings-
son 2, Kristján Guðlaugsson 1.
Mörk KA: Sigurður Sigurðsson 7,
Þorleifur Ananíasson 5, Jóhann
Einarsson 3, Hermann Haraldsson 3,
Ármann Sverrisson 3, Páll Kristjáns-
son 2.
— stjl.
— Sinfónían
Framhald af bls. 13
os eftir Mozart og síðan bæði
dúett úr Don Giovanni eftir
Mozarl. Sieglinde Kahmann er
frábær söngkona. eins og
reyndar kom fram siðar á tön-
leikunum. Kristinn Hallsson er
í „fínu formi" eins og sagt er.
Hann söng á síðari hluta tón-
leikanna tvö íslenzk lög. Heimi
eftir Pál Isólfsson og Vorgyðj-
an kemur eftir Arna Thor-
steinsSon. I lagi Arna var söng-
ur Kristins sérlega góður og
frábærlega vel útfærður. Há-
punktur tónleikanna var söng-
ur Sieglinde Kahmann á aríu
úr Kátu ekkjunni eftir Léhar.
Vonandi eiga íslenskir hljóm-
leikagestir eftir að heyra hana
syngja oftar með sinfóniu-
hljómsveitinni og sjá hana á
leiksviði. Stemningin var svo
slerk, að jafnvel krakkar, sem
sátu á gólfi íþröttahússins og
voru ekki alltaf „kyrrlát og
hljóð", störðu frá sér numin.
Hljómsveitin lék tvö aukalög til
að skemmta fólki og enduðu
tónleikarnir með mikilli
kátínu.
Jón Asgeirsson
— Kerfið og
manneskjan
Framhald af bls. 15
að varla er að undra þótt ekki sé
hægt að fullnægja hjúkrunaiþörf
allra spítaladeilda landsins með
útlærðum og verðandi (nemum)
húkrunarfræðingum eingöngu.
En hvaða lausn gæti komið til
greina?
Almenningi virðist það oft
liggja hendi næst að reyna svo
sem hægt væri að fá ólært fólk til
aðstoðar við hjúkrunarstörfin. Fá
gott fólk og skynsamt, sem fúst er
til að starfa undir stjórn og hand-
leiöslu hjúkrunarfræðinga. Fölk,
sem ekki hefur fryst brjóstvil sitt
og löngun til að hjúkra og hjálpa
sjúkum. Og enn finnst vonandi
margt af því. ef eftir er leitað.
Það er staöreynd iífsins, sem
aldrei fellur úr gildi, aö í hjúkrun
og umönnum sjúkra hafa þeir
komist lengst, sem þetta hafa haft
til að bera. hvað sem allri sérlegri
hjúkrunarfræði líður. sem ekki
ber að vanmeta. Þettaætlu hjúkr-
unarfræðingarnir. hjúkrunar-
stéttin, öðrum fremur að kunna
að skilja og meta- og hagnýta sér
meðan hún enn er sjálf of fámenn
og vanmegna til að fullnægja
þörfinni á sinu eigin starfssviði.
Sú stétt veit þó flestum öðrum
betur, áð fyrir hverja deild á
sjúkrahúsi. sem lokast vegna
vöntunar á hjúkrunarliði, er hóp-
ur af sjúku fólki dæmdur til að
Vera áfram heima við allavega
ástæður. Stundum sem sjúkir ein-
stæðingar eða í höndum ólærðs
fólks, sem sumt hvað hefur sára-
lítil tök á eða aðstæður til að veila
þá hjúkrun og Utnönnum sem
þyrfti.
Eg á því enga betri ósk til
handa okkar ágælu hjúkrunar-
stétt (sem efalaust er eitt mikil-
va-gasta hjólið í okkar samfélags-
kerfi) en að hún sé þess ávallt
minnug. aö ofar hverri stétt. ofar
hverju kerli er manneskjan sjálf.
Og vonandi verður það aldrei svo
fullkomið hjá okkur, að það gangi
af eðlilegri mannúð og heilbrigðu
brjóstviti dauðu.
Ingibjörg Þorgeii sdöttir.
Verksntidju _
útsala
Alafoss
Opió þriójudaga 14-19
fimmtudaga 14—18
á útsöíunni:
Flækjulopi
Hespulopi
Flækjuband
Fndaband
Prjónaband
Véfnaðarbútar
Bílateppabútar
Teppahútar
Teppamottur
ALAFOSS HF
MOSFELLSSVEIT
eldhúsviftur
eru ísenn kröftugar, hljóðlátarog fallegar.
Eigum fyrirliggjandi tvær gerðir, SANIM AR
með þremur hröðum og Ijósi og
ELECTRONIC með elektrónískri
hraðastillingu og innbyggðu Ijósi.
Báðar gerðir er hægt að stilla á inn - eða
útblástur
Verð frá kr. 44.500,-
Verzlunin
PFAFF
sími 26788