Morgunblaðið - 25.10.1977, Síða 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTOBER 1977
r
Thailand:
Skipta með
sér verkum
Nýr flokkur í
stiórn í ísrael
Tel Aviv, 24. október Reuter.
NVSTOFNAÐUR Lýdræðisbreyt-
ingaflokkur (DMC) sem hefur
gerzt aðili að hægristjórninni í
Israel hefur tilnefnt þrjá af fjór-
um ráðherrum sem flokkurinn
fær í st jórninni.
Annar valdamesti maður
flokksins, prófessor Manon
Rubinstein, hefur sagt sig ú fra-
kvæmdastjórn flokksins vegna
ákvörðunarinnar um að ganga til
stjónarsamstarfs með Likud-
flokki Menaehem Begins for-
sætisraæðherra.
Aðalleiðtogi flokksins, prófess-
or Yigael Yadin, var valinn i
stöðu varaforsætisráðherra.
Shmuel Tamir lögfræðingur
var valinn dómsmálaráðherra og
bar sigurorð af dr. Binyamin
Haevy fyrrverandi hæstaréttar-
dómara.
Meir Amit, fyrrverandi yfir-
maður leyniþjónustu hersins og
til skamms tíma forstöðumaður
svokallaðra Koor-
fyrirtækjasamsteypu verkalýðs-
hreyfingarinnar Histadrut, var
valinn samgöngumálaráðherra.
Enn er reynt að ná samkomulagi
um val manns í fjórða ráðherra-
embættið, stöðu velferðarráð-
herra.
Prófessor Rubinstein, fyrrver-
andi forseti lagadeildar háskólans
í Tel Aviv, kvaðst hafa sagt af sér
til að mótmæia samningaviðræð-
um um stjórnaraðild er hefðu far-
ið fram án vitundar hans. Hann
Kjarnorku-
ísbrjótur í
reynsluferð
Moskvu, 24. október. Reuter.
ÞRIÐJI kjarnorkuknúni ísbrjót-
urinn sem Rússar hafa smíðað er
farinn frá Leníngrad ( jómfrú-
ferð sína að sögn Pravda.
ísbrjótnum var hleypt af
stokkunum snemma á síðasta ári
og er mjög svipaður ísbrjótnum
Arktika sem fyrst skipa sigldi til
Norðurpólsins fyrir tveimur
mánuðum.
Nýi ísbrjóturinn er talinn
stærri og kraftmeiri en Arktika
og fyrsti sovézki isbrjóturinn,
Lenín. Heimahöfn ísbrjótanna er
í Murmansk og þeir eiga að halda
uppi ferðum allt árið milli vestur-
og austurhluta Sovétríkjaanna.
hélt uppi harðri andstöðu gegn
Yadin sem beitti sér fyrir aðild að
stjórn Begins.
Prófessor Yadin var herráðsfor-
seti ísraelska hersins eftir stríðið
1948 en hefur stundað fornleifar-
rannsóknir um árabil. Hann er
þekktastur fyrir rannsóknir sínar
í hinu forna virki Massada
skammt frá Dauðahafi þar sem
Gyðingar vörðust til síðasta
manns gegn Rómverjum fyrir
2.000 árum og síðustu varnar-
mennirnir sviptu sig lífi fremur
en að falla í hendur Rómverjum.
Tamir var yfirmaður neðan-
jarðarhreyfingarinnar Irgun Zvai
Leumi sem laut forystu Begins í
Jerúsalem í stríðinu 1948. Hann
var einn af stofnendum Frjálsu
miðhreyfingarinnar sem gerði
bandalag við Herut-flokk Begins
en sagði sig úr hehni og var óháð-
ur þingmaður þar til hann gekk í
DMC fyrir kosningarnar í maí.
Meir Amit var áhrifamaður í
Verkamannaflokknum þar til
DMC var komið á laggirnar í
fyrra.
Veruleg
lækkuná
dollurum
London, 24. októbcr. Reuter.
MIKIL óvissa ríkti á gjaldeyris-
mörkuðum í dag og dollarinn
lækkaði verulega en mikil eftir-
spurn var eftir svissneskum
frönkum og gulli.
Svissneski frankinn seldist fyr-
ir 2,2315 dollara sem er hæsta
verð sem hefur fengizt fyrir hann
síðan í ágúst 1975.
Ástæðan fyrir slæmri stöðu
dollarans er sem fyrr uggur um
ástandið í bandariskum efnahags-
málum og óvissa um hvað banda-
ríska stjórnin hyggst fyrir.
Mikill halli er á viðskiptum
Bandaríkjamanna við erlend riki
og því er haldið fram að Hvita
húsið og bandaríski seðlabankinn
fylgi ekki sömu stefnu í gjaldeyr-
ismálum.
Tímaritið Business Week telur
að breyting geti ekki orðið til
batnaðar fyrr en Carter forseti
komist upp á lag með að vinna
með þinginu, kaupsýslumönnum
og seðlabankanum.
BaiiRkok. 24. október Reutrr.
HERSTJÓRNIN i Thai-
landi, sem tók völdin í síð-
ustu viku, tilkynnti í dag
um verkaskiptiiígu við
stjórn landsins. Sett hafa
verió á stofn þrjú ráð,
framkvæmdaráð, herráð
og borgaralegt ráð. Ekki
var tilkynnt um nýjar em-
bættisskipanir og segja
stjórnmálafréttaritarar að
flest bendi til að formaður
herráðsins, Si Angad flota-
foringi, og Chama yfirhers-
höfðingi landsins muni
fara með stjórnina. Ekki
var sagt hve lengi þessi ráð
myndu starfa,, en frétta-
menn segja að litið sé á þau
sem bráðabirgðaráðstafan-
ir. Hinir nýja valdhafar
hafa lofað nýrri stjórnar-
skrá fyrir landið og-frjáls-
um þingkosningum á
næsta ári.
Oeinkennisklæddir lögreglumenn, vopnaðir byssum, gæta inngöngudyranna að skrifstofu blaðafulltrúa
st jórnarinnar ( Bonn á fimmtudagskvöld.
EKsabet Englandsdrottning flytur hásætisræðu sfna við setningu kanadfska þingsins og notar gleraugu (
fyrsta skipti opinberlega. Pierre Trudeau forsætisráðherra hlustar.
berjast í Eþíópíu
Mogadishu, 24. okt. Rputer.
ÞtJSUNDIR kúbanskra her-
manna taka þátt i hörðum bardög-
um í borginni Harar og nágrenni
hennar að sögn talsmanns
Frelsisfylkingar Vestur-Sómalíu
(WSLF) í dag.
Talsmaðurinn gaf í skyn að
nokkrir Kúhumenn hafðu verið
teknir til fanga og að opinber
tilkynning yrði birt bráðlega.
Tvö þúsund hermenn frá
Suður-Jemen berjast einnig við
hlið Eþíópiumanna hjá Harar að
sögn aðalritara W'SLF, Abdallahi
Hassan Mohamoud. Hann sagði að
sovézkir ráðunautar væru Kka aí
Harar.
Mohamoud sagði að hreyfingin
fengi ekki aóeins hergögn frá
Sómalíu. Hann sagði að hreyfing-
unni bærust vopn frá öllum
Arabalödnum nema Líbýu og
Suður-Jemen.
Hann sagði að engin hætta væri
á þvi að hdrgagnasendingarnar
yrðu stöðvaðar. Sómalíumenn
fengu flest sín hergögn frá Rúss-
um, en Rússar stöðvuðu her-
gagnasendingar sínar þegar stríð-
ið hófst fyrr á þessu ári.
Mohamoud kvað hreyfinguna
ekki óttast skort á hergögnum eða
skotfærum. Hann kvað hreyfing-
una hafa fengið að láni hjá Sóma-
liuher sovézksmíðaða skriðdreka
og stórskotavopn. Hann sagði að
hreyfingin beitti einnig banda-
rískum hergögnum sem hefðu
verið tekin herfangi.
Útvarpið í Mogadishu sagði i
dag að sómalskir skæruliðar fögn-
uðu sameiningu andstæðra hreyf-
inga skæruliða í Eritreu er frá
var skýrt i síðustu viku og kvað
hana marka upphaf endaloka að-
skilnaðar baráttu Eritreubúa.
Jafnframt hafa Rússar opinber-
lega hætt stuðningi sínum við
Sómalíu og lýst yfir stuðningi við
Eþíópíumenn. Sovézki sendiherr-
ann i Addis Ababa, Anatoly
Ratanov, sagði við athöfn í tilefni
60 ára afmælis sovézku byltingar-
innar að Rússar mundu standa við
hlið Eþíópíumanna. Jafnframt
fengu Sómalir engar kveðjur frá
Rússum og Kúbumönnum er þeir
minntust átta ára afmælis bylt-
ingar sinnar.
AMY Carter, yngsta dóttir Carters Randarfkjaforseta og Rosalynn
konu hans, átti t(u ára afmæli þann 19. október. Fékk hún að bjóða
ungum vinum sfnum til veizlu ( Hvfta húsinu. Amy situr við fætur
föður s(ns á myndinni og á horðinu sjást nokkrar af afmælisgjöfum
hennar.
Þúsundir Kúbana
v.