Morgunblaðið - 25.10.1977, Síða 40
'€=íf Gleffm
% geósjúkum
29.10.’77
ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1977
AU.HA1
Veruleg hreyfíng á samn-
mgamálum um miðnætti
1 Mývatnssveit hafa jarð-
skjálftar aukist, og gliðnun
heldur áfram sfðan jarð-
hræringunum lauk f septem-
ber. Þá hafa jarðvísindamenn
spáð því að til tíðinda kunni að
draga á næstu dögum og má þá
jafnvel búast við að eitthvert
rask verði við Kröflu en mynd-
in er tekin þar í gærmorgun.
Sjá grein á blaðsiðu 20.
SKÖMMU eftir miðnætti, er Morgunblaðið fór í prentun,
var veruleg hreyfing komin á samningaviðræður BSRB
og ríkisins og sumir samningamenn gerðu sér vonir um
að samningar tækjust í nótt. Síðdegis í gær og í gær-
kvölds voru tekin upp ný vinnubrögð við samningagerð-
ina og mvnduð var ný viðræðunefnd af hálfu BSRB,
5-manna nefnd og fjármálaráðherra sendi af hálfu ríkis-
valdsins 5-manna nefnd til viðræðna við BSRB-nefndina.
Eftir kvöldverðarhlé var enn fækkað í viðræðunefndum
aðila og ræddust þá við tveir frá hvorum aðila, Höskuld-
ur Jónsson og Þorsteinn Geirsson, Haraldur Steinþórs-
son og Valgerður Jónsdóttir. Þótt ýmsir samningamenn
hafi verið bjartsýnir má segja að menn hafi eilítið verið
hlendnir í trú sinni á samkomulag á næsta leiti, enda
höfðu menn undanfarin dægur orðið fvrir margs konar
vonhrigðum.
Samkvæmt upplýsingum, scm
Morgunblaöiö fékk f gærkveldi,
var það samkomulag, sem Ifkur
bentu til að vrði að veruleika
byggt á sama grundvelli og þeir
samningar, sem sveitarfélögin
hafa verið að gera undanfarna
rúma viku. Þar sem samningar
sveitarfélaganna voru þó öllu
óhagstæðari rikisstarfsmönnum
Óhöpp á
ytri-höfniimi
Maður féll niður í
bát - kaðalstigi
féll í höfuð manns
ÞAÐ Ohapp varð við skipshlið
Múlafoss í gærmorgun að yfir-
vélstjóri skipsins féll niður í
bát, sem var við síðu skipsins
og um leið skall kaðalstigi sem
var utan á síðu skipsins í höf-
uð háseta af Dettifossi, setn
var í bátnum. Hásetinn meidd-
ist nokkuð og varð að sauma
nokkur spor í höfuð hans, en
vélstjórinn mun hafa marist
nokkuð.
Samkvæmt þeim upplýsing-
um, sem Morgunblaðið fékk
hjá Eimskipafélaginu í gær-
kvöldi, kom skipsbátur Detti-
foss til að ferja yfirvélstjóra
Múlafoss í land, og er talið að
honum hafi skyndilega skrikað
fótur er hann steig upp á lunn-
inguna og féll hann við það
niður í bátinn, þar sem hann
hafnaði á botni hans. Um leiö
er eins og kaðalleiðarinn hafi
losnað og féll hann i höfuð
háseta af Dettifossi með áður-
greindum afleidingum.
Viðtöl viö skipverja á
skipunum á ytri-hiifninni eru á
bls. 18.
en starfsmönnum sveitarfélag-
anna, vegna þess að þessir starfs-
hópar eru ekki eins, re.vndi fjár-
málaráðunevtið að koma til móts
við rfkisstarfsmenn og aðlaga
samninginn aðstæðum þeirra. Að
öðru leyti vörðust aðilar allra
frétta um inntak þeirra atriða,
sem f gærkveldi voru til umfjöll-
unar.
Aðilar náðu í gær samkomulagi
um breytt vinnubrögð við samn-
ingagerðina og voru skipaðar 5
manna viðræðunefndir frá hvor-
um aðila, en það kerfi, sem áður
hafði verið notazt við, að allt væri
jafnóðum borið undir og rætt í
samninganefnd BSRB, sem telur
60 manns, hafði reynzt allt of
þunglamalegt og svifaseint sem
vidræður undanfarna daga bera
bezt vitni.
Það sem í milli bar í gærkveldi
var að fjármálaráðherra hafði
boðíð launastiga Reykjavikursam-
komulagsins, en BSRB krafðist
launa, sem voru 2 þúsund krónum
hærri. Áfangahækkanir, sem ráð-
herra bauð, voru og í samræmi
við samkomulagið i Reykjavík, en
BSRB krafðist þess að 3% áfanga-
hækkun, sem koma á til fram-
kvæmda 1. apríl 1979, komi til
framkvæmda tveimur mánuðum
fyrr eða 1. febrúar 1979. Þá var og
þráttað um persónuuppbót i
desember, sem BSRB vill fá fyrir
alla starfsmenn. Hefur rikisvald-
ið að sögn BSRB-manna aðeins léð
máls á því, en ekki hefur verið
gengið frá því i hvaða mynd sú
uppbót verður. Þá er enn bitizt
um 2 laugardaga í orlofi óg kaffi-
tíma fyrir þá sem vinna fram yfir
klukkan 17 á daginn.
Kristján Thorlacius formaður
BSRB sagði í gær að bandalagið
væri enn með endurskoðunarrétt
á samningstimahilinu sem
fimmtu kröfu sina og ólíklegt
væri að verkfallsrétturinn fengist
Framhald á bls. 30.
Lögbannsmálið í Hafnarfirði:
Ljósmynd Friðþjófur Holsason.
Flugleiðir koma heim
með fólk frá New York
— annað ekki hægt, hvað sem verkfallsnefnd BSRB
segir, sagði biaðafuiltrúi félagsins
„VIÐ IIÖFUM ákveðid að
taka þessa íslendinga heim
með vélinni frá New York
og hún iendir á Keflavík-
urflugvelli í fyrramálið,“
sagði Sveinn Sæmundsson,
hlaðafulltrúi Flugleiða í
Bílstjórinn í
Geirfínnsmálinu:
Hæstiréttur
staðfesti
gæzluvarð-
haldsúrskurð
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
26 daga gæzluvarðhaldsúrskurð,
yfir Sigurði Óttari Hreinssyni,
sendibílstjóranum í Geirfinns-
málinu, sem kveðínn var upp í
sakadömi Reykjavíkur hinn 14.
október s.l.
Sem kunnugt er dró Sigurður
samtali við Mbl. í gær-
kvöldi. „Okkur finnst ann-
að ófært en að leysa vanda
þessa fólks, hvað sem verk-
fallsnefnd BSRB segir. Við
höfum beðið eftir svari frá
verkfallsnefnd BSRB síðan
á laugardag og það er
ókomið enn, en við höfum
tekið okkar ákvörðun; fólk-
ið fær að koma heim með
flugvélinni.“ Sveinn sagði,
að íslendingarnir í New
York hefðu í gær sent ut-
anríkisráðuneytinu skeyti,
þar sem þeir mótmæltu því
að Flugleiðavélin færi frá
New York án þeirra og var
því skeyti komið til verk-
fallsnefndar BSRB. .
Þessi flugvél er leiguvél, sem
Flugleiðir hafa tekið á leigu í
flugið yfir Atlantshaf í tvo mán-
uði meöan pílagrímaflug félags-
ins stendur yfir og er hún af
gerðinni DC8-33. Þessi flugvél
tekur 160 farþega og sagði Sveinn
að með henni gætu komið flestir
Framhald á bls. 30.
Sjávarútvegs-
ráduneytið
heimilar
rækjuveiðar
í Út-Djúpinu
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
heimilað rækjubátum við Isa-
fjarðardjúp að hefja rækjuveiðar
í Út-Djúpi og mun flotinn vænt-
anlega halda til veiða á morgun.
Á fundi hjá smábátafélaginu
Huginn á ísafirði á sunnudag var
eftirfarandi samþykkt gerð:
„Hér viö ísafjarðardjúp liggja
nú allir rækjubátar bundnir við
bryggju vegna verkfalls B.S.R.B.
Framhald á bls. 30.
Fjármálarádherra um söluskattinn:
BSRB krefst þess
að fógetínn víki sætí
Tilmæli til skattstjóra
að fella niður viðurlög
SÍÐDEGIS í gær var þing-
aö að nýju í fógetarétti
Hafnarfjarðar vegna
beiðni íslenzka álfélagsins
hf. um lögbann á þær að-
gerðir verkfallsvarða
BSRB að koma í veg fyrir
að súrálsskipið Radiant
Ventura legðist að bryggju
í Straumsvík á föstudag-
inn. í gær lagði Guð-
mundur Ingvi Sigurðsson
hrl., lögmaður BSRB, fram
sína greinargerð og er þess
m.a. krafizt að Már Péturs-
son dómari víki sæti í mál-
inu, vegna afskipta yfir-
Framhald á bls. 30. I
Óttar til baka framburð sinn í
Geirfinnsmálinu og hófst þá hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins
rannsókn á meintum röngum
framburði hans fyrir dómi. Var af
hálfu saksóknara gerð krafa um
gæzluvarðhald á meðan rannsókn
færi fram og varð sakadómur við
þeirri kröfu en hann synjaði aftur
á móti kröfu um að dómsrann-
sókn færi fram í málinu og taldi
réttara að rannsókn færi fram á
lögreglustigi. Báðum úrskurðun-
um var skotið til Hæstaréttar og
staðfesti hann þá báða í gær.
Hæstaréttardómararnir Magn-
ús Þ. Torfason, Björn Svein-
björnsson og Logi Eínarsson
Framhald á bls. 30.
„NIÐURSTAÐA mín varðandi
beiðnina um frestun á eindaga
söluskattsins er sú, að ég sé mér
ekki fært að breyta eindaganum.
Hins vegar er til þess heimild í
lögum, að skattayfirvöld geti fellt
niður viðurlög, ef greitt er eftir
eindaga, þegar sérstaklega stend-
ur á. Fjármálaráðuneytið mun
madasl til þess við skattstjóra að
þessari heimild verði beitt, þar
sem við getur átt að verkfallið
raski getu einstakra greiðenda
söluskatts til að standa skil á sölu-
skattinum,“ sagði Matthías Á
Mathiesen fjármálaráðherra í
samtali við Mbl. f gær, en Verzl-
unarráð Islands fór þess á leit við
fjármálaráðherra, að eindaga
söluskatts, sem er í dag, yrði
frestað þar til 10 dögum eftir að
verkfalli BSRB lýkur.
Þorvarður Elíasson, fram-
Framhald á bls. 30.